Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 20
Fimmtudagur 30. apríl 200920 Helgarblað „Ef það eru hlýindi og ekki mikill raki í loftinu verða þeir í fyrra fallinu. Við megum búast við fyrstu geitungun- um um eða eftir miðjan maí,“ segir Guðmundur Óli Scheving, formað- ur Félags meindýraeyða, aðspurður hvenær geitungarnir láti sjá sig. Guðmundur segir erfitt að dag- setja nákvæmlega hvenær þeir vakna til lífsins, það fari alfarið eftir veðr- inu. „Þótt það hafi verið hlýtt undan- farið kemur oftar en ekki kuldakast sem hægir á öllu aftur. Geitungarnir koma því líklega ekki fyrr en eitthvað er liðið á maímánuð,“ segir hann en undanfarin tvö ár hafa fyrstu geit- ungarnir sést 25. maí. „Það hefur ekkert að segja að úða eitri í görð- um fyrr en eftir 11. eða 12. maí,“ segir Guðmundur. Fjölga sér hratt Þó geitungarnir fari ekki að sjást fyrr en eftir mánuð hafa fyrstu býflug- urnar þegar látið á sér kræla. „Ein- hverjar drottningar eru komnar á stjá. Þær vakna af svefninum þegar þeim finnst aðstæður réttar. Þær geta hins vegar dregið sig í hlé aftur ef það verður kalt og rakt,“ segir hann. Geitungar geta fjölgað sér mjög hratt þegar drottningin er komin á stjá. „Ferlið er þannig að drottningin byrjar á því að naga trjábörk og búa sér til litla kúlu. Hún verpir þrem- ur til fjórum eggjum inn í hana. Þá verða til þrjár eða fjórar vinnukonur sem hefjast handa við að búa til ná- kvæm sexstrendingslaga varphólf. Þegar þær eru komnar á stjá sest drottningin í miðjuna og verpir,“ seg- ir Guðmundur og bætir við að þegar ferlið er komið á þetta stig geti búin stækkað hratt. Á einni viku geti geit- ungunum leikandi fjölgað úr fimm- tíu í hundrað. Þegar líður á sumarið kemur að því að drottningin fer að búa til karl- dýr. Þeir fara út og safna vetrarforða fyrir drottningar næsta árs. „Þeir sækja í blómin og drekka safann úr blaðlúsum. Svo þegar drottningin er búin að verpa næstu drottning- um koma karldýrin með forðann og sprauta í eggin,“ segir Guðmundur. Gefðu þeim að borða Guðmundur segir aðspurður að geit- ungar ráðist yfirleitt ekki á fólk og dýr nema þeim sé ógnað. Best sé þó að láta fagmenn eyða búunum enda þarf ekki mikið út af að bregða. „Ef það er geitungager í garðinum er best að finna út fluglínuna. Geitungar á flugi eru annaðhvort að koma eða fara frá búinu. Það borgar sig ekki að standa í vegi fyrir þeim, annars láta þeir þig í friði,“ útskýrir hann. Flestir kannast við að vera úti í garði á góðviðrisdegi og verða fyrir ónæði af býflugum eða geitungum. „Það getur verið gott að setja upp skordýragildrur eða hreinlega gefa þeim að borða á hinum enda palls- ins. Þá láta þeir fólk í friði. Þessi dýr sækja í það sem er sætt,“ segir hann. 10 þúsund gegn geitungum Á Facebook er til hópur sem ber yfirskriftina Útrýming geitunga. Eins og nafnið gefur til kynna vill hópurinn einfaldlega að geitung- um verði útrýmt. „Geitungar eru viðbjóðsleg dýr. Þeir sem halda öðru fram geta farið í meðferð. Það er fullkomlega eðlilegt að óttast þessi kvikindi og þú þarft ekki að vera stunginn til þess að réttlæta hræðsluna þína. Þú þarft bara ekk- ert að réttlæta hana, punktur,“ seg- ir forsprakki hópsins, sem nærri tíu þúsund Íslendingar hafa þegar skráð sig í. Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur sérmenntun í hug- rænni atferlismeðferð frá Háskóla Íslands. Hann segir óttann við geit- unga mega rekja til þess að mann- fólk sé hrætt við hluti sem það þekkir ekki. „Þessar pöddur eru mjög litl- ar og geta því leynst víða. Þær geta einnig stungið og vekja því óhug hjá fólki,“ segir hann. „Grunnurinn er þó hræðslan við að meiða sig,“ útskýrir hann. Hræddari en Ástralir Sumir Íslendingar eru logandi hræddir við geitunga, býflugur, kóngulær og önnur skordýr. Eyjólf- ur segir að ímyndunaraflið spili þar stóran þátt. Fólk magni upp hræðsl- una í huganum. Fæstir hafi verið stungnir. „Erlendis eru þessi skor- dýr ekkert tiltökumál en hér er það hræðslan við að verða stunginn sem ræður för. Það er mjög sjaldgæft að fólk hafi ofnæmi fyrir þessum stung- um og því stafar fólki ekki sérstök ógn af þeim,“ segir hann og bendir á að Íslendingar séu oft mun hræddari við kóngulær en til dæmis Ástralir sem búi þó í landi þar sem kóngulær geta verið lífshættulegar. Eyjólfur segir að til séu leiðir til að yfirstíga þann ótta sem geitungar og önnur fyrirbæri kunna að vekja. Þær snúist um að nálgast kerfisbundið það sem viðkomandi óttast. „Í fræði- bókunum er manni ráðlagt að byrja á því að teikna það sem fólk óttast, í þessu tilviki geitunginn. Þegar mað- ur hefur lært að slaka á við hliðina á myndinni væri næsta skref að horfa til dæmis á myndband með geitung- BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Guðmundur Óli Scheving, formaður Félags meindýra- eyða, segir að geitungar fari jafnan á stjá þegar líður á maímánuð. Margir eru log- andi hræddir við geitunga líkt og 10 þúsund manna íslenskur Facebook-hópur sem vill útrýma geitungum ber vitni um. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur segir að með markvissum hætti sé hægt að yf- irstíga óttann. Geit G nir vakna Eins og að koma við pappa guð- mundur Óli Scheving meindýra- eyðir segir að hátt í 200 geitungabú hafi verið eyðilögð í fyrra. MyND KRiStiNN Holugeitungur Þeir eru líklegastir íslenskra geitunga til að ráðast á fólk. trjágeitungur Vaknar fyrstur til lífsins á vorin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.