Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 42
föstudagur 30. janúar 200942 Sakamál Líkið í koffortinu Eftirlitsmaður vanskilafarangurs á Charing Cross-lestarstöðinni í Lundúnum þefaði tortrygginn út í loftið. Ástæðan var slæmur þefur sem barst frá farangurskofforti sem komið hafði á stöðina fimm dögum áður. Þennan dag, 11. maí, 1927, kallaði eftirlitsmaðurinn á lögregluna því honum leist ekki meira en svo á blikuna. Þegar koffortið var opnað kom í ljós sundurhlutað lík konu og hafði líkamshlutunum verið pakkað vandlega inn. Hver var konan og hver hafði myrt hana? Lesið um það í næsta helgarblaði dV. Eiturbyrlarinn JanE Jane Scott hafði alltaf verið mislynd og slæg stúlka. Ekki er loku fyrir það skotið að hún hafi ekki gengið alveg heil til skógar í andlegu tilliti. Tvisvar sinnum var réttað yfir Jane. Í fyrra skiptið vegna morðs á föður hennar og í seinna skiptið vegna morðs á móður hennar. En hún hafði meira á samviskunni en þessi tvö morð. Hannah Cragg hafði rétt sest nið- ur að snæðingi á heimili sínu í Preston á Englandi þegar barið var harkalega að dyrum og rödd heyrðist hrópa: „Frú Cragg! Frú Cragg! Komdu fljótt! Mamma mín er dáin!“ Við útidyrnar stóð Jane Scott, lafmóð á á barmi nóðursýki. Hannah Cragg reyndi að róa stúlk- una, sem var þekkt fyrir mislyndi og að vera á stundum í vafasömum félagsskap. Jane hafði eignast barn í lausaleik þegar hún var fimmtán ára og jafnvel þegar hér var komið sögu, sex árum síðar, var hún enn slæg og einþykk ung kona. Þegar Hannah Cragg kom að heimili Mary Scott þetta maíkvöld árið 1827 voru útidyrnar opnar. Mary Scott var í keng í eldhúsinu, svitinn lak af henni og hún átti erf- itt með andardrátt. Herbergið lykt- aði af ælu. „Eitur,“ stundi Mary á milli and- kafanna. „Mér hefur verið gefið eitur. Jane bjó til hafragraut. Fékk sér ekkert sjálf. Ekki veik.“ Hannah fann eiginmann Mary í garðinum. Hann var einnig í keng, greinilega illa haldinn og þurfti að styðjast við vegg. Á því augnabliki gekk Jane, dóttir hjónanna, inn í eld- hús og tók hafragrautspottinn. Jane sagði að best væri að henda hafragrautnum, enda gæti hann ekki verið orsökin og án frekari málalenginga henti hún innihaldi pottsins í síkið fyrir utan heimilið. Síðan náði hún í vin- konu sína, Margréti Bilsborough, og bað hana að sækja lækni. Engin sönnunargögn Foreldrar Jane fengu skamm- an bata eftir að læknirinn hafði dælt úr maga þeirra en verkirn- ir tóku sig upp aftur. Læknirinn sá þá að einhverjar skófir voru í hafragrautspottinum og bað Jane að láta þær eiga sig, en næst þeg- ar hann leit við var búið að þrífa pottinn vel og vandlega. „Þessi pottur er til að sjóða vatn í,“ sagði Jane og var niðurlút. Læknirinn firrtist við og sagði Jane að koma með skálina sem faðir hennar hafði borðað úr. „Pabbi sagði mér að skola hana og þvo,“ sagði Jane þá. Á meðan læknirinn sinnti án árangurs hinum sárþjáðu foreldr- um hljóp Jane út og náði í hálf- bróður sinn, David Graham, sem vandaði henni ekki kveðjurnar. „Lygamörðurinn þinn. Það hefur alltaf verið eitthvað að þér. Hvað ertu búin að gera þeim?“ Jane brást hin versta við ásök- unum Grahams. „Ég drep þig! Ég drep þessa sárasóttarsjúku konu þína! Ég drep þessa skítugu króga þína! Ég hata ykkur öll!