Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 30. janúar 2009 17Fréttir „Það er ekki rétt að hann fái greitt út samningstímann það sem hann kann að fá í laun núna sem seðla- bankastjóri. Það sem hann fær greitt á samningstímanum annars staðar frá kemur til frádráttar,“ segir Hró- bjartur Jónatansson hæstaréttarlög- maður. DV sagði frá því miðvikudaginn að það gæti kostað íslenska ríkið allt að 78 milljónum ef næsta ríkisstjórn myndi vísa Davíð Oddssyni seðla- bankastjóra úr starfi. Að frádregn- um eftirlaunum Davíðs myndi ríkið þurfa að greiða honum 58,5 milljónir króna ynni hann skaðabótamál gegn ríkinu fyrir ólögmæta brottvikningu úr starfi. 1,6 milljónir á mánuði Seðlabankastjórar eru skipaðir til sjö ára. Davíð Oddsson á fjögur ár eftir af samningstíma sínum. Samkvæmt starfsmannalögum skapast bótakrafa ef starfsmönnum er vikið frá gegn vilja sínum og án þess að hafa brotið þannig af sér í starfi sínu að uppsögn sé réttlætanleg. Því gætu Davíð og hinir seðlabankastjórarnir sótt bæt- ur eftir ákvæðum starfsmannalag- anna ef þeir víkja ekki sjálfviljugir úr embætti. Davíð Oddsson hefur nú, eftir nýlega lækkun, um 1,6 milljónir króna í heildarlaun á mánuði. Hróbjartur segir að þeim sem vik- ið er úr starfi með ólögmætum hætti, eins og það heiti, eigi rétt á skaðabót- um sem nemi tapi launanna sem þeir verði af. „Hann er væntanlega búinn að ávinna sér gríðarlegar eftirlauna- greiðslur fyrir setu sína á Alþingi og sem ráðherra, þannig að nettó tjón ríkisins er einungis mismunurinn á milli bankastjóralaunanna og þeirra tekna sem hann fengi úr ríkissjóði á grundvelli eftirlaunaávinnings. Breytingarnar ná til Davíðs Á Alþingi voru í desember samþykkt- ar breytingar á eftirlaunalögum ráð- herra og þingmanna. Áhöld hafa verið um það hvort fjórði liður breyt- inganna nái til Davíðs Oddssonar en þar segir meðal annars: „Í fjórða lagi að sérákvæði um eftirlauna- kjör forsætisráðherra verði felld á brott þannig að um fyrrverandi for- sætisráðherra gildi eftirleiðis sömu reglur og um aðra ráðherra.“ Jón Magnússon, þingmaður og hæsta- réttarlögmaður, telur í samtali við DV að breytingarnar nái ótvírætt til hans. Þær skerði því eftirlaun Davíðs. Tugir milljóna í bætur DV reiknaði í lok nóvember út hversu mikil eftirlaun Davíð fengi ef hann léti þá af störfum. Samkvæmt þeim útreikningum, og miðað við að breytingarnar á eftirlaunalögunum eigi við hann, hafði Davíð unnið sér inn eftirlaunagreiðslur upp á 530.504 krónur á mánuði. Að sögn Hróbjarts myndu eftir- laun Davíðs, eða aðrar launagreiðsl- ur, dragast frá launum hans sem seðlabankastjóri ef ríkið yrði skaða- bótaskylt vegna ólögmætrar upp- sagnar. Lækkun launa seðlabankastjóra gilda til næstu áramóta. Aðeins á þessu ári hefur Davíð haft 1,6 millj- ónir króna í mánaðarlaun en annars hefur hann haft 1,8 milljónir. Eins og áður sagði á hann um fjögur ár eftir af samningi sínum við Seðlabank- ann. Fari hann beint á eftirlaun mun ríkið þurfa að greiða honum skaða- bætur upp á tæpar 1.100 þúsund krónur á mánuði fyrsta árið en hin þrjú árin tæpar 1.300 þúsund krón- ur á mánuði. Þetta er að því