Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 22
Orðubömmerinn mikli
Stóra orðuhneykslið sem nú skekur Bessastaði og Hvíta hús-ið veldur Svarthöfða áhyggjum og hann sér fyrir sér að íslenska
þjóðin sé ekki búin að bíta úr nálinni
með þetta nýjasta útspil húsbóndans
á Bessastöðum. Nú hefur Svarthöfði
svosem aldrei skilið snobbið í kringum
fálkaorðuna þar sem forsetinn dritar
þessu heiðursmerki tvist og bast á alls
konar fólk á mjög svo mismunandi
forsendum. Sumir fá orðu fyrir óeig-
ingjarnt starf í þágu annarra og jafnvel
fyrir að leggja líf sitt í sölurnar til að
bjarga fólki. Slíkt fólk væri auðvitað vel
að heiðursmerki komið en fálkaorð-
an er gengisfelld með því að hengja
hana líka á
fólk fyrir
það
eitt að
stunda
áhugamál
sín af
sjúklegri þráhyggju en þessi áhuga-
málaverðlaun ná yfir allt frá frímerkja-
söfnun til boltakasts. Og svo fá góðir og
gegnir embættismenn líka reglulega
orður fyrir að mæta í vinnuna í áratugi.
Ólaf Ragnar skorti því svosem ekki tilefnið til þess að sæma Carol van Voorst, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna,
fálkaorðu. Hún hefur örugglega verið
mjög dugleg að sendiherrast og í raun
á hver og einn útlendingur sem nenn-
ir að hanga á Íslandi við skyldustörf
heiður skilinn. Þess vegna er Svart-
höfða illskiljanlegt hvers vegna Ólafur
og Örnólfur húskarl hans létu bless-
aða konuna fara fýluferð til
Bessastaða. Hún hafði að
því er virðist takmarkaðan
áhuga á að hitta Ólaf en
öllu meiri á að fá glingrið
í barminn áður en hún
yfirgæfi Skerið.
Aum-ingja kon-an
vissi ekkert
hvaðan á sig
stóð veðr-
ið þegar
hringt
var í
hana í
heimkeyrslunni að Bessastöðum og
henni tjáð að öngva fengi hún orðuna.
Hún hlýtur að hafa átt von á því að
Auddi Blöndal styngi hausnum blað-
skellandi inn um hliðargluggann, með
hljóðnemann á lofti, og gaggaði á hana
að hún hefði verið tekin.
En þetta var ekki svo gott og þetta axarskaft, eða síma-hrekkur, þeirra á Bessastöð-um er enn eitt dæmið um að
þessa dagana verður ógæfu Íslands allt
að vopni. Það getur ekki boðað gott að
senda frú van Voorst saltvonda heim
þar sem hún mun klaga í sinn skelegga
forseta Barack Obama.
Blóðið fraus í æðum Svart-höfða þegar hann heyrði þulinn í útvarpinu segja í há-degisfréttum í gær að Obama
væri ævareiður. „Úff,“ hugsaði Svart-
höfði með sér. „Nú kemur orðuskand-
allinn!“ Sem betur fer voru samt bara
einhverir kónar í útlöndum að styggja
Barack að þessu sinni en röðin kemur
að okkur.
Íslendingar þurfa á vinum eins og Obama að halda. Hann hefur lýst áhuga á að kíkja hingað í heim-sókn og við hefðum örugglega
náð af honum einhverjum dollurum
áður en forsetaembættið tók upp á því
að hafa sendiherra hans að fífli. Örnólfi
og Ólafi Ragnari er margt til lista lagt
en símahrekki og sprell eiga þeir að eft-
irláta fagfólki.
Fimmtudagur 30. apríl 200922 Umræða
Sandkorn
n Meðal þeirra sem kosning-
arnar björguðu frá starfsmissi er
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka. Birna er umdeild
vegna kúluláns upp á yfir 100
milljón-
ir sem hún
fékk útlutað
en það lán
þurrkaðist
út og hún
slapp við að
borga. Með-
al seinni
tíma af-
reka Birnu er að hafa strikað út
milljarðaskuldir Morgunblaðs-
ins og þannig velt tjóninu yfir
á almenning. Elín Sigfúsdótt-
ir, bankastjóri Landsbankans,
missti starf sitt í tíð fyrrverandi
ríkisstjórnar þegar boðað var
að stöður ríkisbankastjóranna
yrðu auglýstar. En algjör þögn
ríkir um Birnu.
n Þráinn Bertelsson, alþingis-
maður og heiðurslaunaþegi, er
stendur heldur betur í ströngu
þessa dagana. Innan Borgara-
hreyfingar hans gætir gríðarlegs
óróa vegna þess að þingmaður
þeirra ætlar
að þiggja
heiðurslaun-
in og til við-
bótar þing-
fararkaup.
