Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Qupperneq 8
fimmtudagur 26. mars 20098 Fréttir Einkahlutafélag í eigu þriggja starfs- manna Sparisjóðsins í Keflavík fékk rúmlega 400 milljóna króna kúlulán til þess að kaupa stofnfjárbréf í spari- sjóðnum á árunum 2006 og 2007. Félagið heitir Miðvörður ehf. og er í eigu starfsmannanana Garðars Más Newman, Kristins Ágústs Ingólfsson- ar og Þrastar Leóssonar. Garðar starf- ar á fyrirtækjasviði bankans, Kristinn er sérfræðingur í verðbréfaviðskipt- um og Þröstur Már er forstöðumaður fjármálasviðsins. Stofnfjáreigendur í Sparisjóðn- um í Keflavík eru ósáttir við að starfs- menn sparisjóðsins hafi fengið þessa fyrirgreiðslu og velta því fyrir sér hvort starfsmennirnir muni þurfa að greiða lánið til baka nú þegar að verð- mæti stofnfjárbréfa í sparisjóðnum hefur hríðlækkað á síðustu mánuð- um og spurning er hvort sparisjóður- inn lifi kreppuna af. Þrátt fyrir þetta segir Baldur Guðmundsson, mark- aðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, að staða sparisjóðsins sé í lagi og að árs- reikningur hans verði birtur í næstu viku. „Í síðustu viku sóttum við um fjárframlag frá ríkinu til að styrkja eiginfjárstöðu okkar og við bíðum svara,“ segir Baldur og bætir því við að Sparisjóðurinn í Keflavík sé ekki að leggja upp laupana. Á 1,8 prósent hlut í sparisjóðn- um Þröstur Leósson segir aðspurður að Miðvörður eigi nú 1,8 prósenta hlut í sparisjóðnum. Hann vill aðspurður ekki gefa það upp hver lánaði einka- hlutafélaginu milljónirnar 400 til stofnfjárbréfakaupanna. „Ég gef það ekki upp. Það kemur engum við og skiptir engu máli.“ Þröstur segir aðspurður að Mið- vörður hafi þó ekki fengið lánið frá Sparisjóðnum í Keflavík né Spari- sjóðabankankanum hf., Icebank, en Sparisjóðurinn í Keflavík er lang- stærsti einstaki hluthafinn í bank- anum með rúmlega 19 prósent eignarhlut. Icebank hefur lánað fé til stofnafjárbréfakaupa í Spari- sjóðnum í Keflavík, meðal annars 2,5 milljarða til einkahlutafélagsins Suðurnesjamanna til kaupa á bréf- um í sparisjóðnum árið 2007 - Suð- urnesjamenn urðu gjaldþrota fyrr í mánuðinum og ríkið tók yfir rekstur Sparisjóðabankans og rekstur Spron. Þröstur segist aðspurður ekki vilja gefa það upp hvort lánið hafi komið frá aðilum tengdum sparisjóðnum. Aðspurður hvernig félagið stendur nú segir Þröstur að hann vilji ekki ræða það en segir að vissulega hafi bankahrunið sett strik í reikninginn og félagið standi ekki eins vel áður. Kúlulánin og bankahrunið Slíkar sögur af kúlu- lánum úr íslenska bankakerfinu hafi orðið ansi áberandi í samfélagsumræð- unni hér á landi eftir bankahrunið í haust. Ástæðan fyrir því er sú að sérfræðingar í fjár- málum hafa fordæmt slíkar lánveitingar því þeir telja að slík lán hafi verið ein af or- sökunum fyrir falli ís- lensku bankanna. Fyrr í mánuðinum sagði Vilhjálm- ur Bjarnason til dæmis í samtali við DV að kúlulán hefðu keyrt íslenska bankakerfið í kaf því að eiginfjárstaða banka væri fölsuð því lánsfé fjár- málastofnana væri skráð sem eigið fé og því væri eigið fé þeirra ofmetið um því sem svarar lánsfjárhæðinni. Þetta verður aftur til þess að bankar virðast burðugri en þeir eru í raun í veru því peningarnir sem lánaðir hafa verið eru ekki hluti af eigin fé bankans og því hafi í raun og veru ekki verið til nein innistæða fyrir þeim: hvorki hjá bankanum sjálfum né hjá lántakend- unum. Við slíka lánastarfsemi verður til fjármagn á pappírunum sem er því í raun og veru ekki til: sýndarfjár- magn sem gíraði upp stöðu bank- anna á yfirborðinu. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra tók í svipaðan streng og Vil- hjálmur á blaðamannafundi á þriðjudaginn þegar hann sagði að eitt af því sem gerst hefði á Íslandi á liðnum árum hefði verið að eigið fé íslenskra banka hefði verið aukið með því að lána mönnum fé til hluta- bréfakaupa, oft til eigin starfsmanna sinna: þannig hefði lánsfé verið breytt í eigið fé í bönkunum. Ekki náðist í Garðar Má og Krist- inn Ágúst við vinnslu fréttarinnar. Einkahlutafélag í eigu þriggja starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík fékk rúmlega 400 milljóna króna kúluán á árunum 2006 og árið 2007 til að kaupa 1,8 prósenta hlut í sparisjóðnum. Stofnfjáreigendur í sparisjóðnum eru ósáttir við þessa fyrirgreiðslu til starfsmanna hans og velta því fyrir sér hvort þeir muni þurfa að greiða það til baka. Þröstur Leósson, einn af starfsmönnunum, vill ekki gefa það upp hver veitti þeim lánið. LeyndarmáL HVerjir VeiTTu Þeim KÚLuLán IngI F. VILhjÁLmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Miðvikudagur 18. Mars 20092 Fréttir Breiðutangi, eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán síðla árs 2007 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Finnur staðfestir þetta í samtali við DV. Kúlulánið fékk hann frá SPRON, BYR, Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóð Mýrarsýslu, að sögn Finns. Hann segir að SPRON og BYR hafa verið stærstu lánveitendurna á bak við kúlulánið en sparisjóðirnir tveir seldu samtals rúmlega 45 prósent hlut sinn í bankanum þegar Finnur fékk kúlulánið. Hluti þessa eignar- hluta var seldur til Finns og annarra lykilsstjórnenda í Icebank. Finnur lét af störfum sem banka- stjóri í Icebank í lok árs 2007 og þá hafði bankinn milligöngu um að kaupa hlutabréfin af Finni og selja þau til annarra aðila, að hans sögn. Hluti af starfskjörum Finns Lánið var hluti af starfskjörum Finns í bankanum, segir Finnur. Hann seg- ir að við eigendaskiptin á bankanum í október 2007 hafi honum boðist að kaupa hlutabréf í bankanum. „Þá var mér og fimm framkvæmdastjórum Icebank boðið að vera hluti af þess- um breytingum og að við fengjum að eignast hlut í bankanum gegn því að við yrðum þarna áfram,“ segir Finnur. Samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu frá