Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 18
Fimmtudagur 30. apríl 200918 Fréttir
Birna Einarsdóttir og Helgi Anton Eiríksson keyptu bæði hlut í Glitni í lok mars 2007. Helgi fyrir 211 millj-
ónir króna og Birna fyrir 184 milljónir. Áætla má að skuld Helga við bankann standi nú í 445 milljónum
en Birna er skuldlaus vegna „tæknilegra“ mistaka. DV hefur áður fjallað um 2,8 milljarða króna kúlulán
Glitnis til stjórnenda sinna. Þau eru þó talin nema níu milljörðum króna.
Birna sleppur við
390 milljóna skuld
Í lok mars árið 2007 var Kauphöll-
inni tilkynnt um viðskipti tveggja
fruminnherja hjá Glitni sama
dag. Helgi Anton Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingabanka-
sviðs, og Birna Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs, höfðu
nýtt sér kauprétti. Hafði Helgi keypt
fyrir 211 milljónir en Birna fyrir 185
milljónir króna. Eins og frægt er
orðið urðu „tæknileg mistök“ til
þess að kaup Melkorku ehf., félags
Birnu, gengu aldrei eftir. Hins vegar
gengu kaup félags Helga sem heit-
ir Krem ehf. eftir. Samkvæmt árs-
reikningi Krems ehf. fyrir árið 2007
var tap félagsins þá 62,4 milljón-
ir króna. Höfðu bréf félagsins far-
ið úr 211 milljónum í 176 milljón-
ir króna. Skuldir félagsins voru 238
milljónir.
Skuldir Helga tvöfaldast
Samkvæmt ársreikningi Krems ehf.
fyrir árið 2007 sést að skuldir eru
skráðar 238 milljónir króna. Á þeim
tíma sem lánið var tekið stóð geng-
isvísitalan í 120 stigum. Hún stend-
ur nú í 225 stigum og því má áætla
að skuldir Krems ehf. séu núna
445 milljónir króna. Ef kaup Birnu
hefðu gengið eftir má áætla að skuld
hennar vegna þeirra hefði verið 208
milljónir í lok árs 2007. Miðað við
núverandi gengi skuldaði Birna nú
bankanum 390 milljónir króna. En
vegna mistaka má gera ráð fyrir að
nú skuldi félag Helga bankanum
445 milljónir króna en félag Birnu
er skuldlaust. Samkvæmt ársreikn-
ingi Melkorku ehf., sem var ekki
skilað inn fyrr en í september 2008,
er félag hennar skuldlaust. Skráð
hlutafé er 500 þúsund krónur sem
er lágmarksupphæð við stofnun
einkahlutafélags. KPMG er endur-
skoðandi Melkorku ehf.
11 mánuði að fatta mistök
Í yfirlýsingu sem Birna sendi frá sér
í lok október á síðasta ári sagði hún
að Glitnir hefði boðið sér fimm ára
kúlulán fyrir kaupunum. Það hefði
átt að greiða með einni greiðslu árið
2012. Að sögn Birnu óskaði hún eft-
ir atkvæðisrétti á aðalfundi Glitnis í
febrúar 2008. Þá kom í ljós að engin
hlutabréf voru skráð á félag Birnu.
Þegar Birna óskaði eftir atkvæð-
isrétti á aðalfundi Glitnis höfðu
bréf hennar sem hún keypti á 184
milljónir króna lækkað um tæp 30
prósent. Verðmæti þeirra hafði því
rýrnað um 55 milljónir króna.
Níu milljarða kúlulán
Hjá Íslandsbanka starfa nú sjö í
framkvæmdastjórn. Fimm þeirra
fengu samtals 2,8 milljarða króna
kúlulán. Öll lánin voru veitt til
eignarhaldsfélaga sem voru í eigu
framkvæmdastjóranna. Samkvæmt
heimildum DV er þetta þó einungis
brot af þeim kúlulánum sem bank-
inn veitti háttsettum starsmönnum.
