Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 42
fimmtudagur 30. apríl 200942 Sakamál „Hinn franski kobbi kviðrista“ Joseph Vacher var franskur raðmorðingi sem var á stundum kallaður „hinn franski Kobbi kviðrista“ eða „suðaustur-kviðristan“ vegna þess hve handbragð hans líktist handbragði hins alræmda Jack the ripper sem markaði spor sín á götum lundúna árið 1888 og kallaður hefur verið Kobbi kviðrista á okkar ástkæra og ylhýra. Einkenni Josephs Vacher voru áverkar í andliti, dragspil og einföld, hvít loðhúfa úr héraskinni. Vacher hafði að minnsta kosti ellefu mannslíf á samviskunni. lesið um Joseph Vacher í næsta helgarblaði dV. Fjöldamorð systranna Systurnar Raya og Sakína myrtu til fjár og nutu við það aðstoðar eiginmanna sinna. Þær ráku vændishús í einu fátækasta hverfi Alexandríu í Egyptalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina og var hverfið þekkt fyrir fá- tækt og glæpi og því prýðis vettvangur fyrir skuggalega iðju systranna. Systurnar Raya og Sakína hófu hrottafenginn glæpaferil sinn í Alex­andríu í Egyptalandi í nóvem- ber 1919. Öryggissveitir Breta áttu þá fullt í fangi við að bæla niður ólgu í borginni og systrunum var því hægt um vik að aðhafast án mikill- ar hættu á refsingu. Fikri Abaza, sem síðar varð farsæll blaðamaður, skrifaði í Al-Ahram þegar umfang ódæðanna kom í ljós: „Hvar er lög- reglan? Hvar er sverð stjórnarinnar sem ætti að falla á háls blóðþyrstra morðingja?“ Systurnar hófu að myrða konur í Al-Labban-hverfinu í Alex­andríu sem á þeim tíma einkenndist af fá- tækt og glæpum. Egyptaland var líkt og aðrar þjóðir í skugga eftirstríðs- ára fyrri heimsstyrjaldarinnar og eins og oft vill verða vex­ glæpastarf- semi fiskur um hrygg bæði á meðan styrjöld ríkir og að henni lokinni. Hús siðspillingar Systurnar komu til Alex­andríu frá Kafr Al-Zayyat. Í Kafr Al-Zayyat hafði Raya gifst Hasaballah, en Sak- ína, þá enn ung stúlka, vann í vænd- ishúsi þar uns hún fór til Alex­andríu ásamt manni sem varð ástfanginn af henni. Ekki leið á löngu þar til Raya og Hasaballah fylgdu í kjölfarið. Systurnar voru framtakssam- ar og ákváðu að koma á laggirnar keðju „húsa siðspillingar“ og var eitt þeirra húsa nefnt „Búðirnar“ vegna nálægðar við herbúðir breska hers- ins. Labban var fátækasta hverfi Alex­andríu á þeim tíma og nóg var um vændi, eiturlyf og áfengi, og því ekki að undra að hverfið virkaði sem segull á auðnu- og umkomu- leysingja. Í Al-Ahram, 18. nóvember 1920, birtist grein undir fyrirsögninni „Konum slátrað í Labban: 12 lík fundin“. Í greininni kom fram að móðir eins fórnarlambanna, Far- dous, hafði sagt að dóttur hennar væri saknað og ennfremur að hús- eigandi hefði fundið líkamsleif- ar einnar konu í niðurfallsbrunni byggingar húss hans. Grunur féll á Sakínu því hún hafði verið síðasti íbúi hússins. Slóðin liggur til Rayu Áður en langt um leið beindust augu lögreglu einnig að Rayu. Dag einn var óeinkennisklæddur lögreglu- maður á ferli í grennd við heimili Rayu og fann þá megna reykelsis- lykt leggja frá því. Hann hafði sam- band við lögreglustjórann sem fyr- irskipaði húsleit. Við leitina fundust líkamsleifar tveggja kvenna og hluti líkamsleifa þeirrar þriðju og var þar um að ræða Fardous. Innan viku fann lögreglan fimmtán lík og líkamsleifar tveggja annarra kvenna í fjölda bygginga sem í ljós kom að systurnar höfðu notað til vændisstarfsemi. Sakína, yngri systirin, hélt leng- ur út við yfirheyrslur og harðneit- aði að vita nokkuð um líkin. Raya brotnaði saman tiltölulega fljótt og leiddu játningar hennar lögregluna frá einu húsi til annars og fleiri líka. Á sama tíma kom fram vitnisburður frá fleiri aðilum. Samkvæmt einum slíkum sást til eiginmanna systr- anna, Hasaballa og Abdel-Aal, þar sem þeir fóru með kjúklingasölu- konu, Zanouba að nafni, sem hafði horfið inn í hús þar sem Sakína hafði búið. „Þau settust að drykkju og þá, við dagrenningu, heyrði ég öskur frá herberginu. Þegar ég spurði Sakínu um það um morguninn sagði hún að það hefði ekki verið neitt.