Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 8
föstudagur 30. janúar 20098 Fréttir Ágúst Magnússon var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum en losnaði út af Litla- Hrauni snemma á síðasta ári. DV greindi frá því í gær að Ágúst væri bú- inn að hreiðra um sig í Bakkahverfinu í Breiðholti en það er ekki rétt. Samkvæmt heimildum DV hafa foreldrar í Bakkahverfinu fengið það staðfest að Ágúst búi ekki í þessu vin- sæla barnahverfi. Heimildir DV herma einnig að Ágúst búi í íbúð á vegum fangelsismálayfirvalda á stað þar sem skóli er ekki í næsta nágrenni. Ágúst ólst upp á Grýtubakka og var í Breiðholtsskóla á sínum yngri árum. Samkvæmt heimildum DV tók hann að sér vinnu í KFUM og K í Bakka- hverfinu sem unglingur og las sögur fyrir unga drengi. Þar lentu einhverjir drengir í því að Ágúst leitaði á þá og því voru margir íbúar hverfisins ugg- andi yfir því að hann væri að snúa aft- ur í gamla hverfið. Ágúst hefur áður búið hjá foreldr- um sínum í Laufrima en DV hefur heimildir fyrir því að hann geri það ekki núna. Þar var bíll hans einu sinni eyðilagður. Að sögn íbúa í Rimahverf- inu fer ósköp lítið fyrir Ágústi sem heimsækir föður sinn reglulega. liljakatrin@dv.is Mæður í Breiðholti funduðu vegna dæmds barnaníðings: Býr ekki í Bakkahverfinu Ekki Breiðholtsbúi Ágúst ólst upp á grýtubakka en er ekki búsettur í Bakkahverfinu í dag. Fastlega er búist við því að kynnt verði ný ríkisstjórn síðdegis í dag að loknum flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar og þingfloksfundi vinstri grænna. Á morgun verður því boð- aður ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem ráðuneyti Jóhönnu Sigurð- ardóttur tekur formlega við af ráðu- neyti Gers H. Haarde. Í gær var lögð áhersla á að útfæra aðferðir við að ná þeim mark- miðum sem samkomulag er um milli flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins, sem veita mun minni- hlutastjórninni hlutleysi á þingi næstu mánuði. Kosningar eigi síðar en 25. apríl Forysta Framsóknarflokks- ins boðaði til blaðamanna- fundar í þinghúsinu síð- degis í gær þar sem kynnt var nýtt frumvarp flokksins til stjórnskipunarlaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nefndi þrjú meginatriði sem flokkurinn legg- ur til grundvallar stuðningi sín- um við minnilhlutastjórnina. Í fyrsta lagi er fullt samkomulag um stuðning við heimili og fyr- irtæki, en í gær var unnið að því að útfæra aðferðir við að ná þeim markmiðum sem sam- komulag er um. Í öðru lagi vilja framsóknarmenn að boðað verði til þingkosn- inga eigi síðar en 25. apr- íl næstkomandi eða viku til tíu dögum eftir páska. Um þetta atriði hafði ekki tekist endanlegt samkomulag allra flokka í gær en afar ólíklegt er talið að um þetta rísi ágreiningur sem komið geti í veg fyrir stjórnarmynd- unina. Mikilvægast af öllu til langrar framtíðar sagði Sigmundur að sam- komulag næðist um stjórnlagaþing, sem falið yrði það verkefni að end- urskoða stjórnarskrá lýðveldisins frá grunni. Meðferð valdsins undir smásjá Í frumvarpi til stjórnskipunarlaga, sem Framsóknarflokkurinn lagði fram í gær, er gert ráð fyrir að forseti Íslands boði til stjórnlagaþings um gerð nýrrar stjórnar- skrár. Á þinginu sitji 63 full- trúar sem kjörnir yrðu í al- menn- um kosn- ingum sem haldn- ar yrðu innan fjögurra mánaða frá gildistöku stjórnskipunarlaganna. Gert er ráð fyrir að allir geti boðið sig fram til stjórnlagaþingsins aðrir en forseti Íslands, ráðherrar, þingmenn og varaþingmenn. Framsóknarmenn telja að á stjórnlagaþinginu verði að taka af- stöðu til margvíslegra mála. Þar má nefna hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu til fram- kvæmdavaldsins. Svara verði spurn- ingum um hvernig eftirliti með valdi verði háttað, eftirlitshlutverk Al- þingis og ráðherraábyrgð. Jafnframt þurfi að taka afstöðu um það hvort auka eigi möguleika á þjóðarat- kvæðagreiðslum, hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi, hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til al- þjóðlegra stofnana, en þar er meðal annars átt við hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Loks vilja fram- sóknarmenn að tryggt verði skýrt og ótvírætt sjálfstæði þriggja megin- þátta ríkisvaldsins; þingsins, ríkis- stjórnar og dómsvaldsins. Engin skilyrði eftir á Aðspurð neitaði forysta Framsókn- arflokksins að verið væri að setja stjórnarmyndun VG og Samfylk- ingarinnar ný skilyrði með kröfu um stjórnlagaþing, dagsetningu kosn- inga og ákvæðum um stuðning við heimili og fyrirtæki í kjöl- far bankahrunsins. Skammt er um liðið síðan Sigmund- ur, formaður flokksins, fékk fullt umboð flokksins til þess að veita minnihluta- stjórn Samfylkingar og VG hlutleysi. Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylk- ingarinnar og væntan- legur forsætisráðherra, segir að undibúnings- vinnu ljúki á hádegi í dag. Fastlega er búist við að skipting ráðuneyta og ráð- herraskipan verði kynnt undir kvöld. STJÓRNKERFIÐ STOKKAÐ UPP Framsóknarmenn leggja ríka áherslu á að ný ríkisstjórn samþykki endurskoðun stjórnarskrárinnar og uppstokkun stjórnkerfisins í þágu heilbrigðara lýðræðis. Þeir hafa lagt fram frumvarp um 63 manna stjórnlagaþing sem semja á nýja stjórnarskrá. Jóhann hauKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is nýi formaðurinn framsóknarmenn leggja þunga áherslu á uppstokkun stjórnkerfisins í krafti nýrrar stjórnarskrár. nýr forsætisráðherra jóhanna sigurðardóttir tekur við keflinu úr hendi geirs H. Haarde á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.