Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 16
föstudagur 30. janúar 200916 Fréttir Kosningabarátta með prófkjörum á lítið skylt við evrópskar stjórnmálahefðir. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir að prófkjör grafi undan valdi stjórnmálaflokkanna sjálfra til þess að kalla ráðherra til pólitískrar ábyrgðar. Hún telur að samband sé á milli kreppunnar og peningavaldsins yfir vali á fólki til áhrifa í stjórnmálum. Prófkjör EITrA sTjórnmálIn Fræðimenn eru alls ekki á einu máli um ágæti prófkjara fyrir lýðræðið. Auður Styrkársdóttir stjórnmála- fræðingur hefur meðal annars bent á að um alla Evrópu séu þingmenn valdir og bornir fram af stjórnmála- flokkunum. Flokkarnir beri ábyrgð á sínum þingmönnum og axli á þeim ábyrgð, til dæmis með því að láta þá fara, verði þeim á í messunni eða geri sig seka um embættisglöp. „Í Bandaríkjunum - og á Íslandi - eru þingmenn gjarnan valdir í prófkjör- um. Þeir eru sem sagt persónulega kjörnir inn á lista flokkanna og hér á landi stundum fleirum en stuðn- ingsmönnum viðkomandi flokks. Verði þeim eitthvað á, eða sinnast við flokkssystkini sín, telja þeir sig ekk- ert háða flokknum með eitt eða neitt heldur búa að sínu,“ segir Auður í Morgunblaðs- grein síð- astlið- inn laug- ar- dag. Hún bætir við að hér á landi hafi mjög fáir stjórnmálamenn axlað ábyrgð á misgjörðum „enda per- sónulega kjörnir á þing! Ef þeir hanga á embættum og vegtyllum eins og hundar á roði fremur en að viðurkenna mistök treysta flokks- systkinin sér ekki til að víkja þeim frá - enda voru þeir persónulega kjörnir!“ Að kaupa stjórnmálamann Auður bendir á að ábyrgðarleysið sé ekki eini fylgifiskur prófkjaranna. Uggvænlegt hafi verið að horfa upp á sívaxandi fjárstreymi í prófkjörum og sjá hvernig mætasta fólk með pólitískan metnað hafi orðið að lúta markaðslögmálum þegar á hólm- inn var komið. „Í síðustu prófkjara- hrinu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík kom fram að efstu sæt- in á listum flokkanna hefðu kostað á milli 5 og 15 milljónir króna, ef- laust eitthvað meira fyrir þingsæt- in. Þróunin hér á landi er á svipaðri leið og í Bandaríkjunum; auðmenn einir eða þeir sem eru vel tengdir auðmagninu komast áfram á sviði stjórnmálanna.“ Prófkjör voru innleidd hér á landi um og eftir 1970 af Sjálfstæð- isflokknum og voru eins konar svar við kröfum um hraðari endurnýj- un og breytingar á mannvali. Auð- ur segir í samtali við DV að þá hafi prófkjörin verið lokuð og ekki eins umfangsmikil og nú tíðkast. „Fyr- ir stjórnmálaflokk sem vill endur- nýjun er prófkjör aðferð sem þjón- ar því markmiði. Þetta getur einnig verið leið til þess að bæla átök um val til forystunnar. En þegar litið er til lengri tíma grafa prófkjör undan stjórnmálaflokknum. Þegar próf- kjörin höfðu fest sig í sessi fóru menn að leggja þau að jöfnu við lýðræði; setja samasemmerki á milli lýð- ræðisins og prófkjara og ólýðræð- islegt væri að viðhafa ekki prófkjör. Þetta stenst vitanlega ekki,“ segir Auður og bendir á að mikill mun- ur sé á lokuðum prófkjörum meðal flokksmanna og opnum prófkjör- um þar sem aðrir en flokksmenn fái einnig að ráða valinu. „Heldur fólk virkilega að peningar og prófkjör hafi ekkert að gera með kreppuna sem nú skekur íslenska þjóðfélag- ið?