Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Side 32
fimmtudagur 26. mars 200932 Ættfræði Kristján Þór Júlíusson alþingismaður og fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson alþingismaður og fyrrv. bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og á Akureyri, hefur gefið kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Starfsferill Kristján fæddist á Akureyri 15.7. 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1977, fyrsta og annars stigs skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1978, stundaði nám í íslensku og al- mennum bókmenntum og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1984. Kristján var stýrimaður og skip- stjóri á skipum frá Dalvík á árunum 1978-81 og á sumrin 1981-85. Hann var kennari við Stýrimannaskólann á Dalvík 1981-86 og við Dalvíkurskóla 1984-86, ritstjóri Bæjarpóstsins á Dal- vík 1985-86, bæjarstjóri á Dalvík 1986- 94, bæjarstjóri Ísafjarðarkaupstaðar 1994-96 og Ísafjarðarbæjar 1996-97, og bæjarstjóri á Akureyri 1998-2006, jafnframt setu í bæjarstjórn, og hef- ur verið alþingismaður Norðaustur- kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2007. Kristján hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar frá 1998 og hefur setið í fjölda ráða og nefnda á vegum Akur- eyrarbæjar. Hann sat í stjórn Útgerð- arfélags Dalvíkinga hf. 1987-90, var formaður stjórnar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 1987-1992, sat í stjórn Söltunarfélags Dalvíkur hf. 1987-93, í stjórn Sæplasts hf. 1988-94, í stjórn Togaraútgerðar Ísafjarðar hf. 1996- 97, var formaður stjórnar Samherja hf. 1996-98, formaður stjórnar Lífeyr- issjóðs starfsmanna Akureyrarbæj- ar 1998-2007, í stjórn Eignarhaldsfé- lagsins Brunabótafélags Íslands frá 1999, í stjórn Landsvirkjunar frá 1999, í stjórn Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins, FBA, 1999-2000, í Ferðamálaráði Íslands 1999-2003, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Norðurlands 2000-2007, í stjórn Fasteignamats ríkisins frá 2000, í ráðgjafanefnd Tölvuþjónustu sveitarfélaga 1988-90, í stjórn Fjórð- ungssambands Norðlendinga 1989- 90, í Héraðsráði Eyjafjarðar 1990-94, í stjórn Slippstöðvarinnar hf, formað- ur stjórnar Hafnasambands sveitarfé- laga 1994-97, formaður stjórnar Ey- þings 1998-2002, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1998-2007, situr í stjórn Byggðastofnunar, í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2002 og hefur verið formaður sveitarstjórnar- ráðs Sjálfstæðisflokksins frá 2002. Þá fór hann, ásamt Árna Sigfússyni, fyr- ir Evrópuumræðu sjálfstæðismanna nú í vetur. Kristján situr í fjárlaganefnd Al- þingis og iðnaðarnefnd Alþingis, og situr á þingi Norðurlandaráðs. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Guðbjörg Ringsted, f. 12.1. 1957 myndmennta- kennari. Foreldrar Guðbjargar: Bald- vin Gunnar Ringsted, f. 23.10. 1914, d. 27.12. 1988, tannlæknir, og Ágústa Sigurðardóttir Ringsted, f. 3.8. 1925, d. 27.8. 2003, húsmóðir. Börn Kristjáns og Guðbjargar eru María, f. 12.8. 1984, nemi í spænsku við HÍ; Júlíus, f. 15.12. 1986, lækna- nemi við HÍ; Gunnar, f. 16.7. 1990, nemi við MA; Þorsteinn f. 15.1. 1997, grunnskólanemi. Systkini Kristjáns eru Sigvaldi, f. 7.7. 1952, útvarpsþulur, búsettur í Reykjavík; Ásgeir Páll, f. 26.7. 