árinu 2007 keyptu lykilstjórnend- ur bankans 8,5 prósenta hlut í hon- um fyrir 2,7 milljarða króna við eig- endaskiptin. Finnur seldi svo eignarhlutinn í Icebank þegar honum var sagt upp störfum í bankanum í árslok 2007. „Svo þegar ég lét af störfum þarna í árslok 2007 þá var eignarhluturinn seldur annað með milligöngu bank- ans,“ segir Finnur. Vaxtaskuld skilin eftir Aðspurður segir Finnur að um svo- kallað kúlulán hafi verið að ræða og að hann hafi ekki greitt neina vexti af því. Veðið fyrir láninu var í hlutabréf- unum sjálfum. Hann segir að skuldirnar vegna vaxtanna sem fylgdu láninu hafi ver- ið skildar eftir inni í félaginu þegar hann seldi það aftur. Í ársreikningi Breiðutanga frá ár- inu 2007 kemur fram að vextirnar af láninu hafi verið komnir upp í tæp- ar 16 milljónir króna og er Finnur ennþá skráður sem eigandi félagsins. Skuldir og eigið fé félagsins er skráð sem rúmar 850 milljónir króna. Að sögn Finns hefði hann þurft að vera bankastjóri Icebank í þrjú ár til FINNUR FÉKK 850 MILLJÓNA KÚLULÁN Finns Sveinbjörnssonar IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Stemningin í samfélaginu hefur breystFinnur sveinbjörnsson segir að stemningin og gildismatið í samfélaginu hafi breyst frá því hann fékk kúlulánið frá icebank. Bankastjóri Icebank Finnur var bankastjóri icebank í nokkra mánuði eftir að hann samdi um hlutafjárkaup og kúlulán. Hann hefði þurft að vera bankastjóri í þrjú ár eftir að samningurinn var gerður til að eignast hlutabréfin. Miðvikudagur 18. Mars 2009 3 Fréttir að eiga rétt á að leysa bréfin út. Hann hefði þá getað selt bréfin í bankan- um, borgað kúlulánið til baka með vöxtum og innleyst hagnaðinn sem orðið hefði af hækkun bréfanna á lánstímanum. Finnur hins vegar hvorki græddi né tapaði á lántökunni því hann hafði ekki öðlast rétt á að ráðstafa bréfunum. Breytt stemning og gildismat Aðspurður hvort Finnur myndi þiggja slíkt tilboð ef það stæði hon- um til boða í dag segir bankastjórinn að hafa megi margar skoðanir á slík- um viðskiptum. „Ég myndi sennilega hugsa mig vandlega um ef mér byð- ist að kaupa hlutabréf í fjármálafyrir- tæki núna því það er svo mikil óvisa á fjármálamörkuðum,“ segir Finnur. Hann segist þó telja að það geti verið jákvætt að tengja saman hags- muni stjórnenda og hagsmuni hlut- hafa í fyrirtækjum en að það þurfi að vera með þeim hætti að verið sé að tengja hagsmuni þeirra saman í raun og veru. „Að það sé ekki þannig að stjórnendurnir beri hlutfallslega meira úr býtum en hluthafarnir því það er auðvitað óeðlilegt,“ segir Finn- ur. Svo segir Finnur um lánið: „Við getum alveg verið hreinskilnir við hvor annan. Auðvitað hefur margt breyst í þjóðfélaginu: Stemningin, viðhorf og gildismat í samfélaginu er öðruvísi en áður. Ég held að við get- um bara horft í eigin barm og við- urkennt hreinskilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var,“ segir Finnur. „Ég held að við getum bara horft í eigin barm og viðurkennt hrein- skilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var“ Bankastjórinn fékk kúlulán Finnur sveinbjörnsson, þáverandi bankastjóri icebank og núverandi bankastjóri kauþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í icebank síðla árs árið 2007. rannsakar laskaða sjóði landsbankans Hæstaréttarlögmennirnir Lára V. Júlíusdóttir og Viðar Lúðvíksson hafa verið skipaðir umsjónarmenn með fimm lífeyrissjóðum sem hafa ver- ið í rekstri hjá eignastýringu Lands- bankans. Fjármálaráðherra skipaði Láru og Viðar umsjónarmenn í kjöl- far rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum sem eiga að hafa gerst á fyrri hluta ársins 2008. Rannsóknin snýr að því hvort brotið hafi verið gegn lögum um hvernig stýra skuli fjárfestingum líf- eyrissjóða. Eyvindur G Gunnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja fyrir um hugsan- leg viðurlög við þessum brotum. Ekki séu til mörg fordæmi um slík brot hjá lífeyrissjóðum hérlendis. „Veit ekkert um hvað málið snýst“ Lífyrissjóðirnir sem um ræð- ir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður Eimskipafélags Íslands, Tannlæknafélagsins, Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Kjalar lífeyr- issjóður. Davíð Harðarson starfaði sem framkvæmdastjóri líeyrissjóð- anna þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í samtali við DV sagðist Davíð ekki geta rætt um þau brot sem eiga að hafa átt sér stað. „Ég veit ekki um hvað málið snýst. Fjármálaeftirlit- ið eða sérstakur saksóknari verður að svara fyrir það hvað hann er að skoða,“ segir Davíð. Í samtali við DV segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að málið snúi að því hvort lífeyrissjóð- irnir hafi farið út fyrir lagaheimild- ir í einstaka fjárfestingum sínum. „Þegar fólk borgar í lífeyrissjóð sam- kvæmt lögum koma þau réttindi á móti að þeim fjármunum sé dreift. Grunur leikur á því að það hafi ekki verið sem skyldi,“ segir hann. Ólaf- ur segir að sjóðsstjórar lífeyrissjóða verði að gæta að því á hverjum tíma hvernig samsetningu sjóða sé hátt- að. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort yfirmenn Landsbankans, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristj- ánsson, séu meðal þeirra sem verði yf- irheyrðir. Mikið tap Íslenska lífeyris- sjóðsins DV sagði frá því í síðustu viku að Íslenski lífeyr- issjóðurinn hefði fjárfest fyrir tæpa níu milljarða í pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans eða um fjórðungi af heildareignum sjóðsins. Sögu- sagnir eru um að yfirmenn pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans hafi meinað Davíð að leysa út inn- eign lífeyrissjóðsins í peningamark- aðssjóðnum stuttu fyrir þjóðnýtingu Landsbankans. Stefán Héðinn Stef- ánsson og Sigurður Óli Hákonarson, voru forsvarsmenn Landsvaka sem sá um peningamarkaðssjóðinn. Í samtali við DV fullyrti Davíð Harðarson að forsvarsmenn Lands- vaka hefðu ekki neitað honum um að taka út eign lífeyrissjóðsins í pen- ingamarkaðssjóðnum. „Ég staðfesti það að neitun um sölu peningabréfa á ekki við rök að styðjast.