Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 46
fimmtudagur 30. apríl 200946 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Þrándur Tryggvason húsamálarameistari í reykjavík Þrándur fæddist í Kaupmanna- höfn og ólst þar upp. Hann var í Den Classenske Ligatskole í Kaup- mannahöfn, stundaði nám við Iðn- skólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófum sem húsamálara- meistari 1998. Þrándur var sveinn í húsamál- un hjá Verner Rii, málarameistara í Kaupmannahöfn, með námi. Hann var málari hjá nokkrum verktakafyr- irtækjum í Kaupmannahöfn til 2004 er hann flutti til Íslands. Hér á landi hefur Þrándur unnið sjálfstætt sem húsamálarameistari frá 2004. Fjölskylda Eiginkona Þrándar er Elísabet Hall- dórsdóttir, f. 8.7. 1983, starfskona við leikskóla. Sonur Þrándar og Elísabetar er Steinar Máni Þrándarson, f. 27.3. 2007. Systkini Þrándar eru Stígur Steinþórsson, f. 18.1. 1960, leik- tjaldahönnuður í Reykjavík; Gígja Tryggvadótt- ir, f. 13.7. 1964, tannfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þrándar eru Tryggvi Ól- afsson, f. 1.6. 1940, mynd- listarmaður í Reykjavík, og Gerður Sigurðardótt- ir, f. 11.11. 1940, lengi starfsmaður Danska kennarasambandsins. Ætt Tryggvi er sonur Ólafs Magnús- sonar og Sigríðar Bjarnadóttur, b. í Hraunkoti í Lóni, Þorsteinssonar, b. og hreppstjóra á Skálafelli í Suður- sveit, bróður Sigurðar, langafa Kví- skerjabræðra í Öræfum. Gerður er dóttir Sigurðar B. Jónssonar loftskeytamanns og Guð- ríðar Sigurðardóttur. Þrándur heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. 30 ára á föstudag 70 ára á fimmtudag María Einarsdóttir tónlistarkennari í kópavogi María fæddist á Akureyri og ólst þar upp til 1944. Þá flutti hún til Reykja- víkur og ólst þar upp eftir það. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1949 og lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1963. María var kennari við Barnaskól- ann á Fáskrúðsfirði 1957-59, kennari við Tónlistarskóla Kópavogs 1967-68 og var tónmenntakennari við Kópa- svogsskóla frá 1966-2006. María hefur verið félagi í Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur frá 1958. Hún söng með Söngsveitinni Fílharmón- íu, Fríkirkjukórnum í Reykjavík og Pólý­fónkórnum 1958-82. María var í stjórn kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1966-68 og hef- ur verið í stjórn Kennarasambands Kópavogs. Fjölskylda María giftist 4.8. 1957 Sölva Ragnari Sigurðssyni, f. 16.9. 1934, kennara og fyrrv. launafulltrúa hjá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurborgar. For- eldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 19.8. 1906, d. 30.9. 1982, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Hildur Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 3.5. 1894, d. 24.4. 1945, ljósmóðir. Börn Maríu og Sölva eru Hild- ur Ingibjörg, f. 21.11. 1956, tækni- teiknari í Reykjavík, gift Gunnari Jóni Hilmarssyni, starfsmanni Landspít- alans, og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn; Þórunn Ósk, f. 3.1. 1958, þroskaþjálfi í Kópavogi, var gift Guð- mundi Helgasyni kennara og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn en mað- ur Þórunnar Óskar er Guðmundur Heiðarsson stálsmiður; Einar, f. 25.10. 1962, grafíker í Óðinsvéum en kona hans er Judith Sölvason sjúkraliði; Sölvi, f. 5.10. 1963, lögfræðingur í Lúx- emborg, kvæntur Guðrúnu Gunnars- dóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn. Systkini Maríu: tveir drengir sem báðir létust ungir; Hildigunnur, f. 25.3. 1931, húsmóðir í Hafnarfirði; Ragnheiður, f. 5.5. 1934, húsmóðir á Dalvík; Sigvaldi, f. 30.4. 