Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 20
Margir töpuðu Margir fóru flatt á því að fjárfesta í deCODE í kringum aldamótin. Má þar nefna Raufarhafnarhrepp sem keypti bréf á genginu 25. Hreppur- inn tapaði tugum milljóna á þess- um tíma vegna kaupa á bréfum í deCODE auk félaga eins og Íslands- síma og Oz. Siv Friðleifsdóttir alþingismað- ur er sögð hafa fengið 75 milljóna króna lán hjá Landsbankanum til kaupa á bréfum í deCODE. Hún hefur hins vegar alfarið neitað fyrir þetta lán í fjölmiðlum. Sömu sögu er að segja um Svein Andra Sveins- son hæstaréttarlögmann en háværar sögusagnir gengu í samfélaginu fyr- ir nokkrum árum um að hann hefði tekið lán upp á tugmilljónir króna til að fjárfesta í hlutabréfum í deCODE. Einnig sagði breska blaðið The Guardian frá því árið 2002 að Hinrik Jónsson öryrki hefði fengið greidd- ar út öryrkjabætur og fjárfest fimm milljónir af þeim í deCODE. Hafði hann keypt bréfin af verðbréfamiðl- ara í Landsbankanum á genginu 56. Árið 2002 var það komið niður í 6 og því hafði hann tapað nánast öllu fénu sem hann lagði í félagið. Aldrei hagnaður Eins og sést í töflu með fréttinni hef- ur deCODE, sem stofnað var árið 1996, aldrei skilað hagnaði. Samkvæmt útreikningum DV hef- ur tap félagsins frá upphafi numið 55 milljörðum króna. Kári Stefánsson hefur þó oft sett fram áætlanir sem gera ráð fyrir að rekstur félagsins eigi að fara að skila hagnaði. Lands- bankinn tryggði rekstur deCODE til skamms tíma 20. janúar síðastliðinn með kaupum á skuldabréfum í félag- inu að upphæð 11 milljónir dollara eða um 1,4 milljarðar króna. Þar sem Landsbankinn er nú aftur kominn í ríkiseign vakti þessi trygging Landsbankans nokkra at- hygli. Spurt var hvers vegna fyrirtæki sem aldrei hefur skilað hagnaði fengi slíka fyrirgreiðslu meðan önnur fyrir- tæki landsins sem stæðu betur ættu í erfiðleikum með að fjármagna sig. Engin ríkisábyrgð Þetta var ekki í fyrsta skipti sem skuldabréf deCODE komast í frétt- irnar en þekktasta dæmið er líklega lög um ríkisábyrgð á 20 milljarða skuldabréfi félagsins sem tóku gildi árið 2002. Það var hins vegar haft eftir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í fyrra að skilyrði fyrir veitingu ríkisá- byrgðar á skuldabréfum útgefnum af deCODE væru ekki lengur til staðar. Því væri óþarfi að fella lögin úr gildi. Vinsemd Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins í garð deCODE hefur oft sætt gagnrýni. Talið er að það vinarþel hafi einnig hjálpað Kára við að fá tryggingu hjá Landsbankan- um. Óljóst er hvort ný ríkisstjórn, sem væntanlega verður kynnt á næstu dögum, verði jafnhliðholl deCODE. Í samtali við DV sagði Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður vinstri- grænna sem orðaður hefur verið við stól fjármálaráðherra í komandi rík- isstjórn, að hann myndi ekki tjá sig um afstöðu sína gagnvart deCODE eða þeirrar lánafyrirgreiðslu sem félagið fékk hjá Landsbankanum. Hann gat heldur ekki sagt til um hvað hann myndi gera varðandi deCODE ef hann settist í ríkisstjórn. Óskiljanlegt viðskiptamódel Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta, segir að áhætta Landsbankans vegna kaupa á skuldabréfum í deCODE sé ekki mikil. „Landsbankinn á ekki kröfu á deCODE vegna bréfsins,“ segir Vil- hjálmur. Hann segist þó aldrei hafa skilið deCODE og aldrei eignast bréf í félaginu með beinum hætti. „Það er ekkert í viðskiptamódeli deCODE sem gefur af sér fjárflæði,“ segir Vil- hjálmur og því sé starfsemi félagsins óskiljanleg. Haft var eftir Kára Stefánssyni í Morgunblaðinu að