Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 2
Nokkrir meðlimir ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins íhuga að segja sig úr flokknum verði engar róttækar breytingar gerðar. Viðar Helgi Guðjohnsen, formaður ungra frjálslyndra, segir forystu flokksins ekki hafa hlustað á tillögur ungliða. Viðar telur rétt að formaður flokksins, Guðjón Arnar Krstjánsson, segi af sér. Fimmtudagur 30. apríl 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni heimsbyggðin óttaslegin Talsverðar líkur eru á að svínaf- lensan berist hingað til lands. Hræðsla hefur gripið um sig meðal landsmanna eftir að tveir karlmenn gengust undir læknisrannsókn þar sem grunur lék á að þeir væru smitaðir af flensunni. Nú er þó ljóst að þeir eru ekki smitaðir af flensunni. Fólk kaupir andlitsgrímur í hundraðatali og aukning hefur verið í sölu flensulyfja. Haraldur Briem sótt- varnalæknir varar fólk við að ferðast til Mexíkó þar sem flensan er skæðust. Við- bragðsáætlun vegna faraldursins hefur verið sett í gang hér. Aðstaða verður í Leifsstöð fyrir þá sem finna fyrir veikindum og þar verða heilbrigðis- starfsmenn til taks sem geta tekið sýni ef þurfa þykir. óhugnanlegt innbrot Roskin hjón urðu fyrir miklu áfalli þegar tveir hettuklædd- ir menn réðust inn á heim- ili þeirra, ógnuðu þeim með hnífum og létu greipar sópa um húsið. Konan segir annan þeirra hafa barið hana í höfuðið og andlitið vera blóðhlaupið eftir árásina. „Þetta var mikil ógn. En hann ætlaði að rota mig. Hann barði mig í höfuðið. Ég bjóst við því að hann myndi hreinlega drepa mig ef því væri að skipta. En hann var truflaður eitt- hvað. Hann þurfti að sinna hinum mann- inum,“ segir konan fegin. Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna málsins. Þrjár ungar konur voru með þeim í för, þar á meðal barnabarn hjónanna sem urðu fyrir árásinni. erfið stjórnarmyndun Aðildarum- sókn að Evrópu- sambandinu er viðkvæmt mál í samstarfi VG og Samfylkingarinnar. Ríkis- stjórnin þarf ekki að flýta sér þar sem hún styðst nú við tryggan meirihluta á Al- þingi og er ekki háð stuðn- ingi Framsóknarflokks- ins. Málið hefur verið sett í nefnd sem reynir að komast að niðurstöðu á næstu dögum. Fleiri nefndir vinna að öðrum málum. Sjálfstæðismönnum þykir málið ekki lofa góðu og þeir velta því fyrir sér hvort klofin ríkisstjórn ætli að láta þingið draga sig að landi líkt og hún gerði í Helguvíkurmálinu. 2 3 1 fréttir fólk dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikUdagUr 29. apríl 2009 dagblaðið vísir 68. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 Baðvörður á alþingi UngBörnin fá hamBorgara ódÝraSta líkamSrÆktin líklegt að svínaflensan komi til íslands: ÍSLENDINGAR HAMSTRA GRÍMUR OG ÚÐA hann lofaði aðvEra lélEgUr nÆSt gErir grín að kÆraStanUm gUy ritchiE og madonna nEytEndUr fólk Sport flEnSUlyf ErU víða UppSEld „við vErðUm að vEra á varðBErgi“ tvEir mEnn í rannSókn vEgna grUnS Um SvínaflEnSUSmit tamiflU gEymt í varaforða atvinnUlaUS BankaStjóri EftirSóttUr fréttirÞrÝStá BankaStjóra: davíð hótaði Sóloni rifBEinSBrotinn í lEik: afSakar gjörðir áráSarmanna fréttir ErlEnt neytendur sviðsljós dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 28. apríl 2009 dagblaðið vísir 67. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 þetta var ekkert nætur- blogg stjörnuveisla samkynhneigðra með ofurlaun í greiðslustöðvun logið upp á ásdísi rán búlgarskir miðlar segja hana flutta úr landi fólk fréttir lúxusbíll bankamanns til sölu 21 mi lljón fréttir neytendur græða á esb hjónin í ArnArnesárásinni óttuðust um líf sitt: ÉG HÉLT HANN MYNDI DREPA MIG konan barin í höfuðið svo sér á henni allt að sextán ára fangelsi fyrir árásina innbrotsþjófar ógnuðu með hnífum „ef þið hreyfið ykkur þá skjótum við“ M yn d in er sv ið sett svínaflensan breiðist út um heimsbyggðina erlent fréttir Þriðjudagur 28. apríl 20092 Fréttir Formenn og varaformenn stjórn- arflokkanna urðu ásáttir um það í stjórnarviðræðum sínum í Nor- ræna húsinu í gær að ágreiningsmál Samfylkingarinnar og VG um hugs- anlega umsókn um aðild að ESB yrði lögð fyrir sérstakan vinnuhóp sem færi yfir málið á næstu dögum. Þennan hóp leiða Dagur B. Eggerts- son og Katrín Jakobsdóttir, varafor- menn flokkanna. Aðrir sem hlut eiga að vinnuhópnum eru Össur Skarp- héðinsson og Ögmundur Jónasson. Ráð er fyrir því gert að vinnuhópur- inn taki sér þann tíma sem þarf til að móta stefnu í ESB-málinu sem gæti orðið liður í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Væringar vegna ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra fór til fundar við Ólaf Ragn- ar Grímsson, forseta Íslands, í gær og tilkynnti honum um viðræður stjórnarflokkanna um áframhald- andi stjórnarsamstarf. Það styðst nú við hreinan meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar síðastliðinn laug- ardag og er óháð stuðningi Fram- sóknarflokksins. Fyrstu viðræðurnar um áfram- haldandi stjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar voru síðan haldn- ar í Norræna húsinu síðdegis í gær, en fundinum stýrðu varaformenn stjórnarflokkanna. Þess má geta að Dagur B. Eggertsson, varaformað- ur Samfylkingarinnar, sagði er hann ávarpaði landsfund eftir að hafa náð kjöri til varaformanns að Samfylk- ingin hygðist sækja um aðild að Evr- ópusambandinu strax að loknum kosningum og öðrum yrði boðið til samstarfs um það. Tekist er á um Evrópumálin innan allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hún virðist einhuga um að sótt verði tafarlaust um aðild að Evrópusam- bandinu og gengið verði með þeim hætti úr skugga um hvort innganga sé fýsileg. Niðurstaðan verði síð- an borin undir atkvæði þjóðarinn- ar. Meirihluti þingflokks VG er fylgj- andi tvöfaldri atkvæðagreiðslu; fyrst verði vilji þjóðarinnar kannaður í atkvæðagreiðslu, hvort sækja beri um aðild. Verði niðurstaðan jákvæð verði endanlegur samningur einnig borinn undir þjóðaratkvæði. Má þingið ráða ferðinni? Þingflokkur VG er þó klofinn í mál- inu líkt og þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins sem fylgir samþykkt landsfundarins í mars um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hörð yfir- lýsing Atla Gíslasonar, VG, í Morg- unblaðinu féll ekki í góðan jarðveg innan forystu VG samkæmt heim- ildum DV. Atli sagði það sína skoð- un að Samfylkingin ætti að leita eft- ir samstarfi við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna miðað við þá Helguvíkurleið til Brussel Flestir stjórnmálaflokkarnir keyptu ítarlega skýrslu af Capacent þar sem farið var rækilega í gegn- um það hverjir væru líklegir til að kjósa flokkana og hvaða stefnumál fólk hefði. Miðað við spá Capacent um möguleika flokkanna til að afla sér fylgis er Framsóknarflokkur- inn næst því að ná öllum möguleg- um kjósendum en vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur virðast hafa misst flesta kjósendur frá sér. Skýrslan, sem er upp á 186 blað- síður, var unnin upp úr skoðana- könnunum sem voru gerðar í febrú- ar og mars. Samkvæmt henni máttu framsóknarmenn gera sér von- ir um 13,9 prósent og eiga í mesta lagi möguleika á 15,1 prósenti at- kvæða. Niðurstaðan var sú að flokk- urinn fékk 14,8 prósent. Í 13,9 pró- sentunum er að finna kjósendur sem Capacent skilgreinir sem ríg- bundna flokknum, bundna flokkn- um, lausbundna flokknum og lau- sláta. 