Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 8
Fimmtudagur 30. apríl 20098 Fréttir
Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir reyna nú að komast yfir Exista. Félag þeirra BBR ehf.
er komið með 40 prósenta hlut í Exista og hefur gert yfirtökutilboð í afganginn af hlutafénu. Óvíst er með
fjárhagsstöðu forstjóra félagsins, þeirra Erlends Hjaltasonar og Sigurðar Valtýssonar. Þeir eru með 600
milljóna króna skuldir vegna hlutabréfakaupa en litlar eignir eru til fyrir þeim eftir bankahrunið. Rúmlega
70 milljarða króna viðskiptavild Skipta sem nýverið kynnti uppgjör sitt hefur líka vakið athygli.
ENN HÆKKAR
VIÐSKIPTAVILDIN
Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guð-
mundssynir gerðu nú nýlega yfir-
tökutilboð í allt hlutafé Exista. Í grein
sem þeir skrifuðu í Fréttablaðið á mið-
vikudag segja þeir að tilgangur þess sé
ekki að komast yfir hluti annarra hlut-
hafa í Exista. Yfirtökutilboðið sé til-
komið vegna lagalegra kvaða þar sem
félag þeirra BBR ehf. fari nú með 40
prósenta hlut í félaginu.
Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna
þeir bræður vilja komast yfir fyrirtæk-
ið. Bréf þess náðu hæstu hæðum í lok
júlí 2007 á sama tíma og úrvalsvísital-
an stóð í 9.000 stigum. Þá náðu þau
genginu 40 en nú er gengi félagsins
skráð 0,02. Mikil verðmæti eru þó í fé-
lögum í eigu Exista eins og fjarskipta-
fyrirtækjunum Skiptum og Mílu. Fé-
lagið á einnig tryggingafyrirtækið VÍS.
Óvíst er hvernig bílafjármögnunarfé-
lagið Lýsing stendur.
Skuldugir stjórnendur
Þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður
Valtýsson, forstjórar Exista, eiga báð-
ir einkahlutafélög sem fjárfest hafa
í hlutabréfum. Félag Erlendar, Hái-
klettur ehf. sem hann á ásamt sonum
sínum, keypti hlutabréf í Exista fyr-
ir 280 milljónir árið 2006. Verðmæti
þessara bréfa eru í dag í kringum 500
þúsund krónur. Áætlaðar skuldir eru
þó nálægt 360 milljónum króna. End-
urskoðandi Erlendar er Reynir Vignir,
formaður skilanefndar Straums fjár-
festingabanka.
Sigurður Valtýsson á félög-
in Svalt ehf. og Sigurlind ehf.
Eignir þeirra í dag eru 700
þúsund króna hlutur í Ex-
ista, 2,5 milljónir í Bakkavör
og 60 milljónir í MP Banka.
Skuldirnar nema hins vegar
240 milljónum króna.
Gríðarhá viðskipta-
vild Skipta
Fyrir viku kynnti símafyrir-
tækið Skipti afkomu sína fyrir
árið 2008. Tap félagsins nam
6,5 miljörðum króna. Nokkra
athygli vakti að félagið hækk-
aði viðskiptavild sína úr 67
milljörðum í 71 milljarð króna.
Auk þess fjórfaldaðist handbært
fé félagsins úr 5 milljörðum í 21
milljarð króna. Árið 2004 var síðasta
árið sem félagið var í eigu ríkis-
ins. Þá var viðskiptavild
Landssímans
skráð
970 milljónir króna. Það var 3 prósent
af heildareignum félagsins. Árið 2008
er viðskiptavild Skipta hins vegar 55
prósent af heildareignum félagsins.
Eigið fé Skipta er skráð 37 milljarðar
króna sem er 28 prósent eigið fé. Ef
viðskiptavildin væri lækkuð um helm-
ing yrði því eigið fé félagsins uppurið.
Segja reksturinn góðan
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri
samskiptasviðs Skipta, segir að há við-
skiptavild skýrist að langstærstum
hluta af því þegar ríkið seldi Símann á
sínum tíma fyrir 66,7 milljarða króna.
Hann segir að handbært fé félagsins
hafi hækkað svona mikið vegna sterks
fjárstreymis úr rekstri auk sölu á eign-
um þar á meðal fjarskiptafélögum í
Tékklandi. Félagið hafi því sterka
stöðu til að takast á við
framtíðina. „Jafn-
vel greiða
skuldir niður hraðar ef tekin verður
ákvörðun um það,“ segir Pétur.
Að sögn Péturs er fyrirtækið fjár-
magnað til ársins 2013 og segir hann
greiðslubyrði félagsins hóflega miðað
við umfang og afkomu félagsins. Fé-
lagið þurfi síðan að endurfjármagna
sig árið 2013.
Deloitte kvittar undir
Í samtali við DV segir Hilmar A. Al-
freðsson, endurskoðandi hjá Deloitte
sem skrifar undir ársreikning Skipta,
að ekkert óeðlilegt sé við hann. Allt
eigi sér eðlilegar skýringar og ekk-
ert athugavert við háa viðskiptavild
félagsins. Deloitte hefur verið end-
urskoðandi Skipta og eigenda þess,
Exista, undanfarin ár. Knútur Þór-
hallsson, stjórnarformaður Deloitte
og skilanefndarmaður í Kaupþingi, er
endurskoðandi Exista. Annar eigandi
Deloitte og yfirmaður endurskoð-
endasviðs er Lárus Finnbogason sem
nú starfar sem formaður skilanefndar
Landsbankans.
Breyting á viðskiptavild
Reynir Stefán Gylfason, endurskoð-
andi hjá KPMG, segir að með upp-
töku alþjóðlegu IFRS-staðlanna í árs-
byrjun 2005 hafi orðið viss breyting á
því hvernig viðskiptavildin bókfærist.
„Einu áhrif staðlanna á viðskiptavild
var að það var hætt að afskrifa hana
með kerfisbundnum hætti,“ segir
hann. Það hefði þó ekki átt að hafa þau
áhrif að viðskiptavild fyrirtækja hækk-
aði upp úr öllu valdi. Viðskiptavild
Landssímans var 3 prósent af heildar-
eignum í árslok 2004 áður en staðlarnir
voru teknir upp. Viðskiptavildin 2008
hjá Skiptum er 55 prósent. Virðisrýrn-
unarpróf eru gerð í dag. Í því felst að ef
framtíðar sjóðsstreymi stenst þarf ekki
að afskrifa viðskiptavild.
Kaupin á Skiptum
Geir H. Haarde undirritaði kaup-
samning við Skipti ehf. árið 2005 um
sölu ríkisins á 98,8 prósenta hlut rík-
isins í Landssíma Íslands. Kaupverð-
ið var 66,7 milljarðar króna. Þeir sem
stóðu að Skiptum voru Exista sem átti
45 prósenta hlut, Kaupþing með 30
prósenta hlut og fjórir lífeyrissjóðir
áttu síðan 21 prósent hlut auk nokk-
urra minni fjárfesta. Hluti af samn-
ingnum var að enginn einstakur aðili
mætti eiga meira en 45 prósent hlut í
Símanum. Félagið skyldi sett á mark-
að í Kauphöllinni árið 2007. Auk þess
skyldu 30 prósent af heildarhlutafénu
boðin almenningi og öðrum fjárfest-
um fyrir árslok 2007.
Í útboði í mars 2008 var almenningi
og öðrum fjárfestum boðinn 30 pró-
senta hlutur í Skiptum. Seldust ein-
ungis 7,5 prósent af því hlutafé. Viku
síðar fóru Skipti á markað og gerði Ex-
ista strax yfirtökutilboð í bréfin. Var fé-
lagið síðan tekið af markaði tveimur
mánuðum síðar. Exista á því félagið að
fullu í dag.
Skráð viðskiptavild
Landssímans hefur aukist
úr 970 milljónum króna
2004 í 71 milljarð króna á
síðasta ári.
annaS SiGmunDSSon
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Hrunið viðskiptaveldi Sigurður Val-
týsson, Erlendur Hjaltason ásamt Águsti
guðmundssyni og guðmundi Haukssyni
þegar veldi Exista stóð sem hæst.
Skuldugur forstjóri Þrátt fyrir
að Sigurður Valtýsson eigi 60
milljóna króna hlut í mp banka
eru skuldir hans tæplega 180
milljónir umfram eignir.