“ Sérstök lög gilda um fjárfestinga- stefnu lífeyrissjóða. Takmörk gilda um hversu mikið þau mega fjárfesta í skulda- og hlutabréfum. Fjárfesting- ar Íslenska lífeyrissjóðsins í peninga- markaðssjóðum Landsbankans eru taldar. hafa farið út fyrir þessi mörk. annas sigMundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem er rek- inn af Landsbankanum, skilaði nei- kvæðri ávöxtun upp á ríflega 20 pró- sent í fyrra, ef miðað er við öruggustu ávöxtunarleiðina. Þetta er mun verri afkoma en hjá lífeyrissjóðunum á vegum Kaupþings og Íslandsbanka. Lífeyrissjóður Landsbankans tap- aði 2,75 milljörðum króna á pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Sá peningamarkaðssjóður tapaði mun meiru en sambærilegir sjóðir í öðrum bönkum og hefur legið undir ámæli fyrir að fjárfesta markvisst í félögum tengdum Landsbankanum. Innistæðueigendur í peninga- markaðssjóði Landsbankans fengu einungis greidd 68,5 prósent af eign sinni í sjóðnum, ólíkt sjóðum Glitn- is og Kaupþings, þar sem um 85 pró- sent voru greidd út. Því fer saman tap Lífeyrissjóðs Landsbankans, sem er mun meira en hinna bankanna, og afleit afkoma peningamarkaðssjóðs bankans. Ekki synjað um innlausn Sögusagnir eru um að yfirmenn pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans hafi meinað forsvarsmanni Íslenska lífeyr- issjóðsins að leysa út inneign lífeyris- sjóðsins í peningamarkaðssjóðnum stuttu fyrir þjóðnýtingu Landsbank- ans. Þessu neita forsvarsmenn sjóðs- ins hins vegar. Sömu sögusagnir segja að Stefán Héðinn Stefánsson og Sig- urður Óli Hákonarson, forsvarsmenn Landsvaka sem sá um peningamark- aðssjóðinn, hafi meinað þáverandi framkvæmdastjóra Íslenska lífeyris- sjóðsins, Davíð Harðarsyni, að leysa til sín eignir lífeyrissjóðsins í peninga- markaðssjóðnum. Í samtali við DV fullyrti Davíð Harðarson að forsvarsmenn Lands- vaka hefðu ekki neitað honum um að taka út eign lífeyrissjóðsins í pen- ingamarkaðssjóðnum. „Ég staðfesti það að neitun um sölu Peningabréfa á ekki við rök að styðjast.“ Fjórðungur í peningamarkaðssjóði Tryggvi Guðbrandsson, núverandi framkvæmdastjóri Íslenska lífeyris- sjóðsins, segir að nánari upplýsing- ar um tap sjóðsins verði veittar í maí. „Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að all- ar upplýsingar sem verða veittar um einstaka fjárfestingar sjóðsins verði birtar á ársfundi og í ársskýrslu sjóðs- ins. Áætlað er að halda aðalfund í maí,“ segir Tryggvi. Meðal þeirra sem sitja í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins eru Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðn- aðarins, og Kristín Jóhannesdótt- ir, framkvæmdastjóri fjárfestingafé- lagsins Gaums. Í samtali við DV vildu þau lítið tjá sig um málefni sjóðsins. Ingólfur Guðmundsson, stjórnarfor- maður lífeyrissjóðsins, segir að sér sé ekki kunnugt um að forsvarsmenn Landsvaka hafi neitað lífeyrissjóðn- um um að taka út inneign sína úr pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Afleit ávöxtun Íslenski lífeyrissjóðurinn hélt fund á Grand Hóteli um miðjan desember árið 2008 þar sem Davíð Harðarson, þáverandi framkvæmdastjóri, kynnti stöðu sjóðsins. Um 300 sjóðsfélag- ar mættu á fundinn og lýstu marg- ir gremju sinni yfir afleitri ávöxtun sjóðsins. Á fundinum sagði Davíð að nafnávöxtun leiða Líf 1-4 og sam- tryggingardeildar Íslenska lífeyris- sjóðsins frá upphafi árs 2008 til 1. desember 2008 hefði verið neikvæð um 17,1-20,4 prósent. Lífeyrissjóð- urinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja sparnað þeirra áhættufælnustu í skuldabréf Landsbankans. Frjálsi líf- eyrissjóðurinn hjá Kaupþingi fjárfesti hins vegar í ríkisskuldabréfum og skilaði mun betri ávöxtun árið 2008 en Íslenski lífeyrissjóðurinn. Frjálsi 3, sem er áhættuminnsta séreignaleið- in hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, skilaði 23,6 prósenta nafnávöxtun árið 2008. Áhættuminnsta séreignaleiðin hjá Ís- lenska lífeyrissjóðnum, Leið IV, skil- aði hins vegar -20,1 prósents nafn- ávöxtun. Ólíðandi upplýsingaleysi Í samtali við DV segir Hörður Hilm- arsson, hjá Réttlætishópnum sem tapaði á peningamarkaðsbréfum Landsbankans, að það sé ólíðandi að ekki sé hægt að fá betri upplýs- ingar um málefni peningamarkaðs- sjóðs Landsbankans. Tekur Hörður dæmi af því að hvorki borgarlögmað- ur né aðrir lögmenn fái fullnægjandi upplýsingar sem þeir óska eftir. „Það er ótrúlegt, þar sem ríkið á þennan banka, að ekki sé hægt að fá svör frá bankanum,“ segir hann. Nýi Landsbankinn og Landsvaki hafa viðurkennt að í einhverjum til- vikum hafi peningamarkaðssjóðurinn verið kynntur sem áhættulaus fjár- festing. Bankinn hefur einnig greitt þremur aðilum til baka eign sína í sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur úrskurðað að fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni í Landsvaka hf. sé skylt að veita hópi fyrrum eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu í desember kom fram að uppi hefðu verið ásakanir um að í fyrstu viku októbermánaðar síðastliðins hefði hlutdeildarskírteinishöfum ver- ið ráðið frá því að taka út fé sitt úr pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Tíðar mannabreytingar Nokkuð tíðar mannabreytingar hafa verið hjá Íslenska lífeyrissjóðnum á undanförnum árum. Hermann Jón- asson, núverandi forstjóri Tals, var framkvæmdastjóri til ársins 2006 þegar Tómas N. Möller tók við starf- inu. Tómas lét síðan af störfum 2008 og starfar nú hjá Lífeyrissjóði verslun- armanna. Við starfi hans tók þá Dav- íð Harðarson sem var framkvæmda- stjóri þar til í byrjun febrúar 2009 þegar Tryggvi Guðbrandsson tók við starfinu. Keyptu í eigin fyrirtækjum