Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 2
Miklar endurbætur standa nú yfir á húsi Bjarna Ármannssonar, fyrr- verandi forstjóra Glitnis, við Bakka- vör á Seltjarnarnesi. Iðnaðarmenn keppast nú við að lagfæra húsið sem er meira en 20 ára gamalt og hefur aldrei verið lagfært fyrr en nú. Bjarni hefur búið í húsinu í þrjú ár en hann hefur verið búsettur í Nor- egi frá því í ágúst síðastliðinn. Byrj- að var á framkvæmdunum við húsið í janúar síðastliðnum og hefur á ann- an tug iðnaðarmanna unnið við það upp á dag síðan. Í símtali við DV vill Bjarni að- spurður ekki tjá sig um breytingarn- ar á húsinu og því er ekki hægt að komast til botns í kostnaðinum. Hins vegar má reikna með að hann sé gríðarlegur miðað við umfang breyt- inganna. Koma heim í nánast nýtt hús Eins og DV.is greindi frá í vikunni er Bjarni á leiðinni heim til Íslands með fjölskyldu sína og má ætla að hann vilji að framkvæmdirnar verði langt komnar þegar hann kemur heim. Ein af ástæðunum fyrir heimkomu Bjarna er að börn hans geti sest á skólabekk hér á landi í haust. Ekki er vitað hvað Bjarni hyggst taka sér fyrir hendur eftir að hann flytur heim en hann hefur einbeitt sér að alls kyns fjárfestingum upp á síðkastið og keypti meðal annars nýlega bresku sælgætisverksmiðjuna Elizabeth Shaw af Nóa Siríus. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir hvort framkvæmdunum verður lokið fyrir heimkomu Bjarna. Allt rifið út úr húsinu Samkvæmt heimildum DV hefur allt verið rifið út úr húsinu og nýtt sett inn. Skipt hefur verið um glugga í húsinu og nýtt þak sett á það en þak- ið mun hafa lekið. Svo hefur verið settur stigi sem mun ná af svölum hússins og út í garðinn. Ekki er hins vegar verið að stækka húsið eða bæta við það að grunnfleti. „Myndir þú þora þessu?“ Íbúi í hverfinu, sem vill ekki láta nafn síns getið, segir að á milli átta til tíu bílar iðnað- armanna hafi verið fyrir utan hús Bjarna síðustu mánuði og að á annan tug iðnaðarmanna hafi unn- ið við það. Hann segir að mikið hafi verið skrafað í hverfinu um breytingarnar á húsi Bjarna og að fólk undrist hvern- ig hann þori að standa í slíkum stór- framkvæmdum í kreppunni. Á dög- um góðærisins var mjög algengt að auðmenn keyptu hús og rifu allt út úr þeim og settu inn nýtt en lítið hef- ur frést af slíku eftir hrunið í haust: „Myndir þú fara að gera þetta ef þú þú værir þessi maður?“ spyr íbúinn í hverfinu og bætir við: „Mér finnst stórfurðulegt hvernig hann þorir að gera þetta á þessum tíma. Þetta er einn af mönnunum sem byrjuðu á þessu (innskot blaðamanns: út- rásinni),“ segir íbúinn sem segir mik- ið hafa gengið á við framkvæmdirnar frá því í janúar. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á húsi Bjarna Ármannssonar á Seltjarnarnesi. Allt hefur verið rifið út úr hús- inu og nýtt sett inn. Á annan tug iðnaðarmanna hefur unnið að framkvæmdunum síðan í janúar. Íbúi í hverfinu á Nesinu segist vera undrandi yfir því hvernig Bjarni þori að standa í slíkum framkvæmdum í kreppunni. föstudagur 26. júní 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni skattar hækka Meirihluti þátttakenda í viðhorfskönnun MMR fyr- ir DV segist sammála því að ríkisstjórnin sé nauð- beygð til að hækka skatta. Ólafur Ísleifsson segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart. „Ég tel að þetta sýni bara að almenningur áttar sig á því að það eru engir kostir í efnahagsmálum sem eru raunverulega til vinsælda fallnir,“ segir hann. Þór Saari tekur í sama streng. Hins vegar er munur á við- horfi fólks eftir tekjuhópum. Þeir tekjulægstu eru mest á móti skatta- hækkunum en