En Þráinn
stendur þó
ekki einn því
valdakjarni
hreyfingarinnar hefur sent út
yfirlýsingu um að málið sé al-
farið á valdi Þráins sjálfs sem
ráði hvað hann geri. Búsáhalda-
byltingin hefur þannig talað.
n Deilurnar um Þráin Bert-
elsson tóku á sig einkennilega
mynd þegar Fréttablaðið upp-
lýsti um háleynileg tölvupósta-
samskipti milli þingmanns-
ins og órólegu deildarinnar
sem vildi
að hann
afsalaði sér
heiðurs-
laununum.
Framarlega í
flokki gagn-
rýnenda var
Mummi í
Mótorsmiðj-
unni sem fékk það óþvegið frá
þingmanninum. Friðrik Þór
Guðmundsson, blaðamaður og
einn helsti talsmaður Borgara-
hreyfingarinnar, gagnrýndi að
póstunum hefði verið lekið til
fríblaðsins. Skömmu síðar upp-
götvaði hann að leyndarmálið
hafði farið úr hans eigin tölvu til
fríblaðsins.
n Það hvílir mikið á guðfeðrum
ríkisstjórnarinnar, Ögmundi
Jónassyn heilbrigðisráðherra
og Össur Skarphéðinssyni
utanríkisráðherra, nú þegar
núningur er milli flokka þeirra.
Þeir félagar áttu hugmyndina
að samstjórn vinstri flokkanna
og sprengdu þannig Sjálfstæð-
isflokkinn út í buskann. Össur
átti síðan hugmyndina að því að
fá Jóhönnu Sigurðardóttur sem
forsætisráðherra á sínum tíma.
Nú leggja guðfeðurnir nótt við
dag til að ná saman um nýja
ríkisstjórn.
lyngháls 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Fádæma sóðaleg
auglýsing“
n Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags
Íslands, um blaðaauglýsingu Samtaka iðnaðarins
(SI) sem birt var í dag. Þar sést ógeðfelldur læknir
standa yfir stúlku með glennta fætur í
skemmuhúsnæði líkt og fóstureyðing sé að fara
eiga sér stað. Verið er að hvetja til þess að velja
fagmenn. – MBL.is
„Andinn hér á
landi er
þannig að það
eru ekki margir
að bjóða honum
starf.“
n Heimildarmaður DV um Halldór J.
Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra
Landsbankans, sem hann segir íhuga að flytja frá
Íslandi. – DV.
„Rótin var miklu
fremur erfða-
fyrirkomulag í
forystu Sjálf-
stæðisflokksins.“
n Ólafur Arnarsson í nýrri bók sinni, Sofandi að
feigðarósi, um að útrásarvíkingarnir ættu ekki sök
á bankahruninu nema að hluta til. – DV.
„Kaupþing er það sem
gerist þegar þybbnir,
sköllóttir, stjórnendur líta í
spegil og sjá Brad Pitt.“
n Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monitors, sem
furðar sig á því að gjaldþrot Kaupþings sé talið
það þriðja stærsta í sögunni. – DV.
Ranglætisþjóðfélagið
Leiðari
Undir verndarvæng vinstri grænna og Samfylkingarinnar þrífst enn ranglætisþjóðfélag. Það felst í því að þeim er refsað sem gerðu allt
rétt, en þeim sem gerðu allt rangt er hyglað.
Fólkið sem passaði að skuldsetja sig ekki
um of í kaupum á heimili þarf að draga á eft-
ir sér margra milljóna skuldahala sem stökk-
breyttist úr ævisparnaðinum í fasteigninni.
Þeir sem hins vegar skuldsettu sig mest í góð-
ærinu og horfa fram á gjaldþrot eru þeir einu
sem ríkið kemur til móts við. Þeir sleppa við
að vera hlekkjaðir við yfirveðsetta fasteign á
sökkvandi markaði.
Þeir sem fengu kúlulán hjá fyrirtækjum
til að kaupa í sömu fyrirtækjum með veði í
sömu bréfum sleppa flestir létt. Einkahluta-
félög þeirra fara á hausinn, en „persónuleg-
ar ábyrgðir“ eru ekki til staðar. Sökudólg-
arnir í bólunni miklu sem sprakk í andlitið
á almenningi eru þeir sem sleppa, en hinir
sem gerðu allt rétt og keyptu hlutabréf með
sparnaðinum missa eignir sínar.
Fólkið sem gerði allt rétt er stuðpúði rík-
isstjórnarinnar. Það er fólkið sem sparaði
milljónir til að kaupa sér heimili, en horfði
upp á bankana hækka lánin um hundruð
þúsunda í hverjum mánuði með hjálp verð-
tryggingar stjórnvalda. Nú sér það fasteign-
ina hrynja í verði vegna þess að óvarfærin
útlánastefna bankanna og heimskuleg hag-
stjórn ríkisstjórnarinnar ollu eignabólu sem
var dæmd til að springa. Bankarnir og ríkis-
stjórnin eru vírus í fjárhagslegri heilsu þessa
fólks, svo talað sé út frá auglýsingaherferð
eins bankans. Ríkisstjórninni finnst fráleitt
að leiðrétta ranglætið gagnvart fólkinu sem
gerði allt rétt, jafnvel þótt ríkið sjálft og þess
kerfi hafi kippt fótunum undan því.
