Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 44
föstudagur 30. janúar 200944 Sport Gullárin búin alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu 1, segist vera ánægður með að standa fyrir utan formúluna þessa dagana og hvorki keppa né eiga lið. Hann segir einnig gullárin í formúlunni búin. „Ég hef meiri tekjur í dag en ég gerði í formúlunni en ég hef minni áhuga á henni í dag,“ segir Prost. „Í þessari heimskreppu eru allir sestir við sama borð að þurfa að draga úr kostnaði hjá sér. síðustu tíu árin hafa fjármunirnir verið alveg ótrúlega miklir. Keppnin hefur samt farið að snúast minna um hæfni ökumannsins og framúrakstra held- ur snýst þetta meira um taktík núna. allt snýst þetta um viðgerðarhléin núna og ökumennirnir gera ekkert nema keyra,“ segir Prost. umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is / sveinn Waage, swaage@dv.is Fyrst leikur helgarinnar býður upp á viðureign Stoke og Manchester City. Heimamenn eru í vondum málum á botninum og gætu fengið álitlegri andstæðinga en City sem virðast vera að rétta úr kútnum þessa dag- ana eftir skandala á miðju móti. City er búið að kaupa um það bil þá sem vilja koma til liðsins, nú síðast Nigel D. Jong og Craig Bellamy sem skoraði sigurmarkið gegn Newcastle í sín- um fyrsta leik. Þetta verður erfitt hjá Stoke það sem eftir lifir tímabils og ef liðið ætlar ekki að tryggja sér far- seðillinn niður á næstu vikum verður liðið að kroppa stig á heimavelli. Bullandi borgarslagur Þetta virðist ekki ætla að verða tíma- bil Arsenal í ár. Brösugt gengi, meiðsli lykilmanna og mórölsk vandræði eru ærin verkefni fyrir hvaða stjóra sem er. Gunners eru þó með enn- þá á þrennum vígstöðvum en verða að herða sig ef hið dýrmæta fjórða sæti á ekki að renna þeim úr greip- um. Liðið þurfti mikið að hafa fyrir stiginu á móti Everton í síðasta leik með jöfnunarmarki í uppbótartíma. Nú fær liðið bráðfríska lærisveina Zola í West Ham sem hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og tættu í sig Tígrana í Hull í síðasta leik í öruggum sigri. West Ham leiðist ekki að spila við Arsenal og enn síður að sigra það. Arsene Wenger verður að finna ráð til að þjappa sínum mönnum saman og sigra ef Meistaradeildin á ekki að hverfa þeim sjónum. Annað sætið í augsýn Aston Villa virðist algerlega óstöðv- andi þessa dagana og er nú í fjórða sæti, aðeins þremur stigum frá topp- liði United. Ef liðið sigrar Wigan á heimavelli og Liverpool og Chelsea gera jafntefli sem þykja líklegustu úr- slit í heimi er Villa að fara að smella sér í annað sætið, takk fyrir. Eins og Villa spilar núna á það að klára Wig- an sem í síðasta leik náði góðu jafn- tefli gegn Liverpool, sem telst reynd- ar ekki til afreka í dag. Wigan er þó sýnd veiði en ekki gefin. Steve Bruce er að ná miklu úr sínum mannskap enda liðið hans í 7. sæti þrátt fyrir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síð- ustu þremur leikjum. Villa er komið í bullandi toppbaráttu en það reynir á taugarnar að vera svona ofarlega og því spennandi að sjá hvað Villa gerir í næstu leikjum. Sóknarsamba hjá Spurs Leikur Bolton og Tottenham gæti reynst prýðileg skemmtun. Bæði lið spila opin bolta þessa dagana, skora talsvert og fá á sig mörk. Við ættum samkvæmt því að fá markaleik. Jójó- liðið Tottenham sýndi frábæra sókn- artilburði á móti Stoke í síðasta leik á meðan Bolton stóð í ströngu í 2- 2 jafntefli gegn Blackburn. Bæði lið eru með 24 stig og þar sem botnliðin eru með 21 eru stigin þrjú dýrmæt. Redknapp mun freista þess að sækja þau öll með snörpum sóknarleik og heimamenn verða með svipuð plön dyggilega studdir á Reebok