“ Sama vitni sagði að svipaður atburður hefði átt sér stað sex­ vik- um síðar, en þá hefði verið um að ræða eineygða konu, Fatma. Sem fyrr vaknaði vitnið við öskur, en fékk engar skýringar þar að lútandi þeg- ar hún innti Sakínu eftir þeim. Vissi of mikið Annað vitni gaf sig fram og upplýsti um ástæður þess að Zanouba var myrt: „Zanouba vissi of mikið um starfsemi þeirra [systranna] og fékk greitt fyrir að halda kjafti. Þær ótt- uðust greinilega lausmælgi hennar því hún var vön að stríða þeim með því sem hún vissi, svo þær drápu hana til að þagga niður í henni fyrir fullt og fast.“ Systurnar lögðu snörur sínar fyrir fórnarlömbin á markaðnum. Raya fór á markaðinn og leitaði að þeirri konu „sem bar flesta skart- gripi“ og gaf sig á tal við hana. Raya hóf samtalið með því að spyrja um verð á hinu og þessu sem í boði var á markaðnum. Ef konan tók þátt í samtalinu leiddi Raya samtalið á aðrar brautir með því að segjast hafa undir höndum vörur frá tolla- svæðinu, sem hún seldi ódýrt. Síð- an bauð Raya viðkomandi konu heim svo hún gæti séð úrvalið. Fórnarlömbin kæfð Rannsókn læknis leiddi í ljós að fórnarlömbin höfðu verið kæfð, ekki kyrkt, sennilega eftir að hafa verið gefin einhver ólyfjan. Morð- ingjarnir upplýstu um smáatriðin í játningum sínum. Sakínu sagðist svo frá að eiginmennirnir, Abdel- Aal og Hasaballah, hefðu kæft kon- urnar og síðan grafið líkin þar sem þau að lokum fundust. Raya upp- lýsti að hún hefði gefið fórnarlömb- unum ólyfjan í drykk. En hver morðingi hafði sitt hlut- verk. Að sögn Abdel-Aal setti einn morðingjanna hönd yfir munn fórn- arlambsins, annar greip um kverkar þess, þriðji hélt höndum þess fyrir aftan bak og sá fjórði hélt fótum þess þar til það hætti að anda. Abdel-Aal sá, að eigin sögn, um fæturna. Ekki var unnt að bera kennsl á sjö af fórnarlömbunum sautj- án og talið líklegt að um væri að ræða strokustúlkur eða giftar kon- ur sem yfirgefið höfðu heimili sitt til að stunda vændi. Hvað sem þeim vangaveltum líður krafðist samfé- lagið hefndar vegna ódæða systr- anna og spúsa þeirra. Deilur fyrir réttarhöld Réttarhöldin yfir morðingjun- um vöktu umtalsverða athygli, en skömmu áður en þau hófust risu upp deilur um hvort ætti að lífláta systurnar. Þegar þar var komið sögu hafði engin kona verið dæmd til dauða. Saksóknarinn, Suleiman Ezzat, var hlynntur dauðadómi og fór ekki í grafgötur með skoðun sína. Að hans sögn voru tvær ástæður fyrir því að egypskir dómstólar höfðu ekki beitt dauðarefsingu gagnvart konum: „Í fyrsta lagi, glæpir kvenna kalla al- mennt á miskunn og tilfinningar, glæpir þar sem konur eru knúnar til að myrða seinni konur eiginmanns þeirra eða þegar þær eitra fyrir ein- hverjum sem hefur valdið þeim skaða. Í öðru lagi vegna þess að af- tökur fóru fram opinberlega.“ Að mati Ezzats átti hvorug ástæðan við í máli Rayu og Sakínu. Miskunn átti ekki við og aftökur fóru á þeim tíma fram innan veggja fangelsisins. Dauðadómur Að loknum þriggja daga réttarhöld- um 16. maí 1921, að loknum vitn- isburði 31 vitnis, las Ahmed Bek Mousa, yfirmaður réttarins, upp dauðadóm yfir Rayu, Sakínu, og eiginmönnum þeirra auk þess sem tveir hrottar á þeirra snærum, sem höfðu tekið þátt í morðunum sautj- án, fengu einnig dauðadóm. Gullsmiður einn, Hassan að nafni, fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa keypt skartgripi fórnar- lambanna. Systurnar Raya og Sakína urðu fyrstu konurnar sem teknar voru af lífi í Egyptalandi nútímans. umsJón: KolbEinn þorstEinsson, kolbeinn@dv.is STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l Raya fór á markað- inn og leitaði að þeirri konu „sem bar flesta skartgripi“ og gaf sig á tal við hana. Systurnar myrtu fórnarlömb sín til fjár. Hasaballa Eiginmaður rayu hljóp undir bagga með eiginkonunni. Abdel-Aal Eiginmaður sakínu hélt fótum fórnarlambanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.