Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 41
Franco fimmtudagur 30. apríl 2009 41Helgarblað ust. Á öðrum vængnum voru stjórnarsinnar – lýðræðissinnar, fylking frjálslyndra lýðveldis- sinna og vinstriflokka. Á hinum kantinum voru uppreisnarmennirnir – þjóðernissinnar sem voru kallaðir falangistar. Í þeirra liði var stór hluti hersins, trúarleiðtogar, kaþólskir prestar og öfgahægrimenn í fasistaflokknum Falange. Blóðug, langvinn borgarastyrjöld hófst. Fran- co, sem réð yfir hinum stríðsreyndu Afríkuher- sveitum, tók við leiðtogakeflinu hjá þjóðernis- sinnum eftir að upphaflegur leiðtogi þeirra, José Sanjurjo, lést í flugslysi. Í viðtali við bandarískan blaðamann virtist Franco vera mjög sigurviss. „Það verður enginn friður saminn og engin sáttagjörð gerð við stjórnina. Ég ætla að hefja ferðina til Madrídar. Ég ætla að verja Spán fyrir marxisma með hvaða ráðum sem er.“ Blaðamaðurinn spurði: „Jafnvel þótt þú drep- ir hálfa þjóðina til þess að ná markmiðinu?“ Franco svaraði: „Ég mun gera allt til þess að ná því.“ Naut aðstoðar Hitlers Það varð snemma ljóst hvernig stríðið myndi enda. Stjórnarsinnar voru frá upphafi illa bún- ir og fengu enga aðstoð frá öðrum ríkjum – fyrir utan sjálfboðaliða frá ýmsum löndum. Franco og her hans voru atvinnumenn og nutu auk þess að- stoðar Ítalíu Mussolinis og Þýskalands Hitlers. Hitler sendi sprengjuflugvélar sem fengu m.a. að æfa „blitzkrieg“ á bænum Guernicu, sögufrægri höfuðborg Baska. Borgin var lögð í rúst; harmleikur sem Pablo Picasso túlkaði í frægu málverki sínu. Með nýjum kynslóðum hefur mat manna á Franco sem herforingja breyst. Hann fann vissu- lega oft upp á sérlega lúmskum strategískum át- ætlunum. Eins og þegar hann ákvað að marsera frekar til Madrídar árið 1937 í stað þess að bjarga litlum hópi einangraðra hermanna í Toledo. En hinir miklu fjölmennari falangistar gátu brotið á bak aftur nánast alla mótstöðu. Þann 28. mars 1939 hertóku falangistarnir Madríd og 1. apríl lýsti Franco yfir sigri. Þá hafði hin blóðuga borgarastyrjöld kostað um hálfa milljón mannslífa. Og fleiri áttu eftir að deyja. Hundruð þúsunda stjórnarsinna týndu lífi undir ægivaldi Francos. Þeir voru annaðhvort myrtir beint eða létust í fangabúðum þar sem margir sultu í hel. Franco hafði frá 1936 verið kallaður „El Caudillo“, leið- toginn. Hann skilgreindi sjálfan sig sem lands- föður allra íbúanna. En í raun var hann aldrei leiðtogi helmings þjóðarinnar, þeirra sem höfðu frá upphafi verið á móti honum þegar hann hrifsaði til sín völdin. Þeir litu á hann sem viðr- ini og grimmdarsegg. Mikilvæg ártöl í líFi Francos 1892 4. desember. fæðist í bænum feroll á Norðvestur-Spáni. 1907 Skráir sig í herskólann í toledo. 1912 Hefur herþjónustu í Spænska marokkó. 1916 Hlýtur alvarleg skotsár í stríði, en lifir af. 1923 Kvænist Carmen polo y martínez-Valdés. 1926 dóttirin maría del Carmen fæðist. 1936 17. júlí. tekur upp málstað afríkuhersveit- anna í uppreisn gegn vinstristjórninni, aðgerð sem leiðir til borgarastríðs. 1936 September – október. Útnefndur leiðtogi uppreisnar sem koma á þjóðernissinnuðum að á Spáni. 1939 1. apríl. lýsir yfir sigri í borgarastyrjöldinni og hefur einræði sitt. 1953 26. október. Hefur viðræður sem leiða til herstöðva Bandaríkjanna á Spáni. 