1961, viðskiptafræðingur í Danmörku. Foreldrar Kristjáns: Júlíus Kristj- ánsson, f. 16.9. 1930, búsettur á Dal- vík, og Ragnheiður Sigvaldadóttir, f. 5.5. 1934, fyrrv. skjalavörður á Dalvík. Ætt Júlíus er sonur Kristjáns Eldjárn, b. og sjómanns í Nýjabæ á Dalvík sem er fyrsta íbúðarhúsið í plássinu, byggt 1899, bróður Jónínu, langömmu Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings á Akur- eyri. Kristján var sonur Jóns, útgerð- armanns, póststjóra og frumbyggja á Dalvík, hálfbróður Sigurðar Draupn- isformanns, afa Sigursteins, forstjóra SÍS í Edinborg, föður Magnúsar Magn- ússonar, dagskrárgerðarmanns hjá BBC og rektors Edinborgarháskóla, föður Sallýjar, fréttakonu á BBC. Jón var sonur Sigurðar, skipstjóra á Bögg- visstöðum og síðan hreppstjóra á Hálsi í Svarfaðardal Jónssonar. Móð- ir Kristjáns var Rósa, systir Steinþórs, langafa Bernharðs Haraldssonar, fyrrv. skólameistara VMA, og Sigurð- ar J. Sigurðssonar, fyrrv. forseta bæj- arstjórnar Akureyrar. Annar bróðir Rósu var Kristján, afi Björns Jónsson- ar, forseta ASÍ og ráðherra. Systir Rósu var Þórey, móðir Steinþórs, fyrrv. kaupmanns í Vörubæ. Rósa var dótt- ir Þorsteins, b. á Öxnhóli í Hörgárdal Þorsteinssonar, Sigurðssonar, bróður Rósu, ömmu Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Móðir Rósu í Nýjabæ var Kristín Kristjánsdóttir. Móðir Júlíusar var Þórey Frið- björnsdóttir, útvegsb. í Efstakoti á Upsaströnd Gunnarssonar, b. í Efsta- koti Jónssonar. Móðir Friðbjörns var Þórey Jónsdóttir. Móðir Þóreyjar var Hólmfríður Sveinsdóttir, b. í Sjöunda- koti í Fljótum Jónssonar. Ragnheiður er dóttir Sigvalda frá Upsum, skipstjóra, bróður Magnúsar, afa Magnúsar Gauta kaupfélagsstjóra. Systir Sigvalda var Rósa, móðir Magn- úsar Péturssonar píanóleikara. Sig- valdi var sonur Þorsteins, útvegsb. á Upsum, bróður Helga, afa Atla Rúnars og Jóns Baldvins Halldórssona frétta- manna. Þorsteinn var sonur Mín- ervu-Jóns, sjómannafræðara á Hofi og Upsum Magnússonar. Móðir Þor- steins var Rósa Sigríður, systir Snjó- laugar, móður Jóhanns Sigurjónsson- ar skálds og ömmu Sigurjóns, fyrrv. lögreglustjóra í Reykjavík, föður Jó- hanns, forstjóra HAFRÓ, en systir Sig- urjóns var Ingibjörg, móðir Magnúsar hjá BBC. Snjólaug var einnig lang- amma Benedikts Árnasonar leikstjóra og langamma Stefáns Gunnlaugs- sonar, fyrrv. bæjarstjóra í Hafnarfirði, föður Guðmundar Árna, sendiherra og fyrrv. alþm. og bæjarstjóra. Bróðir Rósu Sigríðar var Þorsteinn, útvegsb. á Krossum, afi Margrétar, ljósmóð- ur á Hléskógum, ömmu þeirra Sam- herjabræðra og frænda, Þorsteins og Kristjáns Vilhelms Vilhelmssona, og Þorsteins Más Baldvinssonar. Rósa Sigríður var dóttir Þorvalds, b. á Kross- um á Árskógsströnd, Gunnlaugsson- ar, ættföður Krossaættar Þorvalds- sonar. Móðir Sigvalda var Anna Björg, dóttir Benedikts Jónssonar úr Keldu- hverfi og Hólmfríðar Gísladóttur, b. á Þorvaldsstöðum á Langanesströnd Sveinssonar. Móðir Ragnheiðar var María, dóttir Jóhanns, b. á Syðri-Haga á Ár- skógsströnd Jóhannssonar, b. þar Einarssonar. Móðir Jóhanns yngra var Sigríður Jensdóttir Buck frá Húsavík. Móðir Maríu var Lára, dóttir Gissurar, bátasmiðs í Ytri-Skjaldarvík Gissur- arsonar og Maríu Jónsdóttur frá Efri- Dálksstöðum. Páll fæddist á Dynjanda í Jökulfjörð- um og ólst þar upp til átján ára aldurs en flutti þá að Bæjum á Snæfjalla- strönd með foreldrum sínum. Páll var í farskóla í Grunnavíkurhreppi. Hann var á vertíð 1946-57 frá Djúpi og á Suðurnesjum. Páll hóf búskap í Bæjum 1957 og var þar bóndi til 1995 er hann brá búi sem síðasti bóndinn á Snæfjalla- strönd. Fjölskylda Páll kvæntist 31.5. 