Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 44
föstudagur 26. júní 200944 Sakamál Mary Bell Æska Mary Bell var ekki gæfurík. Betty móðir hennar var vændiskona frá newcastle og eignaðist Mary aðeins sextán ára að aldri árið 1957. samkvæmt frásögnum ýmissa ættingja hugðist Betty fyrirkoma dóttur sinni og láta líta út sem um slys hefði verið að ræða þegar Mary var barn að aldri. Betty lét aldrei verða af fyrirætlun sinni, en Mary var hins vegar ellefu ára þeg- ar hún var dæmd fyrir morð á tveimur drengjum, fjögurra og þriggja ára. Lesið um Mary Bell í næsta helgarblaði dV. Presturinn og kórstúlkan Presturinn og kórstúlkan höfðu átt í ástarsambandi í fjögur ár. Lítil leynd hafði hvílt yfir sambandinu og var það á flestra vitorði, einnig maka prestsins og kórstúlkunnar. Ástarfundur sem þau áttu undir villi- eplatré varð þeirra síðasti. Eleanor Mills var klædd í bláan kjól með rauðum doppum og svarta nælonsokka. Blár flauelshattur hennar lá við hliðina á líkinu. Um háls hennar var brúnn silkiklútur, gegnvotur blóði. Hún lá endilöng við hlið elskhuga síns og lá vinstri hönd hennar á hægra hné hans. Panamahattur séra Halls lá yfir andliti hans og hægri handleggur hans var undir öxlum Eleanor. Árið var 1922 og Eleanor Mills hafði verið 34 ára og Edward Hall 41 árs. Við vinstri skósóla Halls lá nafnspjald hans og rifrildi af bréf- um og kortum lágu á víð og dreif á milli þeirra. Í einu bréfi, frá henni til hans, stóð: „Ó, ástin, ég loga í dag. Brennandi, logandi ást.“ Prestur og kórstúlka Hann var séra Edward W. Hall, prestur biskupakirkju heilags Jó- hannesar í New Brunswick í New Jersey í Bandaríkjunum. Hall var kvæntur Frances Noel Stevens, erf- ingja einhvers hluta auðæfa John- son & Johnson. Elenaor Mills söng í kór kirkj- unnar og eiginmaður hennar var kirkjuvörður í kirkjunni. Presturinn og kórstúlkan höfðu átt stefnumót undir villieplatré á ónýttu ræktarlandi í útjaðri bæj- arins fimmtudagskvöldið 14. sept- ember, 1922. Lík elskendanna fundust ekki fyrr en að morgni laugardags og þá þegar moraði háls Elenaor í möðkum. Edward Mills hafði verið skotinn einu skoti fyrir ofan hægra eyra. Eleanor hafði verið skot- in þremur skotum hægra megin í ennið, einu undir hægra augað og einu fyrir ofan hægra eyrað. Tunga Eleanor hafði verið skor- in burt og barkakýlið fjarlægt. Á allra vitorði Þrjátíu og tveggja kalibera byssu- kúla fannst skammt frá líkunum. Önnur byssukúla féll úr hatti Ed- wards þegar í líkhúsið var komið. Síðar fundust fleiri byssukúlur eftir að vitni sem þekkt var sem „Svína- konan“ gaf sig fram. Ástarsamband Eleanor og Ed- wards var ekki nýtt af nálinni, það hafði staðið í um fjögur ár áður en morðin voru framin og var á allra vörum í sókninni. Að sögn eins ná- granna hittust presturinn og kór- stúlkan síðdegis daglega á heimili Elenaor. Við rannsókn málsins bar Lousie Geist, þjónustustúlka á heimili prestsins, að Eleanor hefði hringt á heimilið klukkan 7 að kvöldi þess 14. september. Í kjölfar þeirrar símhringingar hefði séra Hall yfirgefið húsið og sagt að hann ætlaði að hitta frú Mills vegna lyfja- reiknings. Framburður þjónustu- stúlkunnar var studdur af eigin- konu Edwards. Daginn eftir sagði Willie Stev- ens, bróðir eiginkonu Edwards, sem af flestum var talinn vangef- inn, þjónustustúlkunni að eitthvað hræðilegt hefði gerst um nóttina. Framburður eigin- manns Eleanor Að sögn James E. Mills, eiginmanns Eleanor, hafði eiginkona hans far- ið út að loknum kvöldverði þetta kvöld til að hringja í Edward Hall. Hún kom heim skömmu síðar til þess eins að fara aftur út og manaði James til