Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 34
ist kennari. Hann var ljómandi góð- ur maður og ágætis kennari, en eld- heitur kommúnisti. Jafnframt varð ég fyrir áhrifum frá mági mínum, Erling Ellingsen, seinna flugmálastjóra, en hann var blóðrauður kommi á þess- um árum.“ Þótt kommúnistar næðu hér miklu fylgi, þá náði öfgastefnan á hin- um væng stjórnmálanna, nasisminn, ekki verulegu fylgi hér. Hver heldurðu að sé ástæðan fyrir því? „Ja, hvað skal segja? Það kvað vissulega að ungum mönnum í minni kynslóð sem hrifist höfðu af nasism- anum, en vissu lítið um hvað raun- verulega var að gerast í Þýskalandi, líkt og kommúnistarnir vissu ekki hvernig ástandið var í Rússlandi. Ég held helst að áhrif þeirra hafi orðið lítil vegna þess að ungir sjálfstæðis- menn, einkum í háskólanum, tóku einarða afstöðu með lýðræðinu, og var Jóhann Hafstein þar fremstur í flokki. Þegar ég settist í menntaskól- ann 1935 var töluverður uppgangur í nasistunum en vinstribylgjan, sem hafði verið áberandi árin á undan, var þá að fjara út. Allar kosningar í skólanum voru pólitískar og þegar kom að mínum árgangi að kjósa ins- pector scholae sameinuðumst við vinstrimennirnir um að fylgja Stefáni Wathne bekkjarbróður mínum sem var hófsamur sjálfstæðismaður og á móti nasistunum. Bjartsýni ríkjandi En þú spyrð um andlegt áfall af kreppunni. Ég held satt að segja að menn hafi borið sig furðu vel. Hjá okkur ungu mönnunum ríkti held ég allan tímann bjartsýni og jafnvel eld- móður, við vissum sem var að það var ekkert annað að gera en vinna sig út úr erfiðleikunum. Hugsun okkar var sú að það sem landið skorti umfram allt væri verkleg menntun. Draumur- inn um stórvirkjanir var vaknaður og við þóttumst sjá að þar væru tækifær- in. Við áttuðum okkur á því að útgerð- in myndi ekki færa okkur mikið um- fram það sem hún hafði gert, landið þyrfti eitthvað nýtt. Félagar mínir flestir fóru af þessum sökum ýmist í nám í verkfræði eða viðskiptafræði og ég sjálfur í efnaverkfræði. Ef faðir minn hefði lifað hefði ég kannski orð- ið fyrir meiri áhrifum frá honum og ef til vill endað í guðfræði, en það varð nú ekki. Raunin varð sú að eftir tveggja ára verkfræðinám skipti ég yfir í hagfræði, ekki síst fyrir áhrif frá Sölva Blöndal sem var við slíkt nám í Svíþjóð. Hann var nokkrum árum eldri en ég og hafði mikil áhrif á okkur yngri menn- ina. Sölvi var kommúnisti en ekki sér- lega róttækur. Ég fór í hagfræði fyrst og fremst vegna áhuga á stjórnmálum, en í rauninni varð hagfræðinámið til þess að ég færðist til hægri í stjórn- málum og komst að þeirri niðurstöðu að ekkert skipti meira máli fyrir hag- sæld manna en frjáls viðskipti, jafnt innanlands sem þjóða á milli.“ Umheimurinn var lokaður Þannig að það hvarflaði aldrei að ykk- ur unga fólkinu á fjórða áratugnum að flytja úr landi, eins og menn óttast að gerist nú í stórum stíl? „Nei, það kom aldrei til greina. Og fyrir því voru mjög einfaldar ástæður. Umheimurinn var okkur lokaður. Það er einn mesti munurinn á aðstæðum þá og nú. Þú gast ekki fengið vinnu neins staðar erlendis, nema þá í Dan- mörku vegna sambandslaganna. Það var að minnsta kosti afar torsótt. Ég fór til Svíþjóðar í verkfræði en ég vissi allan tímann að ég ætti ekki mögu- leika á að fá vinnu þar síðar meir. Ameríka var eiginlega eini staðurinn sem stóð að einhverju leyti opinn og þar var nú ekki glæsilegt um að litast þegar 25 milljónir manna gengu um atvinnulausar. Ýmsir fóru samt til Ameríku upp á von og óvon, bróðir minn fór til dæmis þangað til náms en varð að hætta og endaði sem háseti á togara frá Boston. Þar var mikið af Íslending- um á togurum, heilu skipshafnirnar voru íslenskar . Þetta voru menn sem höfðu farið vestur en lent í kreppunni og leituðu þá á endanum þangað sem þeir þekktu einna best til, en það var í fiskveiðunum. Þessi bróðir minn hafði reyndar aldrei verið til sjós áður, en hann og fleiri voru náttúrlega aldir upp í fiskveiðisamfélagi og þá var ekki óeðlilegt að leita niður að sjó þegar að kreppti.