gefnu að hann myndi vinna skaðabótamál gegn ríkinu. Heildarkostnaður ríkisins við að reka Davíð úr Seðlabankanum yrði því um 58,5 milljónir króna ef hann tæki enga aðra vinnu. Hæstaréttarlögmaðurinn Hróbjartur Jónatansson segir ekki sjálfsagt að Davíð Oddsson fengi greidd full laun út skipunartíma sinn væri hann rekinn úr Seðlabankanum. Hann segir að eftirlaun Davíðs eða önnur laun á skipunartímanum dragist frá þeim launum sem hann fengi ef hann ynni skaðabótamál gegn ríkinu. EFTIRLAUN DRÆGJUST FRÁ SKAÐABÓTUNUM „Aðeins á þessu ári hefur Davíð haft 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun en annars hefur hann haft 1,8 milljónir.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Davíð Oddsson seðlabankastjóri Ætti rétt á 58,5 milljónum króna ef hann ynni skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir ólögmæta brottvikningu úr starfi. DV MyND SiGURÐUR GUNNARSSON „BYKO stóð á engan hátt fyrir þessu bjórsmygli. Bjórinn var ekki gefinn með okkar vitund: BYKO var ekki að gefa neinum bjór heldur sá sem stóð að smyglinu,“ segir Sigurður E. Ragn- arsson, forstjóri BYKO, um áralangt bjórsmygl á Diebels Alt-bjór í gámum fyrirtækisins. Fyrrverandi yfirmaður lagnadeil- ar fyrirtækisins, Sigurjón Örn Stein- grímsson, er til rannsóknar hjá lög- reglu grunaður um að hafa staðið að smyglinu. Bjórinn var notaður til að hygla viðskiptavinum lagnadeildar fyrirtækisins svo að þeir beindu við- skiptum sínum frekar til BYKO. „Ég vissi ekki af þessu bjórsmygli fyrr en í byrjun janúar og þá kærði ég smyglið til tollstjóraembættisins og Sigurjón var látinn hætta,“ segir Sigurður. Rannsókn stendur nú yfir hjá toll- stjóraembættinu á smyglinu. Réttir tollar voru ekki greiddir af bjórnum sem var bókfærður sem kynningar- efni í tollaskýrslum. Sigurjón hefur verið yfirheyrður hjá tollstjóraemb- ættinu og liggur einn undir grun í málinu, að sögn Egils Stephensen hjá embættinu. Sigurður segir að Sigurjón hafi brotið allar starfsreglur BYKO með smyglinu og með því að gefa við- skiptavinum lagnadeildarinnar bjór- inn. „Hann var bara að misnota aðstöðu sína,“ segir Sigurður en jafn- framt leikur grunur á að öðru en bjór hafi verið smyglað í gámunum. Aðspurður hvort honum finnist ekki að bjórsmyglið líti hörmulega út fyrir BYKO, því bjórinn hafi verið gef- inn til viðskiptavinanna í nafni þess, segir Sigurður að fyrst og fremst sé þetta „skelfileg ógæfa eins manns“. Aðspurður segir Sigurður að hann viti ekki hvort bjórinn hafi verið gef- inn til viðskiptavina lagnadeildarinn- ar. Sigurjón hefur sagt í samtali við DV að bjórinn hafi verið gefinn í kassavís til viðskiptavina lagnadeildarinnar og að aðeins BYKO hafi greitt á bjórgjöf- unum. ingi@dv.is Forstjóri BYKO segir að fyrirtækið hafi ekki staðið fyrir því að viðskiptavinirnir fengu gefins bjór: „skelfileg ógæfa eins manns“ ByKO hvergi nærri forstjóri BYKO segist ekki hafa vit- að af bjórsmyglinu sem fyrrverandi yfirmaður lagnadeildar fyrirtækis- ins, sigurjón örn steingrímsson, er grunaður um að hafa staðið að PRÓFKJöR EITRA STJÓRNMÁLIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.