Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 12
föstudagur 30. janúar 200912 Helgarblað „Ég held að á þessum árum hafi eng- an grunað að hún ætti eftir að leggja fyrir sig stjórnmálin,“ segir Erla Ólafs- dóttir, fyrrverandi samstarfskona Jó- hönnu Sigurðardóttur sem flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1966 til 1971. Þær tengdust vinaböndum og störfuðu einnig saman í Flugfreyjufé- lagi Íslands. Áður en Jóhanna varð flugfreyja var réttindabarátta þeirra lítil sem engin og flugfreyjur unnu 22 stund- ir á sólarhring fyrir lúsarlaun. „Það var engin barátta sem slík fyrr en Jó- hanna kom til sögunnar. Gríðarlegar breytingar voru gerðar á samningun- um okkar þegar hún var við stjórnvöl- inn. Loksins fór einhver að hlusta á okkur. Ég held að það sem lýsi henni best sé þessi kjarnorka sem býr innra með henni. Hún er kjarnorkukona. Ég held að það sé í eðli hennar,“ seg- ir Erla en Jóhanna leiddi fyrsta verk- fall í sögu flugfreyja á Íslandi árið 1969 þegar hún var formaður Flugfreyjufé- lagsins. Erna nefnir einnig að þarna hafi flugfreyjum aðeins nýlega verið heimilað að halda áfram vinnu ef þær giftu sig. Árið 1973 gekk síðan í gegn að þær máttu snúa aftur til vinnu eftir barneignir en það var áður óheimilt. Jóhanna hætti sem flugfreyja tveim- ur árum áður en Erla þakkar henni samt fyrir að glæða flugfreyjur bar- áttuanda. „Þarna áttuðum við okkur á því að við gætum sjálfar gert kröfur,“ segir hún. Fullsköpuð á Kvennafrídeginum Þegar Jóhanna var komin á þing lét hún einnig til sín taka vegna verkfalls flugfreyja sem lögðu niður störf 23. október 1985. Þess var krafist af Vig- disi Finnbogadóttur, sem þá var for- seti Íslands, að skrifa undir bann við verkfallinu daginn eftir, sem var sjálf- ur Kvennafrídagurinn, og þótti Vigdísi það ekki við hæfi enda um kvenna- stétt að ræða. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrver- andi þingkona Samfylkingarinnar, man vel eftir þessum atburðum. „Ég fór á pallana þegar hún talaði í flug- freyjuverkfallinu. Þetta var eftirminni- legt. Ég held að á þessum Kvennafrí- degi hafi hún orðið fullsköpuð sem pólitíkus,“ segir hún. Í þrumandi ræðu sinni sagði Jó- hanna: „Nýjustu aðferðinni, sem farið er að nota hjá atvinnurekendum til að kanna hvort hægt sé að kreista meiri vinnu út úr hefðbundnum kvenna- starfsgreinum, var vitaskuld beitt. Við þekkjum aðferðirnar sem farið er að nota á Sóknarkonurnar á spítöl- unum, það er að hlaupa á eftir þeim með skeiðklukku, athuga hvað þær eru lengi að skúra, búa um rúmin hjá sjúklingunum og svo framvegis. Sama aðferðin var notuð við flugfreyjurnar. Nefndarmenn hlupu á eftir þeim um alla vél með skeiðklukkuna, mældu hvað þær voru lengi að hlaupa með matarbakkann, hve langan tíma tæki að renna í gegnum flugvélina með áfengisvagninn, að gefa flugmönnun- um, sem í makindum sátu, kaffið sitt og svo framvegis. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvort nefnd- armenn hefðu mælt í kílómetrum hlaup flugfreyja um vélina á leiðinni Reykjavík til New York.“ Kona sem forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir var valin kona ársins 1993 af tímaritinu Nýju lífi. Þá var hún félagsmálaráðherra líkt og nú, og sömuleiðis vinsælasti ráðherrann. Í hátíðarviðtali vegna titilsins var Jó- hanna meðal annars spurð hvort hún teldi að kona ætti eftir að gegna stöðu forsætisráðherra á Íslandi í náinni framtíð. Þótt Jóhanna reyndi að vera bjartsýn var hún ekkert allt of vongóð: „Ætli það sé ekki fjarlægur draumur. Og þó, hvers vegna ekki? Embætti for- seta Íslands, forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis eru eða hafa verið skipuð konum. Nú þurfa konur bara að setja stefnuna á stól forsætisráð- herra!“ Þessi orð fara nú í sögubækurnar. Jóhanna er fædd 4. október 1942. Hún er því 66 ára og í vogarmerkinu. Samkvæmt stjörnuspekinni er vog- in tákngervingur réttlætisins og fólk í vogarmerkinu talið hafa sérstak- an áhuga á félagslegum málefnum. Hvort sem nokkuð er að marka þá speki er ljóst að Jóhanna virðist vera hin dæmigerða vog. Hún hefur lítið sem ekkert rætt um einkalíf sitt í fjölmiðlum og held- ur fjölskyldu og stjórnmálum vel að- skildum. Í viðtali við Nýtt líf 1993 svar- aði hún því þó til hvort starfsframinn hefði kostað hana miklar fórnir. „Já, og það hvarflar að mér hvort það hafi verið þess virði. Bæði vegna þess að sennilega er hvergi að finna meiri tví- skinnung og siðleysi í stjórnmálum en hér á landi. Í annan stað hefur mik- il vinna í þessu starfi óhjákvæmilega bitnað á fjölskyldu, vinum og kunn- ingjum. En ætli óréttlætið og misrétt- ið, sem hvarvetna blasir við í þjóðfé- laginu, reki mig ekki áfram. Það hefur alltaf virkað eins og vítamínsprauta að gera betur og það kemur síðan niður á fjölskyldulífinu.“ Ólst upp í Vesturbænum Jóhanna sleit barnsskónum á Eiríks- götunni og Leifsgötunni í Reykjavík. Hún gekk þá í Austurbæjarskóla en við tólf ára aldurinn flutti fjölskyldan á Lynghagann. Melaskóli tók þá við, Gagnfræðaskóli Vesturbæjar og loks Verzlunarskóli Íslands. Hún lauk verslunarprófi 1960, átj- án ára gömul, og þótti það heldur góð menntun á tímum þar sem ekki var algengt að konur gerðu sér von um frama utan heimilisins. Tvítug hóf Jóhanna störf sem flug- freyja hjá Loftleiðum. Síðar sinnti hún skrifstofustörfum hjá Kassagerðinni, fór á sama tíma að vinna fyrir VR og bauð sig loks fram fyrir hönd Alþýðu- flokksins. Hún giftist Þorvaldi Steinari Jó- hannessyni 28 ára gömul. Þau eign- uðust saman tvo syni en skildu síðar. Þorvaldur vildi ekki ræða við blaða- mann um Jóhönnu. Synir Jóhönnu eru Sigurður Egill, starfsmaður hjá Ísal sem fæddur er 1972, og Davíð Steinar, starfsmaður hjá Olís sem fæddur er 1977. Blaða- maður DV náði tali af Sigurði vegna nærmyndar af Jóhönnu en hann hafnaði því að tjá sig. Þau persónulegu viðtöl sem Jó- hanna hefur veitt í gegnum tíðina eru heldur fá en Ingólfur Margeirsson tók eitt slíkt fyrir Alþýðublaðið árið 1987. Yfirskrift greinarinnar var „Óréttlætið rekur mig áfram“ en þarna hafði Jó- hanna verið á þingi í fimm ár. Þar ræðir hún um hvernig henni gekk að samræma fjölskyldu og starfsframa. „Pólitíkin tekur kannski allt of mikinn tíma af lífi mínu. Ég er oft að sálast úr samviskubiti vegna strákanna minna sem ég hef ekki get- að sinnt eins og mér var sinnt sem barni,“ sagði Jóhanna en þegar konur fóru í auknum mæli út á vinnumark- aðinn fannst þeim gjarnan að þær væru að vanrækja heimilið. Sjálf átti Jóhanna fjögur systkini, þar af eina tvíburasystur, Önnu Maríu. Í Alþýðublaðinu hendir Jóhanna gaman að því að þær systur séu afar ólíkar, Anna María dökkhærð en hún sjálf gráhærð. Og leið Jóhönnu lá inn á þing á meðan tvíburasystir hennar undi sér vel sem heimavinnandi hús- móðir. Hún segir þeim þó koma afar vel saman. Heiðarleg í gegn Erla Ólafsdóttir segir Jóhönnu þó vera mikla fjölskyldumanneskju. „Ég held að barnabörnin og börnin hennar séu númer eitt, tvö og þrjú. Hún gefur sér góðan tíma til að vera með þeim,“ segir Erla og telur fjölskylduna vera helsta áhugamál Jóhönnu utan vinn- unnar. Að sögn Erlu er Jóhanna sannkall- aður vinur vina sinna. „Hún virkar kannski fráhrindandi í fyrstu en Jó- hanna er afskaplega notaleg