Atli Gíslason, þingmaður vinstri- grænna, ásakaði íslensku viðskipta- bankana í nóvember 2008 um að hafa látið peningamarkaðssjóði kaupa í eigin fyrirtækjum skömmu fyrir hrun bankanna, en selja í öðrum og traust- ari fyrirtækjum. Skýringin hafi verið lausafjárþröng bankanna. Þetta hafi gert það að verkum að eigendur pen- ingamarkaðssjóða bankanna töpuðu stórum fjárhæðum. Þessum ásökun- um neitaði Stefán Héðinn Stefáns- son, þáverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka. Íslenski lífeyrissjóðurinn var stofn- aður árið 1990. Upphaflega var hann einungis séreignarlífeyrissjóður en frá árinu 1998 hefur hann einnig starfað sem almennur lífeyrissjóður. Fjöldi sjóðsfélaga var tæplega 28 þúsund í upphafi árs og var stærð sjóðsins fyrir hrunið skráð 33 milljarðar króna. Eignastýringasvið Landsbankans sá um ávöxtun eigna hans og kaus að leggja tæplega 9 milljarða króna í peningamarkaðsbréf eigin banka. LANGVERST ÁVÖXTUN Í LANDSBANKANUM miðvikudagur 11. mars 20092 Fréttir LAndsbAnKinn TAP 31,5 % borgað út 68,5 % gLiTnir / ísLAndsbAnKi borgað út 85,12 % TAP 14,88% ÁVÖXTUN Á ViðBóTARLÍfEyRi íslenski lífeyrissjóðurinn Landsbankinn / Leið iv Almenni lífeyrissjóðurinn Íslandsbanki / Ævisafn iv Frjálsi lífeyrissjóðurinn kaupþing / Frjálsi 3 +23,6% (*Áhættuminnsta leiðin síðastliðið ár.) Langbest hjá Kaupþingi Lífeyrissjóður á vegum Landsbankans tapaði milljörðum í pen- ingamarkaðssjóði sama banka. Lífeyrissjóðurinn skilaði afleitri ávöxtun fyrir viðbótarlífeyrissparnað árið 2008. Peningamark- aðssjóður Landsbankans, sem var fjórðungur eigna lífeyris- sjóðsins, fór mun verr út úr bankahruninu en sjóðir hinna stóru bankana. bankastjórarnir sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, voru yfirmenn stjórnenda Landsvaka. Hér yfirgefa þeir ráðherrabústað- inn eftir fund með yfirvöldum við bankahrunið síðasta haust. LjÓsmyndAri: sigTryggUr Ari jÓhAnnsson AnnAs sigmUndsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Fréttir „Ég var í miðri vörn fyrir Íbúða lánasjóð í mjög harðri snerru, um það bil sem ég var kosinn á þing vorið og sumarið 2007,“ segir Árni Árni Páll Árnason eftir að hann settist á þing. Síðasta sumar þáði hann greiðslur fyrir ráðgjafastörf tengd sjóðnum fyrir á aðra milljón. Haustið áður fékk hann síðan tæpar tvær milljónir í laun frá sjóðnum. Þá FÉKK MILLJÓNIR Í AUKAGREIÐSLUR kaUPÞing borgað út 85,3 % taP 14,7 % LÍfEyRissJóðUR Landsbankans fJÁRfEsti Í sJóði Eigin banka Hlutfall peningamarkaðsbréfa* Líf 1 31,7% Líf 2 25,9% Líf 3 18,3% Líf 4 20,1% Heildartap á sjóðnum: 2,75 milljarðar *Hlutfall heildareigna Íslenska lífeyrissjóðsins eftir sparnað- arleiðum í peningamarkaðssjóði Landsbankans Mótmæli Í kjölfar bankahrunsins dundu mótmæli á Landsbankanum og var krafist brottvikningar þáver- andi bankastjóra, Elínar sigfúsdóttur. „Ég veit ekki um hvað málið snýst. Fjármála- eftirlitið eða sérstak- ur saksóknari verður að svara fyrir það hvað hann er að skoða,“ Bankastjórarnir sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, voru yfirmenn stjórnenda eignastýringar sem höfðu umsjón með lífeyrissjóðunum. Hér yfirgefa þeir ráðherrabústaðinn eftir fund með yfirvöldum við bankahrunið síðasta haust. Mynd sigtryggur ari Jóhannsson davíð harðarson davíð var framkvæmdastjóri yfir lífeyrissjóðunum sem fjármálaráðherra skipaði umsjónarmenn yfir. Brotum vísað til saksóknara Brotum lífeyrissjóðanna hefur verið vísað til Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara. 11. mars miðvikudagur 25. mars 20092 Fréttir Fjórir framkvæmdastjórar hjá gamla Glitni fengu 2,6 milljarða króna kúlulán í maí í fyrra til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þeir starfa allir ennþá hjá Íslandsbanka. Frægt er orðið þegar „tæknileg mistök“ urðu í hlutabréfakaupum Birnu Einarsdóttur við kaup á hlut í Glitni sem metinn var á 186 millj- ónir króna. Kaup þriggja af þessum framkvæmdastjórum voru þó mun stærri en kaup Birnu. Kúlulán til eignarhaldsfélaga Rósant Már Torfason, framkvæmda- stjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Íslandsbanka, segir í samtali við DV að eignarhaldsfélag í hans eigu hafi fengið 800 milljóna króna kúlulán hjá Glitni í fyrrasum- ar. Hann stofnaði félagið Strandatún ehf. 6. maí í fyrra. „Ég á hlut í tveim- ur eignarhaldsfélögum. Stranda- túni ehf. og Ströndum ehf. Félagið Strandatún hefur fengið kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni,“ segir Rós- ant. Hann segir að hlutabréfakaup- in hafi verið hugsuð sem þriggja til fjögurra ára fjárfesting. Tveir aðrir framkvæmdastjórar fengu líka 800 milljóna króna kúlu- lán fyrir hlutabréfakaupum í Glitni. Vilhelm Már Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís- landsbanka, og Jóhannes Baldurs- son, framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Íslandsbanka. KPMG sá um að stofna félagið AB 154 ehf. fyrir Vilhelm 6. maí í fyrra. Þá stofnaði Jóhannes félagið Gnóma ehf. sama dag. Þrír Akureyringar Vilhelm er sonur fyrrverandi eig- anda Samherja, Þorsteins Vilhelms- sonar, sem seldi hlut sinn í Sam- herja á sínum tíma og er í dag stærsti hluthafinn í Atorku. Nokkra athygli vekur að þeir Rósant, Vilhelm og Jó- hannes eru allir fæddir árið 1971 og allir frá Akureyri. Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka, fékk síðan 170 millj- óna króna kúlulán á sama tíma og þeir. Félag hans var líka stofnað af KPMG og heitir AB 135 ehf. Í samtali við DV sagði Árni Tóm- asson, formaður skilanefndar Glitn- is, að innlend lán sem Glitnir hefði veitt væru í höndum nýja bankans. Ekki náðist í Birnu Einarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Höfðu trú á Glitni Rósant Már Torfason segir stöðu Strandatúns ekki góða. „Það er ljóst að eiginfjárstaða þessa félags er verulega neikvæð,“ segir hann. Að- spurður um hvar mál Strandatúns standi hjá bankanum segir hann að verið sé að skoða þetta mál eins og öll önnur sem snúa að starfsmönn- um gamla Glitnis. „Ég geri ráð fyr- ir að þetta lán verði skoðað eins og önnur lán sem menn hafa veitt til hlutabréfakaupa og hafa tapast,“ segir hann. Þegar þessir fjórir framkvæmda- stjórar fengu kúlulán fyrir hluta- bréfakaupunum í Glitni í fyrra var gengi félagsins 17. Það hafði hæst farið í 30,9 í lok júlí 2007. Gengi fé- lagsins hafði því lækkað um 45 pró- sent á níu mánuðum þegar þeir keyptu bréfin. Nokkuð hefur verið í fréttum að íslensku bankarnir hafa haldið hlutabréfaverði sínu uppi STÓRSKULDUGIR STJÓRNENDUR AnnAs siGmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Útistandandi lán Glitnis til stjórn- enda bankans 2006: 5726 milljónir Útistandandi lán Glitnis til stjórn- enda bankans 2007: 1832 milljónir Útistandandi lán Glitnis til stjórn- enda bankans 2008: 9066 milljónir *Tölur samkvæmt árshlutareikn- ingi Glitnis fyrir annan ársfjórðung 2008 og ársskýrslu 2007. Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka Félag hennar melkorka ehf. fékk 184 milljóna kúlulán Jóhannes Baldursson Framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Félag hans gnómi ehf. fékk 800 milljóna kúlulán Vilhelm már Þorsteinsson Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Félag hans aB 154 ehf. fékk 800 milljóna kúlulán Rósant már Torfason Framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Félag hans strandatún ehf. fékk 800 milljóna kúlulán stefán sigurðsson Framkvæmdastjóri eignastýringar Félag hans aB 135 ehf. fékk 170 milljóna kúlulán LáN TIL hELSTU STJoRNENDa GLITNIS miðvikudagur 25. mars 2009 3 Fréttir „Þetta er mjög lvarlegt mál sem ver- ið er að vinna me . Byssan fannst inni í búningsklefa í íþróttahúsinu og svo kom í ljós að drengur hafði komið með hana þangað inn. Það stafaði engum hætta af byssunni. Það var ekki meiningin að ógna ein- um né neinum enda var viðkomandi ekki á staðnum þegar byssan fannst. Þó þetta hafi verið skotvopn þá voru engar kúlur í byssunni,“ segir Þór- halla Guðbjartsdóttir, skólastjóri í Blönduskóla. Samnemendur fundu byssuna Byssan fannst í fötum drengs- ins í búningsklefanum utan skólatíma en í íþróttahúsinu leggja íbúar Blönduóss stund á margvísleg- ar íþróttir, eins og fótbolta og körfu- bolta. Drengurinn var á fótboltaæf- ingu þegar byss- an fannst en öll leikfimikennsla Blönduskóla fer fram í húsinu. Samnem- endur drengs- ins í Blöndu- skóla fundu byssuna og að sögn Þórhöllu er skólinn í góðu sambandi við foreldra skól - barna vegna málsins. „Þegar ég kom að þessu máli hringdi ég heim til allra sem hefðu hugsan- lega orðið vitni að því þegar byssan fannst. Það var passað upp á að allir foreldrar fengju að vita um atburð- inn svo hægt væri að ræða við börnin sem voru á staðnum. Foreldrar voru líka beðnir um að hafa samband ef þeir vildu frekari upp- lýsingar. Þarna var komið með eitt- hvað sem átti alls ekki að vera þarna og þess vegna var lög- reglan að sjálf- sögðu kölluð til og yfirvöldum gert viðvart. All- ir sem hafa með málið er að gera eru að vinna í því.“ Stal byssunni af heimili sínu Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er byssan sem drengurinn hafði í fórum sínum kölluð fjárbyssa í daglegu tali og notuð til sveita til að aflífa skepn- ur. Þess slags byssur eru hlaðnar einu skoti. Kristján Þór Björnsson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á Blönduósi hefur aldrei kynnst máli sem þessu og segir íbúa Blönduóss uggandi yfir atburðinum. „Auðvitað bregður fólki. En það er reynt að fara yfir þetta og skoða og reynt að finna það besta út úr þessu eins og hægt er. Drengurinn var ekki að beina byssunni að neinum og hann hefur ekki verið í afbrotum eða neitt slíkt.“ „Þetta mál fer í hefðbundinn far- veg hjá okkur. Það er skoðað með því að tala við málsaðila. Þetta er nátt- úrulega barnabrek og fer í þann far- veg og síðan fer þetta til félagsmála- yfirvalda. Við skoðum náttúrulega tilurð byssunnar, vörslu og annað eins og gengur í svona málum. Hún var ekki í notkun og ekki nein skot- færi í henni sem betur fer,“ segir Kristján en byssuna tók drengurinn í leyfisleysi af heimili sínu. „Hann náði í hana á sínu eigin heimili. Hún var ekki pössuð betur en þetta.“ Foreldrar á varðbergi Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar í þjónustumiðstöð Breiðholts, telur það mikið hættu- merki að þrettán ára drengur hafi byssu í fórum sínum, sérstaklega í ljósi atburða sem hafa átt sér stað í nágrannalöndum okkar þar sem venjulegir nemendur ákveða að beita byssum á samnemendur sína. „Þetta er tvímælalaust mjög hættulegt. Þetta er merki til okkar fullorðna fólksins að gæta vel að því sem er í kringum okkur og börnin okkar og að hafa ekki á glámbekk það sem bör i gætu tekið í fljótfærni og vanhugsun. Ég held að allt sem getur gert a nars staðar geti gerst hér.“ Hákon vill biðja foreldra um að vera vel á varðbergi gagnvart breyt- ingum í fari b rna sinna og ástundun þeirra í skóla. „Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir hegðunarbreytingum hjá barn- inu sí u og fylgjast með frammi- stöðu þess í skóla. Það bitnar yfirleitt fyrst á náminu og skólaástundun ef barnið er að leita inn á óheillastíga. Foreldrar ættu að vera á varðbergi gagnvart barni sínu dagsdaglega og huga að því hvernig því líður og svo framvegis. Yfirleitt gerast svona hlutir með löngum fyrirvara. Það að barn- ið breytist úr engli í villing gerist á nokkuð löngum tíma. Og foreldrar sjá fullt af merkjum til að átta sig á því og reyna að gera eitthvað í því og leita sér þá aðstoðar ef þeir geta ekki gert eitthvað sjálft til að hjálpa barninu. Ég mæli með að fólk leiti til sinna sveitarfélaga. Allir skólar eiga að hafa sérfræðiþjónustu og aðila sem eiga að geta komið til hjálpar. Ég vil einnig biðja foreldra að vera vakandi og loka byssur af í skápum og hirslum þar sem þær eru á heimilum svo börn, sem eru óvitar, komist ekki í þær.