að elta hana ef hann vildi vita hvert hún væri að fara. Klukkan ellefu það kvöld fór James til kirkjunnar í von um að finna Eleanor og aftur klukkan 2 eftir miðnætti. Þegar hann svo mætti til vinnu í kirkjunni daginn eftir spurði hann Frances Hall hvort hún héldi að makar þeirra hefðu hlaupist á brott, en hún svaraði á þann veg að hún teldi þau vera dauð. Á skrifstofu séra Halls fann Jam- es grein um presta og hjónaskiln- aði sem James vissi að Eleanor hafði klippt út úr dagblaði. Við rannsókn málsins kom einnig í ljós að séra Hall hafði treyst starfsbróður sínum fyrir því að hann hygðist hlaupast á brott með Eleanor og að skyldmenni eiginkonu hans hefði hótað hon- um lífláti. Hin grunuðu Þau sem lágu undir grun um morð- in voru Willie Stevens sem átti 32 kalibera skambyssu, en fingra- för hans höfðu einnig fundist á nafnspjaldi prestsins á morðstað, bróðir hans, Henry, sem var skytta ágæt og einnig bendlaðist við mál- ið Henry nokkur Carpender því viku eftir morðin var eigandi tób- aksverslunar einnar beðinn þess lengstra orða af Willie að neita öll- um orðrómi sem hann kynni að heyra um aðild Halls-, Stevens- og Carpender-fjölskyldnanna að morðunum. Einnig lá parið sem fann líkin upphaflega undir grun og samtök Ku Klux Klan voru nefnd til sög- unnar og talið að samtökin hefðu látið taka elskendurna af lífi vegna ósiðlegs athæfis. Að lokum fór þó svo að Franc- es Hall, bræður hennar Willie og Henry, og Henry Carpender, frændi Frances, voru ákærð fyrir morðin. Réttarhöld í upplausn Réttarhöldin einkenndust af óstjórn og ráðleysi og málinu var vísað frá árið 1926 þegar eiginmað- ur Lousie Geist, þjónustustúlk- unnar, krafðist ógildingar. Hann fullyrti að Louise hefði fengið 5.000 dali frá Hall-fjölskyldunni fyrir að þegja um að hafa tjáð Frances, að kvöldi 14. september, 1922, að eig- inmaður hennar hygðist stinga af með kórstúlkunni. Síðar fullyrti einn lögreglumaður sem kom að rannsókninni að hann hefði, líkt og Louise, fengið 5.000 dali af Henry Carpender fyrir að yfirgefa fylkið. Vitnisburður áðurnefndrar „Svínakonu“, Jane Gibson, var á þá leið að hún hefði þetta örlaga- ríka kvöld heyrt hunda sína gelta að manni á kornakri hennar. Þegar hún elti manninn varð hún vitni að morðunum undir villieplatrénu. Hún bar kennsl á Henry Carpend- er sem skotmanninn, og í fylgd með honum voru Frances, Willie og Henry Stevens. Seinna fullyrti hún að hún hafi farið aftur á stað- inn og þá séð Frances gráta yfir líki eiginmanns síns. Svona hljóðaði saga hennar árið 1926. Ótrúverðug „Svínakona“ Því miður hafði Jane „Svínakona“ sagt dagblaði sögu sína árið 1922; þá hafði hún séð fjórar manneskj- ur undir eplatrénu, tvo karlmenn og tvær konur. Árið 1926 voru manneskjurnar orðnar sex; fórn- arlömbin og fjórar manneskjur að auki. Reyndar var það svo að fram- burður „Svínakonunnar“ breyttist í hvert skipti sem hún sagði söguna. Kviðdómur lagði ekki trúnað á frásögn „Svínakonunnar“ og hin- um ákærðu var sleppt og enginn var nokkurn tímann sakfelldur vegna morðanna á prestinum og kórstúlkunni. uMsjón: koLBeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is KOMDU Í ÁSKRIFT :: hringdu í síma 515 5555 eða :: sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða :: farðu inn á www.birtingur.is og komdu í áskrift dV0906246237 dV0906248721 Eleanor hafði verið skotin þrisvar sinnum hægra megin í enn- ið, einu undir hægra augað og einu fyrir ofan hægra eyrað. Sviðsetning á morðstaðnum Lík prestsins og kórstúlkunnar lágu hlið við hlið. Eleanor Mills galt ást sína með lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.