Stadium. Hemmi stígur upp Fulham og Portsmouth, sem mætast á Craven Cottage, töpuðu bæði með einu marki gegn engu í vikunni og munu reyna að bæta upp fyrir það á laugardaginn. Báðum liðum hefur þar á undan gengið illa og þá aðal- lega Portsmouth sem þurfti að þola afhroð í bikarnum á heimavelli gegn Swansea. Úr þeirri hörmung steig upp Hermann nokkur Hreiðarsson sem virðist hafa unnið sér inn byrj- unarliðssætið á ný. Hann fór ham- förum gegn Aston Villa í síðasta leik sem Villa var heppið að sigra gegn stórbættu Portsmouth-liði sem á að geta miklu betur með vel mann- að lið. Þetta verður tæplega marka- leikur hjá þessum liðum en bæði lið þurfa að snúa við blaðinu og spurn- ingin aðeins sú hvort vill það meira. Tígrarnir í útrýmingarhættu Lánleysi liðanna sem mætast á KC-stadium hefur verið kaflaskipt. Hull City gerði atlögu að Evrópu- sæti með frábærri byrjun, sérstak- lega á útivelli þar sem Tígrarnir tættu í sundur hvert liðið á fætur öðru. En svo kláraðist bensínið í desember og Hull er búið tapa leikjum eins og það fái borgað fyrir það. Liðið tekur nú á móti West Brom sem lenti und- ir lest á móti United á þriðjudaginn. Fram að því höfðu nýliðarnir verið að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun. Liðið er nú í samfloti á botn- inum með Stoke og Boro og stutt í næstu lið fyrir ofan. WBA verður að rísa á lappirnar á móti Hull þar sem vaxandi pressa er á heimamenn að standa sig. Ef Hull klárar ekki botn- liðið á heimavelli er hætt við að Tígr- arnir verði í útrýmingarhættu í vor. Barist við botninn Aðeins eitt stig skilur að Middles- brough og Blackburn í 17. og 18. sæti. Boro átti lítið í Chelsea á mið- vikudaginn en Blackburn sýndi mik- NÚ ER AÐ DUGA EÐA DREPAST Eftir heila umferð í miðri viku þéttist pakkinn enn meira á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar. Sætaskipanin er farin að taka á sig kunnuglega mynd þegar Manchester United og Chelsea eru komin fyrir ofan Liverpool. Það gæti þó breyst þegar Chelsea sækir Liverpool heim í stórleik helgarinnar á Anfield Road. United fær baráttuglaða Everton-menn í heimsókn, Aston Villa stefnir á annað sætið í leiknum gegn Wigan og bullandi borgarslagur verður á Emirates þegar sjóðheitir Hamrarnir sækja Arsenal heim. SíðuSTu Tíu viðureignir LiverpooL og CHeLSeA. 26/10/08 Chelsea 0 - 1 Liverpool eú 0-1 jose Bosingwa (10.). 30/04/08 Chelsea 3 - 1 Liverpool md 1-0 didier drogba (33.), 1-1 fernando torres (64.), 2-1 frank Lampard (98. víti.), 3-1 dider drogba (105.), 3-2 ryan Babel (117.). 22/04/08 Liverpool 1 - 1 Chelsea md 1-0 dirk Kuyt (43.), 1-1 john arne riise (90. sjálfsmark.). 10/02/08 Chelsea 0 - 0 Liverpool eú 19/12/07 Chelsea 2 - 0 Liverpool dB 1-0 frank Lampard (59.), 2-0 andriy schevchenko (90.). 19/08/07 Liverpool 1 - 1 Chelsea eú 1-0 fernando torres (16.), 1-1 frank Lampard (62.). 01/05/07 Liverpool 1 - 0 Chelsea md 1-0 daniel agger (22.) 25/04/07 Chelsea 1 - 0 Liverpool md 1-0 joe Cole (29.) 20/01/07 Liverpool 2 - 0 Chelsea eú 1-0 dirk Kuyt (4.), 2-0 jermaine Pennant (18.) 17/09/06 Chelsea 1 - 0 Liverpool eú 1-0 didier drogba (42.) *eú enska úrvalsdeildin, md meistara- deildin, dB deildarbikarinn. Leikir heLgarinnar Laugardagur 31. janúar 12.45 Stoke City - Manchester City 15.00 Arsenal - West Ham 15.00 Aston Villa - Wigan 15.00 Bolton - Tottenham 15.00 Fulham - Portsmouth 15.00 Hull City - WBA 15.00 Middlesbrough - Blackburn 17.30 Manchester United - Everton Sunnudagur 1. febrúar 13.30 Newcastle United - Sunderland 16.00 Liverpool - Chelsea Sveinn wAAge blaðamaður skrifar: swaage@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.