“ Ekki farið rétt með málið DV hafði samband við móður drengsins sem vildi lítið tjá sig um at- burðinn. „Ég hef engan áhuga á að láta skrifa um þetta. Mig langar ekkert að tjá mig um þetta og ég held að það sé ekki farið rétt með málið,“ segir móð- irin sem vildi ekki koma sinni sögu á framfæri þrátt fyrir að hún teldi rangt með málið farið. „Ég ætla ekki að gera það. Mér finnst þetta út í hött. Ég yfir höfuð er á móti skrifum um svona mál sem snerta börn.“ Þórhöllu Guðbjartsdóttur „Ég held að allt sem getur gert annars staðar geti gerst hér.“ lilja Katrín GunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Er barnið Þitt oFbEldiSh EiGt? - Barnið á erfitt með að mynda tengsl við aðra. - Barnið dregur sig í hlé og finnst það vera til lítils megnugt. - Barnið á í ofbeldisfullum hótunum við fólk. - Persónuleikabreytinga gætir í hegðu barnsins. - Barnið á erfitt uppdráttar í skóla, kemst oft í kast við skólayfirvöld og sinnir heimanámi illa. - Barnið sýnir vopnum, sprengjum og ofbeldisfullu skemmtiefni, svo sem sjónvarpsþáttum og vefsíðum, óeðlilega mikinn áhuga. - Barnið misþyrmir dýrum, hótar sjálfs orði eða vinnur sér líkamlegum skaða. KOM MEÐ BYSSU Á FÓTBOLTAÆFINGU íbúum brugðið drengurinn sem var með byssuna í fórum sínum er nemandi í Blöndu- skóla og er íbúum Blönduóss brugðið eftir atvikið. mynd SiGtryGGur ari jóhannSSon ógnaði engu drengurinn óg aði ngum með byssunni og var ekki á staðnum þegar hún fannst. myndin er uppstillt. mynd PhotoS.com rannsaka málið Lögreglan á Blönduósi rannsakar nú mál drengsins en byssuna tók hann í leyfisleysi af heimili sínu. mynd SiGtryGGur ari jóhannSSon með því að veita lán til fjárhagslegra tengdra aðila þegar bréf þeirra fóru að falla. Rósant segir að hann hafi haft trú á Glitni á þeim tíma sem hann keypti bréfin. „Ég get alveg viðurkennt að eftir á að hyggja hefði ég viljað sleppa við þessa fjárfestingu. Á þessum tíma- punkti var mikill hugur í mönnum og þeir höfðu trú á því að bankinn spjaraði sig til framtíðar. Það var hins vegar ekki góð fjárfesting. Því miður fór sem fór. Miðað við það sem gerst hefur í framhaldinu og við núverandi umhverfi myndi ég ekki endurtaka þetta og mæli ekki með því að menn geri það,“ segir hann. Kaup birnu Melkorka ehf., félag Birnu Einars- dóttur bankastjóra Íslandsbanka, fékk 184 milljóna króna kúlulán 27. mars 2007 fyrir hlutabréfakaupum í Glitni. Kaupin voru skráð í Kaup- höllina þann dag. Birna hefur hald- ið því fram að mannleg mistök hafi leitt til þess að kaup hennar á bréf- um í Glitni hafi ekki farið í gegn. „Ég held að það sé hægt að segja að það hafi verið svona mannleg mistök. Það þurfti að senda pappíra fram og til baka og það endaði þannig að þetta var aldrei keypt og þessi við- skipti fóru aldrei fram,“ sagði Birna í viðtali við Stöð 2. Hjá Íslandsbanka starfa sjö í framkvæmdastjórn. Fimm þeirra fengu samtals 2,8 milljarða króna kúlulán. Öll lánin voru veitt til eign- arhaldsfélaga sem voru í eigu fram- kvæmdastjóranna. Samkvæmt árs- hlutareikningi Glitnis fyrir annan ársfjórðung 2008 jukust lán bankans til stjórnenda úr 1800 milljónum árið 2007 í níu milljarða árið 2008. Í samtali við DV segir Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, að það hafi engin lán til stjórnenda eða félaga þeim tengdum verið afskrif- uð. Íslandsbanki hefur falið utan- aðkomandi lögmanni að kanna rétt- arstöðu bankans vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa starfsmanna og annarra aðila. Glitnir yfirtekinn Lárus Welding, bankastjóri glitnis, á fundi í seðlabankanum þegar yfirtaka ríkisins á 75 prósenta hlut var tilkynnt. mynd róbErt rEyniSSon föstudagur 30. janúar 200910 Fréttir Björn Ingi Hrafnsson Halldórs Ásgrímssona AÐSTOÐARMAÐURINN FÉKK TUGMILLJÓNA LÁN Björn Ingi Hrafnsson fékk rúmlega 60 milljóna króna lán frá KB-banka árið 2005 til þess að kaupa hluta- bréf í bankanum. Björn Ingi var að- stoðarmaður Halldórs Ásgrímsson- ar forsætisráðherra á þessum tíma. Þetta kemur fram í ársreikningi eign- arhalds- félagsins Caramba sem er í eigu Björns Inga og eiginkonu hans. Skuld Caramba við KB-banka er bókfærð sem tæpar 62 milljónir í ársreikningi félagsins. Í ársreikningi Caramba fyrir árið 2006 kemur fram að Björn Ingi hafi selt hlutabréfin í bankanum því í lið sem heitir „eignarhlutir í öðrum félögum“ kem- ur fram að eign- arhaldsfélagið hafi aðeins átt lítinn hlut í Exista en ekkert í KB-banka. Árið áður hafði Björn Ingi átt hlutabréf í bankanum fyrir tæpar 60 milljónir. Hagnaður Caramba 29 milljónir árið 2006 Á ársreikningnum fyrir árið 2006 kemur hins vegar hvergi fram að Björn Ingi hafi keypt hlutabréf í KB- banka fyrir rúmar 60 milljónir árið 2005. Það kemur ekki heldur fram að hann eigi hlutinn í bankanum enn- þá. Björn Ingi seldi eignarhlut sinn í bankanum áður en ársreikningurinn fyrir árið 2006 var gerður því skuldir hans við lánastofnanir á árinu 2006 eru tæpar þrjár milljónir krónur en voru rúmar 62 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins á árinu 2006 er bók- færður sem tæp- ar 29 milljón- ir á árinu 2006 og eigið fé félagsins var 5,5 milljónir í árslok 2005 en rúmar 23 milljónir í árslok 2006. Árið 2004 átti Caramba hins vegar engar eignir samkvæmt ársreikningum og hagnaðurinn af fé- laginu var 0 krónur. Björn Ingi seldi því hlutabréf Caramba í KB-banka og borgaði lán- ið aftur á milli þess sem hann skilaði ársreikningi fyrir árið 2005 og 2006 og græddi félagið á því meira en 20 milljónir króna. En gengi hlutabréfa í KB-banka hækkaði töluvert á milli áranna 2005 og 2006. Björn Ingi stað- festir þetta í samtali við DV. Ekkert óeðlilegt Björn Ingi segir að það hafi ekkert verið