Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 54
föstudagur 30. janúar 200954 Lífsstíll Hinir fullkomnu skór skóhönnuðurinn sergio rossi hefur nú tekið höndum saman við íþróttavörufram- leiðandann Puma um að hanna hina fullkomnu skó. skórnir eiga að vera bæði þægilegir og smart. Vogue greinir frá því að skórnir góðu komi í mörgum skærum litum og sameini sportlegt útlit Puma og kynþokkafulla hönnun sergios rossi. Eingöngu stendur til að hanna tólf skópör og verður hvert par númerað til að koma í veg fyrir eftirlíkingar. Stór og skrautleg hálsmen voru áberandi fylgihlutir á síðasta ári en svo virðist sem eyrnalokkarnir séu að koma sterkir inn með vor- inu. Þetta ætti að gleðja marga þar sem fátt getur frískað meira upp á útlitið á lélegum hárdegi held- ur en að greiða hárið allt aftur í tagl og skella svo stórum og áber- andi eyrnalokkum í eyrun til að líta glæsilega út. Á tískusýningarpöllunum síðasta haust þegar vorlínurnar voru lagð- ar mátti meðal annars sjá glitrandi fína lokka frá Zac Posen, lokka í lag- inu eins og skúlptúr eftir Jil Sander og Damiani og fagurmótaðar skeljar að hætti Stellu McCartney. Nýtið síðustu daga útsölunnar í að festa kaup á stórum og glæsilegum eyrnalokkum: Því stærri Því betri eyrnalokkar umsjón: kolbrún Pálína hElgadóttir, kolbrun@dv.is ómissandi í skammdeginu Jákvæð söngkona rihanna fékk sér broskalla á neglurnar. Pólitískur rappari Eve lét lakka barack obama á neglurnar. Sætt mynstur söngkonan katie Perry lét lakka bleikar stjörnur á neglurnar. Flippuð lindsay lohan lét lakka hlébarðamynstur í öllum regnbog- ans litum á neglurnar sínar. Djarfar neglur söngkonan melody thornton var djörf með svart og rautt naglalakk. Undurfallegt samstarf jil sander tók höndum saman við skartgripahönnuð- inn damiani og útkoman varð þessi. Síðir og stórir marni splæsti í eina síða og grófa. Svartir og sexí Þessir svörtu og óreglulegu lokkar eru frá Proenza schouler. Fagurmótaðar skeljar stella mcCartn- ey sýndi þessar látlausu en þó glæsilegu skeljar. Ingibjörg Finnbogadóttir býr í New York-borg þar sem hún vinnur sem hönnuður, stílisti og sniðahönnuður og gerir það gott með línunni sinni Imba Collection. Ævintýralöngunin kitlaði hana og byrjaði hún að leita fyrir sér utan landsteinanna en fyr- ir þann tíma hafði hún unnið sem hönnuður hjá íslenska fatafyrirtæk- inu Nikita. „Ég byrjaði í Berlín, sótti um skóla þar en námsráðgjafar skólans sögðu hreinskilnislega við mig að ég væri of reynslumikil,“ útskýrir Imba. Hún sótti þá um lærlingsstöðu hjá tísku- húsinu Threeasfour sem er í New York. „Upprunalega átti ég bara að vera í New York í einn og hálfan mánuð en endaði með því að vera í þrjá mán- uði,“ segir Ingibjörg sem kom aftur heim til Íslands ástfangin af borg- inni, enda mekka tísku og hönnunar. „Ég féll gjörsamlega fyrir borginni og mannlífinu og örlögin tóku völdin,“ útskýrir Imba sem hefur verið búsett þar í nokkur ár. Eftir þriggja mánaða starfsmán kom Ingibjörg aftur heim og fór að velta því fyrir sér hvaða möguleik- ar væru í stöðunni þar sem hún var ekki með dvalarleyfi né atvinnuleyfi vestanhafs. Ingibjörg flaug aftur út og með aðstoð lögfræðinga komst hún að þeirri niðurstöðu að hentugasti kost- urinn væri að stofna sitt eigið fyrir- tæki sem myndi síðan sponsora at- vinnuleyfi hennar. Örlögin voru vissulega að störfum og fékk Ingibjörg skemmtileg verk- efni upp í hendurnar bæði sem stíl- isti fyrir hin og þessi tískutímarit og sem sniðahönnuður. Hún hætti þó aldrei að hanna föt. „Ég var alltaf að sauma og hanna eitthvað á sjálfa mig og vini mína og á endanum var ég komin með efni í heila línu þannig að ég ákvað að kýla á þetta og gaf út línuna Imba Collection,“ segir Ingi- björg en línan kom út síðasta vor. Imba Collection einkennist af kvenlegum spandex-klæðnaði, eins og samfellum, samfestingum og miklu af blúndum. Línan hefur feng- ið góð viðbrögð bæði vestanhafs og hérna heima og hefur Ingibjörg not- ast við samskiptasíður á borð við MySpace til þess að kynna línuna sína. Ingibjörg hefur í nógu að snú- ast þessa dagana, en hún skráði sig í fjarnám í viðskiptafræði sem hún stundar af miklum þrótti, en einnig er hún að vinna að nýrri heimasíðu og vefbúð fyrir línuna sína. Áhuga- samir geta litið inn á imbacollection. com innan skamms til þess að kynna sér línu Ingibjargar betur. hanna@dv.is Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og stílisti, fékk mikla ævintýralöngun fyrir nokkrum árum og byrjaði að leita út fyrir landsteinana. Hún endaði í New York-borg þar sem hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki og hannaði sína eigin línu sem vakið hefur athygli hérna heima sem og vestanhafs. fataHönnuð- ur í fjarnámi Geggjaður galli imba Collect- ion hefur fengið góð viðbrögð hérna heima sem og vestanhafs. MynD SaMantha WeSt Blúndusamfella gullfalleg samfella eftir ingibjörgu. MynD SaMantha WeSt Ingibjörg Finnbogadóttir býr í new York-borg þar sem hún vinnur sem hönnuður, stílisti og sniðahönnuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.