Morgunblaðið - 27.06.2015, Side 42

Morgunblaðið - 27.06.2015, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Flosi Hrafn Sigurðsson er einn af fjórum eigendum OPUS lög-manna. „Það var nýlega gengið frá eigendastöðu í félaginu enég hef unnið hjá OPUS lögmönnum frá útskrift minni 2010.“ Flosi er MA í lögfræði með áherslu á refsirétt frá Háskóla Íslands. MA- ritgerð Flosa fjallaði um mansal. „Þar var ég að skoða hver væru skil- yrði íslenskra laga til að hægt væri að sakfella fyrir mansal. Sérsvið mín sem lögmanns eru sifjamál eða forsjármál og sakamál, einnig ýmis skiptamál, þ.e. mál sem snúast um dánarbú og þrotabú.“ Áhugamál Flosa eru fyrst og fremst fjölskyldan enda er hann með tvö lítil börn. „Svo hef ég mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega körfu- bolta, en einnig útivist og fjallgöngu. Ég hef þó lítið komist í það und- anfarið. Við fjölskyldan ætlum þó að reyna að ferðast eins og við getum í sumar og verðum meðal annars í viku í bústað í Hrífunesi í Skaftár- tungu.“ Flosi er fæddur og uppalinn í Borgarnesi og foreldrar hans eru Sig- urður Már Einarsson fiskifræðingur og Anna Steinsen viðskiptafræð- ingur. Sambýliskona Flosa er Þórunn Kjartansdóttir þjóðfræðingur og börn þeirra eru Einar Jósef 3 ára og Anna Diljá sem verður eins árs í haust. „Ég ætla að halda afmælisveislu á laugardaginn í sal í miðbæ Reykja- víkur þar sem helstu vinum og vandamönnum verður boðið í veislu.“ Lögmaðurinn Sérsvið Flosa eru sifjamál, sakamál og skiptamál. Einn af eigendum OPUS lögmanna Flosi Hrafn Sigurðsson er þrítugur í dag R agnheiður fæddist í Reykjavík 27.6. 1975 og ólst fyrst upp í Smáíbúðahverfinu en flutti í Mosfellssveit þegar hún var 14 ára: „Smáíbúða- hverfið var yndislegt, fullt af krökk- um, frelsi og víðáttu. Mér fannst því ekki spennandi tilhugsun að flytja í Mosfellssveitina. Þetta var eins og að fara á annað og ókunnugt til- verustig og einugis rútuferð í bæinn á margra klukkutíma fresti. En þetta lagaðist nú fljótt. Ég var að vísu bara einn vetur í Gagn- fræðaskóla Mosfellsbæjar og naut þar kennslu og leiðsagnar Ragn- heiðar Ríkharðsdóttur, þingmanns í dag. En þegar maður er svo á annað borð kominn í Mosfellsbæinn fer maður ekkert þaðan. Náttúran er svo fjölbreytileg og umhverfið fjöl- skylduvænt. Þess vegna bý ég hér enn.“ Ragnheiður Jóhannesdóttir þróunarstjóri – 40 ára Fjölskyldan Ragnheiður og Sigurjón, með Þóru Maríu og Sindra, njóta veðurblíðunnar í Landmannalaugum. Veiðikló í bankageira Stórfjölskyldan Ragnheiður og Hrafnhildur með foreldrum og fjölskyldum. Sauðárkrókur Gunn- björn Ingi Agnarsson fæddist 19. júní 2014 kl. 9.03. Hann vó 3.660 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Lilja Gunnarsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.