mestan stuðning fá þær frá þeim tekjuhæstu. Menntun litar einnig afstöðu fólks að því leyti að flestir þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi eru „mjög ósammála“ því að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til þess að hækka skatta. Í öllum öðrum menntunarflokk- um er meirihluti fólks „frekar sammála“ fullyrðingunni. snekkja og skuldir Menn á vegum Steingríms Wern- erssonar, sem kenndur er við Milestone, hafa unnið að því að flytja snekkju í hans eigu úr landi. Snekkjan var hífð upp á bakka í Sundahöfn fyrir síðustu helgi. Stein- grímur hefur selt hjólhýsi sitt, torfæruhjól og lúxusjeppa síðustu vikur og er fluttur til Bretlands. Málaraverktaki sem vann við 600 fermetra einbýlishús hans er kominn í skuldamál við Steingrím vegna 2 milljóna króna sem hann telur að Steingrímur skuldi sér. Steingrímur var ásamt Karli Wernerssyni, bróður sínum, atkvæðamikill í íslensku útrásinni í gegnum félag sitt Milestone. dæmdur fyrir hótanir Hornfirðingurinn Bjarki Kárason var dæmd- ur í sex mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn fjölskylduföður og tíu ára dóttur hans. Bjarki reyndi að fá manninn til að draga til baka kæru á hendur Bjarka og félaga hans fyrir alvarlega líkamsárás nokkrum mánuðum áður. Þetta gerði hann rétt áður en málið fór fyrir dóm. Fjölskyldufaðirinn sagðist í sam- tali við DV vera feginn að þetta mál væri búið, það hefði verið langt og erfitt. Bjarki hringdi á heimili fjölskylduföðurins að kvöldi og svaraði tíu ára dóttir mannsins. Dómara þótti sýnt fram á, gegn neitun Bjarka, að hann hefði hótað bæði dótturinni og manninum. 2 3 1 dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjUdagUr 23. júní 2009 dagblaðið vísir 91. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 FLESTir SKiLja SKaTTaHÆKKanir FréTTir BARÐI OG NIÐURLÆGÐI FJÖLSKYLDUFÖÐUR: SnEKKjan SEnd úr Landi HÓTAÐI SVO TÍU ÁRA DÓTTUR ViLTU SjÁ PaBBa þinn aLBLÓðUgan aFTUr? „nú SKaLTU draga þESSa KÆrU TiL BaKa” „VEiSTU HVEr þETTa Er?” STúLKan gréT MEð SÁran EKKa gEKK í SKrOKK Á FÖðUrnUM í FjÓra TíMa sv ið se tt m yn d FréTTir STEingríMUr WErnErSSOn SELUr Eignir MÁLari í SKULdaMÁL gEgn HOnUM „ég TaPaði ÖLLU“ BUBBi MOrTHEnS FÓLK PaSSaðU þig Á FaCEBOOK nEyTEndUr 1.000.000.000 HUngraðra í HEiMinUM SViðSLjÓS BESTU Búningar BrUnOS FréTTir STjÓrnin nÖTrar ELdFiMT iCESaVE Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Helmingur þátttakenda í nýrri við- horfskönnun Markaðs- og miðla- rannsókna, MMR, er sammála því að ríkisstjórninni sé nauðugur sá kostur að hækka skatta. 22,6 prósent segjast „mjög sammála“ en 27,5 eru „frekar sammála“. Nokkru færri, eða 36,7 prósent, eru ósammála því að skattahækk- anir séu nauðugur kostur fyrir ríkis- stjórnina. Þar af segjast 17,8 prósent vera „mjög ósammála“ en 18,9 „frek- ar ósammála“. 13,2 prósent segjast hvorki sammála né ósammála. Deilt um einstaka hækkanir „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir Ól- afur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Ég tel að þetta sýni bara að almenningur átt- ar sig á því að það eru engir kostir í efnahagsmálum sem eru raunveru- lega til vinsælda fallnir,“ segir Ólaf- ur. Margar þær hugmyndir sem ríkis- stjórnin hefur kynnt til skattahækk- ana hafa engu að síður hlotið mikla gagnrýni. Ólafur segir að gera verði greinarmun á einstaka skattahækk- unum og afleiðingum þeirra, og síð- an þeirri almennu stefnu að hækka skatta til að sækja auknar tekjur í rík- issjóð. „Það verður að jafna þennan mikla halla sem orðinn er á ríkis- sjóði og greinilegt að menn átta sig á því að skattahækkanir hljóta