1958 Önnu Jónu Magnúsdóttur, f. 5.6. 1934, frá Þverá í Ólafsfirði. Anna Jóna er dóttir Magn- úsar Sigurðssonar, f. 25.8. 1891, d. 26.8. 1974, og Ásu Sæmundsdóttur, f. 7.11. 1891, d. 4.12. 1984, en þau voru bændur á Þverá. Börn Páls og Önnu eru Kristinn Arnar, f. 5.11. 1956, en kona hans er Hrönn Þórarinsdóttir, f. 16.1. 1958; Rebekka Jóhanna, f. 10.3. 1959 en maður hennar er Pétur Ingi Ásvalds- son, f. 5.3. 1957; Magnús Ási, f. 1.12. 1963; Haraldur Bjarmi, f.10.6. 1976 en kona hans er Hrönn Eiríksdóttir. Systkini Páls: Jóhanna, f. 4.4. 1926, d. 1932; Óskar, f. 1.11. 1927, d. 1.2. 1993; Rósa, f. 5.7. 1930; Ingi, f. 19.1. 1932; María, f. 29.10. 1934; Felix f. 9.7. 1936; Jóhanna, f. 8.12. 1938. Foreldrar Páls eru Jóhannes Ein- arsson, f. 14.5. 1899, d. 6.6. 1981, og Rebekka Pálsdóttir, f. 22.11. 1901, d. 28.11. 1984, bændur á Dynjanda og síðan í Bæjum. Ætt Jóhannes var sonur Einars Bærings- sonar og Engilráðar Benediktsdótt- ur frá Dynjanda. Rebekka var dótt- ir Páls Halldórssonar og Steinunnar Jóhannesdóttur frá Bæjum, síðan á Höfða í Grunnavíkurhreppi. Páll Halldór Jóhannesson fyrrv. bóndi í bæjum á snæfjallaströnd Sigurlaug Rósa sem er að ljúka dönskunámi við HÍ er þrítug í dag. Hún hefur gaman af afmælum, sér- staklega sínum eigin, er hrifin af bleikum lit, er búin að hlakka mikið til afmælisins og verður með afmæl- ispartí á Sólon, 2. hæð, í kvöld milli kl. 20.00 og 24.00. „Já, já, ég held alltaf upp á afmæl- in mín, að minnsta kosti með kökum fyrir fjölskylduna og vandamenn. Þegar ég varð tvítug var ég með veislu úti í bæ og eins þegar ég varð tuttugu og fimm ára. Það kom þess vegna ekkert annað til greina en að halda svona upp á afmælið núna. Þetta er líka mjög praktískt og alls ekki svo dýrt, í stað þess að vera að bjóða öllum heim til sín. Svo getur fólk bara haldið áfram að skemmta sér á staðnum, eða þá farið á pöbb- arölt. Liðið er alla vega komið í bæ- inn og búið að taka úr sér hrollinn.“ En er allt til reiðu fyrir veisluna? „Já, það má segja það. Ég er búin að vera að stússast í dag, kaupa snakk og svoleiðis. Ég verð með bleikt þema í boðinu: Allir verða að koma í einhverju bleiku, strák- arnir líka, til dæmis bleikri skyrtu eða með bleikt bindi. Síðan verður keppni í því hver útfærir best bleika litinn. Dómararnir í keppninni verða maðurinn minn, hann Stein- ar Bragi, og litli bróðir minn, Krist- ján Freyr Kristjánsson, sem einnig er veislustjóri. Keppendum er hins vegar frjálst að múta dómurunum ef þeir vilja. Svo er auðvitað aldrei að vita nema að maður fái einhverja óvænta og skemmtilega uppákomu. Þetta leggst alla vega vel í mig. Ég held að þetta verði bara fínt afmæl- ispartí.