Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Qupperneq 20
fimmtudagur 26. mars 200920 Brúðkaup í borginni Brúðkaupsnóttin Ýmislegt má gera til þess að gera brúðkaupsnóttina eftirminnilega. Ekki treysta allir sér í brúðkaupsferðir í kreppunni og því eflaust margir sem vilja að nóttin verði enn flottari og eftirminnilegri. DV skoðaði hvað nokkur af helstu hótelum Reykjavíkur hafa upp á að bjóða þegar kemur að þessari einstöku nótt. 101 hótel Á 101 hóteli er ekki boðið upp á sérstakan brúðkaupsnæturpakka en þar eru þrjár glæsilegar svítur. Hótelið reynir svo að aðstoða gesti sína eftir allra fremstu getu við að uppfylla allar óskir þeirra. 101 svítan sem er aðalsvíta hótelsins kostar 122.900 krónur nóttin. Næststærsta svítan sem er með svölum kostar 91.000 nóttin en ódýrasta svítan sem er einnig með svölum kostar 82.900 krónur. Grand Hótel tilboðið sem grand Hótel býður upp er á þá leið að ef haldin er brúðkaupsveisla á hótelinu fyrir 50 manns eða fleiri fylgir frí „junior“ svíta fyrir brúðhjónin. svítunni fylgir freyðivín, ávaxtakarfa og morgunmatur upp á herbergi. „Junior“ svíta kostar annars 30 til 60 þúsund krónur eftir árstíma. Kostnaður vegna veislu fyrir 50 manns er mjög breytilegur og fer eftir óskum í hverju tilviki fyrir sig. Radisson SAS Hótel Saga Þar er boðið upp á einn pakka fyrir brúðhjón. gisting í svítu þar sem með fylgir freyðivín, rósir og gjöf frá hótelinu. Einn helsti kosturinn við brúðarpakkann er að hjónin fá að dvelja á hótelinu fram eftir degi og þurfa því ekki að rífa sig upp á hádegi eða fyrr. sé brúðkaupsveislan haldin á Hótel sögu er 50% afsláttur af brúðarnæturgistingunni sem kostar annars 36.500 krónur. Hilton Nordica Hótel Hilton Nordica býður upp á þrjá pakka fyrir brúðkaupsnóttina. Þeir eru silfurpakki, gullpakki og demantspakki. Silfurpakki gisting í „guest room“ sem er hefðbundið herbergi á hótelinu. morgunverður fyrir tvo á veitingastaðnum Vox fylgir en hægt er að fá hann upp á herbergi sé þess óskað. Boðið er upp á „High tea“ með freyðivíni þegar hjónin koma á staðinn um kvöldið auk þess sem ný blóm eru á herberginu. Verð fyrir tvo er 24.900 krónur. Gullpakki gisting í „Executive room“ sem er lýst sem rómantísku herbergi innréttuðu með dökkum við. frír aðgangur á Nordica spa þar sem hægt er að fara í ræktina, gufubað, heita potta, fá axlanudd og fleira. frír aðgangur að „Executive lounge“ sem er setustofa á 8. hæð þar sem útsýni er yfir borgina. Þar er boðið upp á léttar veitingar. morgunverður frá Vox á veitingastað eða á herbergi. „High tea“ með freyðivíni við komu. Verð fyrir tvo er 34.900 krónur. Demantspakki gisting í „King suite“ svítu. rúmgott herbergi með setustofu og stóru baðherbergi. frír aðgangur að Nordica spa þar sem hægt er að fara í ræktina, gufubað, heita potta, fá axlanudd og fleira. frír aðgangur að „Executive lounge“ sem er setustofa á 8. hæð þar sem útsýni er yfir borgina. Þar er boðið upp á léttar veitingar. morgunverður frá Vox á veitingastað eða á herbergi. „High tea“ með freyðivíni við komu. Verð fyrir tvo er 49.900 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.