mann- eskja. Hún er skemmtileg og getur verið grallari ef því er að skipta. Ég skil vel þær góðu umsagnir sem hún fær og þær vinsældir sem hún nýtur sem stjórnmálamaður. Hún er heiðarleg í gegn,“ segir hún. Guðrún Ögmundsdóttir segir það mikið gæfuskref að hún setjist í stól forsætisráðherra. Hún telur þó að sjálfa hafi Jóhönnu aldrei órað fyr- ir að sú yrði raunin. „Nei, það hugsa ég ekki. En ég verð að taka fram að það pirraði mig mikið þegar allt í einu var hætt að tala um forsætisráðherra heldur verkstjóra. Það er ekki gott þegar kona á í hlut að kalla hana ekki forsætisráðherra,“ segir Guðrún og vísar til þess að starfsheitið verkstjóri hefur verið mikið notað í umræðu undanfarinna daga. „Ég er á móti því að konur séu talaðar niður með þeim hætti,“ segir hún. Skjót viðbrögð Skörugleg framkoma Jóhönnu hef- ur ávallt vakið athygli. Skömmu eft- ir að Þingvallastjórnin tók við, í júlí 2007, bárust fregnir af því að fötluð ungmenni sem störfuðu hjá nokkr- um fyrirtækjum á höfuðborgarsvæð- inu með milligöngu Reykjavíkurborg- ar fengju lægri laun en ófatlaðir sem störfuðu þeim við hlið. Jóhanna var þarna nýorðin félagsmálaráðherra í fjórða sinn á ferlinum. Vart leið sólar- hringur þar til hún brást við fregnum af þessu launamisrétti og ákvað að ráðuneytið styrkti verkefnið þannig að fötluðu ungmennin fengju sömu laun og aðrir. Mál manna var að við- brögð sem þessi væru einkennandi fyrir Jóhönnu. Amman kvenskörungur Jóhanna hefur lengsta starfsaldur sitj- andi þingmanna en hún settist fyrst á þing árið 1978. Hún var þá 36 ára og ein af aðeins þremur konum á Al- þingi. Á þessum tíma var hún þeg- ar orðin mikil baráttukona fyrir jafn- rétti kynjanna og lagði áherslu á að konur kæmust í áhrifastöður jafnt og karlmenn. Að hennar mati líta kon- ur á heiminn öðrum augum en karl- menn, leggja meira upp úr fjölskyldu- gildum og heildarsýn á meðan karlar kjósa frekar kalda rökhyggju í stjórn- málum. Velferðarmálin áttu hug hennar allan og fyrsta mál Jóhönnu á þingi var að leggja fram frumvarp um að stofnaður skyldi framkvæmdasjóður öryrkja sem heyrði undir félagsmála- ráðuneytið. Frumvarpið varð síðar að lögum. Segja má að Jóhanna hafi pólitík- ina í blóðinu því faðir hennar, Sigurður Egill Ingimundarson, var þingmaður Alþýðuflokksins á Viðreisnarárunum. Sá sorglegi atburður átti sér hins vegar stað að hann lést sama ár og Jóhanna tók fyrst sæti á þingi. Á sínum fyrstu dögum á Alþingi hlýddi hún því á for- seta þingsins minnast föður henn- ar. „Það var erfið og sár tilfinning. Ég hafði alltaf notið mikils stuðnings frá föður mínum, og heillaðist snemma af baráttu hans og ömmu minnar, Jóhönnu Egilsdóttur, fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar. Amma mín helg- aði allt líf sitt baráttunni fyrir bætt- um kjörum verkafólks. ... Baráttan var hörð og óvægin en amma gafst aldrei upp þegar óréttlætið var annars veg- ar,“ sagði Jóhanna í viðtali við Alþýðu- KROSSFERÐ HEILAGRAR JÓHÖNNU NÆRMYND ErlA HlynSdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is réttsýnin í blóð borin jóhanna hefur réttsýnina í blóðinu en amma hennar, jónína Egilsdóttir, helgaði líf sitt baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks. faðir hennar, sigurður Egill Ingimundarson, sat einnig á þingi fyrir alþýðuflokkinn. „Ætli það sé ekki fjarlægur draumur. Og þó, hvers vegna ekki? Embætti forseta Íslands, forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis eru eða hafa verið skipuð konum. Nú þurfa konur bara að setja stefnuna á stól forsætisráðherra!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.