Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 43
föstudagur 26. júní 2009 43Sport Lífið ekki aLLtaf Ljúft á BernaBeu Silfurdrengirnir okkar eru komnir inn á enn eitt stórmótið í handbolta. Þrátt fyrir að geta aldrei stillt upp sínu sterkasta liði vann Ísland sinn riðil í undankeppni Evrópumótsins. Kynntir voru til sögunnar nýir, ungir leikmenn sem svo sannarlega stóðu fyrir sínu þegar á þá var kallað. Ísland fékk þægilegan drátt þegar dregið var í riðla fyrir EM í Austurríki á næsta ári. Lemstrað siLfurLiðið komið tiL austurríkis Aðeins tveimur mánuðum eftir æv- intýrið í Peking á síðasta ári þar sem strákarnir okkar, íslenska handknatt- leikslandsliðið, urðu silfurdrengirnir okkar hófst næsta verkefni. 29. okt- óber mættu Belgar í Laugardalshöll- ina í fyrsta leik þriðja riðils undan- keppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki á næsta ári. Keppt var með nýju fyrirkomulagi í ár. Hing- að til hefur dugað að leika heima og heiman gegn einni þjóð en nú tamdi evrópska handknattleikssamband- ið sér það sem hefur tíðkast hefur í knattspyrnunni. Leikið var í sjö fimm liða riðlum og drógust Íslendingar með Noregi, Makedónum, Eistlend- ingum og Belgum. Fyrirfram góðir möguleikar til staðar en enginn gat séð fyrir öll meiðslin sem áttu eftir að hrjá liðið. Þórir tryggði stigið Eftir öruggan skyldusigur á Belgum, 40-21, var haldið til Noregs í fyrsta al- vöru verkefnið. Noregur hefur yfir að ráða gífurlega sterkum hópi en í ís- lenska liðinu voru meiðslin farin að gera vart við sig. Ólafur Stefánsson hafði dregið sig úr landsliðinu og þá var vélmennið Alexander Petterson meitt. Leikstjórnandi liðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, var einnig frá. Logi Geirsson, sem síðar átti einn- ig eftir að meiðast, fór gjörsamlega á kostum í Noregi og skoraði þrettán mörk. Ísland sýndi í Noregi fádæma karakter að ná stigi úr leiknum þegar ekkert benti til þess að svo yrði. Þórir Ólafsson, sem kom inn í liðið á kostn- að Alexanders, hefur sýnt að breidd- in er alltaf að verða meiri í liðinu og skoraði hann sigurmarkið þegar ör- fáar sekúndur voru eftir. Ungviðið kynnt til leiks Tæpum mánuði eftir leikinn í Nor- egi léku Íslendingar æfingaleiki gegn heimsmeisturum Þjóðverja í Ober- hausen og Koblenz. Reyndar áttu Íslendingar eftir að fara í gegnum langa æfingaleikjahrinu í byrjun árs þar sem það lék átta leiki á níu dög- um. Þýskalandsleikirnir voru þegar horft er til baka æði mikilvægir. Þar fengu stórt hlutverk í liðinu ungu strákarnir Aron Pálmarsson, Sigur- bergur Sveinsson og Rúnar Kárason. Þessi framtíðarútilína landsliðsins fór gjörsamlega á kostum í jafntefli og sigri gegn heimsmeisturunum. Þarna lágu klárlega einir mikilvæg- ustu leikirnir fyrir íslenska liðið því innkoma þessara drengja, þó að- allega Arons og Sigurbergs, skipti sköpum þegar upp var staðið. Magnað í Makedóníu Það tók á hverja íslenska sál að horfa upp á Makedóníumenn fagna eins og óða menn eftir að þeir tryggðu sér farseðilinn á HM í Króatíu í Laugar- dalshöllinni. Ísland átti því harma að hefna eftir ófarirnar í Skopje á síðasta ári en bjartsýnin var ekki mikil með lemstrað lið á þessum gífurlega erf- iða heimavelli. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, leiddi liðið til sig- urs en í Makedóníu átti ungstirnið Aron Pálmarsson hreint magnaðan leik. Undir lok leiksins, þegar mest á reyndi, raðaði Aron inn mörkunum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að leika með landsliðinu. Íslenska vörnin skellti einnig í lás og hafði Ísland magnaðan sigur, 29- 26. Sannkallaður karaktersigur liðs- ins sem var nú komið í afar góð mál. Eistlendingar voru svo lítil fyrirstaða á heimavelli nokkrum dögum síðar. Lokatörnin kláruð með stæl Síðustu fjórir leikir riðilsins voru leiknir nú í júní á ellefu dögum. Eftir torsóttan en auðveldan sigur á Belg- um fengu Íslendingar tvö tækifæri til þess að koma sér á EM í Austur- ríki á heimavelli í leikjum gegn Nor- egi og Makedóníu. Það tókst í seinni tilrauninni þegar Makedóníumönn- um var rústað í höllinni eftir jafn- tefli gegn Noregi. Nú var það Sigur- bergur Sveinsson sem var stjarnan en þessi ungi Haukadrengur var sér og sínu félagi til sóma í leikjunum. Áræðnin og krafturinn var lyginni líkast og ljóst er að Guðmundur og silfurdrengirnir hafa skapað um- hverfi sem afar auðvelt er fyrir nýja og unga stráka að fóta sig í. Spennu- fallsjafntefli gegn Eistlendingum var dökkur blettur á riðlinum en Ísland endaði í efsta sæti riðilsins, án þess að stilla upp sínu sterkasta liði í svo mikið sem einum leik. Sigurstranglegir Dregið var í riðla á miðvikudaginn fyrir Evrópumótið í Austurríki. Ís- land fékk fínan riðil svo það sé bara sagt hreint út. Leikur með Dönum sem liðið þekkir afar vel, heima- mönnum í Austurríki sem Dag- ur Sigurðsson þjálfar og Serbum. Komist Ísland í milliriðla leikur það gegn Króötum, Noregi og/eða Rúss- um. Það sleppur því við að mæta liðum eins og Þýskalandi, Frakk- landi, Svíþjóð, Póllandi og Spáni fyrr en í undanúrslitum komist lið- ið svo langt. Ljóst er að Ísland verður ekki tal- ið neitt annað en sigurstranglegt á mótinu. Það sýndi handknattleiks- heiminum svo um munaði í Peking að hér er mætt sterkt lið til leiks. Geti Ísland stillt upp sínu sterkasta liði er sviðið svo sannarlega sett upp fyrir draumamót hjá íslenska liðinu. Efniviðurinn er svo sann- arlega til staðar og þjálfarinn er al- veg með á hreinu hvað hann vill fá frá liðinu. Nægur tími er til stefnu að koma mönnum í lag þannig að íslenska þjóðin getur væntanlega ekki beðið eftir janúarmánuði og enn einu stórmótinu. Væntanlega fara allir fram úr sér í væntingum. En það er bara hluti af því að halda með íslenska landsliðinu í hand- bolta. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is „Áræðnin og kraftur- inn var lyginni líkast og ljóst er að Guðmundur og silfurdrengirnir hafa skapað umhverfi sem afar auðvelt er fyrir nýja og unga stráka að fóta sig í.“ Aron Pálmarsson Einn af ungu strákun- um sem fóru á kostum í undankeppninni. MyNd RÓbeRT ReyNiSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.