1,2 prósentin sem gátu bæst þar við voru úr hópi kjósenda sem voru skilgreindir sem tilkippilegir eða tvístígandi af Capacent. Sjálfstæðisflokkur tapaði flest- um líklegum kjósendum. Alls hafði Capacent spáð því að 27,2 prósent væru líklegir kjósendur flokksins en flokkurinn fékk aðeins 23,7 prósent atkvæða. Efstu mörkin sem Capac- ent spáði Sjálfstæðisflokknum voru 28,3 prósent, tæpum fimm prósent- um yfir kjörfylgi flokksins. Vinstri-græn náðu heldur ekki að landa öllu líklegu fylgi. 22,8 prósent voru skilgreind sem líklegir kjós- endur flokksins en niðurstaðan var 1,1 prósentustigi lakari. Efstu mörk- in voru hins vegar talin 29,3 prósent og fór fjarri að flokkurinn næði því marki. Vinstri-græn voru talin eiga mesta möguleika á kjósendum ann- ars staðar frá, sem voru tilgreindir sem tilkippilegir eða tvístígandi, en svo virðist sem þessi möguleiki hafi brugðist í kosningunum sjálfum. Samfylkingin fékk aðeins meira en taldist líklegt fylgi, 29,8 pró- sent gegn 29,1 prósenti. Hins vegar voru efri mörkin við 32,5 prósent og munaði 3,7 prósentustigum að það gengi eftir. brynjolfur@dv.is Framsókn toppaði meðan vg tapaði Veiddu vel Sigmundur davíð gunnlaugsson og Framsókn lönduðu nær öllum möguleg- um kjósendum samkvæmt Capacent- könnun sem unnin var fyrir flokkana. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fundað í norræna húsinu Norrænt samstarf var ramminn utan um fyrstu viðræðurnar um áframhald- andi samstarf Samfylkingar og Vg í ríkisstjórn. Mynd RakEl óSk SiguRðaRdóttiR Mætt til stjórnarmyndunar Sendinefnd vinstri-grænna mætir til fundar við sendinefnd Samfylkingar í Norræna húsinu í gær. Mynd RakEl óSk SiguRðaRdóttiR Þriðjudagur 28. apríl 2009 3 Fréttir „Þetta var mjög óhuggulegt. En við erum að jafna okkur. Við höfum haft mikið af fólki í kringum okkur og allir eru boðnir og búnir að styðja okkur,“ segir kona á áttræðisaldri sem varð fyrir hrottalegri árás á heimili sínu í Mávanesi á Arnarnesinu aðfaranótt sunnudags. Konan og eiginmað- ur hennar, sem er tæplega níræður, voru heima að horfa á sjónvarpið í rólegheitunum þegar tveir menn ruddust inn til þeirra, ógnuðu þeim með hnífum og rændu. „Þetta var alveg skelfilegt“ Konan segist ekki vera mikið meidd eftir árásina. „Nei, ég segi það kannski ekki. En þetta var mik- ið áfall. Sérstaklega þar sem ég var lamin mikið í höfuðið. Ég er með marbletti og andlitið er mjög blóð- hlaupið eftir þetta,“ segir konan. Hún treystir sér ekki til að koma í viðtal undir nafni þar sem hún er enn að jafna sig eftir áfallið. „Við vorum að horfa á sjónvarp- ið. Ég heyrði bank og maðurinn minn fór til dyra og hélt að það væri að koma gestur. Þá bara kom maður að honum, otaði að honum hnífi og sagðist vilja peninga,“ segir konan. Mennirnir tveir réðust inn á heimili þeirra hjóna klukkan rúm- lega ellefu á laugardagskvöldið. „Þeir voru hérna ansi lengi í minn- ingunni. Mér finnst þeir hafa verið hér í tuttugu, þrjátíu mínútur. Þetta var alveg skelfilegt,“ segir konan. Bannað að horfa Árásarmennirnir héldu hjónunum í gíslingu í tæpan hálftíma á með- an þeir létu greipar sópa um hús- ið og hótuðu þeim með orðum. „Já, já. Drepa, stinga, myrða, skjóta. Við máttum ekki gera neitt. Við mátt- um síðan ekki hreyfa okkur fyrr en í fyrsta lagi korteri eftir að þeir fóru. Þeir sögðu: „Ef þið hreyfið ykkur þá skjótum við.