“ 80 ára í dag Sigurlaug Rósa þrítug: bleikt afmælisþema á sólon 30 ára n Sanne Hendrikje van der Wiel Grenimel 9, Reykjavík n Guðmundur Birgir Kiernan Fellsmúla 7, Reykjavík n Darius Daniel Martin Jaðarseli 8, Borgarnesi n Anna Stoch Hátúni 6, Reykjavík n Kjartan Ari Jónsson Mávahlíð 13, Reykjavík n Benedikt Hjalti Sveinsson Sólvallagötu 38c, Reykjanesbæ n Dagný Huld Hinriksdóttir Flókagötu 62, Reykjavík n Stefanía Sigfúsdóttir Hvassaleiti 34, Reykjavík n Thelma Ólafsdóttir Seljalandsvegi 69, Ísafirði n Anna Björk Þorvarðardóttir Laugarbraut 8, Akranesi n Ásbjörn Stefánsson Njálsgötu 79, Reykjavík n Pálmi Sigurðsson Efstahjalla 1b, Kópavogi n Jóhann Friðrik Friðriksson Háaleiti 29, Reykjanesbæ n Hinrik Ingi Guðbjargarson Klappakór 4, Kópavogi n Bjarki Þór Jónsson Brekkubraut 29, Akranesi n Ársæll Freyr Hjálmsson Hraunbæ 98, Reykjavík 40 ára n Rodrigo V. C. Corcuera Gyðufelli 4, Reykjavík n Jaroslaw Slawomir Lenski Laufrima 18, Reykjavík n Þuríður Unnarsdóttir Eskivöllum 9a, Hafnarfirði n Guðbjörg Halldórsdóttir Lækjasmára 98, Kópavogi n Gunnar Hermannsson Háholti 15, Reykjanesbæ n María Guðmundsdóttir Þrastarhöfða 3, Mosfellsbæ n Anna Sigríður Brynjarsdóttir Fagrahjalla 42, Kópavogi n Elín Davíðsdóttir Höfðaholti 5, Borgarnesi n Sigríður Björg Haraldsdóttir Túngötu 15, Grenivík n Gréta Björk Eyþórsdóttir Tröllagili 2, Akureyri n Helga Steinunn Torfadóttir Flókagötu 18, Reykjavík n Þorbjörg Bjarnadóttir Víðimel 64, Reykjavík n Margrét Jóhanna Jóhannsdóttir Sæviðarsundi 49, Reykjavík n Aðalheiður Sigtryggsdóttir Borgarhlíð 4d, Akureyri n Stella Björk Guðjónsdóttir Akurbraut 17, Njarðvík n Sigurður Gíslason Háarifi 91b Rifi, Hellissandi 50 ára n Unnur Heba Steingrímsdóttir Litlakrika 28, Mosfellsbæ n Hrafnhildur Sigurbergsdóttir Gvendargeisla 21, Reykjavík n Óskar Knudsen Fannafold 122, Reykjavík n Anna Steinunn Ágústsdóttir Sjafnargötu 10, Reykjavík n Anna Heiða Reynisdóttir Þverholti 3, Reykjanesbæ n Sigurgeir Þór Bjarnason Tjarnabraut 16, Njarðvík n Þorfinnur Þ Guðbjartsson Burknavöllum 1c, Hafnarfirði n Jónas Pétur Bjarnason Ásgerði 4, Reyðarfirði n Elísa Guðrún Ragnarsdóttir Dalhúsum 67, Reykjavík n Rúnar Már Sverrisson Bólstaðarhlíð 12, Reykjavík n Hallgrímur Stefánsson Kringlumýri 2, Akureyri 60 ára n Guðrún Júlíusdóttir Suðurtúni 19, Álftanesi n Kolbrún Sigríður Hilmarsdóttir Hringbraut 71, Reykjavík n Sólveig Pálsdóttir Prestsbakkakoti, Kirkjubæjarkl. n Gylfi Pálsson Bakkahlíð 4, Akureyri n Alma Vestmann Heiðarbraut 7i, Reykjanesbæ n Smári Kristjánsson Stekkholti 17, Selfossi n Höskuldur H Dungal Réttarseli 7, Reykjavík n Ragnheiður Brynjólfsdóttir Dalsbyggð 8, Garðabæ n Anton Antonsson Súluhöfða 24, Mosfellsbæ 70 ára n Aðalbjörg Jóna Sigfúsdóttir Hólsvegi 9b, Eskifirði n Sólveig Guðmundsdóttir Skipagerði 1, Hvolsvelli 75 ára n Sigríður Tómasdóttir Grænuhlíð 26, Reykjavík n Sigurbjörn H Ólafsson Ásbraut 13, Kópavogi n Svana Svanþórsdóttir Ásbraut 21, Kópavogi 80 ára n Ragnheiður Tryggvadóttir Skógarseli 43, Reykjavík n Áslaug Andrésdóttir Safamýri 29, Reykjavík n Hallfríður Elín Pétursdóttir Frostafold 6, Reykjavík 85 ára n Fjóla Bjarnadóttir Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ 90 ára n Einar Ólafsson Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík n Sigurbjörg Sveinsdóttir Snorrabraut 56, Reykjavík 100 ára n Georg Ólafsson Silfurgötu 13, Stykkishólmi Til hamingju með afmælið! fólk í fréTTum Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir Hér er afmælisbarnið með bræðrum sínum – og allir í bleikum nærfötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.