Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Side 6
fimmtudagur 26. mars 20096 Fréttir „Mér finnst það grafalvarleg skilaboð frá ASÍ að þeir sem taka þátt í stjórn- málum séu verri en aðrir og eigi að víkja,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, á Al- þingi í gær. Þar vakti hún máls á for- síðufrétt DV um brotthvarf Vigdísar Hauksdóttur lögmanns frá Alþýðu- sambandi Íslands eftir að hún ákvað að taka fyrsta sæti á lista Framsókn- arflokksins í Reykjavík suður. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir félagsmálaráðherra ætlar að láta skoða í félagsmálaráðuneytinu hvort lög um vinnumarkað hafi verið brot- in þegar Vigdísi Hauksdóttur var sagt upp störfum hjá Alþýðusambandi Ís- lands. Ennfremur ætlar Ásta að láta Jafn- réttisstofu skoða þann þátt málsins sem kunni að snúa að henni. Pólitískar nornaveiðar Í samtali við DV í gær sagðist Vigdís undrast að hún þurfi að hætta störf- um hjá ASÍ vegna kosningabarátt- unnar á sama tíma og yfirlögfræð- ingur ASÍ, Magnús M. Norðdahl, sem skipar sjötta sæti á lista Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar, starfar áfram hjá félaginu. Siv sagði á Alþingi að málið lykti af pólitískum nornaveiðum þar sem Vigdís nýtur ekki sömu réttinda hjá ASÍ og Magnús. Siv benti á að lögum samkvæmt væri atvinnurekendum óheimilt að blanda sér í pólitísk afskipti launa- fólks. Hún fengi ekki betur séð en að ASÍ synjaði Vigdísi um launa- laust leyfi á sama tíma og Magn- ús fengi slíkt leyfi. „Eru framsókn- armenn eitthvað verri en aðrir?“ spurði Siv. Styður Gylfa Á aukaársfundi ASÍ í gær ljáði Gylfi máls á starfslokum Vigdísar vegna greinar DV í gær. Hann sagðist harma þær ásakanir sem hafð- ar eru eftir Vigdísi í blaðinu. Gylfi ítrekaði þau orð sín sem birtust í greininni um að hann liti svo á að brotthvarf Vigdísar frá ASÍ hefði verið að hennar frumkvæði. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, tók málið upp á Eyjublogg- inu þar sem hann varði Gylfa: „Sú var tíð að þingsæti fylgdi forseta- stóli ASÍ. En breytt viðhorf urðu til þess að þessu var hætt, sem betur fer. En það eru allmargir á listum stjórn- málaflokka, sem sinna stjórnar- og forystustörfum og starfa jafnframt fyrir verkalýðshreyfinguna. Línan hefur verið að menn hætti ef þeir séu á leið inn á þing, þar á ég við innan ASÍ. Annað virðist reyndar gilda um önnur heildarsamtök launamanna.“ Fordæma ASÍ Framsókarflokkurinn sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð ASÍ eru fordæmd. „Vigdís Hauksdótt- ir taldi að hún væri að fara troðna slóð þegar hún gaf kost á sér til þings fyrir Framsóknarflokkinn. Forseti Alþýðusambandsins ákvað að hún hefði ekki sömu réttindi og aðrir,“ segir þar. Ennfremur er vakin athygli á því að löng hefð sé fyrir því að forystu- menn verkalýðssamtaka séu á sama tíma í framboði eða séu áhrifamenn í stjórnmálum, og meðal annarra nefndir til sögunnar þeir Ögmund- ur Jónasson og Gylfi Arnbjörnsson sjálfur. Stjórn Landssambands fram- sóknarkvenna sendi sömuleiðis frá sér ályktun í gær. Þar segir: „Með þessari ákvörðun er ASÍ að sýna af sér dæmalausa pólitíska misbeit- ingu valds. Fordæmi ASÍ færir jafn- framt atvinnurekendum um allt land tækifæri til að segja upp fólki einung- is fyrir þá ástæðu að taka þátt í pólit- ísku starfi.“ Ásta R. Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra ætlar að skoða hvort lög á vinnumarkaði hafi verið brotin þegar Vigdísi Hauksdóttur var sagt upp störfum hjá Alþýðusambandi Íslands eftir að hún tók fyrsta sæti á lista Framsóknarflokks. DV ræddi við Vigdísi í gær og vakti staða hennar gífurlega athygli. Pólitískar norna- veiðar hjá así „Eru framsóknar-menn eitthvað verri en aðrir?“ dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikUdagUr 25. mars 2009 dagblaðið vísir 51. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 mÆTTimEð BYssU Á ÆFiNgU HriNT aF HJÓLi rOBiNHO HÓTar PELÉ ÁsdÍsvaLiN BLONdÍNa BÚLgarÍU mJaðma- griNdarBrOTNaði NEYTENdUr rÁNdÝr gÆLUdÝr vigdÍs HaUksdÓTTir missti vinnuna við þ ingframboð: REKIN FYRIR FRAMBOÐ „ÞETTa kOm mÉr mJög Á ÓvarT“ Í FramBOði FYrir FramsÓkNarFLOkkiNN rEkiN FrÁ aLÞÝðU- samBaNdiNU TELUr BrOTið Á sÉr FÆr BOrgað FYrir að mÆTa Í ParTÍ FÓLk FÓLk sPOrT krisTJÁN ÞÓr JÚLÍUssONYFirHEYrðUr krisTJÁNÞÓr: „Er EkkimEð sEkTarkENNd“ ÁHÆTTUsTJÓri FÉkk 800 miLLJÓNa kÚLULÁN YFirmaðUr LÁNaEFTirLiTs gLiTNis FÉkk LÁN FrÁ gLiTNi TiL að kaUPa Í gLiTNi FrÉTTir ÓsÁTTUr grUNNskÓLaNEmi Á BLöNdUÓ si ERlA HlynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Mismunað mál Vigdísar Hauksdóttur hefur vakið gríðarlega athygli en hún telur asÍ hafa mismunað sér. Mynd HEiðA HElGAdóttiR Athugar málið Ásta ragnheiður Jóhannesdóttir ætlar að láta athuga hvort brotið hafi verið á Vigdísi. Mynd SiGtRyGGuR ARi 25. mars 2009 Kristján B. Jónasson segir bókaútgefendur hafa áhyggjur af því hvað verður um Pennann: Óttast um framtíð bóksölu á Íslandi „Bóksala á Íslandi er í fanginu á rík- isstjórninni. Menn óttast hvað ger- ist næst í þessum málum. Við vitum ekkert hvert framhaldið verður,“ seg- ir Kristján B. Jónasson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda. Hon- um þykir ógnvænleg sú þróun að Nýja Kaupþing hafi tekið yfir Penn- ann og bóksalar sem og bókaunn- endur í landinu séu í óvissu um framtíð bóksölu á Íslandi. DV hefur heimildir fyrir því að ýmsir bókaútgefendur hafi aðeins fengið hluta greiddan af því sem þeir áttu inni hjá Pennanum og hafi ekki upplýsingar um hvenær afgangur- inn verður greiddur út. Kristján segir félagið af sam- keppnisástæðum ekki hafa heim- ild til að safna saman upplýsingum um hvernig viðskipti einstakra út- gefenda við endursöluaðila eigi sér stað og því geti hann ekkert sagt um það. Hann sjálfur kannast þó við að hafa heyrt fregnir um að það standi á greiðslum frá Pennanum. Kristján segir bóksala áhyggju- fulla vegna þeirrar óvissu sem rík- ir um framtíð Pennans. „Við vitum ekki neitt. Við vitum ekki hvað bank- inn ætlast fyrir með þessar verslan- ir. Á meðan svo er finnst mér eðlilegt að menn séu svolítið hræddir,“ segir Kristján. Penninn er öflugasti endursölu- aðili bóka á Íslandi utan jólaver- tíðar og því hefði það áhrif á alla bókaunnendur ef rekstrarformið myndi breytast. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings, seg- ir málið á viðkvæmu stigi og erfitt að gefa yfirlýsingar um framhaldið. Hún bendir á að fyrirtækið hafi ver- ið mjög skuldsett og að nú sé unnið að því að finna farsæla leið til fram- tíðar. erla@dv.is Bóklestur Penninn er orðinn bóksala í ríkiseigu eftir að Nýja Kaupþing tók hann yfir. Tíu þúsund undirskriftir Tíu þúsund Íslendingar hafa skrifað undir í undirskrifta- söfnun Helga Vilhjálmssonar, sem kenndur er við sælgætis- gerðina Góu, gegn sukkinu í lífeyrissjóðakerfinu. Helgi fór af stað með herferðina nú á dögunum og hyggst afhenda Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra listann. „Við viljum endurskoðun á lífeyris- sjóðakerfinu strax. Það gengur ekki að lífeyrisgreiðslurnar okkar séu notaðar til að borga sukk örfárra einstaklinga í stað þess að þær séu nýttar í okkar þágu. Við höfum fengið nóg,“ segir meðal annars í auglýs- ingunni fyrir undirskriftasöfn- unina. hæstu launin lækka Orkuveita Reykjavíkur mun lækka laun stjórnenda til að bregðast við áhrifum efnahags- kreppunnar á tekjur fyrirtækis- ins og gjöld. Hörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti starfsfólki í dag víðtækar aðhaldsaðgerðir í rekstri fyrir- tækisins og dótturfélaga þess. Áhersla verður lögð á að verja grunnþjónustu fyrirtækisins og störf starfsfólks. Almennar launabreytingar felast í aðgerð- unum þar sem laun stjórn- enda lækka mest en laun undir 300 þúsund krónum á mánuði skerðast ekki. Um tímabundna ákvörðun er að ræða. ábendingar frá almenningi Fjármálaeftirlitinu hafa á und- anförnum mánuðum borist fjöl- margar ábendingar, sem margar hverjar hafa orðið grundvöll- ur að frekari rannsóknum. „Ábendingar neytenda, sem og ábendingar eftirlitsskyldra aðila og starfsmanna á þeirra vegum, eru mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í sérhverju eftirliti,“ segir á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hvetur þá sem hafa í störfum sínum fyrir eftirlitsskyldan aðila tekið eftir hugsanlegu misferli til að upp- lýsa um slíkt. Neytendum er bent á að hringja í neytenda- síma Fjármálaeftirlitsins í síma 525 2755 eða senda tölvupóst á fyrirspurn@fme.is. Dópaður undir stýri Einn ökumaður var handtek- inn grunaður um akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkni- efna í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Þá var annar ökumaður tekinn við akstur án ökuréttinda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.