Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 30
föstudagur 30. janúar 200930 Helgarblað „Ég held að hin afdrifaríka ákvörð- un sem hann tók um að styðja Íraks- stríðið yfirskyggi því miður allt ann- að. Í því ljósi gerði Halldór meira illt en gott fyrir Framsóknarflokkinn. En ég hugsa að hann hafi séð eftir þess- ari ákvörðun, enda var hún held ég langafdrifaríkasta ákvörðun á hans ferli, og jafnvel líka á ferli Davíðs. Ef Halldór hefði neitað að taka þátt í þessu og slitið ríkisstjórnar- samstarfinu hefði það verið það dramatísk stund í sögu Framsókn- arflokksins að það hefði algjörlega snúið við öllum hans ferli eftir það. Það hefði raunar líka snúið við öllu þvi sem síðar gerðist í áliti fólks á Framsóknarflokknum og mögulega snúið við allri stjórnmálaþróuninni hér á landi sem var að stefna í óefni á þessum tíma og endaði með hrun- inu í október síðastliðnum.“ Frá piparkökubakstri í formannsstól Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk í Framsóknarflokkinn á svip- uðum tíma og Guðmundur, bauð sig fram í formannsembættið og vann. Pólitískur bakgrunnur hans er lít- ill sem enginn á meðan ætla má að bakland Guðmundar í Framsóknar- flokknum sé nokkuð sterkt í ljósi sög- unnar. Því er eðlilegt að spyrja Guð- mund hvort hann hafi hugsað, þegar hann sá mann nánast koma inn af götunni og verða formaður Fram- sóknar, að hann hefði nú kannski bara átt að demba sér í formanns- slaginn. „Ég hugsa að mjög margir hafi hugsað að þeir hefðu getað orðið for- menn. Og eðlilega því allir sem eru í pólitík vilja ná áhrifum og allt í einu kemur þarna maður allt annars stað- ar frá og er kjörinn formaður. Eins og Sigmundur sagði sjálfur, hann var bara að baka piparkökur í desem- ber og svo var hann allt í einu orð- inn formaður Framsóknarflokksins. En þrátt fyrir allt gekk ég í flokkinn á eftir honum. Sigmundur var raunar helmingi eldri framsóknarmaður en ég þegar hann var kjörinn og ég átti því ekki neina heimtingu á þessu,“ segir Guðmundur og hlær. „Og mér líst ljómandi vel á Sig- mund sem formann. Það er ekkert sem bendir til annars en að hann geti gert góða hluti fyrir Framsókn- arflokkninn í náinni framtíð.“ Fallegur kjarkur Guðmundur segir það samt hljóta að vera svolítið skrítna tilfinning fyr- ir þá sem hafa starfað í flokknum í kannski áratugi að sjá Sigmund vera kjörinn formann. Að sjá öll viðtekin sjónarmið um að menn vinni sig upp vera þverbrotin. „En mér finnst þetta mjög fallegt, að Framsóknarflokkurinn skyldi sýna þennan kjark. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir flokka og pól- itík yfir höfuð að fólk sjái árangur af því þegar það vinnur vel í þágu þjóð- félagsins, að fólk sjái árangur erfið- is síns, það sé hlustað á það, það fái meiri ábyrgð og svo framvegis. En það er líka mjög mikilvægt að flokkar séu opnir fyrir því að fólk sem hefur verið að gera góða hluti annars stað- ar, ekki tengda flokksstarfi en ekkert síður merkilega, komi til starfa fyr- ir flokkinn. Merkingin í þessu var að minnka bilið á milli flokksstarfs og annarrar reynslu. Og það fannst mér bara andskoti flott.“ Útilokar ekki formannssframboð En er formannsembættið eitthvað sem þú stefnir að í framtíðinni? „Það getur bara vel verið. Já, af hverju ekki? Það er auðvitað rétt að við þessar aðstæður sem voru núna hefði maður getað skráð sig í flokkinn og boðið sig fram. En ég vildi ekki gera það því mér finnst ég þurfa að sýna mig og sanna fyr- ir framsóknarmönnum, ekki síst vegna þess að ég var að koma úr öðrum flokki. Mér hefði ekki liðið vel með það að ota mér fram í for- mannsslagnum núna.