Í einhverjum tilfellum refsar ríkið sér-
staklega þeim fyrirtækjum sem skuldsettu
sig lítið. Þau fyrirtæki sem skulduðu millj-
arða fá hins vegar afskriftir og áframhald-
andi lán. Þau sem skulduðu lítið fá síður lán,
því bankarnir eiga meiri hagsmuni undir því
að bjarga þeim sem þeir lánuðu of mikið.
Íslenskt þjóðfélag verðlaunar vanhæfni og
refsar hinum hæfu.
Flest fólk á Íslandi þarf enga hjálp frá rík-
isstjórninni, heldur þarf að bjarga því frá rík-
inu og hættulegum ákvörðunum stjórnmála-
manna. Yfirlýsingar stjórnmálamanna um
björgunarleiðangur í kjölfar hrunsins voru
goðsagnakenndar. Björgunarleiðangurinn
var um leið ránsleiðangur. Ræningjar ríkis-
ins sýndu hins vegar þá uppgerðarkurteisi
að gera við lásinn eftir að þeir brutust inn og
hirtu allt af heimilinu. En lásinn snýr öfugt.
Jón TrausTi reynissOn riTsTJóri skrifar. Íslenskt þjóðfélag verðlaunar vanhæfni og refsar hinum hæfu.
bókStafLega
Algjör óvinur
Mér skilst að nafn mitt sé ekki að
finna á lista yfir verstu andstæð-
inga Framsóknarflokksins. Þetta er
náttúrlega hneisa og lýsir kannski
best þeim aumingjagangi sem þessi
himpigimpasamkunda er frægust
fyrir. Þetta segir okkur hinum það að
minnisleysi hljóti að hrjá alla þá sem
kjósa þennan ömurlega flokk. Ekki
nóg með að flokkurinn hafi stund-
að ýmiskonar glæpsamlegt athæfi
sem sum hver hafa birst í almenn-
um leiðindum, einkavinavæðingu,
stöðuveitingum til flokksgæðinga,
umhverfisspjöllum, gegndarlausu
bruðli með almannafé og aðild að
helmingaskiptaveldi, heldur hefur
margur þjóðníðingurinn leikið þar
lausum hala og þar hafa menn feng-
ið að hygla mannleysum sem stund-
að hafa sjálftöku, lygar, bitlingapólitík
og brask.
Það er hrein og klár sögufölsun að
nefna mig ekki á nafn þegar listi yfir
óvini Framsóknarflokksins er birtur.
Ég hef ort fleiri níðvísur um þennan
flokk en nokkur annar maður. Ég held
ég hafi ábyggilega kallað forsprakka
flokksins: lygara, þjófa, glæpamenn,
þjóðníðinga, landráðamenn, fanta,
dusilmenni, lyddur og vesalmenni.
Ég held ég hafi yfirleitt notað öll ljót-
ustu orð sem ég hef fundið þegar ég
hef neyðst til að fjalla um þennan
skríl. Þannig að ég hélt að ég þyrfti
ekki að sanna það frekar að ég er
óvinur þessa versta stjórnmálaflokks
sem til hefur verið. Ég sendi meira
að segja frá mér vísnakverið ALDREI
KAUS ÉG FRAMSÓKN. Þar birtust í
löngum röðum ljótar vísur um fólk
einsog Halldór Ásgrímsson, Finn
Ingólfsson, Valgerði Sverrisdóttur,
Guðna Ágústsson og fleiri framsókn-
armenn.
Hvernig getur staðið
á þessum mistökum?
Eina hugsanlega skýringin er sú
að framsóknarmenn hafi áttað sig á
því að ég hafi ávallt notað réttu orð-
in þegar ég lýsti innviðum flokksins.
Kannski hafa þeir einfaldlega átt-
að sig á því að það sem sumir köll-
uðu níðvísur – voru bara eðlilegar og
yndislegar lýsingar á drullusokkum
flokksins.
Núna keppist þessi einkennilegi
hópur við andlitslyftingu og menn
sem komast inn á þing undir merkj-
um annarra flokka, en eru brenni-
merktir bitlingapólitík Framsóknar
reyna að sverja af sér tengslin. Svo
slæmt er ástandið að góður drengur,
Þráinn Bertelsson, á í mesta basli við
að losa sig úr gapastokki grimmúð-
legra örlaga.
Sá sem inn í Framsókn fer
og fagnar dýrðarljóma
um eilífð mun í heimi hér
hljóta slæma dóma.
kristján Hreinsson
skáld skrifar
Það er hrein og klár
sögufölsun að nefna
mig ekki á nafn
þegar listi yfir óvini
Framsóknarflokksins
er birtur.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði