Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Síða 3
skammtímakröfur KS-samstæðunn- ar á tólfta milljarð króna árið 2006 en aðeins óverulegar ári síðar. Þessi gríðarlegu umskipti eru ekkert skýrð nánar í ársskýrslunni. Viðskiptabanki Kaupfélags Skag- firðinga er Landsbankinn. Athygli vekur að Ásta Pálmadóttir, útibús- stjóri Landsbankans á Sauðárkróki, er ritari stjórnar kaupfélagsins og situr því beggja vegna borðsins í við- skiptum Landsbankans og KS. Þann 23. apríl næstkomandi, tveimur dögum fyrir þingkosningar fagnar Kaupfélag Skagfirðinga 120 ára afmæli sínu og ætla heimamenn að minnast tímamótanna með veg- legum hætti. Hafi skuldir félagsins vaxið í fyrra svo sem hér er lýst á sama tíma og stórar fjárfestingar KS gufuðu upp í bankahruninu og eignir kaupfélags- ins og dótturfélaga þess rýrnuðu verulega að öðru leyti er líklegt að fögnuðurinn verði blandinn áhyggj- um af framtíð þessa burðaráss í at- vinnulífi Skagfirðinga. fimmtudagur 26. mars 2009 3Fréttir Fjarar undan KaupFélaginu Kaupfélagsstjórinn Þórólfur gíslason hefur verið athafnasamur fjárfestir fyrir hönd Ks og ótal fjárfestingarfélaga sem hann hefur átt þátt í að stofna. Nú gufa eignir upp í höndum hans og skuldir aukast. Fyrirtækið KÞG Holding, í eigu Kristins, fékk 994 milljóna króna kúlulán til fimm ára til að kaupa hlutabréf í bankanum á genginu 16,9. Gengi Glitnis fór hæst í 30,9 í lok júlí árið 2007. Gengi bréfa í bankanum hafði því lækkað um 45 prósent þegar Kristinn keypti í bankanum. Fyrirtækið HG Hold- ing, félag Hauks, keypti síðan 328 milljóna króna hlut á sama gengi. Í apríl í fyrra þótti staða íslensku bankanna vera uggvænleg, sam- anber trúnaðarskjal Seðlabankans frá því í febrúar, þar sem sagði að Glitnir hefði stefnt sér og íslensku fjármálalífi í mikla hættu og ógöng- ur með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum. Kristinn og Haukur sátu báðir í stjórn Glitnis fyrir hönd Sunds ehf., félags Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla í Olís, en hún varð stór hluthafi í Glitni eftir að FL Group keypti hlut hennar í Tryggingamið- stöðinni. Hluti af starfskjörum Þegar lánið var veitt til félags Krist- ins var haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, þáverandi stjórnar- formanni Glitnis, að lán Kristins byggði á sömu skilyrðum og lán til annarra. „Fyrirtæki hans hef- ur góða eiginfjárstöðu og það hef- ur lagt fram tryggingar fyrir lán- inu sem uppfylla að öllu kröfur bankans hvað slíkt varðar,“ sagði Þorsteinn Már í samtali við Við- skiptablaðið þegar lánið var tekið á sínum tíma. „Þetta er gert að frum- kvæði Kristins og er hluti af hans starfskjörum og ekki er um neina sölutryggingu að ræða. Hann hefur greinilega trú á bankanum og sjálf- um sér og því hefur hann ákveð- ið að kaupa,“ bætti Þorsteinn Már við. Ótrúleg lán stjórnenda DV sagði frétt af því í gær að fjór- ir framkvæmdastjórar hjá Glitni hefðu fengið 2,6 milljarða króna kúlulán í maí 2008 eða mánuði á eftir þeim Kristni og Hauki. Þar var um sama fyrirkomulag að ræða, að eignarhaldsfélög í eigu þeirra fengu lánin og því er persónuleg ábyrgð þeirra mjög takmörkuð. Málsmet- andi maður í viðskiptalífinu sem DV ræddi við sagði það með ólík- indum hversu mikið bankarnir hefðu lánað til fjárhagslega tengdra aðila og yfirmanna mánuðina fyr- ir bankahrunið. „70 til 80 prósent af allri veltu á bréfum bankanna árið fyrir bankahrunið voru vegna kaupa fjárhagslega tengdra aðila og yfirmanna,“ sagði hann. Deildu við Klæðningu Kristinn Þór Geirsson og Haukur Guðjónsson voru í fréttum hjá DV í fyrra vegna ágreinings milli þeirra og Klæðningar ehf. vegna ásakana Klæðningar ehf. um að félag Krist- ins og Hauks, Fasteignafélagið Sæv- arhöfða, hefði í leyfisleysi skrifað undir kaupsamning um 1000 fer- metra fasteign í Hafnarfirði. Vís- uðu Kristinn og Haukur þá ásök- unum á bug og sögðust hafa rift samningi vegna galla á húsnæðinu. Þeir Kristinn og Haukur hafa verið yfir bílaumboðunum B&L og Ingv- ari Helgasyni í umboði Sunds ehf., félags Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. Sund á einnig dótt- urfélagið Ice Capital ehf. sem fer með 6,1 prósents hlut í Byr. Ekki náðist í Kristin og Hauk við vinnslu þessarar fréttar. Kristinn Þór Geirsson, forstjóri B&L, og Haukur Guðjónsson, forstjóri Ingvars Helgasonar, fengu 1.300 milljóna króna kúlulán hjá Glitni fyrir hlutabréfakaupum í bankanum í apríl árið 2008. Á þeim tíma vék Kristinn úr stjórn Glitnis og tók við stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis og tók Haukur sæti hans í stjórn Glitnis. annas siGmunDsson blaðamaður skrifar: as@dv.is sat í stjórn Glitnis Haukur guðjónsson, forstjóri ingvars Helgasonar, annar frá hægri. Hann tók sæti í stjórn glitnis í apríl 2008 og fékk félag hans þá 328 milljóna kúlulán til hlutabréfakaupa í bankanum. Hér er hann við vitnaleiðslur ásamt stjórn glitnis í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn bankanum. BílaForstjórar Keyptu í glitni með Kúluláni stjórnarformaðurinn Þorsteinn már Baldvinsson var stjórnarformaður glitnis í apríl 2008 þegar Kristinn Þór og Haukur fengu 1.300 milljóna kúlulán. Þorsteinn sagði á þeim tíma að Kristinn hefði keypt bréfin þar sem hann hefði trú á bankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.