Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 64
n Tugir breskra blaðamanna fylgd- ust með því þegar útvarpsparið Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir afhenti breskum elli- lífeyrisþegum fullan gám af ullar- vörum í bresku hafnarborginni Hull í gærmorgun. Þeim var tekið eins og þjóðhetjum, enda tilgangurinn sá að bjarga öldruðu fólki frá kuldun- um sem verða mörgum þeirra að aldurtila. „Þetta er algjör sigur og jákvæðni og þakklæti í garð okkar Íslendinga skín úr hverju and- liti,“ sagði Heimir við DV síðdegis í gær. Það eru ekki aðeins breskir fjölmiðlar sem sýna gjafmildinni áhuga því þýsk sjónvarpsstöð fylgist með málinu auk þess að amerískar útvarpsstöðvar hafa rætt við þau. Þáttur þeirra, Bítið, sendir út beint frá Hull í dag. Var Gay Haarde ekki nógu góður? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Perez Hilton heldur úti einni vinsæl- ustu slúðursíðu í netheimum, per- ezhilton.com, en eins og margir vita er Perez samkynhneigður. Honum fannst því tilvalið að skrifa frétt um að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fyrsti lesbíski forsætisráðherrann í heim- inum. Á síðunni lendir Jóhanna í hópi með stjörnum á borð við Brad Pitt, Angelinu Jolie, Mickey Rourke og Britney Spears sem eru fastagestir á bloggi Perezar. Perez er væntanlega ánægður með þennan áfanga Jóhönnu en heldur að hún eigi erfitt verk fyrir höndum. „Gangi þér vel, Jóhanna! Þú þarft á því að halda,“ segir Perez á síðunni en 55 athugasemdir höfðu í gær bor- ist vegna fréttarinnar. Þar óskar fólk hvaðanæva úr heiminum Jóhönnu til hamingju og finnst þetta stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra. Enn fremur segir einn Bandaríkjamaður að Bandaríkin ættu að taka Ísland sér til fyrirmyndar og annar stingur meira að segja upp á því að þeir Perez ættu að flytja hingað á klakann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ís- lendingar lenda á bloggsíðu glimm- erhommans knáa. Myndband Eurobandsins við íslenska Euro- vision-lagið í fyrra vakti mikla athygli á vefsíðunni og Björk hefur einnig prýtt síðuna nokkrum sinnum fyrir einstakan klæðaburð. liljakatrin@dv.is Heimir og Kolla þjóðHetjur TB W A\ R EY KJ AV ÍK \ SÍ A \ 0 94 08 5 Vinningslíkurnar í Happdrætti Háskólans eru ótrúlega miklar. Jafnvel seinheppnasta fólk getur unnið! Við minnum á afmælisútdráttinn í desember, 75 milljónir á einn miða. Því fyrr sem þú kaupir þér miða á árinu, þeim mun oftar er númerið þitt í afmælispottinum. Náðu þér í miða á hhi.is, hjá næsta umboðsmanni eða með því að hringja í 800 6611. Samkynhneigði ofurbloggarinn Perez Hilton ánægður með verðandi forsætisráðherra: „gaNgi þÉr Vel, jóHaNNa!“ n Hin virta matreiðslukeppni Bocuse d‘Or lauk í Frakklandi á miðvikudag. Íslenski matreiðslumaðurinn Ragn- ar Ómarsson lenti í sjöunda sæti í keppninni en Bocuse d‘or-mat- reiðslukeppninni mætti helst líkja við óformlega heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Athygli vekur að sá sem hafnaði í fyrsta sæti er norski mat- reiðslumaðurinn Geir Skeie sem einnig sigraði í keppninni um Food & Fun-kokkinn á matarhátíðinni miklu í febrúar í fyrra. Í öðru sæti var svo Svíinn Jonas Lundgren sem einmitt sigraði í Food & Fun-mat- reiðslukeppninni árið á undan Geir, eða 2007. Báðir hafa meistar- arnir því sett upp matseðla og eldað á veitingahús- um Reykjavíkur sem þýðir að þó nokkrir Íslendingar hafa orðið þess heið- urs aðnjótandi að bragða á mat eftir sigurvegara Bocuse d‘Or-keppninnar. n Eurosonic-tónlistarhátíðin fór fram í síðustu viku en fulltrúar Ís- lands á hátíðinni voru þau Dísa, Helgi Jónsson og For a Minor Reflection. Hátíðinni er ætlað að koma ungum hljómsveitum og listamönnum á framfæri við tón- listarhátíðir og tónleikahaldara í Evrópu. Skemmtilegt er að segja frá því að tónleikar íslensku sveitar- innar For a Minor Reflection þóttu vera hápunktur hátíðarinnar í ár að mati breska vikuritsins Music Week. Fullt var út úr dyrum á umtöluð- um tónleikum sem fram fóru í þrjú hundruð manna tjaldi. Í kjölfarið hafa þrír tónleikabók- arar sýnt sveit- inni áhuga og þegar eru langt komnar bókanir fyrir þriggja vikna tónleikaferð í lok maí. HápuNKtur HátíðariNNar eldaði fyrir ísleNdiNga Hluti af þotuliðinu Perez hilton skrifar um skærustu stjörnurnar vestan hafs og nú er Jóhanna komin í hóp þeirra. mynd Stefán KarlSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.