Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 26. júní 200920 Fréttir FYRNING KVÓTA AFAR UMDEILD Almenningur er mjög tvístígandi um hvort hann telur ríkisstjórnina eiga að halda til streitu þeirri stefnu sinni að fyrna fiskveiðiheimildir. Atli Gíslason segist hafa orðið var við misskilning í umræðunni hvað varðar fyrningarleiðina. Hvorki honum né Eggerti B. Guðmundssyni kemur á óvart að skiptar skoðanir séu um þessa stefnu stjórnvalda. Eggert telur skorta á frekari samræðu andstæðra póla í málinu. Nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra skoðar þjóðhagsleg áhrif fyrningarleiðarinnar. Alls eru 28 prósent almennings hvorki sammála né ósammála því að ríkisstjórnin eigi að halda til streitu stefnu sinni um að fyrna fiskveiði- heimildir. Þetta er niðurstaða nýrrar viðhorfskönnunar Markaðs- og miðl- arannsókna, MMR fyrir DV. Tæp 26 prósent segjast „mjög sammála“ því að ríkisstjórnin eigi að halda fast við fyrningarleiðina en tæp 15 prósent segjast „frekar sammála“. Í heildina er því tæpt 41 prósent sammála því að ríkisstjórnin eigi að halda fyrning- unni til streitu. Alls 22 prósent þátttakenda í könnuninni segjast hins vegar „mjög ósammála“ og rúm 9 prósent eru „frekar ósammála“. Umdeild leið „Það kemur ekki á óvart að það er stór hluti sem á erfitt með að gera upp hug sinn, og hins vegar að hjá þeim sem taka afstöðu eru skiptar skoðanir. Umræðan hefur einfald- lega ekki verið nógu þroskuð til að fólk geti myndað sér skoðun,“ seg- ir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Hann bendir á að sjónarmið and- stæðinga fyrningarleiðarinnar hafi verið kynnt sem og sjónarmið stuðn- ingsmanna hennar en minna hafi verið um samræður milli þessara tveggja hópa enn sem komið er. Atli Gíslason, þingmaður vinstri- grænna og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, tekur í sama streng. „Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Þetta er mjög um- deilt og það verður að stíga varlega til jarðar í þessum málum,“ segir hann. Misskilningur á ferð Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur boðað að skipa eigi nefnd til að fara yfir fiskveiðistjórnarkerfið og skoða þær breytingar sem hugsanlega er hægt og þarft að gera á því. Þannig skoðar nefndin einnig möguleika á þjóðhagslegum og efnahagslegum ávinningi af fyrningarleiðinni. Atli segist í umræðunni hafa orðið var við misskilning um framkvæmd fyrningarleiðarinnar en hún felist ekki í því að eigendur aflaheimilda missi allar heimildir sínar heldur haldi þeir eftir þriðjungi samkvæmt þeim áætlunum sem nú liggja fyrir. Nefndinni er ætlað að skila áliti sínu fyrir áramót. „Þá kemur í ljós í hvaða útfærslu þessi leið er fær. Þetta er stefnumið ríkisstjórnarinnar og við hana verður staðið. Spurning- in er bara hvernig. Leiðin hefur lítið verið útfærð enn. Ég hef áður sagt að ef hún virðist illfær eða skerðir hags- muni sjávarþorpa og landsbyggðar- innar verður hún ekki farin óbreytt,“ segir Atli. „Ég hef ekki trú á að ef rétt er á haldið skaði þetta landsbyggðina en þetta verður skoðað,“ segir hann. Kerfinu rústað með fyrningu Eggert segir að útgerðarmenn á Ís- landi taki úttekt nefndarinnar fagn- andi. „Það eina sem við höfum verið andsnúin er að það sé búið að ákveða niðurstöðu fyrir fram. Það fannst okkur ljóður á því hvernig þetta var sett af stað, að það var búið að setja inn í stjórnarsáttmálann að það ætti að fara þessa fyrningarleið en síðan skipa nefnd til að fara yfir útfærsl- una,“ segir Eggert. Hann fullyrðir að útgerðarmenn séu tilbúnir til að takast á við alla þá galla sem menn telja sig sjá á kvóta- kerfinu. „Ég er þess fullviss að hægt sé að takast á við þá annmarka sem menn telja sig sjá, án þess að grund- vallarkerfinu sé rústað eins og við teljum verið að gera með þessari til- teknu leið,“ segir hann. Ljóst er að fólk víða um land hefur áhyggjur af núverandi kerfi en Eggert telur af og frá að fyrningarleiðin sé svarið við þeim áhyggjum. Stjórnendur og sjómenn sammála Samkvæmt niðurstöðum könnun- ar MMR eru skoðanir fólks á fyrn- ingarleiðinni afar skiptar. Þannig er stærsti hluti stjórnenda, bænda og sjómanna, vélafólks og ófaglærðra, og þeirra sem eru ekki