Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 46
Á sunnudaginn fæst úr því skorið, allavega í smástund, hvort sóknin sé besta vörnin. Spurning sem allavega margir knattspyrnuframherjar þykjast auðveldlega geta svarað. Pittsburgh Steelers mætir þá Arizona Cardin- als í sjáfum Superbowl-leiknum, ein- um vinsælasta íþróttaviðburði heims á hverju ári. Vörn Steelers er sú lang- besta í deildinni og hefur fleytt lið- inu alla leið í úrslit. Stálverkamenn- irnir þurfa að byggja nægilega öflug búr í varnarleiknum svo Kardínálarn- ir komist ekki á flug. Þeir státa einmitt af besta sóknarleiknum í deildinni og einum allra útsmognasta og besta leik- stjórnanda sem deildin hefur séð. Öskubuskuævintýrið Ef allt væri eðlilegt væri Arizona Card- inals ekki komið í Superbowl. Sem betur fer er ekkert til sem heitir eðlilegt í íþróttum og geta lið eins og Cardin- als komið öllum á óvart. Arizona vann ekki nema níu leiki á tímabilinu og skreið inn í úrslitakeppnina. Þannig lið hafa ekki gert það að vana sínum að komast í úrslitaleikinn. En úrslita- keppnin sjálf var hreint ótrúleg í ár og í úrslitum Þjóðardeildar, sem Arizona leikur í, mætti það eina liðinu sem var með verri árangur en það, Philadelph- ia Eagles. Eftir magnaða sýningu Cardinals í fyrri hálfleik, þar sem það leiddi, 21- 6, var liðið komið undir, 25-24, þegar skammt var eftir af leiknum. En eins og í góðu ævintýri kláraði liðið síðasta snertimarkið í síðasta kerfinu í síðustu sókninni. Refurinn Warner Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona Cardinals, hefur átt ótrúlegt tímabil en eins og kollegi hans hjá Pittsburg státar hann af einum Superbowl-titli. Hann vann þá með St. Louis Rams árið 1999 í liði sem var kallað „skemmtilegasta sýning jarðar“. Því var samt aldrei spáð titlinum, frekar en Cardinals nú. „Ég hef verið í tveimur liðum sem var aldrei spáð góðu gengi,“ seg- ir Warner. „Það er nokkuð sem ég vil muna alla ævi því þegar ég rifja upp ferilinn verða Rams og Cardinals mér efst í huga. Þessi lið eru einfald- lega eins og þau eru. Þegar öllu er á botninn hvolft vil ég bara gera mitt besta innan og utan vallar hvar sem ég er og ég vona svo sannarlega að ég hafi alltaf gert það,“ segir Warner sem hefur verið ævintýralega rólegur í kringum allt fjölmiðlafárið. Vörn Steelers beitir mikið öflug- um leifturárásum sem eiga eftir að vera gamla manninum Warner erfið- ar. Það er hans að vinna lausn á því og það skal enginn veðja gegn þess- um útsmogna hugsuði. Stóri stressaður Stóri Ben-Roethlisberger, leikstjórn- andi Steelers, hefur ekki sömu reynslu og Warner hjá Cardinals. Hann á þó að baki eina ferð í Super- bowl og sigur að auki. Hann vann Superbowl með Steelers árið 2005, yngstur allra leikstjórnenda til að gera það en þá var hann aðeins á sínu öðru ári í deildinni. Stóri-Ben hefur leikið rólega gaurinn alla vik- una og reynt að láta fjölmiðlafárið ekkert á sig fá. Ástæðan fyrir því er einföld. Síðast þegar hann lék í Sup- erbowl varð stærð leiksins honum ofviða og bókstaflega skeit hann á sig í leiknum. Hann náði aðeins að klára níu sendingar af tuttugu og einni og ekkert snertimark. Hann kastaði boltanum frá sér og var með leik- stjórnendaeinkunn upp á 22,6. Það lægsta sem nokkur