Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 50
föstudagur 30. janúar 200950 Helgarblað HIN HLIÐIN Mótmælti vegna hópþrýstings Nafn og aldur? „Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, 33 ára.“ Atvinna? „Blaðamaður á Morgunblaðinu og annar umsjónarmanna Málefnisins á Skjá einum.“ Hjúskaparstaða? „Gift Birni Friðriki Brynjólfssyni. “ Fjöldi barna? „Eitt. Margrét Arna sem er ársgömul. “ Hefur þú átt gæludýr? „Nei, ég hef aldrei átt gæludýr.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Á jólatónleika sænsku Eurovision-stjörn- unnar Carolu í Fríkirkjunni fyrir jólin.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Ég hef verið tekin fyrir of hraðan akstur. Það eru nú sextán ár síðan!“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Núna er bleik skyrta í uppáhaldi sem vin- kona mín gaf mér fyrir jólin.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, já, en síðustu árin hef ég nú bara verið í aðhaldi.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Ég hef einu sinni tekið þátt í mótmælum og gerði það vegna hópþrýstings á nýjum vinnustað.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Allavega ekki þannig að maður muni þá eftir þessu lífi.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég skammast mín ekki fyrir tónlistars- mekk minn þó að einhverjum finnist hann tjónaður.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Lögin eru svo mörg. Danstónlist og ég er komin í stuð. Sálin og ég er sátt. Eurovison- lögin í botni og deginum er bjargað.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að koma heim og hitta dóttur mína eftir vinnudaginn og finna lífskraftinn sem hún veitir mér.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Top Gun og reyndar fleiri Tom Cruise- myndir, Forrest Gump og alls konar ástar- myndir.“ Afrek vikunnar? „Að vinna vel fram yfir miðnætti en vera samt vöknuð með dóttur minni upp úr sjö.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, aldrei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ójá, fyrir þremur árum fékk ég gítar í af- mælisgjöf, smellti mér á ellefu tíma nám- skeið hjá Ólafi Gauki og spila allar gömlu lummurnar og góða útilegusöngva með hjálp söngbóka.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Ég lít ekki á sambandið sem lausn við vandamálunum hér og sé við það marga galla. Takist ekki að girða fyrir óstöðugleik- ann er vert að fórna ýmsu fyrir hann.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heilsan, fjölskyldan, vinirnir og hamingj- an.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Ef ég yrði að velja einn væri það líkleg- ast Þorgerður Katrín. Þá ætti ég örugglega skemmtilegt og áhugavert kvöld í vændum.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Obama. Áhugavert væri að vita hvert hann sækir fræðin. Hann er eins og lifandi sjálfs- hjálpar- og hvatningarbók.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, það er skylda í grunnskóla.“ Hef látið það vera síðan.“ Nýlegt prakkarastrik? „Nei.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ég held nú bara að ég sé einstök.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei. Ég nota þá sem ég hef og leyni þeim ekki.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Þótt heima sé best mæli ég með Hanoi í Víetnam, Sydney í Ástralíu og Aþenu í Grikk- landi.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Stilli vekjarann í símanum og kyssi bóndann góða nótt.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Beina leiðin.“ Gunnhildur ArnA GunnArsdóttir fjölmiðlAkonA er AnnAr umsjónArmAnnA nýs þáttAr á skjá einum sem ber heitið málefnið þAr sem hún oG sölvi tryGGvAson fá til sín GóðA Gesti oG ræðA heitustu málin sem brennA á vörum þjóðArinnAr. mynd heiðA helGAdóttir Kaldur á Krana Geri tilboð í hópa og fyrirtæki Faxafeni 12 l S: 551 3540 LAND-ROVER EIGENDUR ÞAÐ ER ENGINN SKORTUR Á VARAHLUTUM Í LAND-ROVER HJÁ OKKUR Seljum Brakeworld hemlaklossa í margar gerðir bifreiða Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi Símar: 587-1280 849-5740 NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Málum olíumálverk eftir ljósmyndum Barnamyndir Andlitsmyndir Dýramyndir Fjölskyldumyndir Brúðkaupsmyndir Landslagsmyndir og hvað sem er annað... www.portret.is Sími: 899 0274Mjög góð verð og stuttur afgreiðslutími Olíumálverk Ljósmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.