Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Qupperneq 24
fimmtudagur 26. mars 200924 Brúðkaup
„Verið velkomin í hlýlegt og róandi umhverfi
og látið streituna líða úr ykkur í amstri
dagsins“
Alla þriðjudaga og fimmtudaga, fyrir hádegi, verða
nemar hjá okkur á stofunni. Þegar pantaðir eru tímar hjá
snyrtifræðingum á stofunni er hægt að fá aðra meðferð
samtímis með 30% afsl. hjá nemanum.
Við erum staðsett að Stórhöfða 17
Sími: 517-9291
Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á www.vilji.is
Einnig er hægt að senda okkur póst á vilji@vilji.is
Ýmis tilboð
Brúðar-, fermingar-
og árshátíðarförðun
Brúðkaup, aðdragandi þeirra, steggja- og gæsapartíin, brúð-kaupsveislan og alls konar for-
og eftirmálar þeirrar stóru stundar
eru kvikmyndagerðarfólki endalaust
yrkisefni og í sjálfu sér er ekkert und-
arlegt við að brúðkaup falli vel að
hugmyndafræði og heimssýn Holly-
wood-liðsins þar sem brúðkaup eru
oft heilmiklar leiksýningar þar sem
mest áhersla er á umgjörð, leikbún-
inga, leikmynd, blóm, skreytingar og
tónlist en loforðið sem brúðhjónin
gefa hvor öðru við altarið frammi fyr-
ir Guði og mönnum.
Það myndi æra óstöðugan að
reyna að koma tölu á allar þær bíó-
myndir sem hverfast á einhvern hátt
um brúðkaup en öllu auðveldar að
telja þær sem eru góðar. Einhverra
hluta vegna virðist það nánst vera
ófrávíkjanleg regla að brúðkaups-
myndir séu svo leiðinlegar að þær
geta drepið naut.
Breska myndin Four Weddings
and a Funeral er sjálfsagt skemmtileg-
asta brúðkaupsmynd síðari ára enda
var þá sjarmörinn Hugh Grant í bana-
stuði, dyggilega studdur úrvalsliði
breskra leikara og nettur gálgahúm-
orinn dempaði glassúrbleiku væmni-
slepjuna sem einkennir bandarískar
brúðkaupsmyndir. Ástralska myndin
Muriel´s Wedding fyllir þröngan hóp
skemmtilegra brúðkaupsmynda og
sömu sögu má segja um My Big Fat
Greek Wedding sem sló verðskuldað
í gegn á sínum tíma. Síðan má auð-
vitað ekki gleyma söngvamyndinni
Mamma Mia! sem sló öll aðsóknar-
met á Íslandi í fyrra með svo mikl-
um gauragangi að tónlist ABBA úr
myndinni bergmálar enn í hausnum
á mörgum.
Leikkonan Julia Roberts hefur gert
út á altarisdramatík með ágætis ár-
angri bæði í hinni frekar súru Run-
away Bride og svo í My Best Friend´s
Wedding þar sem Julia, þrátt fyrir all-
an sinn þokka, lenti í þeirri undarlegu
stöðu að fá skyndilegan áhuga á besta
vini sínum þegar hann ákvað að leiða
Cameron Diaz upp að altarinu.
Brúðkaupsmyndir snúast sem
betur fer ekki allar um hvíta kjóla,
kransakökur og hræðslu krepptra
karlmanna við skuldbindingu. Brúð-
kaup bjóða upp á svo margt, margt
meira eins og þeir Owen Wilson og
Vince Vaughn vissu upp á sína tíu
fingur í hinni hressilegu Wedding
Crashers. Þar léku þessir heiðurs-
menn hressa spaða sem gerðu út á
ástarþörf einhleypra kvenna í brúð-
kaupsveislum. Hressileg mynd og
tvímælalaust með betri brúðkaups-
myndum síðari ára.
Eins og áður sagði er úrval leiðin-
legra brúðkaupsmynda öllu meira og
má þar til dæmis nefna The Father of
the Bride með Steve Martin sem gat
svo af sér enn verri mynd, The Fath-
er of the Bride Part II. Sú brúðkaups-
mynd sem ber þó höfuð og herðar yfir
aðrar slíkar í leiðindum skartar sjálfri
Jennifer Lopez í aðahlutverkinu en
hún og Matthew McConaughey
leiddu saman hesta sína í The Wedd-
ing Planner í upphafi aldarinnar.
Þar lék Lopez unga konu sem er
sérfræðingur í að skipuleggja brúð-
kaupsveislur en þar sem slíkar at-
hafnir eiga það til að verða hinar
flóknustu leiksýningar er ekki ónýtt
að hafa góðan leikstjóra á bak við
tjöldin. Persóna Lopez var fagmann-
eskja fram í fingurgóma og lét ekkert
trufla sig við að skila 100% árangri,
enda besti brúðkaupsveislustjórinn
í San Francisco. Metnaðurinn kostar
hana hins vegar allt einkalíf og hún
hefur ekki verið við karlmann kennd
í ein sex ár. Þessi öruggi en leiðinlegi
heimur hennar hrynur svo skyndi-
lega til grunna þegar hún kolfellur
fyrir væntanlegum eiginmanni nýj-
asta viðskiptavinar síns. Þessu fylgja
mikil átök milli fagmannsins og ást-
föngnu konunnar innra með henni,
og allt virðist þetta stefna í eymd og
volæði, þangað til hinar sígildu síð-
ustu fimmtán mínútur rómantísku
gamanmyndanna renna upp og allt
fellur í ljúfa löð með tilheyrandi gervi-
spennu og jarðarberjabúðingsbleikri
væmni. Allt dufl við grín og rómantík
í myndinni er sorglega lélegt en hún
má þó eiga það að hún gefur ágætis
innsýn í hversu mikil vinna og hugs-
un fer í að plana boðlegt brúðkaup
nú til dags.
toti@dv.is
BrúðkaupsBröltá hvíta tjaldinuBrúðkaupsbíómyndir eru sérstök kvikmyndagrein enda af nógu að taka
þegar hjónavígslur eru annars vegar.
Flestar eru þessar myndir þó frekar
leiðinlegar og fyrirsjáanlegar þótt
sem betur fer megi finna nokkrar
ánægjulegar undantekningar.
Hugh Grant Bar uppi bestu brúðkaupsmynd
seinni ára, four Weddings and a funeral.