Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Síða 31
fimmtudagur 26. mars 2009 31Umræða Hver er konan „Ásdís rán gunnars- dóttir.“ Hvað drífur þig áfram? „metnaður og ákveðni og þrá til að komast lengra í dag en í gær.“ Hvar ólstu upp? „Á Egilsstöðum, Höfn og í reykjavík.“ Hvar finnst þér best að vera? „mér finnst best að vera á ferð og flugi. Ég er ekki enn búin að finna mér stað sem mig langar að vera á.“ Ertu búin að læra einhverjar búlgörsku? „Já, já, ég er búin læra einhverja búlgörsku eins og góðan daginn og sæll. Ég hef ekki lagt á mig að reyna að læra þetta tungumál því ég veit ekki hvað ég stoppa lengi hérna.“ Hvernig heldur þú þér í góðu formi? „Ég stunda líkamrækt þrisvar til fimm sinnum í viku og ég borða hollan mat. Ég leyfi mér fullt en ég borða ekki pitsu eða skyndibita. Ég leyfi mér frekar góðan eftirrétt.“ Af hverju eru Búlgarar svona hrifnir af ljóshærðum konum? „Það eru ekkert bara Búlgarar. Það er bara áhugi í þessum hluta heimsins. Hérna er töluvert dekkra fólk og húðtónninn minn og hárlitur er það sem þeir kalla exótískt hérna.“ Ef þú fengir þrjár óskir uppfylltar, hvers myndirðu óska þér? „Heimsfriðar, endaloka hungursneyðar í heiminum og billjónar dollara fyrir mig.“ Hvar sérðu þig eftir fimm ár? „Ég sé mig á framandi stað og vonandi búna að byggja upp tölvuert stærra veldi og búna að koma mér vel fyrir einhvers staðar með fjölskyldunni.“ Þú gerðir nýlega einn stærsta módelsamning í Búlgaríu. Hvað tekur við næst? „Ég er búin að fá ansi mörg símtöl í dag. Íslendingar fá að fylgjast með öllu á nýju vefsíðunni minni. Hlutirnir gerast á hverjum degi hjá mér. Ég get ekki ekki áætlað um framtíðina. Það er allt svo fljótt að gerast hjá mér. “ Hver vinnur formannsslaginn í sjálfstæðisflokknum? „mér er bara alveg sama.“ HjAlti HrAfn HAfÞórsson 26 Ára nEmi Í HEimspEki „Ég verð nú að segja að ég fylgist ekki alveg nógu vel með því.“ ElmAr orri GunnArsson 20 Ára nEmi „Bjarni Ben.“ Hrönn HArðArdóttir 45 Ára sÉrfræðingur „Það verður Bjarni. Þetta er glæsilegur maður.“ mArGEir inGólfsson 80 Ára EftirlaunaÞEgi Dómstóll götunnar Ásdís rÁn GunnArsdóttir gerir það heldur betur gott í Búlgaríu. Hún var valin kynþokkafyllsta ljóshærða konan á dögunum af búlgörskum fjölmiðlum og hún gerði einn stærsta módelsamning í Búlgaríu fyrr og síðar. Langar að byggja upp stórveLdi „Ég verð bara að segja að ég veit ekki einu sinni hverjir eru í framboði.“ siGrún GunnlAuGsdóttir 20 Ára nEmi maður Dagsins Í Sjálfstæðisflokknum er armur sem kenna má við heimastjórn eða sjálf- stæði. Hugtök eins og sjálfstæði, þjóð- erni, fullveldi, full yfirráð yfir auð- lindum, einstaklings- og atvinnu- frelsi, þjóðleg menning og stétt með stétt skiptir þennan arm afar miklu máli. Þess vegna myndar fólk heima- stjórnar- og sjálfstæðisafl í Sjálf- stæðisflokknum. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins eru meðvitaðir um þessi gildi og líka hinir sem vilja taka forystu þar. Menning og gildi eru ekkert of- urafl sem ákvarðar lífshlaup okkar í smáatriðum. Þegar vel er að gáð lýsa hugtökin menning og gildi eins konar ramma eða farvegi sem hátta- lag okkar og venjur falla inn í. Þessi rammi er mannanna verk og er í sí- felldri mótun nýrra kynslóða. Um leið og við endurkveðum menningu fyrri kynslóða með gjörðum okkar; í vísindum, bókmenntum, stjórnmál- um, verkkunnáttu og heimilishaldi, stundum við jafnframt nýsköpun á öllum sviðum og fetum okkur án af- láts áfram á breytingaleið inn í fram- tíðina. fiskur og lambakjöt Kannski er þetta dálítið hátíðleg umræða um heimastjórnararm Sjálfstæðisflokksins og hinn flokks- arminn sem telur að sjálfstæðis- og þjóðernishyggjan gegn ESB hafi komið þjóðinni hálfa leið til heljar. Ekki skal gert lítið úr þessum gild- um enda engin ástæða til, því þau munu ráða mestu um niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um tengslin við samfélag þjóðanna. Þessi