“ En ég sá aldrei nein- ar byssur. Þeir voru með hnífa. Ég sá samt lítið til því við máttum ekki horfa neitt á þá,“ segir konan. Maðurinn hennar slapp við lík- amleg meiðsli í árásinni. „Nei, hann er óslasaður. Þeir tóku ekkert á hon- um öðruvísi en að ota að honum hnífum. Þetta var mikil ógn. En hann ætlaði að rota mig. Hann barði mig í höfuðið. Ég hélt að hann myndi hreinlega drepa mig ef því væri að skipta. En hann var truflaður eitt- hvað. Hann þurfti að sinna hinum manninum,“ segir konan fegin. Gátu ekki sofið Mennirnir höfðu á brott með sér tölvur og farsíma, auk þess sem þeir skáru á símalínur áður en þeir yfir- gáfu húsið. Hjónin fundu þó gamlan síma sem þau gátu sett í samband og hringt á lögreglu. Starfsmenn Secu- ritas komu þá um nóttina og yfir- fóru öryggiskerfi hússins. „Við sett- um það síðan á áður en við fórum að sofa. Það var ekki fyrr en um hálf fimm um morguninn sem við náð- um að leggja okkur,“ segir konan. Þau sváfu þó lítið þá nóttina. „Það var auðvitað rannsókn í gangi hérna fram undir morgun. En við sváfum í nótt,“ sagði hún í samtali við DV í gær. Þá var hún að ganga frá eftir innbrotið en ekki mátti laga til fyrr en búið væri að rannsaka vettvang- inn í þaula. „Þeir fóru í alla skápa og rifu allt upp. Það er leiðinlegt að vita af því að einhverjir séu að hringla í heimilinu manns,“ segir hún. Nágrannarnir taka málið einnig nærri sér og eru farnir að huga enn betur að öryggismálum við sínar eignir. Lögreglan er búin að vera með vakt við húsið og er konan afar þakk- lát lögreglunni fyrir hvernig hún hef- ur tekið á málinu. „Þeir eru búnir að vera rosalega duglegir,“ segir hún um lögreglumennina sem hafa unnið að rannsókninni. Allt að sextán ára fangelsi Tveir menn og ein kona sem hand- tekin voru í gær hafa játað aðild að málinu. Mennirnir eru á þrí- tugsaldri og hafa báðir komið við sögu lögreglu vegna ofbeld- is- og fíkniefnamála. Konan sem var handtekin er um tví- tugt og hefur lítillega komist í kast við lögin. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim í dag. Þau mega búast við ákærum vegna líkamsárásar, ráns og húsbrots og geta átt von á allt að sextán ára fangelsi. Hluti þýfisins er þegar kominn í leitirnar. Lögreglan lítur málið afar alvar- legum augum og segir að minnst tuttugu ár séu síðan viðlíka árás hafi átt sér stað hér á landi. ErlA Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég bjóst við því að hann myndi hreinlega drepa mig.“ þungu áherslu sem hún hefði lagt á aðildarumsókn síðustu dagana fyrir kosningar. Best væri að mynda þjóð- stjórn undir forystu Steingríms J. Sig- fússonar þar sem ESB-málin væru aukaatriði. Steingrímur sagði sjálfur eftir þingflokksfund í gær að tvennt væri utan rammans; hvorki væri kostur að gera ekki neitt né að leggja strax inn umsókn. Árni Þór Sigurðsson, þingmað- ur VG, segir að mikilvægt sé að rík- isstjórnin komi sér saman um stefnu í málinu. Björgvin G. Sigurðsson og fleiri í forystu Samfylkingarinnar telja að til greina komi að Alþingi taki sjálft afstöðu til aðildarumsóknar. Leggja megi fram þingsályktunartillögu um slíkt þar sem sótt verði um aðild og samningur borinn undir atkvæði þjóðarinnar. Skúli Helgason, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði á vefinn í gær að Evrópumálin yrðu ekki leidd til lykta í stórfelldum átökum fylgis- manna og andstæðinga aðildar. „Það er farsælast fyrir málið að stuðnings- menn í öllum flokkum komi að lausn þess á þinginu og ef ákveðið verður að leggja inn umsókn þá verði jafnt stuðningsmönnum og andstæðing- um aðildar gefinn kostur á því að móta samningsmarkmið Íslands.