1939, fyrrv. sjómaður, búsettur í Reykjavík. Hálfsystir Maríu, samfeðra, er Hulda, f. 28.1. 1945, búsett í Dan- mörku. Foreldrar Maríu voru Sigvaldi Jó- hannes Þorsteinsson, f. 22.2. 1898, d. 1952, sjómaður, og k.h., María Jó- hannsdóttir, f. 22.11. 1904, d. 1939, húsmóðir. Kjörforeldrar Maríu voru Ein- ar Benediktsson, f. 21.6. 1900, d. 3.9. 1953, loftskeytamaður í Reykjavík, og k.h., Þórunn I. Þorsteinsdóttir, f. 5.8. 1910, d. 15.4. 1989. Þórunn var jafn- framt föðursystir Maríu. Ætt Sigvaldi var afi Sigvalda Júlíussonar útvarpsþular og Kristjáns Þórs Júlí- ussonar alþm.. Bróðir Sigvalda var Magnús, afi Magnúsar Gauta, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra á Akureyri. Syst- ir Sigvalda var Rósa, móðir Magnúsar Péturssonar píanóleikara. Sigvaldi var sonur Þorsteins, útvegsb. á Ups- um á Upsaströnd, bróður Helga, afa Atla Rúnars, Jóns Baldvins og Óskars Þórs Halldórssona fréttamanna. Þor- steinn var sonur Jóns Magnúsar, sjó- mannafræðara, sem kenndur var við hákarlaskipið Mínervu, Magnússon- ar frá Selá Jónssonar. Móðir Sigvalda var Anna Björg, dóttir Benedikts Jóns- sonar, úr Kelduhverfi. Móðir Önnu Bjargar var Hólmfríður Gísladóttir, b. á Þorvaldsstöðum Sveinssonar. Móð- ir Þorsteins var Rósa Sigríður, systir Snjólaugar Guðrúnar, móður Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Snjólaug var einnig móðir Jóhannesar Baldvins, afa Benedikts Árnasonar leikstjóra. Önnur systir Rósu Sigríðar var Kristín Hólmfríður, móðir Stefáns Baldvins Kristinssonar, pr. á Völlum, afa Þor- steins Sæmundssonar stjörnufræð- ings. Rósa Sigríður var dóttir Þorvalds, b. á Krossum Gunnlaugssonar, b. á Hellum Þorvaldssonar. Móðir Rósu Sigríðar var Snjólaug Baldvinsdóttir. María var dóttir Láru Gissurar- dóttur og Jóhanns Sigurvins Jóhanns- sonar, sjómanns í Syðri-Haga Jóhans- sonar, b. í Syðri-Haga Einarssonar, b. á Laugalandi á Þelamörk og Sigríð- ar Jensdóttur Buck. Lára var dóttir Gissurar, bátasmiðs í Ytri-Skjaldarvík Gissurarsonar og Maríu Jónsdóttur frá Efri-Dálksstöðum. Jón fæddist á Torfastöðum í Fljóts- hlíð og ólst þar upp. Hann lauk iðn- skólanámi í bifvélavirkjun og síðar meistaraprófi í sömu iðn. Jón var bifvélavirki hjá Kaupfélagi Rangæinga þar til hann setti á stofn Steypustöðina Þverá 1970 en hana starfrækti hann í tíu ár. Þá ók hann eigin vörubifreið til 1992. Hann rak eigið bifvélaverkstæði í Hveragerði á árunum 1992-2006. Fjölskylda Jón kvæntist 3.6. 1961 Selmu Egils- dóttur, f. 30.3. 1942, ellilifeyrisþega á Hvolsvelli. Foreldrar hennar eru Guðmundur Egill Þorsteinsson og Kristín Alda Guðmundsdóttir. Jón og Selma skildu. Börn Jóns og Selmu eru Eyvind- ur, f. 9.3. 1961, véltæknifræðingur í Sviss, kvæntur Berit Widing Pry og á Eyvindur tvær dætur; Kristín Auður, f. 17.1. 1962, skrifstofumaður í Mos- fellsbæ, gift Sig- urði Maríssyni, og eiga þau tvö börn; Yngvi Karl, f. 9.1. 1963, meðferðarfull- trúi, búsett- ur á Rauðalæk í Rangárvalla- sý­slu, en kona hans er Kristín Sigfúsdóttir og eiga þau tvö börn; Lilja Sólrún, f. 25.2. 1964, hagfræðingur og matarfræð- ingur í Reykjavík, en maður henn- ar er Nigel Richard, og á Lilja eina dóttur; Ingibjörg Guðmunda, f. 26.9. 1972, doktor í líffræði hjá HAFRÓ en maður hennar er Hlynur Snæland Lárusson og eiga þau tvær dætur; Ólöf Guðrún, f. 6.5. 1976, talmeina- fræðingur í Danmörku en maður hennar er Lasse Flensted-Jensen stjórnmálafræðingur. Systur Jóns eru Jóna Guðrún, f. 28.2. 1934, búsett í Reykjavík; Eygló, f. 29.5. 1940, búsett í Reykjavík. Uppeldisbróðir Jóns er Gunnar Ingi Birgisson, f. 30.9. 1947, bæjar- stjóri í Kópavogi. Foreldrar Jóns voru Kort Eyvinds- son, f. 1.12. 1901 í Seljalandi undir Eyjafjöllum, d. 21.8. 