leikstjórnandi hefur boðið upp á í Superbowl. „Ég hjálpaði mikið til við að reyna að tapa síðasta leik,“ segir sá stóri auðmjúkur. „Ég býst við því að þetta verði öðruvísi núna. Ég ætla einfald- lega að líta á þetta sem hvern annan leik og ekki láta andrúmsloftið yfir- buga mig,“ segir Roethlisberger. tomas@dv.is föstudagur 30. janúar 200946 Sport Pittsburgh Steelers og Arizona Cardinals mætast á sunnudagskvöldið í einum stærsta íþróttaviðburði hvers árs í Bandaríkjun- um, Superbowl. Tímabil Cardinals hefur verið sannkallað öskubuskuævintýri en hvort rauðliðarnir frá Arizona passi í gler- skóinn verður að koma í ljós á sunnudag- inn. Cardinals státar af bestu sókn deildar- innar en Steelers af langbestu vörninni. © GRAPHIC NEWS 1 1 1 2 Heimild: NFL Myndir: Associated Press, Getty Images Raymond James-völlurinn, Tampa Bay, FlórídaPITTSBURGH STEELERS Vörnin sett saman í Philadelphia: Þjálfarinn Mike Tomlin er ásamt varnarþjálfaranum Dick LeBeau búinn að setja saman bestu vörn deildarinnar. ARIZONA CARDINALS Þekkir til Steelers: Ken Whisenhunt þekkir ágætlega til Steelers en hann var sóknarþjálfari þeirra þegar liðið vann Superbowl árið 2005. Reyna við sinn sjötta sigur í Super- Bowl sem væri met. Fyrsta skiptið í Superbowl 13-33 35-24Pittsburgh San Diego ArizonaCarolina 24-30 ArizonaAtlanta Átta liða úrslit 25-32 23-14Pittsburgh Baltimore ArizonaPhiladelphia Úrslitaleikir Ameríku- og Þjóðardeildar Leiðin til T AMPA B AY Wild Card-helgin VÖRNIN (stig fengin á sig)Steelers Cardinals Steelers CardinalsSÓKNIN Sendingar Heppnaðar Yardar Snertimörk Kastað frá sér 29.3 17.56 206 1.02 0.94 37.4 25.1 286 1.88 0.88 13.4 4.5 Kastker: 162 76 Hlaupaker Hlaupaker 105 106 79 25.7 5.3 225 Stig per leik. Yardar per ker Yardar í leik 22.5 4.9 Kastker: 206 27.5 5.9 286 Tölfræði per leik (2008) LEIKSTJÓRNENDURNIR Lykilmaðurinn: Larry Fitzgerald Cardinals er eitt besta liðið í deildinni á þessu ári í kastkerfum. Larry Fitzgerald útherji þeirra er sá besti í deildinni Lykilmaðurinn: James Harrison Hin ótrúlega leiftursókn Steelers verður Cardinals mjög erð. Mikið mun reyna á leikstjórnanda Cardinals að hugsa hratt undir mikilli pressu. Ef Cardinals ætla sér eiga einhvern möguleika á titlinum verða þeir að leysa varnarleik Steelers VÖRNIN VERÐUR CARDINALS ERFIÐ: Útherjarnir: Þurfa að hlaupa djúpt og nýta breiddina. Hlauparinn: Verður að taka skáhlaup til að láta bakvörðinn hafa fyrir hlutunum S VÆÐIS-LEIFTURÁRÁS STEELERS: Línumennirnir vernda svæði sem bakverðirnir skilja eftir opin þegar þeir framkvæma leifturárás eða neyða leikstjórnandann til að senda boltann í svæði sem er vel valdað. Fela árásina: Línumaðurinn færir sig í stöðu framar í vörninni en bakkar svo og ver svæði aftar. Bolta stolið: Leikstjórnandi andstæðingana sér bakvörðinn undirbúa leifturárás. Sendir þá á útherja sem tekur skáhlaup en sendingin er lesin og boltanum stolið. LB LB Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger Kurt Warner SÓKNIN VÖRNIN 2 1 TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Er sóknin bEsta vörnin? Fuglarnir fljúgandi Cardinals verða að hafa sóknina í sínu besta standi ætli þeir að komast í gegnum stálbúr steelers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.