Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Qupperneq 12
fimmtudagur 26. mars 200912 Fréttir
Ríkisstjórn Baracks Obama, for-
seta Bandaríkjanna, hefur ákveð-
ið að flytja hundruð hermanna og
lögreglumanna að landamærun-
um við Mexíkó til þess að mæta
aukinni hörku í eiturlyfjastríð-
inu sem geisar í Mexíkó og landa-
mæraborgum Bandaríkjanna. Á
síðastliðnum tveimur árum hafa
rúmlega 8 þúsund manns verið
myrtir í eiturlyfjastríðinu og viku-
lega berast fréttir af grimmilegum
morðum á lögregluþjónum beggja
vegna landamæranna. Fjöldi lög-
reglumanna hefur hætt störfum að
undanförnu af ótta um líf sitt.
Með tilfærslu mannaflans er
markmiðið að stöðva flæði vopna
og peninga yfir landamærin til
Mexíkó. Fíkniefnabarónar í Mex-
íkó hafa beitt málaliðum sem eru
búnir fullkomnustu vopnum á
borð við árásarþyrlur og sprengju-
vörpur.
Vígbúa mexíkóskar löggur
Auk þess að flytja mannafla að
landamærunum hyggst ríkis-
stjórnin stórauka eftirlit með full-
komnum gegnumlýsingartækj-
um og númeraplötuskönnum.
Þá hyggst Bandaríkjastjórn verja
700 milljónum dollara til þess að
þjálfa og vígbúa mexíkóska lög-
reglumenn og landamæraverði, en
þeir hafa mátt sín lítils í baráttunni
gegn málaliðum eiturlyfjabarón-
anna.
Bandaríkjastjórn segir að þess-
ar aðgerðir séu fyrsti liður í áætlun
Obama forseta um að tryggja ör-
yggi á landamærunum og hjálpa
Felipe Calderón, forseta Mexíkó,
í baráttunni gegn eiturlyfjahringj-
unum.
Áætlað er að um það bil 90 pró-
sent af öllum eiturlyfjum sem flutt
eru til Bandaríkjanna komi í gegn-
um Mexíkó. Yfirvöld áætla einn-
ig að 90 prósent af vopnum sem
málaliðar í Mexíkó nota komi frá
Bandaríkjunum.
Reyna að laga samskiptin
Hillary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er nú í opinberri
heimsókn í Mexíkó, til þess að
reyna að lægja öldur í samskipt-
um ríkjanna. Almenningur í Mex-
íkó kennir Bandaríkjamönnum
að hluta til um ástandið í landinu,
enda hefur landið á síðustu árum
breyst í eins konar hraðbraut fíkni-
efnasmyglara frá Suður-Ameríku
til Bandaríkjanna.
Í gær var svo tilkynnt að mex-
íkóska lögreglan hefði handtek-
ið Hector Huerta Rios, einn eftir-
lýstasta fíkniefnabarón í landinu.
Herferð var hrundið af stað fyrir
skemmstu þar sem yfirvöld bjóða
allt að 150 milljónir króna fyrir
upplýsingar sem leiða til handtöku
fíkniefnabarónanna. Það hefur
hins vegar litlu skilað enda hefur
þessi upphæð verið kölluð skipti-
mynt í augum stærstu barónanna
og samverkamanna þeirra, enda
veltir eiturlyfjaiðnaðurinn í land-
inu þúsundum milljarða króna.
Barack Obama er sjálfur væntan-
legur í opinbera heimsókn í næsta
mánuði til þess að treysta sam-
skipti ríkjanna.
Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að stórauka landamæraeftirlit við Mexíkó til þess
að stemma stigu við harðnandi fíkniefnastríði á landamærum landanna. Í landa-
mæraborgum Mexíkó eru lögreglumenn myrtir í hverri viku og hefur ofbeldið
færst yfir landamærin. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja gríðarlegum upphæð-
um til þess að vígbúa mexíkóska lögreglumenn sem mega sín lítils gegn málalið-
um sem eru búnir fullkomnustu vopnum.
VÍGBÚAST GEGN
EITURLYFJABARÓNUM
Mexíkó hefur breyst í
hraðbraut fíkniefna-
smyglara frá Suður-Am-
eríku til Bandaríkjanna.
Handteknir mexíkóskir
lögreglumenn sýndu meðlimi
Cardenas gullien-fíkniefna-
hringsins á blaðamannafundi
í mexíkóborg á dögunum.
Lögreglumenn sýna ekki andlit
sín af ótta við hefndaraðgerðir.
ValgeiR öRn RagnaRsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Bandaríkjamaðurinn Bob Petrella man hvert einasta smáatriði:
man allt sem hann hefur sagt
Sjónvarpsframleiðandinn Bob Pet-
rella frá Los Angeles í Bandaríkjun-
um er gæddur þeim einstaka hæfi-
leika að muna eftir nánast hverju
einasta smáatriði sem hann hefur
upplifað. Bob, sem er 58 ára, hefur
verið greindur með ofurminni, eða
hyperthymestia eins og það útleggst
á læknamáli. Aðeins er vitað um fjóra
einstaklinga í heiminum sem búa yfir
svipuðum eiginleikum og hann.