bréfin sem de- CODE seldi Landsbankanum hefðu verið keypt á undirverði á 11 millj- ónir dollara en nafnverð bréfanna væri 30 milljónir dollara. Þar var einnig haft eftir Kára að deCODE ynni nú að endurskipulagningu fé- lagsins með erlendum ráðgjöfum og að sú vinna gengi vel. Gengi bréfa í deCODE stend- ur nú í 0,22 sentum og er markaðs- verðmæti félagsins 13,6 milljónir dollara eða nálægt 1,6 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt reglum Nasdaq þarf markaðsverðmæti hlutabréfa í de- CODE að vera 50 milljónir dollara að lágmarki. Bréf félagsins hafa ekki náð því lágmarki síðustu fimm mánuði. Reglan er yfirleitt sú að félög eru tekin af markaði ef þau uppfylla ekki þessi skilyrði í þrjá mánuði. Félagið hefur þó fengið undanþágu frá þessari reglu til 6. mars. föstudagur 30. janúar 200920 Helgarblað LæknAbLAðshnEyksLið Árið 2005 fékk Kári stefánsson starf sem læknir í afleysingum á taugadeild Landspítalans. Þótti það hneyksli þar sem Kári hafði ekki starfað sem læknir í áratug. jóhann tómasson læknir ritaði harðorða grein í Læknablaðið sama ár um að Kári ynni í afleysingum sem læknir á deildinni. Í greininni kom meðal annars fram að ferill Kára í verklegu og klínísku námi í læknadeild Háskóla Íslands á kandídatsári hefði ekki verið góður. Kári fékk lækningaleyfi með undanþágu árið 1977. Vilhjálmi rafnssyni var síðan vikið úr embætti sem ritstjóri Læknablaðsins fyrir að hafa birt greinina. skAphEitur kári Kári stefánsson, forstjóri deCOdE, hefur alla tíð verið nokkuð umdeildur maður og er hann frægur fyrir skaphita. Á menntaskólaárum sínum lenti hann víst iðulega í pústrum á böllum í borginni enda segir einn af viðmælendum að Kári hafi alla tíð verið „mjög aggresívur maður“ sem láti engan troða á sér enda er hann mikill á velli og sterkur - á stundum líkari trölli en manni. Þessi skaphiti mun hafa komið sér vel fyrir Kára á háskólaárunum á dögum Kalda stríðsins þegar hann var harður vinstrimaður og einn af leiðtogum þeirra í pólitíkinni í skólanum. Einnig mun skap Kára hafa komið skýrlega í ljós á körfuboltavellin- um í World Class á liðnum árum þar sem hann oftsinnis hefur skorað á suma af helstu körfuboltamönnum landsins í „einn á einn“. Kári reyndar þrætir fyrir þetta og sagði í viðtali við dV fyrir fjórum að hann hefði ekki spilað „körfubolta í 25 ár“. Þeir sem hafa spilað við Kára segja hins vegar að hann sé erfiður andstæðingur sem beiti öllum ráðum til að vinna - sem hann gerir víst oft þrátt fyrir að vera 30 árum eldri en mótspilararnir. Þá fljúga gjarnan nokkrir olnbogar og Kári „thrastalkar“ andstæðingana til að draga úr þeim máttinn. Það er kannski þessi sigurvilji Kára og baráttuþrek sem gert hefur það að verkum að deCOdE hefur haldið velli þrátt fyrir taprekstur og mótlæti liðinna ára: maðurinn hreinlega neitar að gefast upp og játa sig sigraðan. tAp dECOdE 1997-2008 1997 576 milljónir IsK 1998 770 milljónir IsK 1999 1.750 milljónir IsK 2000 2.635 milljónir IsK 2001 5.356 milljónir IsK 2002 10.611 milljónir IsK 2003 2.485 milljónir IsK 2004 3.477 milljónir IsK 2005 3.969 milljónir IsK 2006 6.192 milljónir IsK 2007 5.952 milljónir IsK 2008* 11.400 milljónir IsK - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - samtals: 55.175 milljónir IsK *áætlað tap árið 2008 skólabræður davíð Oddsson og Kári stefánsson. Þeir voru skólafélagar í Menntaskólanum í reykjavík. Þar léku þeir meðal annars saman í Bubba kóngi þar sem davíð lék kónginn en Kári keisara. Mynd tEitur JÓnAssOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.