“ Haftastefnan var slys Sú afleiðing kreppunnar sem varð langvinnust og kannski alvarlegust var haftastefnan. „Já, þar varð slys. Við höfðum ver- ið með krónuna bundna við sterl- ingspundið frá 1925. En þegar Bretar lentu í kreppunni og urðu að lækka gengi pundsins gagnvart gulli, það er að segja yfirgefa gullfótinn, tók geng- isnefnd Alþingis, sem Ásgeir Ásgeirs- son var formaður fyrir, þá ákvörðun að halda fast við sterlingspundið. Landsbankinn varð um þetta leyti hræddur um sína stöðu. Bankinn hafði fengið yfirdráttarlán hjá erlend- um bönkum sem hann átti að standa skil á fyrir áramót og nú óttaðist bank- inn að lenda í vandræðum með það. Bankastjórnin og bankaráðið sendu þá sameiginleg tilmæli til ríkisstjórn- arinnar um að setja á gjaldeyris- og innflutningshöft til þess að bankinn gæti haldið í nægilega mikinn gjald- eyri. Reyndar var alls ekki einhugur um þessi tilmæli í bankaráðinu eða milli bankastjóranna. Einn bankastjór- anna, Georg Ólafsson, var í raun á móti haftatilmælunum en sat á end- anum hjá því hann vildi ekki ganga á móti félögum sínum. Ef hann hefði ekki gert það hefðu tilmælin um höft- in fallið á jöfnum atkvæðum. Höftin ekki rædd á þingi fyrr en tveim árum síðar Ríkisstjórnin varð þegar í stað við þessum tilmælum og það var blátt áfram sett reglugerð um höft á gjald- eyri og innflutning á grundvelli laga frá fyrri kreppuárum 1922, án þess að málið kæmi einu sinni til umræðu á Alþingi fyrr en tveimur árum síðar. Þessu var hálfpartinn laumað í gegn. Ég dreg ekki í efa að menn hafi gert þetta af því þeir töldu brýna nauðsyn bera til. Svipað var líka gert í mörg- um fleiri löndum. En munurinn á okkur og hinum Norðurlöndunum var að við höfðum ákveðið að binda gengi krónunnar við sterlingspund- ið sem fyrr, en á öðrum Norðurlönd- um var gengið sett á flot um tíma og lækkaði þá töluvert. Þegar stöðugleik- inn jókst svo á ný var gengi norrænu gjaldmiðlanna aftur fest við sterlings- pund en þá á gengi sem var lægra en okkar. Þeir höfðu því lækkað gengið meira gagnvart gulli heldur en Bretar höfðu gert. Jóhannes Nordal hefur bent á að ef við hefðum gert eins og hinar Norð- urlandaþjóðirnar, hefðum við getað endað umskiptin á verulega lægra gengi. Og þá hefðu gjaldeyrishöftin verið óþörf. En við vorum að streða við að halda uppi þessu háa gengi og í ofanálag varð töluverð fjárþensla inn- an landsins vegna þess að bankarnir voru að burðast við að halda uppi út- gerðinni. Og þá töldu menn alltaf þörf fyr- ir meiri og meiri gjaldeyrishöft. Því það liggur í hlutarins eðli að ef þú ert búinn að byggja utan um þig varnar- garð, þá heldur þú að hann komi að miklu gagni og haldi öllu illu frá þér. Svo höftunum fjölgar sífellt, bankarn- ir auka útlán, fjárlögin eru ekki nógu sterk og varnargarðurinn fer á flot. Þeir sem áttuðu sig á hættunni Ástæðan fyrir því hversu illa tókst til með haftastefnuna var kannski að hluta til skortur á hagfræðilegri þekk- ingu. En þeir menn voru þó til sem áttuðu sig á hættunni. Gunnar Viðar hagfræðingur, sonur Indriða Einars- sonar leikritahöfundar og fyrsta hag- fræðimenntaða manns hér á landi, skrifaði mjög athyglisverðar greinar í Morgunblaðið árið 1936 og tveim árum seinna skrifaði Benjamín Ei- ríksson bókina Orsakir erfiðleikanna, þar sem hann sagði um höftin að þau væru eins og stíflugarður á floti. Og það mátti mjög til sanns vegar færa. Það verður alltaf að auka við höftin af því stíflugarðurinn lætur sífellt und- an og þú freistast til að reyna að festa hann aftur.