“ Auður kveðst þess fullviss, að peningar hafi verið notaðir til þess að „kaupa“ stjórnmálamenn, koma ákveðnum hagsmunum að í pólitík- inni og svo framvegis. Krafan um gagnsæi Engar skýrar reglur eru í gildi sem skylda frambjóðendur í prófkjörum til þess að gera opinberlega grein fyrir því hvernig þeir fjármagna prófkjör sín. Ekki er þar með sagt að frambjóðendur eða kjörnir full- trúar vilji ekki gera grein fyrir sér, en þeir þurfa þess ekki strangt til tekið. Nýlega gerði til dæmis Eygló Harðardóttir, þingkona Framsókn- arflokksins í suðurkjördæmi, grein fyrir kostnaði við prófkjör eft- ir að blaðamaður Fréttablaðsins kallaði eftir slíkum upplýsingum. Eygló svaraði á vefsíðu sinni á eft- irfarandi hátt og vísar til prófkjörs Framsóknarlfokksins í suðurkjör- dæmi fyrir þingkosningarnar 2007: „Prófkjörsbarátta mín í Suðurkjör- dæmi kostaði á milli 700-800 þús. kr. Ég greiddi sjálf stærsta hluta kostnaðarins auk þess sem fjöl- skylda mín studdi mig fjárhags- lega. Lítill hluti kom frá einstakl- ingum og fyrirtækjum mér ótengd, eða innan við 100 þús. kr.“ Upphæðir á borð við þær sem Eygló gerir grein fyrir eru hreinir smáaurar miðað við fjárhæðir sem fram hafa komið hjá einstökum frambjóðendum í þing- og sveitar- stjórnarkosningum á undanförn- um árum. Í borgarstjórnarkosning- unum árið 2006 var ekki óalgengt að prófkjörsbaráttan hlypi á millj- ónum króna. Vitað er að á þeim tíma var ekki óalgengt að verulegir fjármunir bærust einstökum fram- bjóðendum og flokkum frá auð- mönnum og einstökum félögum, jafnvel svo milljónum skipti. Litlar líkur eru til þess að frambjóðend- ur njóti jafnríkulegs fjárstuðnings í þingkosningum í vor og þeir gerðu í prófkjörum góðærisins undan- farnin ár. Athugasemdir gerðar við Ísland Stjórnmálaflokkar, þingflokkar þeirra, einstakir þingmenn, borg- ar- og bæjarfulltrúar og jafnvel aðr- ir ráðamenn hafa í seinni tíð lagt sig eftir því að siðbæta stjórnmál- in. Í borgarstjórn, á þingi og víðar hafa verið lagðar fram tillögur um aukið gagnsæi varðandi fjárreiður einstakra kjörinna fulltrúa sem og siðareglur sem taka á hagsmuna- tengslum þeirra og vanhæfistilvik- um. Svo vill til að GRECO, nefnd á vegum Evrópuráðsins sem fylg- ist með spillingu í aðildarlöndun- um, skilaði í apríl í fyrra skýrslu um gagnsæi í fjármálum íslenskra stjórnmálaflokka. Þar er lagt mat á nýju lögin um fjárreiður stjórn- málaflokkanna frá árinu 2006, en einnig er í skýrslunni að finna at- hugasemdir og tilmæli vegna ágalla sem starfsmenn nefndar- innar fundu á íslenska stjórnmála- kerfinu. Í skýrslunni er talið að lögin frá 2006 endurspegli í stórum dráttum kröfur Evrópuráðsins eins og þær birtast í tilmælum ráðsins um sam- eiginlegar reglur gegn spillingu í fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Því er þó beint til stjórnvalda að leitað verði leiða til að upplýsa kjósendur um fjármögnun kosn- ingabaráttu áður en kosningar fara fram. Óskað er eftir skýrslu frá ís- lenskum stjórnvöldum ekki síðar en 31. október 2009 um það hvern- ig hafi gengið að hrinda tilmælun- um í framkvæmd. JóhAnn hAuKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Auður Styrkársdóttir „Verði þeim eitthvað á, eða sinnast við flokks- systkini sín, telja þeir sig ekkert háða flokknum með eitt eða neitt heldur búa að sínu...“ Eygló harðardóttir Prófkjörsbarátta Eyglóar í suðurkjördæmi kostaði 700 til 800 þúsund krónur fyrir þingkosning- arnar 2007. Björn Ingi Hrafnsson Prófkjörs- barátta Björns Inga kostaði að lágmarki 15 milljónir króna fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 2006. Ýmsir töldu að hún hefði verið að minnsta kosti 50 prósentum dýrari. GRECo nefnd á vegum Evrópuráðsins fylgist með spillingu í aðildarlöndun- um. Hún hefur gert athugasemdir við ógagnsæi og fjáröflun frambjóðenda fyrir kosningar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.