1975 20. nóvember. deyr í madríd. HerForinginn seM stýrði spáni Með Harðri Hendi Íhaldssamt viðhorf Franco leit upp til íhaldssamra viðhorfa, sem endurspeglaðist í samfélaginu sem hann skóp. Kaþólska kirkjan fékk stórt hlutverk. Á tímabili var öllum þeim sem sóttu um vinnu hjá því op- inbera gert að útvega vottorð þar sem prestur þeirra vottaði fyrir um að þar færi góður kaþól- ikki. Spænska varð eina leyfða tungumálið og tungumál á borð við katalónsku, basknesku og galisísku voru bönnuð. Aðalverkfæri Francos til þess að sjá til að reglunum væri framfylgt var hin leynilega herlögregla Guardia Civil. Í meira en áratug eftir borgarastríðið var Spánn fátækt ríki og einangrað frá umheim- inum. Gríðarlega umfangsmiklu almanna- tengslastarfi, „lobbíisma“, var hrundið af stað þar sem saga landsins var skrifuð upp á nýtt. Franco neitaði að hafa þegið aðstoð Hitlers og skipaði svo fyrir að borgarastríðinu yrði lýst sem viðbrögðum við kommúnistahættunni. 26. október 1953 var vendipunktur þegar sögulegur samningur var gerður við Banda- ríkin, sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að koma fyrir herstöðvum sínum á Spáni. Í kjöl- far vináttunnar við Bandaríkin urðu Spánverj- ar aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Samning- urinn var hápunktur stjórnmálaferils Francos. Hann hafði ekki einungis unnið borgarastríð- ið og brotið alla mótstöðu á bak aftur. Honum fannst hann einnig hafa hlotið viðurkenningu heimsbyggðarinnar. Dró sig í hlé Eftir þessa velgengni dró Franco sig í hlé – og sneri sér að áhugamálum sínum – veiði, siglingum og fjölskyldulífi. Hann hóf einnig að skipuleggja minnismerki um sjálfan sig sem myndu lifa með Spánverjum alla tíð. Þau plön enduðu í byggingu Valle de los Caidos, dal hinna föllnu. Minnismerkið átti að vera helgað þeim sem létust í borgarastríðinu en var í raun aðeins minnismerki um Franco sjálfan. Margir hafa lýst Franco sem illskiljanlegum manni, sem hafi sjaldan eða aldrei gefið neitt persónulegt af sér. Eftir dauða „El Caudillos“ sagði prestur hans: „Sumir segja að Franco hafi verið kaldur. Hann var það hugsanlega, en hann sýndi það ekki. Hann sýndi aldrei neinar tilfinningar.“ Það eina sem Franco hafði áhuga á, sam- kvæmt orðum fremsta ævisöguhöfundarins, Pauls Preston, um hann, var Franco. Það voru engin sérstök sjónarmið sem skiptu máli, eng- in hugmyndafræði réð för, eina sem skipti máli var að hann héldi völdum. Þegar fortíð Francos í fasistaflokki falang- ista fór að verða honum fjötur um fót lét hann stroka hana út. Og þegar efnahagsáætlun hans hrundi seint á sjötta áratugnum átti hann ekki í erfiðleikum með að skipta um skoðun og fara allt aðra leið. Lét hagfræðingum eftir að stjórna Smám saman fór Franco að láta völdin til hóps hagfræðinga, sem margir voru meðlim- ir Opus Dei-samtakanna, sem fræg eru úr bók Dans Brown, Da Vinci-lyklinum. Það var umdeildur hópur sem var m.a. gagnrýndur fyrir að krefjast þess fá að stýra sjálfur blint. Hagfræðingar Francos buðu er- lenda fjárfesta velkomna og fjölmargar verk- smiðjur voru stofnaðar. Og þannig kom hinn mikli ferðamannaiðnaður landsins til sögunn- ar. Spánn var kynntur sem áfangastaður sól- ar, strandar og fiesta og öll Norður-Evrópa var með á nótunum. Efnahagslegur uppgangur án mótstöðu ríkti á sjöunda og áttunda áratugnum. Spánn breyttist hratt. Á meðan varð Franco tákn gam- alla tíma og nýjar kynslóðir urðu til, ungt fólk sem vildi frekar búa í nútímasamfélagi en í aft- urhaldssömu og erkiíhaldssömu þjóðskipulagi Francos. 20. nóvember 1975 lést Franco, eftir áralöng veikindi. Meira en hálf milljón manna lagði leið sína að líkkistu hans sem stóð á torgi í Madríd. Spánverjar grínast með að allur sá mikli fjöldi hafi verið þar til þess að fullvissa sig um að karl- inn væri í alvöru loksins dauður. „Franco og her hans voru atvinnumenn og nutu auk þess aðstoð- ar Ítalíu Mussolinis og Þýskalands Hitlers.“ Sigurskrúðganga í madríd 6. desember 1939, átta mánuðum eftir að þjóðernissinnar, undir stjórn francos, höfðu unnið borgarastríðið. El Caudillo franco ásamt öðrum leiðtogum uppreisnarinnar í ágúst 1936. Sama ár tók franco upp titilinn „El Caudillo“, leiðtoginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.