Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Page 12
miðvikudagur 7. janúar 200912 Fréttir Yfirvöld í Kansas í Bandaríkjunum hafa nú hafið leit að dreng, Adam Herrman, sem hvarf fyrir nærri ára- tug. Ástæðan fyrir að leitin var ekki löngu hafin er að foreldrar hans til- kynntu ekki um hvarf hans fyrr en fyrir nokkrum vikum. Þau höfðu ekki fyrir því að tilkynna að ætt- leiddur sonur þeirra væri horfinn. „Við vitum ekki hvað varð um Adam Herrman frá því árið 1999 þegar hann sást síðast,“ sagði lög- reglustjórinn Craig Murphy á blaða- mannafundi í tengslum við málið. Ekkert er vitað um ferðir drengsins né heldur hvort hann sé lífs eða lið- inn. Adam var rúmlega ellefu ára þegar hann hvarf. Hann bjó með foreldrum sínum á hjólhýsastæði í smábænum Towanda í Kansas. En foreldrarnir, Doug og Valerie Herr- man, tilkynntu aldrei um hvarf hans. Það var ekki fyrr en fyrir fyrir nokkr- um vikum sem ónafngreindur aðili lét áhyggjur sínar í ljós við stofnun sem sérhæfir sig í týndum börnum. Lögmaðurinn sem sér um mál foreldranna segir að parið harmi mjög að hafa ekki tilkynnt um afdrif drengsins. „Þau eru þjökuð af sekt- arkennd.“ Að sögn foreldranna var Adam alltaf að strjúka að heiman og þau héldu að hann hefði farið til líffræðilegra foreldra sinna eða væri heimilislaus. Foreldrarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir neitt að svo stöddu og aðstoða lögregluyfirvöld við leitina. mikael@dv.is Adam Herrman hvarf fyrir nærri áratug – foreldrarnir gerðu ekkert: Of þéttar flugfreyjur Ríkisflugfélag Indlands, Air India, hefur rekið níu flugfreyjur vegna þess að þær þóttu orðnar of þung- ar. Flugfreyjurnar voru látnar hætta í almennu flugi fyrir tveimur árum og hafa sinnt skyldustörfum á jörðu niðri síðan. Þær ætla sér með málið alla leið í hæstarétt Indlands eftir að undirdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Air India hefði fullan rétt á að hindra of þéttvaxn- ar flugfreyjur í því að fljúga. Þeir sem leggjast gegn miðstýrðum afskiptum af peningamálastefnu þjóða eru þó flestir þeirrar skoðun- ar að ekki sé unnt að vera án seðla- banka. Þeir sem þannig hugsa geta litið til lýðveldisins Panama í Mið-Amer- íku. Þar geta áhugamenn áttað sig á því hvernig markaðsdrifin peninga- málastefna getur gengið án afskipta eða stýringar seðlabanka. Frá stofn- un lýðveldisins Panama hefur aldrei verið starfræktur seðlabanki í land- inu. Þrátt fyrir það hefur þjóðhags- legt umhverfi verið þar með ágæt- um og mjög stöðugt. Seðlabankaleysi landsins hef- ur leitt til þess að peningamagn í umferð ræðst algerlega á markaðn- um. Reyndar er dollar gjaldmiðill landsins í raun og veru. Landsmenn neyðast til þess að afla gjaldeyris- ins með því að framleiða og flytja út vörur og þjónustu líkt og aðrir; ekki er unnt að prenta peninga eða búa þá til úr engu. Að þessu leyti svipar peningakerfinu til gjaldmiðla með gullfót segir David Saied í grein sem hann ritaði fyrir nokkru og birti á vegum stofnunar Ludwigs von Mis- es, eins af frumkvöðlum Austurríska skólans í hagfræði. Lítil verðbólga Verðbólga í landinu undanfarin 20 ár hefur að meðaltali verið eitt prósent og yfirleitt einu til þrem- ur prósentum undir verðbólgunni í Bandaríkjunum. Saied segir í grein sinni að þessar aðstæður hafi skap- að afar mikinn fjármálastöðugleika í landinu. Panama er eina landið í allri Suður-Ameríku sem ekki hefur lent í fjármálakreppu