“ Af hverju áttuðum við okkur ekki á þessu? „Það er ekki gott að segja. Höft voru sett víðar, bæði á Norðurlöndum og í ýmsum þeim löndum sem við áttum mest viðskipti við, en í flestum löndum reyndu menn að losa sig við þau eins fljótt og auðið varð. En ekki hér. Höftin höfðu mjög slæm andleg áhrif. Þau einangruðu okkur. Við fór- um að líta svo á að við værum á ein- hvern hátt öðruvísi en aðrir og ættum ekki raunverulega samleið með nein- um.“ Raunveruleg spilling Það er líka oft talað um að haftabú- skapurinn hafi haft ... ja, spillingu í för með sér. „Það má vel telja það raunveru- lega spillingu. Innflutningsleyfi urðu vitanlega afar eftirsótt og samvinnu- hreyfingin og kaupmennirnir fóru á endanum að skipta þeim á milli sín. Samvinnuhreyfingin bar þá miklu meira úr býtum en hún hefði annars gert því hún vísaði til þess að hún væri fulltrúi allra sem væru í kaupfélögun- um allt í kringum landið. Þannig tald- ist þeim til að þeir hefðu umboð fyr- ir 35-40% landsmanna og ættu þess vegna að fá leyfi sem því svaraði. Þetta var kallað höfðatölureglan. Upp úr þessu spretta svo helmingaskiptin alræmdu.“ Það þurfti eiginlega að sækja um sérstakt leyfi fyrir öllu. Jafnvel stígvél- um ... „Já, þegar verst lét þurfti leyfi fyr- ir öllu sem sækja átti til útlanda. Og kringum þetta spratt klíkuskapur og skriffinnska og almennt framtaks- leysi í samfélaginu. Haftabúskap- urinn var óttalega andstyggilegur. Hvað svo sem menn gera núna til að bregðast við bankahruninu, þá fyr- ir alla muni má ekki leiða aftur inn haftabúskapinn!“ NútímiNN n „Ég er sannfærðari en nokkru sinni fyrr um að Íslendingar verði að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Ekkert annað dugar til að koma hér á jafnvægi og stöðugleika en aðild og evra. Auðvitað er evran ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk, en hún er besti kosturinn sem við eigum völ á. Helstu mótbárurnar gegn Evrópusambandsaðild sýnast mér snúast um þrennt. Í fyrsta lagi skortur á lýðræði innan sambandsins. Auðvitað má finna dæmi um að stærri ríkin í sambandinu fari fram með nokkru yfirlæti, en í heild eru smærri ríkin í sambandinu samt ánægð með sinn hlut og telja tillit til sín tekið. Og innan sambandsins fáum við að koma að þeirri löggjöf sem við tökum hvort sem er upp gegnum EES-sáttmálann. Vit- anlega verða áhrif okkar aldrei mikil, en þau verða einhver samt og geta jafnvel orðið töluverð á þeim sérstöku sviðum þar sem við kjósum að beita okkur mest. Í öðru lagi snúast mótbárur um landbúnaðarmál og ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér þau mál nægjanlega til að hafa vel ígrundaða skoðun á því hve réttmætar þær mótbárur eru. Enda kæmi það ekki í ljós fyrr en í aðildarviðræðum við ESB nákvæmlega hver áhrifin yrðu. Í þriðja lagi eru það svo sjávarútvegsmálin. Menn tala um að Íslend- ingar missi yfirráðin yfir fiskimiðunum. En ég skal segja þér að ég hef ekki miklar áhyggjur af sjávarútvegsmálunum. Ég hef rætt þessi mál við nokkra forkólfa í sjávarútvegi og þó þeir fari ekki hátt með það heyrist mér að sumir þeir helstu séu komnir á þá skoðun að aðild að ESB gæti þvert á móti falið í sér ýmis tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg.“ föstudagur 30. janúar 200934 Helgarblað Hefur lifað tímana tvenna „Ég man vel eftir sumrinu 1933, þegar ég var að verða 14 ára og vann sem beitingastrákur á norðfirði.“ „Höftin Höfðu mjög slæm andleg áHrif. Þau einangruðu okkur. Við fórum að líta sVo á að Við Værum á einHVern Hátt öðruVísi en aðrir og ættum ekki raunVerulega samleið með neinum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.