Petrella gaf sig fram á síðasta ári
í rannsókn sem framkvæmd var af
Kaliforníuháskóla. Rannsóknin sner-
ist um það hvernig heilastarfsemi
fólks fer fram og hvernig fólk hefur
mismunandi minni. Það var þá sem
hann fékk greininguna.
Óhætt er að segja að eiginleik-
ar Petrella séu um margt sérstakir.
Þannig man hann nákvæmlega eft-
ir deginum sem hann kynntist besta
vini sínum. Þá getur hann rakið öll
samtöl sem hann hefur átt við fólk
undanfarin 53 ár, eða síðan hann var
fimm ára.
Petrella komst fyrst að þessum
eiginleikum sínum þegar hann var í
barnaskóla. Þá fékk hann hæstu ein-
kunnir í öllum fögum, nánast án þess
að líta í bækur. „Ég var alltaf mjög
undrandi á þessu. En ég kunni aldrei
við að auglýsa þetta eitthvað sérstak-
lega við ókunnuga. Ég man sérstak-
lega vel eftir hlutum sem vekja áhuga
minn. Hvort sem það eru íþróttavið-
burðir, sögulegir atburðir eða atvik
tengd stjórnmálum,“ segir Petrella.
Þá man hann öll símanúmer sem
honum hafa verið sögð. Hann bend-
ir til dæmis á það að hann hafi týnt
farsímanum sínum árið 2006. Mörg-
um hefði eflaust brugðið vegna þess
að margir stóla á símana til að fletta
upp símanúmerum. Það hafi þó ekki
skipt neinu máli því hann hafi geymt
öll númerin í höfðinu.
einar@dv.is
Fékk alltaf 10 Bob Petrella
var afburðanámsmaður og
þurfti aldrei að lesa fyrir próf.
Ráðist á heimili
bankamanns
Ráðist var á heimili Sir Freds
Goodwin, fyrrverandi stjórnar-
formanns Royal Bank of Scot-
land, í Edinborg í fyrrinótt. Að
minnsta kosti fjórar rúður voru
brotnar og svört Mercedes Benz-
bifreið sem stóð fyrir utan heim-
ili hans var skemmd.
Heimili hans í Edinborg er
metið á að minnsta kosti þrjár
milljónir punda, eða rúmlega
hálfan milljarð króna. Goodwin
hefur verið gagnrýndur harka-
lega í heimalandi sínu að und-
anförnu en hann þáði 16,9 millj-
óna punda starfslokagreiðslu
þegar hann lét af störfum fyrir
bankann.
Rúta sprakk
Níu óbreyttir borgarar létust
þegar sprengja sprakk í rútu á
ferð rétt utan við Kabúl, höf-
uðborg Afganistans, í gær. Sjö
manns að auki eru alvarlega
særðir. Rútan var að keyra eftir
fjölförnum vegi sem afganskir
og bandarískir hermenn keyra
daglega.
Meðal hinna látnu eru konur
og börn. Enginn hefur enn lýst
ódæðinu á hendur sér, en aug-
un beinast jafnan að talibönum
þegar slíkar sprengingar verða í
landinu.
Bjó með lát-
inni móður
Lögregluyfirvöld í Flórída í
Bandaríkjunum hafa greint
frá því að upp hafi komist að
61 árs gömul kona, Penelope
Jordan, bjó með líkamsleifar
látinnar móður sinnar í íbúð
sinni í sex ár. Lögreglan fann
líkamsleifar móðurinnar á
rúmi í herbergi í íbúð kon-
unnar. Penelope Jordan sagði
við lögreglu að hún hefði ekki
haft efni á því að greiða fyrir
útför móður sinnar. Nágrann-
ar höfðu margoft kvartað
undan ólykt frá íbúðinni á
síðustu árum.
Ungbarn á flug-
vélarsalerni
Engu mátti muna að nýfæddu
stúlkubarni yrði hent út með
ruslinu á salerni flugvélar í Nýja-
Sjálandi í síðustu viku. Móðir
stúlkunnar, sem kölluð er Grace,
fæddi hana á salerni vélarinn-
ar og skildi hana eftir í ruslaföt-
unni. Hefði ræstingastúlka ekki
tekið eftir litlum handlegg teygja
sig upp úr fötunni þegar vélin
hafði verið rýmd hefði barnið
eflaust mætt þeim örlögum sem
móðir þess ætlaði því. Lögregl-
an í Auckland á Nýja-Sjálandi
handtók og ákærði í dag 29 ára
gamla konu fyrir ódæðið.