1964, bóndi á Torfastöðum, og k.h., Ingibjörg Jóns- dóttir, f. á Torfastöðum, 17.3. 1909, d. 23.1. 2001, húsfreyja í Reykjavík. Ætt Kort var sonur Eyvindar, b. í Selja- landi og síðar í Reykjavík Eyvinds- sonar, Jónssonar, b. í Sauðtúni Ey- vindssonar, b. í Svínhaga og Sauðtúni Nikulássonar, b. á Rauðnefsstöðum Eyvindssonar duggusmiðs. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. á Torfastöðum Guðmundssonar, b. á Langekru á Rangárvöllum Jónsson- ar, b. á Háarima í Þykkvabæ. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 70 ára á fimmtudag Jón Sigurbergur Kortsson bifvélavirki í hveragerði Magnús Sveinsson flugumferðarstjóri Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Garðabænum. Hann var í Flataskóla og Garðaskóla, stundaði nám við Fjölbtautaskóla Garðabæjar og lauk þaðan stúd- entsprófi 1998, stundaði síðan nám í flugumferðarstjórn í Svíþjóð og á Íslandi og lauk prófum sem flugum- ferðarstjóri 2002. Magnús var í sveit á unglingsár- unum á Syðra-Velli í Flóa í þrjú sum- ur, sinnti lagerstörfum og verslunar- störfum á sumrin með námi. Hann hóf störf sem flugumferðarstjóri hjá Flugmálastjórn (nú Flugstoðum) 2002 og hefur starfað þar síðan. Magnús og kona hans dansa swing og salsa hjá félagssamtökun- um Komið og dansið. Þá er hann mikill áhugamaður um útivist og veiðar. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Sólveig Krista Einarsdóttir, f. 14.2. 1980, MS í líffræði og menntaskólakennari. Synir Magnúsar og Sólveigar eru Einar Ernir Magnússon, f. 30.7. 2003; Tómas Vigur Magnússon, f. 15.12. 2005. Systkini Magnúsar eru Kjartan Sveinsson, f. 14.10. 1965, húsasmiður á Hvamms- tanga; Ásgeir Sveinsson, f. 23.1. 1967, framkvæmdastjóri í Mosfells- bæ; Hanna Lára Sveinsdóttir, f. 29.9. 1968, skrifstofustjóri í Domus Med- ica; Stefán Sveinsson, f. 3.6. 1982, rannsóknarlögreglumaður, búsettur í Hafnarfirði; Guðmundur Sveins- son, f. 30.10. 1984, rafvirki, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar eru Sveinn Kjartansson, f. 17.6. 1941, fyrrv. framkvæmdastjóri, og Helga Stef- ánsdóttir, f. 1.3. 1955, matráðskona við leikskóla. 30 ára á laugardag Signý Björg Sigurjónsdóttir viðskiptafræðingur og sérfræðingur Signý­ fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún var í Snæ- landsskóla, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1999, lauk prófum í viðskiptafræði við Tækniháskóla Íslands 2004 og er nú að ljúka MS-námi í mannauðs- stjórnun frá HÍ. Signý­ var skrifstofustjóri og starfsmannastjóri hjá Vinnuskóla Kópavogs á sumrin og með námi. Hún hefur verið sérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Trackwell frá 2006. Signý­ lærði söng við Tónlistar- skóla Kópavogs og syngur gjarnan í sturtunni. Þá æfði hún og keppti í sundi og knattspyrnu með Breiða- bliki á unglingsárunum. Fjölskylda Eiginmaður Signý­jar er Sigurgeir Sigurpálsson, f. 24.12. 1975, heim- spekingur, tölvunarfræðingur og verkefnastjóri. Börn Signý­j- ar og Sigurgeirs eru Salný­ Kaja Sigurgeirsdótt- ir, f. 11.6. 2002; Sólný­ Inga Sig- urgeirsdóttir, f. 16.6. 2004; Sig- urpáll Valmar Sigurgeirsson, f. 2.2. 2009. Systkini Signý­jar eru Brandur Sigurjónsson, f. 31.1. 1970, tölvun- arfræðingur, búsettur á Akranesi; Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, f. 28.2. 1977, tónlistarmaður í Kópa- vogi; Sara Valný­ Sigurjónsdóttir, f. 8.8. 1981, listfræðingur, búsett í Kópavogi. Foreldrar Signý­jar eru Sigurjón Valdimarsson, f. 11.12. 1949, við- skiptafræðingur, kennari og bókaút- gefandi, og Ásta Björnsdóttir, f. 9.11. 1953, kennari og hönnuður. 30 ára á sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.