útivinnandi mjög mótfallinn því að ríkisstjórnin haldi fyrningunni til streitu. Þeir sem hlynntastir eru þessari að- gerð stjórnvalda eru hins vegar tæknar og skrifstofufólk og iðn- aðarmenn. Yfir tuttugu prósent fólks innan allra stétta eiga þó erfitt með að gera upp hug sinn og segjast hvorki sammála né ósammála, ef frá eru taldir bænd- ur og sjómenn og iðnaðarmenn. Tæp sautján prósent þeirra eru óviss. Þegar niðurstöð- ur könnunarinnar eru skoðaðar eftir heimilistekjum sést að þeir sem hæstu tekjurnar hafa eru mest mótfallnir því að ríkisstjórnin fari fyrningarleiðina. Stór hluti allra tekjuhópa er óviss og segist hvorki sammála né ósammála því. Stór hluti þeirra sem fylla aðra tekjuhópa en þann með yfir 800 þúsund á mánuði segjast síðan mjög sammála því að fyrningarleiðin sé farin þegar kemur að fiskveiðiheimildum. MMR kannaði afstöðu fólks til málsins í netkönnun fyrir DV dagana 9. til 13. júní. Úrtakið var 18-67 ára Íslendingar valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls tóku 849 þátt í könnuninni. Þar af svöruðu 729, eða um 86 prósent, spurning- unni: „Hversu sammála eða ósam- mála ertu eftirfarandi fullyrðingu? Ríkisstjórnin á að halda til streitu stefnu sinni að fyrna fiskveiðiheim- ildir.“ Vikmörk í könnuninni, þeg- ar litið er til svara allra þeirra sem svara, eru á bilinu 2,1 til 3,3 prósent. Stærst eru vikmörkin hjá þeim sem segjast hvorki sammála né ósammála fullyrðingunni en minnst hjá þeim sem segjast frekar ósammála. „Ef hún virðist illfær eða skerðir hagsmuni sjávarþorpa og lands- byggðarinnar verður hún ekki farin óbreytt.“ InnKöllUn fISKvEIðIhEIMIldA ríkisstjórnin stefnir að því að hefja innköllun fiskveiðiheimilda á því fiskveiðiári sem hefst 1. september 2010. Innköllunin verður á grunni fyrningarleiðar sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir kosningar. Þannig verður þriðjungur áfram hjá handhöfum aflaheimilda en þriðjungur fer til sveit- arfélaga til ráðstöfunar á búsetusvæð- inu og þriðjungur á markað. Úr StjórnArSáttMálA ríKISStjórnArInnAr: „Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. úthlutun aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimild- unum.“ ErlA hlynSdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is DV ræDDi Við fimm Við- mælenDur á förnum Vegi og spurði þá um Viðhorf þeirra til fyrningarleið- arinnar. skoðanir Voru nokkuð skiptar og áberanDi Var hVersu erfiðlega gekk að fá kVenkyns ViðmælenDur til að tjá sig um afstöðu sína til þessa máls. „Ég er alfarið á móti fyrningarleið- inni. Mér finnst þetta slæm hugmynd. Ég held að þetta myndi hafa slæm áhrif á atvinnu í landinu líkt og allt sem þessi ríkisstjórn gerir.“ jónAS PétUrSSon „fyrningarleiðin er glapræði. Eins og skuldsetningin er í dag í sjávarútvegi þolir útgerðin það ekki. Þetta mun valda gjaldþroti í sjávarútvegi og þannig hafa mikil áhrif á atvinnu í landinu. Mörg fyrirtæki eru gríðarlega skuldsett fyrir.“ PétUr hAlldórSSon „Ég væri alveg til í að núverandi kerfi yrði breytt. Ég held að fyrningarleið- in myndi stórbæta alla útgerð úti á landi.“ röGnvAldUr GíSlASon „Ég geri mér ekki grein fyrir hvaða af- leiðingar fyrningarleiðin mun hafa. Það þarf hins vegar að gefa þetta upp á nýtt. Á hversu löngum tíma veit ég ekki heldur. Ég er hins vegar fylgjandi því að snúa þessu kerfi alfarið við.“ SKÚlI árnASon „Ég spyr hvaða afleiðingar myndi það hafa ef fyrningarleiðin yrði ekki farin? Ég get ekki svarað því hvaða afleiðingar þetta mun hafa. Miðað við hvernig þessir menn hafa hegðað sér er fyrningarleiðin ekki slæm hugmynd. Ef við ætlum að njóta þess að láta landið byggjast upp þá þarf meira að hugsa út frá einhverju mennsku en einungis viðskiptum. Þetta eru ekki bara viðskipti. Ég er frekar hlynnt fyrningarleiðinni.“ MArGrét AðAlStEInSdóttIr landsbyggðin mótfallin fyrningu Margir eiga erfitt með að taka afstöðu til fyrningarleiðarinnar. Þó er ljóst að fleiri landsbyggðarbúar eru mótfallnir henni og tekjuháir sömuleiðis. í skoðun atli gíslason segir að fyrningarleiðin verði ekki farin óbreytt ef niðurstöður nefndarinnar benda til að hún hafi skaðleg áhrif á landsbyggðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.