Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 30. apríl 2009 25Fókus
Fyrsta myndin um kókaínkúrekana
er ennþá í fersku minni. Þar var
fjallað um lygilegar leiðir kókaíns
inn í Bandaríkin og öllu sem því
fylgir. Þar var fjallað um kókaíngeir-
ann almennt í víðara samhengi en
framhaldið þrengir í snörunni. Það
skýrist af því að krakksalinn Charles
Cosby er í raun sögumaður tvists-
ins vegna sérstæðs sambands síns
við kókaínkeisaraynjuna Griseldu
Blanco. Hún er aðal myndarinn-
ar, verandi umfangsmeiri en Pablo
Escobar á hún klárlega sína eigin
mynd skilið.
Við fylgjumst með viðskipta-
/ástarsambandi þeirra Charles,
hvernig hann stækkar veldi sitt fyr-
ir tilstuðlan Griseldu og ævintýra-
leg plön hennar verða veruleiki þótt
hún sé á bak við lás og slá. Við fáum
innsýn í hræðilegan uppvöxt henn-
ar í fátækt og ofbeldi og þar af leið-
andi aukinn skilning á miskunnar-
leysi hennar. Það er flott að útskýra
sögu Griseldu til að undirstrika það
að fólk fæðist ekki svona illa inn-
rætt. Önnur samfélagsleg tenging er
kynþáttaspennan. Þar sem Charles
er svartur er það ásteytingarsteinn
við ýmsa lagsmenn Griseldu og
bætist þar við spennandi kynþátta-
pæling um það hvernig slíkir hlutir
spila inn í í Kólumbíu.
Þetta er heimildamynd með
miklu afþreyingargildi og hraða
sem lætur mann aldrei slappa af.
Þetta er vissulega ekki dýpsta mynd-
in um efnið og er meira á persónu-
legum nótum en samfélagslegum.
Hún segir samt spennandi sögu og
hreint ótrúlega en lætur aðra um að
setja í dýpra félagslegt samhengi.
Sagan er sviðsett með teiknimynd-
um sem fylla upp í skarð sem heim-
ildamyndir eiga við að etja. Þetta er
frumlegt og undirstrikar hvað at-
burðarásin er ævintýraleg.
Talað er við alls konar lið hér,
löggur og bófa til skiptis en mest
við eiturlyfjaprinsinn Charles. Þetta
dregur vissulega úr heimildagild-
inu, vitandi að hann getur ekki talað
fullkomlega frjálst. Sennilega dreg-
ur hann ýmislegt undan enda gæti
ákæruvaldið gert sér mat úr ýmsu
sem hann segir og það sem verra er,
Griselda er ennþá á lífi með sín tvö
hundruð morð á samviskunni.
Kraftmikið og lygilegt 90% med-
ellin coca köttað með amerískum
draumi, gjörið svo vel.
Erpur Eyvindarson
Snortaðu á þessu
m
æ
li
r
m
eð
...
Man on Wire
Frábær heim-
ildarmynd um
djarfan mann
sem eltir draum
sinn í hæstu
hæðir.
DrauMalanDið
mögnuð mynd.
Kemur á besta
tíma þegar
uppgjör á sér stað
á grunnhugmynd-
um seinustu ára.
låt Den rätte koMMa in
Ekki missa
af þessari.
Hún er svo
miklu meira
en hryllings-
mynd.
Bigger Stronger FaSter
Heimild
um
áhugavert
viðfangs-
efni og
lífsviðhorf.
SoFanDi að FeigðaróSi
reyfarakennd,
snörp og
skemmtileg
frásögn af
íslenska efna-
hagshruninu.
oBServe anD report
Óendanlega
fyndin á
köflum en
fullsteikt
þess á milli.
Fimmtudagur
n orka, ólöf
arnalds og
eivör páls -
Sæti / Seating
Orka, Ólöf arn-
alds og Eivör
pálsdóttir koma
fram í Norræna
húsinu í kvöld.
miðaverð í
stæði er 1.900
krónur en það kostar 2.900 krónur í
sæti. tónleikarnir hefjast klukkan 21.
n kiasmos á kaffibarnum
Ólafur arnalds er önnur hönd dans-
tónlistartvíeykisins Kiasmos sem
mun sjá um tónlistina á Kaffibarnum
síðari hluta nætur og spila fyrir ykkur
það heitasta í danstónlist í dag í
bland við glænýtt Kiasmos-efni. Opið
er langt fram eftir nóttu.
n Bubbi á eskifirði
Kóngurinn sjálfur mætir eldhress til
leiks á tónleikum í menningarmið-
stöð Eskifjarðar. tónleikarnir hefjast
klukkan 20.30 og kostar 2.000 krónur
inn.
Föstudagur
n klúbbakvöld Weirdcore á
Jacobsen
Fyrsta klúbbakvöld Weirdcore
verður haldið á Jacobsen í kvöld.
Fram koma Yahya, Frank murder og
Biogen. Ásamt Vector, anonymous,
thor og andre þeyta skífum. Fjörið
byrjar klukkan 01.00 og kostar ekkert
inn.
n Skímó á players
Þeir eru fáránlega hressir á sviði og
ef þú hefur gaman af því að dansa
og syngja, ættirðu ekki að láta þetta
ball framhjá þér fara. Fjörið byrjar
upp úr miðnætti og kostar 1.600
krónur inn.
n pub Quiz á Dillon Sports Bar
Það er allt að gerast í Hafnarfirðin-
um. Eitís pub Quiz byrjar klukkan
21.00 og eitístónlist á fóninum. Frítt
í pool.
laugardagur
n Minningartónleikar um rúnar
Júl í Höllinni
Enn eru til
miðar á þennan
einstaka atburð.