“ Klofningur um EsB líkt og Helguvík „Það er vitanlega ekki boðlegt að ný ríkisstjórn ætlist til þess að þingið dragi hana að landi í ESB-málinu. Þetta er rétt eins og Samfylkingin og VG gerðu í Helguvíkurmálinu sem VG var andvígt og greiddi atkvæði gegn,“ segir Illugi Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. „Ég sé fyrir mér þegar stjórnar- flokkarnir fara Helguvíkurleiðina til Brussel og segja við ráðamenn Evrópusambandsins að Ísland ætli að sækja um aðild. Að vísu sé ríkis- stjórnin klofin í málinu en meirihluti sé fyrir því á Alþingi. Það er ekki boð- legt að ætlast til þess að þingið dragi ríkisstjórnina að landi í þessu máli.“ Illugi veltir því einnig fyrir sér hvort ríkisstjórn Samfylkingar og VG geti lifað af hafni þjóðin í fyrri þjóð- aratkvæðagreiðslu að sótt verði um aðild að ESB. „Gæti Samfylkingin sætt sig við slíka niðurstöðu?“ Illugi segir að 16 manna þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins sé bund- inn af landsfundarsamþykkt um tvö- falda atkvæðagreiðslu. Hins vegar sé ætlast til þess að þingmenn fylgi sannfæringu sinni. Samkvæmt þessu er ekki útilok- að að fáeinir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu um tafarlausa umsókn að því gefnu að niðurstaða samningaviðræðna yrði borin undir atkvæði þjóðarinnar. sagan Þess má geta að Davíð Oddsson breytti Evrópustefnu Sjálfstæðis- flokksins þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð 1991 undir hans stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hafði und- ir formennsku Þorsteins Pálssonar samþykkt tvíhliða viðræður við Evr- ópubandalagið um hagsmunamál Íslendinga. Davíð féllst hins vegar á það með forystu Alþýðuflokksins að ganga inn í undirbúning aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, sem þegar hafði verið lögð umtals- verð vinna í þegar Viðeyjarstjórnin tók við. Flokkurinn breytti þannig grundvallarstefnu sinni í Evrópumál- um við myndun fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar árið 1991. „eF þið HreyFið ykkur þá skjótum við“ rólegt hverfi Hjónin búa í rólegu hverfi á arnarnesinu og voru að horfa á sjón- varpið þegar mennirnir réðist til inngöngu. Mynd róBErt rEynisson Hafa játað lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem tilkynnt var að tveir menn og ein kona hefðu verið handtekin og játað aðild að málinu. Mynd róBErt rEynisson óttaslegin Konan er með áverka í andliti eftir að hafa verið lamin í höfuðið af öðrum árásarmanninum. Myndin Er sviðsEtt. „Það er vitanlega ekki boðlegt að ný ríkis- stjórn ætlist til þess að þingið dragi hana að landi í ESB-málinu.“ Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali „Hópúrsögn hefur ekki verið rædd innan ungliðahreyfingarinnar. Sumir innan hreyfingarinnar eru hins vegar harðir á því að segja sig úr flokknum þannig að það liggur fyrir að þetta er slæm staða. Að sjálfsögðu erum við óánægð með flokkinn. Það ræðst hvað gerist ef ekkert verður lagað. Það er miðstjórnarfundur í dag og við verð- um að leyfa honum að klárast áður en farið er að ræða hluti eins og hópúr- sögn,“ segir Viðar Helgi Guðjohnsen, formaður ungra frjálslyndra. Flokkurinn skuldum vafinn Frjálslyndi flokkurinn hlaut afleita kosningu í alþingiskosningunum á laugardaginn og náði engum manni inn á þing. Miðstjórnarfundur Frjáls- lynda flokksins er haldinn í dag og vill Viðar sjá róttækar breytingar innan flokksins „Það er svo margt sem þarf að breyta. Það þarf að fara yfir allt stjórn- skipulag á flokknum og menn þurfa að axla ábyrgð. Þessi ættartengsl manna innan miðstjórnar eru óásættanleg. Við erum með þrjú systkini, feðga, frændur og ég veit ekki hvað og hvað í miðstjórn. Ungt fólk þarf að komast inn í miðstjórn og algjör endurnýjun þarf að eiga sér stað. Við sjáum hvern- ig fylgið var í kosningunum en það er spurning hvort hægt