Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 26. júní 2009 17Fréttir GEORGE MICHAEL ÁTTI AÐ LENDA Á ÞAKINU í ÞYRLU 31. desember 2007. Uppselt var í partíið löngu áður en áramótin gengu í garð, enda ætlaði þorrinn af elítu Íslands að láta sjá sig í gleð- skapnum. Þegar til kastanna kom var svo ekki hægt að halda partí- ið sem beðið var eftir, vegna þess að gluggakerfi fyrir efstu hæðirn- ar kom ekki til landsins í tæka tíð. Síðar átti svo meira eftir að ganga á og þannig kom meðal annars upp bruni í Turninum í apríl og að lokum var veitingastaðurinn ekki opnaður fyrr en 22. maí. Opnun- arteitið var veglegt, þó að heldur hafi verið farið að síga á ógæfu- hliðina í íslensku fjármálalífi. Um þrjúhundruð manns voru í opnun- arveislunni og nutu veitinga og út- sýnis af bestu gerð. Last Christmas Partíið 22. maí var samt ekkert í lík- ingu við það sem til stóð í upphafi, sem sennilega hefði komist nálægt því að toppa allt bruðlið á Íslandi og er þó af nógu að taka. Samkvæmt traustum heimildum DV lagði einn af eigendum staðarins til að ára- mótateitið yrði með allra vegleg- asta móti og atriðin eftir því. Auk þess sem til stóð að fá landslið ís- lenskra poppara á staðinn til að spila bæði fyrir og eftir miðnætti átti líka að leita út fyrir landsteinana. Fyrr- greindur eigandi lagði þannig til á fundi með öðrum eigendum að fá sjálfan George Michael á staðinn. En það var ekki nóg að fá hann bara einhvern veginn. Innkoman varð að vera glæsileg. Hugmyndin var að láta hinn heimsfræga tónlistarmann koma með þyrlu að Smáraturninum, þar sem hann átti að lenda á þakinu undir miðnætti. Síðan myndi hann gera sig kláran án þess að nokkur yrði hans var. Um leið og nýja árið gengi í garð, á slaginu tólf, átti að koma gestum að óvörum. Þá átti George Michael að koma fram, syngja eitt sitt þekktasta lag, Last Christmas, og fara að því búnu aftur út úr húsinu, upp í þyrluna og út í nýársnóttina. Já, þið lásuð rétt, það átti að fljúga með George Michael til Íslands til þess að syngja eitt lag. Tónað niður í krísu Hafa ber í huga að þarna var auk fyrr- greindra áramótateita fleira stórtækt búið að eiga sér stað. Ólafur Ólafs- son hafði þarna fengið Elton John til að syngja í afmælinu sínu og Björg- ólfur Thor Björgólfsson hafði feng- ið 50 Cent og Jamiroquay í sama til- gangi. Það var erfitt að toppa hina og til þess þurfti eitthvað alveg sérstakt, sem þessi atburður hefði svo sann- arlega orðið. Hugmyndin var samkvæmt heim- ildum DV komin á rekspöl, þeg- ar ljóst varð að ekki tækist að halda áramótapartíið vegna fyrrgreindra vandræða. Skömmu síðar skall lausafjárkrísan á og hún hefur vafa- laust átt sinn þátt í að hið eiginlega opnunarteiti þann 22. maí var tónað allverulega niður miðað við upphaf- lega áætlun. George Michael Átti að birtast öllum óvænt í glerturninum, syngja eitt lag og fara. Glerturninn í Smáranum Veitinga- staðinn á nítjándu hæð átti að opna með látum síðustu áramótin fyrir hrun efnahagslífsins. VEISLUKÓNGAR GÓÐÆRISINS – þetta þurfti að toppa Ármann Þorvaldsson Kaupþingsstjórinn í London hélt fræg ára- mótapartí þar sem ekkert var til sparað. ToM JoneS „af hverju að fá ódýru íslensku útgáfuna ef maður getur fengið upprunalega atriðið?“ spurði Ármann þorvaldsson, þegar hann fékk heimsfræga popparann tom jones til að syngja í áramótaveislunni sinni. Duran Duran Ármann þorvaldsson er talinn hafa lagt út 35 milljónir króna til að fá duran duran í áramótaveisluna sína 2006-7. Björgólfur Thor afmælisgestir hans voru „í sælu- vímu“, eins og einn þeirra sagði við Séð og heyrt við komuna til landsins. 50 CenT Björgólfur thor bauð 130 manns frá íslandi til jamaíka með lúxusþotu, þar sem 50 Cent rappaði fyrir hópinn. Hann átti afmæli. JaMiroquay söng líka í afmæli Björgólfs thors. eLTon John er talinn hafa fengið 70 milljónir fyrir að spila í afmæli Ólafs Ólafssonar í klukkutíma í janúar 2007. ólafur ólafsson Varð ekki fimmtugur í kyrrþey. Borgaði elton John fyrir að syngja í afmælisveislunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.