“ Aðspurður hvort faðir hans hafi hvatt hann til að stefna á formanns- embætti Framsóknarflokksins segir Guðmundur svo ekki vera. „Nei, hann hefur ekki gert það. Mér finnst þetta spurning um að taka eitt skref í einu. Núna langar mig að sjá hvort fólk treysti mér til þess að leiða í kjördæmi, en það er ekkert hlaupið að því. Mér finnst ég hins vegar vera mjög tilbúinn til þess núna að vera oddviti í kjör- dæmi, koma sterkur inn í þjóðmála- umræðuna, taka þátt í að breyta stjórnskipuninni, koma okkur upp úr þessari kreppu og ýmislegt fleira sem þarf að gerast á næstu árum. Ef þetta tekst allt saman vel, ef maður nær eyrum fólks og nær að koma á einhverjum breytingum ásamt öðr- um veit maður aldrei hvað gerist næst.“ Fullkomlega fáránlegt Þegar samtal blaðamanns og Guð- mundar fer fram er ný ríkisstjórn í fæðingu. Þegar Guðmundur er spurður hvað ætti að vera fyrsta verkefni nýrrar stjórnar stendur ekki á svari. „Það sem er mest aðkallandi og um leið einfaldast að gera er að skipa faglegan seðlabankastjóra. Þessu þarf að drífa í strax. Það á bara að vera einn seðlabankastjóri og hann á að vera faglegur fram í fingurgóma. Þetta ástand sem verið hefur á stjórn peningamála er fullkomlega fárán- legt. Maður hefur hreinlega rifið hár sitt og skegg yfir vitleysisganginum sem gengið hefur á.“ Faðir þinn hafði gegnt stöðu for- sætisráðherra þegar hann var skip- aður seðlabankastjóri. Hvað finnst þér um þá ákvörðun? „Ég hefði viljað hafa faglegan seðlabankastjóra, enda hef ég allt- af viljað það,“ segir Guðmundur en bendir á um leið að faðir hans hafi ekki verið ráðinn sem aðalbanka- stjóri Seðlabankans, og hefði heldur ekki viljað það. „Síðan má benda á að allt aðrar aðstæður voru á þessum tíma, það var til dæmis ekki fljótandi gengi. Starfið snerist ekki í jafnríkum mæli um að stýra þjóðarskútunni í ólgu- sjó fljótandi gengis sem komið var á árið 2001. Á sama tíma var Þjóðhags- stofnun lögð niður á mjög óljósum forsendum. Það var auðvitað stór- furðulegt,“ segir Guðmundur en eins og margir vita var það Davíð Odds- son sem tók ákvörðunina um að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Framboð, barn, bók, diskur, útskrift ... Kosningar eru fram undan og tilheyr- andi prófkjör flokkanna því á næsta leyti. Ljóst er að mikið verður að gera hjá Guðmundi af þeim sökum við að ferðast um hið víðfeðma norðvest- urkjördæmi og kynna sig og sín bar- áttumál. Hann á líka von á barni í mars með konu sinni, Alexíu Jóhann- esdóttur, auk þess sem Guðmundur hugðist gefa út barnabók með vorinu. Bók um svínið Einar og fleiri dýr. „Ég bíð líklega aðeins með bók- ina. Ég ætla ekki að fara um landið með pólitíska fundi og reyna um leið að selja fólki barnabók. Það passar einhvern veginn ekki saman,“ segir Guðmundur og hlær. Nýr diskur er líka í burðarliðn- um sem Guðmundur er búinn að taka upp með hljómsveit sinni, Ske. „Hann er á leið í framleiðslu þannig að við frestum ekkert útgáfunni á honum. Maður verður því að spila á einhverjum tónleikum líka.“ Hvernig ætlarðu að ráða við þetta allt saman? „Þetta fer einhvern veg- inn. Svo ætlaði ég líka að klára meist- aranám í hagfræði í vor en ég veit ekki hvort það tekst að þessu sinni. Þessar kosningar breyttu svolítið plönunum.“ kristjanh@dv.is Heima guðmundur býr í Vesturbæ reykjavíkur, er alinn upp í garðabænum og hefur búið í nokkur ár í útlöndum. Hann hefur hins vegar margvísleg tengsl við norðvesturkjördæmi, til dæmis við Borgarfjörðinn og snæfellsnesið. MYND KristiNN MagNÚssoN „Það hefði raunar líka snúið við öllu Þvi sem síðar gerðist í áliti fólks á framsóknarflokknum og mögulega snúið við allri stjórnmálaÞróuninni hér á landi sem var að stefna í óefni á Þessum tíma og endaði með hruninu í október síðastliðnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.