sé að breyta miklu. Við verðum að sjá hvað gerist hjá flokknum og hver fjárhagsstaðan er. Ég hef heyrt að hann sé skuldum vafinn. Svo er ennþá verið að borga framkvæmdastjóranum laun og ein- hverjum starfsmönnum sem maður veit ekki hvað eru að gera,“ segir Við- ar. Ekkert mark hefur ver- ið tekið á til- lögum ungra frjálslyndra til að leysa úr vanda flokksins. „Í sumum málum höfum við feng- ið aðstoð, til dæmis þegar við gerðum bækling. Þá fengum við algera aðstoð frá stjórninni. En í sumum málum hefur ekki verið hlustað á okkur. Eins og þegar var alveg ljóst hvert stefndi með, til að mynda, Kristin H. Gunn- arsson og Jón Magnússon,“ segir Við- ar. Bæði Kristinn og Jón sögðu sig úr flokknum og gekk Kristinn í Fram- sóknarflokkinn og Jón í Sjálfstæðis- flokkinn. Guðjón stígi til hliðar Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, hefur skrifað mik- ið um málefni flokksins á bloggsíðu sína síðustu daga. Þar hefur hann farið fram á að aukalandsþing flokksins verði hald- ið og að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segi af sér. Við- ar vill hafa Guðjón innan flokksins en ekki í for- mannssætinu. „Ég tel það rétt að hann segi af sér mið- að við það afhroð sem flokkurinn hlaut í kosn- ingunum. Hann þarf að boða til aukalandsþings og þar verður kosið í stjórn. Hann myndi þá stíga til hliðar. Guðjón er mjög greindur maður og hefur mikla visku sem hann getur miðlað til yngri manna. En ég þarf að sjá hvern- ig þessi miðstjórnarfundur þróast og hvort það sé vilji til breytinga. Svo er ekki víst að það sé yfir höfuð fólk inn- an flokksins til að taka við. Það er svo mikið af frambærilegu fólki hreinlega farið. Þessi flokkur er því miður að tvístrast.“ Íhugaði að hætta Viðar telur ekki líklegt að meðlimir ungra frjálslynda segi sig úr flokknum strax eftir miðstjórnarfundinn þótt hann fari ekki á þann veg sem þeir vilja. „Ég efa það. Við höfum átt gott samstarf í ungum frjálslyndum og í hópnum ríkir mikil samheldni. Það mun skýrast eftir prófin hvað við ger- um. En þeir einstaklingar, sem ætla að hætta, hætta. Ég hef íhugað að hætta. Ég íhug- aði það í nokkurn tíma. Ég vildi ekki rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Það voru margir hlutir sem ég var mjög óánægður með. Ég viðurkenni að ég var mjög óánægður með það hvernig brotið var á flokksmeðlimum og hvernig varaformaður var valinn af miðstjórn. Sú kosning er nokkuð sem tíðkaðist bara í Sovétríkjunum. Ég held að það tíðkist ekki einu sinni í nýja Rússlandi.“ Samkvæmt heimildum DV kaus Viðar ekki Frjálslynda flokkinn í kosningunum heldur krossaði við vinstri græna. Viðar vill ekkert tjá sig um það. „Það er kosningaleynd í landinu og ég ætla að nýta mér hana.“ Líst ekki á blikuna „Ef það breytist ekkert hjá flokknum og engar róttækar breytingar verða gerðar hvað varðar nafnabreytingu líka er spurning hvort hægt sé að halda flokknum gangandi áfram. Framtíðin virðist ekki vera björt. Ég reikna með því að láta í mér heyra á miðstjórnar- fundinum og lýsa minni skoðun. Ég hef verið í bréfaskriftum við stjórnina upp á síðkastið og þeir vita mína af- stöðu. Svo er spurning hvort þeir taki eitthvað mark á því. Mér líst ekkert á blikuna.“ „líst ekkert á blikuna“ LiLjA KAtrÍn GunnArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Þeir einstaklingar, sem ætla að hætta, hætta.“ Framtíðin ekki björt ungir frjálslyndir eru óánægðir með flokkinn og vilja sjá róttækar breytingar innan hans. Á að stíga til hliðar Viðar telur rétt að guðjón arnar stígi til hliðar og ný stjórn verði kosin á aukalandsþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.