og gjaldeyris- hremmingum frá stofnun lýðveldis. Ákvæði um frjálsa mynt í stjórnarskrá Á nítjándu öld studdist landið við silfurpesóann; íbúarnir völdu hann sjálfir. Engu að síður var bandaríski dollarinn einnig í umferð vegna þess að verið var að leggja fyrstu járnbrautina frá ströndum Atlants- hafs til Kyrrahafs. Verkið var unnið af bandarísku fyrirtæki. Ekki voru Panamabúar ánægðir með að taka upp gjaldmiðil Kólumbíu seint á nítjándu öld og í einu dagblaði heimamanna stóð árið 1886: „Það er ekkert land í öllum heiminum og áreiðanlega ekki nein miðstöð versl- unar þar sem afleiðingarnar yrðu jafnmiklar og óbætanlegar af vond- um gjaldmiðli og í Panama. Öll okk- ar neysluvara er innflutt. Við eigum engar afurðir og getum aðeins greitt í peningum fyrir þær vörur sem við flytjum inn.“ Árið 1903 öðlaðist Panama sjálf- stæði með stuðningi Bandaríkja- manna, sem um það leyti höfðu mestan áhuga á því að grafa skipa- skurð þvert yfir landið, Panama- skurðinn, sem tengir Kyrrahaf og Atlantshaf. Eftir vonda reynslu af gjaldeyrissamningum við Kólumbíu 18 árum áður ákváðu íbúar Panama að setja eftirfarandi grein í stjórnar- skrá sína: „Engin mynt verður með tilskipun innleidd í lýðveldinu. Sér- hverjum einstaklingi er því heim- ilt að hafna hverri þeirri mynt sem hann treystir ekki.“ Þetta gat aðeins þýtt að hvaða gjaldmiðill sem vera skal gat orð- ið þjóðarmynt og algerlega háður markaði. Að vísu sömdu stjórnvöld í landinu við Bandaríkjamenn ári síð- ar um að dollarinn gæti orðið við- skiptavaki í landinu. Í fyrstu mætti dollarinn tortryggni heimamanna og vildu þeir frekar notast við silf- urpesóann. Honum var þó um síðir velt út af borðinu með lögum. Alþjóðleg bankastarfsemi Árið 1971 gekkst ríkisstjórn lands- ins fyrir því að samþykkt voru afar frjálslynd bankalög sem heimiluðu galopið bankakerfi án miðstýring- ar og yfirumsjónar af hálfu ríkis- ins. Auk þess voru fjármagnstekjur og vext- ir skatt- frjálsir sem og ýmis hagnaður af ýmissi fjármála- starfsemi. Þetta leiddi til þess að bönkum fjölgaði í landinu úr 23 árið 1970 í 125 árið 1983. Flestir eru þeir alþjóðlegir. Bankalögin stuðluðu að alþjóðlegri lánastarfsemi með ívilnandi skattareglum um hagnað af erlendri lána- starfsemi. Ólíkt öðrum löndum Suður- og Mið-Ameríku er ekkert sérstakt fjár- Tilkynntu soninn týndan eftir tíu ár Ekki sést síðan 1999 adam Herrman hvarf af hjólhýsaheimili sínu í kansas fyrir tæpum tíu árum. Foreldrar hans höfðu ekki fyrir því að tilkynna um hvarf hans. Augljóst má vera af þessu - segir Saied - að efnahagslíf án lög- skipaðs gjaldmiðils, án seðlabanka og án stöðugrar glímu við verðbólgu er ekki aðeins mögulegt heldur einnig raunverulegt í litlu landi eins og Panama. JóHAnn HAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is NOkkrir góðir dagar áN seðlabaNka Panama Í landinu búa 3,3 milljónir manna. Þar er enginn seðlabanki og hefur aldrei verið í meira en öld eða frá stofnun lýðveldis þar í landi. Alan Greenspan, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna greenspan þótti kraftaverkamaður en viðurkenndi mistök og vanmátt peningakerfisins síðar. var greenspan kannski óþarfur? Davíð oddsson seðlabankastjóri Þegar ódýrt lánsfé streymir inn í seðlabankalaust landið Panama taka bankarnir dollarana og lána þá aðeins til útlanda. verðbólga er því nánast engin í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.