Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Side 10
fimmtudagur 26. mars 200910 Neytendur Mikilvægt fyrir börn Neytendasamtökin fagna ákvörð- un útvarpsráðs um að hætta birt- ingu auglýsinga í tengslum við barnaefni í sjónvarpi. Frá þessu segir á heimasíðu samtakanna. „Þetta er í samræmi við leiðbein- andi reglur um aukna neytenda- vernd barna sem umboðsmað- ur barna og talsmaður neytenda gáfu út í janúar 2009 og tóku gildi 15. mars síðastliðinn. Að mati samtakanna þarf að bregðast við sífellt meira markaðsáreiti gagn- vart börnum og er þetta mikil- vægt skref í þeim efnum. Jafn- framt hvetja Neytendasamtökin seljendur til að kynna sér þessar reglur og að fara eftir þeim.“ Engan fjöl- póst – takk Hjá Íslandspósti má fá límmiða til að setja á póstlúgur eða -kassa og afþakka fjölpóst. „Pósthús- ið sem dreifir einnig slíku efni virðir þessar merkingar. Einfald- ast er að fara inn á heimasíðu Íslandspósts og láta senda sér miða. Einnig er hægt að fara á afgreiðslustaði Íslandspósts og fá miða þar,“ segir á ns.is. Einnig er hægt að skrá sig hjá Hagstof- unni þannig að óheimilt sé að senda slíkan póst til viðkomandi. „Þessi póstur er margvíslegur, meðal annars beinist hann mikið að fermingunum sem núna eru framundan, enda um mikilvægan markhóp þar að ræða,“ segir þar einnig. n Íslensk stúlka, sem býr í Danmörku, heimsótti landið sitt og ætlaði að kaupa sér síma sem hún hugðist borga með kredit- korti. Borgun hf. hafnaði því að dreifa greiðslunni á sex mánuði vegna þess að hún býr erlendis. Hún hefur um árabil verið skilvís viðskiptavinur Mast- ercard, að eigin sögn. n Lofið fær veitingastaðurinn San Fran í Glæsibæ. Staðurinn selur nútímalegan og hollan mat á sanngjörnu verði. Viðskipta- vinur sem þangað fór í vikunni sagði matinn frábæran, andrúmsloftið gott og þjónustuna til fyrirmyndar. sENdiÐ LOf EÐa Last Á NEYtENdur@dV.is Dísilolía algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 149,6 kr. algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 138,3 kr. verð á lítra 148,0 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 138,3 kr. verð á lítra 148,1 kr. algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. umsjóN: BaLdur guÐmuNdssON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i „Sumir telja að þetta leiði til þess að ábyrgðarmannakerfið leggist af. Ef það er rétt mat þá verður svo að vera,“ segir Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, og bætir því við að það viti á gott að kerfið annaðhvort leggist af að verði takmarkað með þeim hætti sem lagt er til í lagafrum- varpi sem að líkindum verður sam- þykkt á næstu dögum á Alþingi. Nái frumvarpið fram að ganga verður þröngum skilyrðum háð að gera þriðja aðila ábyrgan fyrir láni sem einstaklingur tekur í banka. Bankar og aðrar fjármálastofnanir munu auk þess ekki geta sótt fast- eignir ábyrgðarmanna en hingað til hefur íslenska kerfið verið þannig úr garði gert að ættingjar og jafnvel vin- ir hafa þurft að skrifa upp á lánveit- ingar til einstaklinga. Þannig hafa systkini, foreldrar og jafnvel afar og ömmur átt heimili sín undir því að lántakandinn standi í skilum. Engin þriðji aðili „Meginhugsunin á bakvið frumvarp- ið er að lánveitandi og lántakandi beri ábyrgð á sínum viðskiptum. Stefnan er að auka ábyrgð í við- skiptum. Það hefur skapað ákveðið agaleysi að þriðji aðili beri ábyrgð á efndum í viðskiptum,“ segir Lúð- vík Bergvinsson, þingflokksformað- ur Samfylkingarinnar og einn flutn- ingsmanna frumvarpsins. Hann hefur í 12 ár lagt sambærilegt frum- varp fram á Alþingi en Pétur Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur allan tímann flutt það með honum. Frumvarpið hefur nú hlotið náð fyrir augum allra flokka og því eru miklar líkur á að það muni verða að lögum. Jafnar möguleika til náms Lúðvík segir að mjög rík krafa verði gerð til lánveitanda, ef leitað verði eftir ábyrgðarmanni fyrir láni, um að hann geti metið áhættu sína og fengið allar nauðsynlegar upplýs- ingar. „Ábyrgðarmannakerfið ís- lenska á sér enga hliðstæðu. Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að við endurskipuleggjum þetta kerfi okkar og byrjum á núlli,“ seg- ir Lúðvík en kerfið verður ekki aft- urvirkt. Lögin munu sem sagt ekki ná til þeirra sem þegar hafa gengið í ábyrgðir fyrir skuldum annarra. „Ég held að með þessu móti fáum við smátt og smátt heilbrigðara og betra viðskiptalíf,“ segir hann og bætir því við að þessi breyting muni til dæmis hafa veruleg áhrif á námsmenn sem geti brátt fengið lán án þess að þurfa ábyrgðarmenn. Þetta muni því jafna möguleika til náms. Fagnar frumvarpinu Kaupþing hefur þegar riðið á vað- ið og hætt töku sjálfskuldarábyrgða eða fasteignaveða þriðja aðila vegna lána til einstaklinga, eins og það er orðið á heimasíðu bankans. Þar seg- ir að einstaklingar fái því framvegis fyrirgreiðslu eingöngu í takt við eig- in greiðslugetu og efnahag. „Reynsla bankans af ábyrgðum þriðja að- ila hefur ekki verið góð, innheimta þeirra hefur gengið treglega og skapað bankanum óþarfa óvild. Því er afnám ábyrgða þriðja aðila rökrétt skref í því uppbyggingastarfi sem nú á sér stað,“ segir þar enn fremur. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fagnar því að þetta frum- varp virðist ætla að ná fram að ganga. Hann segir þó að þó viðbrögð Kaup- þings séu ágæt séu þau svolítið síð- búin, sér í lagi í ljósi þess að einung- is séu fáeinir dagar þar til frumvarp þessa efnis verði að lögum. Hann játar þó aðspurður að ekki sé hægt að taka það af Kaupþingi að þeir hafi þrátt fyrir allt verið fyrstir banka til að afnema ábyrðgarmannakerfið að miklu eða öllu leyti. Gísli segir að við Íslendingar höfum brennt okk- ur á að veita fólki lán sem hefur ör- ugglega ekki efni á að borga þau til baka. „Ég held að þetta leiði til þess að menn fari að meta greiðslugetu hvers og eins lántakanda. Hugs- anlega mun þetta leiða til að þeir sem voru ábyrgðarmenn verði aðal- skuldarar að lánum,“ segir hann. Að því leyti fagni hann frumvarpinu. „Ábyrgðarmannakerfið íslenska á sér enga hliðstæðu.“ AmmA og Afi ekki gerð gjAldþrotA Ef fer sem horfir mun hið séríslenska ábyrgðarmannakerfi verða lagt af. Nýtt frum- varp kveður á um að lánveitandi og lántakandi muni bera ábyrgð á sínum viðskipt- um en ekki þriðji aðili. Talsmaður neytenda fagnar frumvarpinu en um það ríkir þverpólitísk sátt. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ömmur og afar áhyggjulaus Ættingjar eða vinir þurfa framvegis ekki að leggja hús sín eða aðrar eignir að veði. MyND phOtOS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.