óeðlilegt við þessi viðskipti sín. Hann segir aðspurður að hann muni ekki hvort um kúlulán hafi verið að ræða eða ekki. Kúlulán er lán sem veitt er til viðskiptavinar án þess að borgað sé af því þar til undir lok láns- tímans, en þá er höfuðstóll lánsins greiddur út í einni greiðslu. Hann segir Caramba hafa fengið 60 milljónirnar að láni frá KB-banka til að versla með hlutabréf og að hann hafi borgað lánið aftur. „Þetta félag var í hlutabréfaviðskiptum og það er ekkert að fela í þessum efn- um,“ segir Björn. Aðspurður segist hann hafa verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar þegar hann keypti hluta- bréfin. „Ég hafði hins vegar verið í hlutabréfaviðskiptum síðan árið 2001,“ segir Björn Ingi. Aðspurður hvort lánið frá KB- banka hafi verið veðlaust seg- ir Björn Ingi að veð hafi verið í hlutabréfunum sjálfum og svo hafi að ákveðnu leyti verið per- sónulegar ábyrgðir á bak við eignarhaldsfélagið. Björn Ingi segir aðspurð- ur að vissulega megi spyrja þeirrar spurningar hvort það sé siðferðilega réttlæt- anlegt að aðstoðarmaður ráðherra eigi í slíkum viðskiptum. „Það má eflaust velta öllu slíku fyr- ir sér. Hins vegar gilda engar slíkar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar reglur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki,“ segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að eignarhaldsfé- lagið Caramba hafi ekki búið til nein gríðarleg auðævi hingað til og að fé- lagið standi ekki vel eftir efnahags- hrunið í haust. „Allur sá sparnaður sem var í félaginu tapaðist í efnahags- hruninu í haust,“ segir Björn Ingi. Aðspurður af hverju hann hafi ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2007 segir Björn Ingi að það sé „í ferli“. Hreint brask Sérfræðingur í hlutabréfaviðskiptum, sem DV hafði samband við og hefur kynnt sér ársreikninga Caramba, seg- ir að lánið til Björns Inga virðist hafa verið kúlulán. „Það er alveg greini- legt,“ segir sérfræðingurinn. Sérfræðingurinn segir að það áhugaverða við ársreikningana sé hvernig Björn Ingi hefði staðið í skil- um við bankann af láninu ef verðið á hlutabréfunum hefði fallið. Hér er spurningin hvort skuldin við bank- ann hefði fallið á eignarhaldsfélagið en ekki Björn Inga sjálfan. Eignar- haldsfélagið hefði þá orðið gjaldþrota en ekki Björn Ingi. Aðspurður segir sérfræðingurinn að hlutabréfaviðskipti Björns Inga virðist ekki hafa verið ólögleg. Hann segir hins vegar að um „hreint brask“ hafi verið að ræða hjá Birni Inga og að það sé spurning hvort það sé við hæfi að aðstoðarmaður forsætis- og utanríkisráðherra sé að leika sér í hlutabréfaviðskiptum á þennan hátt. IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það má eflaust velta öllu slíku fyrir sér. Hins vegar gilda engar slík- ar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar regl- ur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki.“ Björn Ing í braski Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán til hluta- bréfakaupa frá KB-banka árið 2005 sem færði honum tugmilljóna króna hagnað. Björn Ingi var á þeim tíma aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar, forsætisráðherr Íslands. mynd Karl PEtErsson Kúlulán Kaupþings KB-banki veitti Birni Inga Hrafnssyni 60 milljóna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa í bankanum. Björn Ingi átti hlutabréfin til skamms tíma, seldi þau svo og græddi meira en 20 milljónir króna. Kúlulán Eingreiðslulán þar sem lántakand- inn borgar ekki af láninu fyrr en lánstímanum lýkur. Vextirnir geta verið greiddir reglulega af láninu en þeir geta líka verið endurlánaðir og bætast þá við höfuðstólinn. Varnagli, einkahlutafélag í eigu Tryggva Þórs Herbertssonar, fékk 150 milljóna króna lán frá Askar Capital árið 2007 til að kaupa hlutabréf í fyr- irtækinu. Tryggvi Þór var þá forstjóri fyrirtækisins. Veðið fyrir láninu var í hlutabréfunum sjálfum og var 50 prósent af andvirði þeirra. Hann fékk jafnframt 150 milljóna króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Askar. Tryggvi Þór, sem er prófessor við Háskólann í Reykjavík og þátttak- andi í komandi prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi, staðfestir þetta í samtali við DV. Borgaði enga vexti af láninu Tryggvi segist aðspurður hafa selt Varnagla aftur til Askar þegar hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins síð- astliðið sumar til að gerast efnahags- ráðgjafi hjá Geir H. Haarde forsætis- ráðherra. Söluverðið var 500 þúsund krónur en það var sú upphæð sem Tryggvi hafði sett inn í einkahluta- félagið sem hlutafé og stofnfé. Hann segist ekki hafa tapað neinu per- sónulega á lántökunni og hlutabréfa- kaupunum. „Ég kem á sléttu út úr þessu persónulega: Ég tapaði engu og græddi ekkert.“ Heildarskuldir Varnagla námu rúmum 370 milljónum króna árið 2007 og voru 300 þeirra vegna lán- anna frá Askar og Glitni, samkvæmt ársreikningi félagsins. Rúmar 70 milljónir af skuldum fé- lagsins voru tilkomnar vegna kostn- aðar við lánin, meðal annars vaxta- greiðslna og gengisbreytinga. Tryggvi staðfestir þetta og segir lánin hafa verið svokölluð kúlulán þar sem lán- takandinn greiðir ekki vexti af láninu fyrr en í lok lánstímans. Tryggvi segir að skuldin vegna lánanna hafi verið skilin eftir inni í félaginu þegar hann seldi það aftur til Askar. Aðspurður hversu há lánsfjárhæð- in sé orðin núna segist Tryggvi ekki vita það. „Ég veit ekki hvernig þetta stendur núna. Ég ber enga ábyrgð á félaginu lengur,“ segir hann. Hluti af starfskjörum Tryggva Tryggvi segir að lánið frá Askar hafi verið hluti af starfskjörum hans hjá fyrirtækinu. Hann segir að honum, líkt og öðrum framkvæmdastjórum hjá Askar Capital, hafi verið boð- ið að stofnuð yrðu einkahlutafé- lög utan um hlutabréfakaup þeirra í bankanum þegar hann hóf störf þar í árslok 2006. Hann segist aðspurð- ur hafa selt bréfin í fyrra þegar hann hætti hjá Askar vegna þess að hann hafi verið að hætta hjá félaginu og að hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér réttinn til að eignast hlutabréfin í bankanum. „Félagið hefði þurft að eiga bréfin í bankanum í þrjú ár til þess að eignast þau. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að sá sem fái lán- ið eignist hlutabréfin án þess að hafa unnið fyrir því,“ segir Tryggvi Þór og bætir því við að líta megi á sölu hans á Varnagla sem svo að samkomulag- ið á milli hans og Askar hafi einfald- lega gengið til baka. Eðlilegir viðskiptahættir, segir Tryggvi Aðspurður segir Tryggvi að honum þyki ekkert óeðlilegt við lánveiting- una. „Þetta er bara hefbundið og eins og hlutirnir gengu fyrir sig á þessum tíma. Askar er einkahlutafélag en ekki almenn- ingshluta- félag þannig að ekki var ver- ið að svína á nein- um. Hugs- unin er sú að hags- munir mínir og félagsins fari saman. Þetta er bara það sem var gert og var fullkomlega eðlilegt á þeim tíma þó setja megi spurninga- merki við það í dag,“ segir Tryggvi. Svona viðskiptahættir settu bankakerfið á hausinn Vilhjálmur Bjarnason, formaður Fé- lags fjárfesta, segir aðspurður að við- skiptahættir eins og lánveitingin til Tryggva hafi sett bankakerfið á haus- inn. „Svona dílar keyrðu bankakerfið í kaf. Það er svo einfalt. Það er hægt að rústa heilu bankakerfi með svona kúnstum,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að slík viðskipti verði til þess að eiginfjárstaða banka sé fölsuð. „Í þessu tilfelli var eiginfjár- staða tveggja íslenskra banka og bankakerfisins fölsuð um 300 millj- ónir. Eiginfjárstaða bankanna var röng og ofmetin um þessar milljónir,“ segir Vilhjálmur en með slíkum við- skiptaháttum geta bankar og banka- kerfi virst burðugri fjárhagslega en þau eru í raun og veru. „Það er ekkert eigið fé í þessu því þetta er allt lánsfé. Þetta er bara rugl,“ segir hann. Í gær, eftir að DV hafði sam- band við Tryggva Þór út af kúluláninu, greindi hann frá því á bloggsíðu sinni að hann hefði fengið lánið. þriðjudagur 10. mars 20094 Fréttir FÉKK 150 MILLJÓNA KÚLULÁN FRÁ ASKAR Tryggva Þórs Herbertssonar Vilhjálm r Bja n so IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Þetta er bara það sem var gert og var fullkom- lega eðlilegt á þeim tíma þó setja megi spurningamerki við það í dag.“ Forstjórinn fékk kúlulán Fyrrverandi forstjóri askar Capital, Tryggvi þór Herbertsson prófkjörsframbjóðandi fyrir sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjör- dæmi, fékk 150 milljóna króna kúlulán frá askar Capital meðan hann var forstjóri fyrirtækisins. Eiginfjárstaðan ofmetin Vilhjálmur Bjarnason telur slíka viðskiptahætti hafa leitt til bankahrunsins. Tapaði hvorki né græddi Tryggvi þór segist hvorki hafa tapað né grætt á láninu. Máli Daggar vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá máli Daggar Pálsdótt- ur, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, á hendur Sögu verktökum ehf. Fyrirtæk- ið stefndi Dögg upphaflega til greiðslu fimmtán milljóna króna sem hún er sögð skulda fyrirtækinu vegna framkvæmda við tvær íbúðir Daggar og sonar hennar. Dögg sneri vörn í sókn og stefndi sjálf verktökunum til að greiða sér fjórtán milljón- ir króna. Dögg bar við að þeir hefðu tekið lengri tíma í verkið en um var samið og reikningar verið hærri en við var að búast. Saga verktakar kröfðust frávís- unar sem fallist hefur verið á. Sextán þúsund atvinnula sir Sextán þúsund fjögur hundr- uð þrjátíu og fimm eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnu- málastofnun ríkisins samkvæmt nýjustu tölum. Vinnumála- stofnun segir þó tölurnar ekki gefa nógu skýra mynd af þeim sem eru atvinnulausir þar sem hópur fólks er á hlutabótum á móti hlutastarfi. „Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi á milli 2.000 og 2.500,“ segir á vef Vinnumálastofnunar. Þungstígir bensíngjöfina Fjörutíu ökumenn mega eiga von á því að þurfa að borga myndar- lega sekt en þeir voru allir teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- i u. Umferðardeild lögreglunnar boðaði fyrir helgi aukið umferð- areftirlit á Hafnarfjarðarvegi og voru lan flestir ökumannanna stöðvaðir þar. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu voru nær allir á hundrað til hundrað og tíu kíló tra hraða en sá sem hrað- ast ók mældist á 125 þa sem há- markshraði var 80. Bátur sökk í höfn Vélbáturinn Hrönn ÍS sökk í höfninni á Ísafirði á laugardag- inn. Lögreglan á Vestfjörðum fékk einnig tilkynningu um að vélbáturinn Jón forseti væri að sökkva en sá bátur var bundinn utan í Hrönn. Kallaðir voru til hafnarstarfsmenn og bátaflokk- ur Björgunarfélags Ísafjarðar til aðstoðar. Hægt var að koma í veg fyrir að Jón forseti sykki og var hann færður annað í höfn- inni. Ekki er vitað um orsakir þess að Hrönn sökk en unnið verður að því að koma bátnum aftur á flot í dag. Kúlulánið í einkahlutafélagi Þrír af starfsmönnum sparisjóðsins í Keflavík, þeir Þröstur Leósson, Kristinn Á. ingólfsson og garðar már Newman fengu 400 milljóna kúlu- lán til að kaupa stofnfjárbréf í sparisjóðnum. „Ég gef það ekki upp. Það kemur engum við og skiptir engu máli.“ Kúlulán: Eingreiðslulán þar sem lá akand- inn borgar ekki af lá inu fyrr en lánstím n lýkur. Vextirnir g verið greiddir regl le f láninu en þeir g t líka verið endurl naði og bætast þá við höfuðstólinn. 25. mars 2009 18. mars 2009 10. m rs 2009 30. janúar 2 09 Þrír starfsmenn eiga 1,8a prósent hlut Þrír starfsmenn sparisjóðsins í Keflavík eiga 1,8 prósenta stofnfjárhlut í sparisjóðnum sem var fjármagnaður með kúlulántöku. Þröstur Leósson, einn af þremenningunum, vill ekki greina frá því hver veitti þeim lánið en segir að það hafi ekki verið sparisjóður- inn sjálfur né icebank.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.