Verðflokkarnir
eru mismun-
andi. adáendur
íslenska rokksins
ættu ekki að láta
þetta tækifæri
framhjá sér fara.
n tatatanZen mit tränen im
augen á Jackobsen
ta ta ta-kvöldin eru þau langskemmti-
legustu. Það verður dansað þangað til
sólin kemur upp. Ekki missa af þessu.
Stuðið byrjar klukkan 23.
n Bubbi í Djúpavogi
Kappinn ferðast um landið með
gítarinn sinn og syngur fyrir landann.
Hann kemur fram á Hótel Framtíð í
djúpavogi í kvöld. miðaverð 2.000
krónur.
n ný Dönsk á naSa
Strákarnir í Ný dönsk stíga á svið á
NaSa í kvöld og gera allt vitlaust. Þess-
ir menn kunna að halda uppi góðri
stemningu. Ballið byrjar á miðnætti.
Hvað er að
GERAST?
Á plastinu sem er utan um súkkul-
aðið má sjá stillansa og byggingakrana
sem er hluti af því útliti húsanna sem
Reykvíkingar hafa vanist undanfarna
mánuði og misseri. „Súkkulaðið sjálft
sýnir í rauninni byggingarnar eins
og þær verða eða eiga að vera,“ lýs-
ir Arna. „Á pakkningunum sést hins
vegar þetta augnablik sem er núna.
Og ástæðan fyrir því að ég vel súkku-
laði er út af því að það er líka tíma-
bundin vara, alveg eins og augnablik-
ið. Súkkulaði hefur bara sinn tiltekna
hillutíma.“
gnæfa og silast
Vinna verkefnisins hófst í janúar síð-
astliðnum. Arna segir aðspurð að
fleiri byggingar hafi komið til greina
en þessar þrjár. Hún hafi til að mynda
skoðað Höfðatorg, glerskrímslið við
Borgartún, með súkkalaðieftirlíkingu
í huga.
„En síðan er sú bygging allt of langt
komin þannig að ég sleppti henni. Ég
var líka búin að skoða ýmsar aðrar
byggingar og aðra hluti en komst svo
að þeirri niðurstöðu að mér fyndist
þessar þrjár byggingar, með þessum
stillönsum, mest einkennandi fyr-
ir miðborgina. Öll þessi framkvæmd
sem er annaðhvort stopp eða silast
áfram. Þessar byggingar gnæfa allt-
af yfir okkur þegar við göngum eða
ökum um miðborgina.“
Hágæða súkkulaði
Súkkulaðibyggingarnar eru raunsæir
minjagripir um þetta augnablik, þetta
tímabil, segir Arna. Og hún segir verk-
ið ekki pólitískt. „Ég ákvað að skilja það
eftir fyrir hvern og einn. Ég er því ekki
að mata fólk á einhverjum upplýsing-
um heldur er ég bara að sýna það sem
er, án þess að ýkja það eða nokkuð
slíkt.“ Spurð hvort þetta augnablik eða
tímabil sé sorglegt tímabil í sögu þjóð-
arinnar kveðst Arna ekki treysta sér til
að kveða upp úr um það. „Kannski
bæði og. Ég held að þessi kreppa hafi
bæði gott og slæmt í för með sér. Þetta
var ágætt sjokk fyrir marga held ég, en
hrunið hefur auðvitað um leið haft
hræðileg áhrif á marga.“
Súkkulaðið sem Arna notaði í hið
merkingarþrungna sælgæti er alls
ekki eitthvað ódýrt suðusúkkulaði úr
Bónus. „Þetta er hágæða súkkulaði,“
segir Arna og hlær. „Sextíu og átta
prósent súkkulaði frá svissnesku fyrir-
tæki, upphaflega frá Bólivíu.“
Sýningargestir ekki
markhópurinn
Arna gerði allt sjálf í hönnun og fram-
Stressaðist þegar
Stuðmaðurinn mætti
leiðslu nammisins, fyrir utan að hella
súkkulaðinu í mót. „Hann heitir Ás-
geir Sandholt hjá Sandholtsbakaríi
sem ég fékk til þess að sjá um það fyr-
ir sýninguna. Ég veit hins vegar ekki
hvernig framhaldið verður. En á með-
an ég hef ekki kunnáttu í þessu læt ég
fagmann sjá um þetta,“ segir Arna í
léttum dúr.
Sælgætið er til sölu á Kjarvalsstöð-
um á fimmtán hundruð krónur stykk-
ið. Arna segir eitthvað hafa selst þótt
ekki hafi það verið í bílförmum. „Fólk-
ið sem sækir sýninguna er kannski
ekki alveg markhópurinn, þótt ég
hafi hugsað þetta sem minjagripi fyrir
okkur öll. En þetta virðist höfða meira
til þeirra sem eru að fara til útlanda
eða vilja senda vinum í útlöndum
einhvern glaðning.“ kristjanh@dv.is
einar ingi Sigmundsson
Einar spurði Jakob hvort
hann væri „brjálæður“ sem sá
síðarnefndi kvaðst ekki vera.
MYnD SigtrYggur ari JóHannSSon
CoCaine
Cowboys 2
leikstjóri: Billy Corben
Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins
kvikmyndir
kókaínkúrekarnir 2 Heimildamynd
með miklu afþreyingargildi og hraða.