Sú upphæð er talin nema í kringum
níu milljarða króna. Áætla má að
þær skuldir hafi tæplega tvöfaldast
miðað við núverandi gengi. Sam-
kvæmt árshlutareikningi Glitnis
fyrir annan ársfjórðung 2008 jukust
lán bankans til stjórnenda úr 1.800
milljónum árið 2007 í níu milljarða
árið 2008.
Már Másson, upplýsinga-
fulltrúi Íslandsbanka, sagði fyr-
ir stuttu í samtali við DV að engin
lán til stjórnenda eða félaga þeim
tengdum hefðu verið afskrifuð. Ís-
landsbanki hefði falið utanaðkom-
andi lögmanni að kanna réttar-
stöðu bankans vegna lánveitinga
til hlutabréfakaupa starfsmanna og
annarra aðila.
BirNA EiNArSdóttir
Félag: melkorka ehf.
dagsetning viðskipta: 29.3.2007
upphæð viðskipta: 184 milljónir króna
Áætluð skuld við núverandi gengi: 390 milljónir
Skuld: Engin
HElgi ANtoN EiríkSSoN
Félagi: Krem ehf.
dagsetning viðskipta: 29.3.2007
upphæð viðskipta: 211 milljónir króna
Áætluð skuld við núverandi gengi: 445 milljónir króna
Skuld: 445 milljónir króna
ANNAS SigmuNdSSoN
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Birna Einarsdóttir Áætla
má að skuld Birnu við glitni
vegna hlutabréfakaupa
árið 2007 stæði nú í 390
milljónum króna.
Græni hatturinn í samtarfi við Blúsfélag Akureyrar
stendur fyrir þriggja daga tónlistarhátíð þar sem
gítarinn er í aðalhlutverki!
Fram koma
gítarleikararnir:
Björn Thoroddsen
Gunnar Þórðarson
Halldór Bragason
Hallgrímur Ingvason
Jón Páll Bjarnason
Kristján Edelstein
Ómar Guðjónsson
Thiago Trinsi
Auk þeirra:
Birgir Baldursson
Davíð Þór Jónsson
Gunnlaugur Briem
Jóhann Ásmundsson
Róbert Þórhallsson
Halldór G. Hauksson
Stefán Gunnarsson
Stefán Ingólfsson
Valgarður Óli Ómarsson
Wolfgang Frosti Zahr
Fimmtudagskvöld kl. 21.00
Kristján Edelstein tríó
Hallgrímur Ingvason og hljómsv.
Gunnar Þórðarson og vinir
Miðaverð kr. 2.000,-
Föstudagur kl. 14.10
50 manna gítarkór
í göngugötunni
Föstudagur kl. 15.00
Masterclass á vegum
Tónlistarskólans
á Græna hattinum
Föstudagskvöld kl. 21.00
Ómar Guðjónsson
Halldór Bragason
Björn Thoroddsen
ásamt hljómsveit skipaðri:
Birgi Baldurssyni, trommur,
Róberti Þórhallssyni, bassi
Davíð Þór Jónssyni,
Hammond orgel
Miðaverð kr. 2.000,-
Laugardagur kl. 16.00
Gítarhetjutónleikar fyrir
yngstu kynslóðina og þau
sem ekki komast á hina
viðburðina vegna aldurs.
Miðaverð kr. 500,-
Laugardagskvöld kl. 21.00
Thiago Trinsi tríó
Jón Páll Bjarnason og hljómsveit
All Star Gítardjamm:
Björn Thoroddsen
Halldór Bragason
Hallgrímur Ingvason
Jón Páll Bjarnason
Kristján Edelstein
Ómar Guðjónsson
Thiago Trinsi
Auk þeirra:
Birgir Baldursson, trommur,
Róbert Þórhallsson, bassi
Miðaverð kr. 2.500,-
Dagskrá:
R A R I K E R M ÁT TA R S T Ó L P I M E N N I N G A R Í E Y Þ I N G I
30. apríl - 2. maí
Forsala í Eymundsson, Hafnarstræti