heimastjórnargildi eru í rauninni grunntónn rótgróinnar sjálfsmyndar. Íhaldssöm sjálfsmynd heimastjórnararmsins togast á við nýja sjálfsmynd og nýja hagsmuni sem eiga sér engin landamæri. Nýi skilningurinn snýr gömu gildunum á haus: Við tryggjum sjálfstæði okk- ar og fullveldi með því að deila því með vinum okkar og nágrönnum. Hagsmunirnir eru ekki lengur fisk- ur og lambakjöt heldur menning, stjórnmál, tækni, alþjóðleg viðskipti og öryggi herlausrar þjóðar í banda- lagi við aðrar þjóðir. Við gjöldum fyrir þá þráhyggju að vilja ævinlega standa ein. Aðeins í krafti samvinnu við aðrar þjóðir höldum við efna- hagslegu sjálfstæði. Við þurfum ekki frekari sannanir. séreignarréttur ofar öllu Sem fyrr skiptir einkaframtakið og séreignarrétturinn sjálfstæðismenn miklu máli eins og fram mun koma á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Hugmyndafræðin er einföld: Íslend- ingar fengu langþráð sjálfstæði 1944. Sjálfstæðið og fullveldið voru not- uð til að tryggja yfirráð þjóðarinn- ar yfir auðlindum. Þorskastríðin og allt það. Auðlindir skapa því aðeins hagvöxt og hámarks arð fyrir þjóðar- heildina ef þær eru í höndum einka- fyrirtækja og einkaframtaks. Því ber að nota sjálfstæðið, fullveldið og þar með ríkis- valdið til þess að tryggja að auðlindirnar verði nýttar af einkaað- ilum. Helst eiga þeir að njóta hámarks- frelsis til þess arna og sem minnst- ra skatta. Þannig er sjálfstæðismönn- um eðlilegt að fylkja sér um sjálfstæði, auðlindavörslu, einkaeign og atvinnufrelsi. Flokkur- inn hefur beitt ríkisvaldinu til þess að tryggja sérhags- muni, jafnvel með slíkum þunga, að flokknum hef- ur þótt við hæfi að víkja til hliðar mannréttindum í hagsmunagæslu fyrir kvótagreifana. lítilla breytinga að vænta Líklegasta niðurstaða landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins um stærsta átakamál samtímans, nýjan gjald- miðil og nýja tegund af sambandi við nágranna okkar og helstu við- skiptavini, er eftirfarandi: Hagsmunir útgerðar og landbún- aðar verða teknir fram fyrir þá brýnu heildarhagsmuni þjóðarinnar að samþykkja aðildarumsókn að ESB og stefna einarðlega að upptöku evru til að tryggja þann stöðugleika sem þjóðin þarf svo sárlega á að halda. Íslenskur útvegur á enn um sinn að geta sölsað undir sig veiðikvóta ná- grannalanda án þess að þau fái að njóta jafnræðis og gagnkvæmni. Landsfundarfulltrúar voga sér hins vegar ekki að fara gegn tillögum um að einhver útgáfa af þessu Evrópu- málinu verði lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þætti tilræði við lýðræðið og kæmi illa við ímynd flokksins ef hann á sama tíma hafnar því á Alþingi að greiða fyrir persónukjöri með einföldum lagabreytingum. Einangrunarsinnar í Sjálfstæðisflokki kjallari svona er íslanD 1 stórskuldugir stjórnendur íslandsbanka fjórir framkvæmdastjórar hjá gamla glitni fengu 2,6 milljarða króna kúlulán í maí í fyrra til að kaupa hlutabréf í bankanum. 2 Varð beðinn um að taka myndbandið út myndbandið Játning mín til Hildar, sem birt var á vefsíðunni Youtube, vakti óskipta athygli. 3 netníðingar leggja börn í einelti fjölmörg íslensk börn hafa verið og eru beitt grófu andlegu ofbeldi í gegnum vefsíðuna ringulreid.org. 4 rekin vegna framboðs Vigdís Hauksdóttir þurfti að hætta störfum sem lögfræðingur hjá asÍ eftir að hún tók oddvitasæti hjá framsóknar- flokknum. 5 Hrint af hjólinu Jóhann sigmarsson kvikmyndagerðar- maður mjaðmagrindarbrotnaði þegar honum var hrint á hjóli. 6 silfurskeiðin var ekki skot á Bjarna kristján Þór Júlíusson býður sig fram til formanns sjálfstæðisflokksins á landsfundinum um næstu helgi. 7 Kom með byssu á æfingu Byssa fannst í fötum þrettán ára drengs í búningsklefa í íþróttahúsinu á Blönduósi á mánudaginn. mest lesið á dV.is jóHAnn HAuKsson útvarpsmaður skrifar „Flokkurinn hefur beitt ríkisvaldinu til þess að tryggja sérhagsmuni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.