“ Lögreglan kölluð til Vegna þessarar háreysti kallaði nágranni einn á lögregluna. Eftir að hafa tekið niður framburð Gra- hams og læknisins handtók lög- reglan Jane. Þegar fréttir af dauða hjónanna breiddust út lagði fjöldi fólks leið sína að fangelsi bæjarins til að berja Jane augum. Á meðal þeirra var Thomas Emmett, sem rak lyfjaverslun. Hann bar sam- stundis kennsl á Jane, enda hafði hann nokkrum sinnum selt henni arsenik. „Hún sagði að það væri til að losna við rottur,“ sagði Emmett við yfirlögregluþjóninn. Emmett bætti við að hann hefði selt henni dágóðan skammt síðastliðinn hálf- an mánuð, og honum hefði fund- ist undarlegt að faðir hennar hefði aldrei keypt neitt sjálfur. Við leit á heimili Scott-fjölskyld- unnar fannst ekkert arsenik, en það fundust engin merki um rottu- gang heldur, en framburður Jane einkenndist af miklu ósamræmi. Framburður óviljugs mannsefnis Jane Scott var ákærð fyrir morð á föður sínum, og hófust réttarhöld- in fjórum mánuðum eftir hand- töku hennar. Vitni endurtóku upp- runalegan framburð sinn og Jane hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Í framhaldinu var George Rich- ardson kallaður til vitnis. Að hans sögn gekk Jane á eftir honum með grasið í skónum af svo miklu offorsi að honum fannst nóg um. Hún fór ekki leynt með að hún vildi giftast honum. Ítrekað hafði George sagt að það hygðist hann ekki gera enda hefði hann ekkert að bjóða eigin- konu – hvorki húsgögn né annað nauðsynlegt. „En pabbi minn mun láta okkur fá tvö hús og húsgögn. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur,“ fullyrti Jane. Öllum til mikillar undrunar var Jane Scott sýknuð af morðinu á föður sínum, en það var skamm- góður vermir. Ný ákæra – ný réttarhöld Fimm mánuðum eftir sýknudóm- inn stóð Jane frammi fyrir dómara enn á ný, nú ákærð fyrir morðið á móður sinni. Kviðdómurum var sagt að horfa fram hjá vitnisburði fyrri réttarhaldanna, og að lokn- um nýjum vitnaleiðslum, öllum að óvörum, var Jane Scott fundin sek af kviðdómurum eftir þrjátíu mín- útna rökræður. Dómarinn lét táraflóð Jane ekki hafa á sig nein áhrif og dæmdi Jane til dauða og skyldi dómnum full- nægt komandi laugardag. „Segðu mér satt – mun ég raun- verulega deyja,“ spurði Jane eina varðkonuna í fangelsinu. „Þú mátt treysta því, þú verður að þjást á laugardagsmorgun,“ svaraði varð- konan. Sannleikurinn var Jane svo erf- iður að hún var færð í móðursýk- iskasti á skrifstofu yfirmanns fang- elsisins. Þar brotnaði Jane niður og titrandi og snöktandi viðurkenndi hún að hafa banað foreldrum sín- um, sínu eigin barni og barni syst- ur sinnar. Hélt hún myndi sleppa Fyrir aftökuna sagði hún presti að hún hefði myrt son sinn John, fimm ára, því hún áleit að hann myndi draga úr líkunum á því að George Richardson myndi kvæn- ast henni. Það var eingöngu ill- girni sem varð til þess að hún myrti tveggja ára son systur sinnar. Án nokkurrar iðrunar sagði hún prestinum að hún hefði reiknað með að sleppa og því ekki sagt neitt við réttarhöldin. En það gekk ekki áfallalaust að koma Jane Scott yfir móðuna miklu. Böðullinn, Edward Barlow – „Ned gamli“, var ekki bestur böðla, og í nokkurn tíma hékk Jane lifandi í snörunni með andlitið að áhorf- endaskaranum. Óhugnaðarmuld- ur heyrðist meðal mannfjöldans og Barlow gerði aðra tilraun sem gekk betur. Mörgum árum eftir aftöku Jane Scott kom beinagrind hennar heim til Preston eftir að verslun- areigandi þar keypti hana og hafði til sýnis í glerboxi. Enn síðar eftir að versluninni hafði verið lokað brutust óknyttadrengir þar inn og dreifðu síðustu líkamsleifum Jane um bakagarðinn og segir ekki meira af henni. umsjón: koLbEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is Arsenik jane scott sagðist eiga við rottuvandamál að Arsenik Vinsælt eitur í fjórtán aldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.