að vera nauðsynlegur þáttur í því, samhliða niðurskurði útgjalda, þó deila megi um einstakar ákvarðanir og fram- kvæmd þeirra,“ segir Ólafur. Einföldun á flóknu máli Þór Saari, þingmaður Borgarahreyf- ingarinnar og hagfræðingur, segir niðurstöður könnunarinnar held- ur ekki koma sér á óvart. „Það gef- ur augaleið að það hefur orðið mik- ið tekjufall hjá ríkissjóði og það þarf einhvern veginn að mæta því, frekar með sköttum en niðurskurði. Það er okkar afstaða. Aftur á móti er mik- ið af þessum vanda til komið vegna efnahagshrunsins og við teljum að ríkisstjórnin sé að nálgast það mál með röngum hætti. Það er síðan önnur saga. Mér finnst þetta í raun einföldun á afar flóknu máli. En vissulega þurfa að koma til skatta- hækkanir til að koma ríkissjóði yfir erfiðasta hjallann,“ segir Þór. Fjárlagagatið er 20 milljarðar á þessu ári en gert er ráð fyrir 170 milljarða króna halla á næstu þrem- ur árum. Í tilraun til að fylla upp í þetta gat hefur ríkisstjórnin lagt til ýmsar skattahækkanir. Þar á meðal er hinn umdeildi sykurskattur, há- tekjuskattur á tekjur yfir 700 þúsund krónum og hækkuð skattprósenta á fjármagnstekjur. Tekjulágir mótfallnir hækkunum Nokkur munur er á afstöðu svarenda þriðjudagur 23. júní 20098 Fréttir „Vissulega þurfa að koma til skatta- hækkanir til að koma ríkissjóði yfir erfiðasta hjallann.“ MEIRIHLUTI SKILUR SKATTAHÆKKANIR Ólafur Ísleifsson Þór Saari Erla HlynSDÓTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Hversu sammála eða ósammála ertu eftir-farandi fullyrðingu? ríkisstjórninni er nauðugur sá kostur að Hækka skatta.“ 17,8% m jö g ó sa m m á la 18,9% fr ek a r ó sa m m á la 13,2% H v o r k i n é 27,5% fr ek a r sa m m á la 22,6% m jö g sa m m á la nMjög sammála n Frekar sammála nHvorki né n Frekar ósammála nMjög ósammála 800 þúsund eða meira undir 250 þúsund 250-399 þúsund 400-599 þúsund 600-799 þúsund 14,3% 25,1% 24,9% 25,7% 29,6% 19,2% 23,8% 31,8% 35,3% 24,4% 8,9% 12,7% 11,9% 12,4% 21,8% 22,6% 17,6% 16,6% 15,5% 18,5% 18,6% 10,8%14,8% 21,1%22,1% afstaða eftir Heimilistekjum Tekjur skipta máli Meirihluti telur að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að hækka skatta. Skoðanir eru hins vegar skiptar eftir tekjuhópum. eftir tekjum heimilisins. Þannig er stærsti hluti þeirra sem hafa heimil- istekjur undir 250 þúsundum „frekar ósammála“ því að ríkisstjórninni sé nauðugur sá kostur að hækka skatta. Skoðun stærsta hluta þeirra sem eru í tekjuhópum á bilinu 250 til 799 þús- und er hins vegar einkennandi fyrir heildina en þeir segjast „frekar sam- mála“ fullyrðingunni. Fólk með 800 þúsund krónur eða meira í heimilis- tekjur er síðan „mjög sammála“. Einnig er eftirtektarvert að í hópi þeirra sem segjast hvorki sammála né ósammála fullyrðingunni eru hlutfallslega flestir með heimilis- tekjur undir 250 þúsund krónum en fæstir með 800 þúsund krónur eða meira. Grunnskólamennt- aðir skera sig úr Menntun litar einnig afstöðu fólks að því leyti að flestir þeirra sem að- eins luku grunnskólaprófi eru „mjög ósammála“ því að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til þess að hækka skatta. Í öllum öðrum menntunarflokkum er meirihluti fólks „frekar sammála“ fullyrðingunni. MMR kannaði afstöðu fólks til málsins í netkönnun fyrir DV dagana 9. til 13. júní. Úrtakið var 18-67 ára Íslendingar valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls tóku 849 þátt í könnuninni. Þar af svör- uðu 806, eða 95 prósent, spurning- unni: „Hversu sammála eða ósam- mála ertu eftirfarandi fullyrðingu? Ríkisstjórninni er nauðugur sá kost- ur að hækka skatta.“ Vikmörk í könnuninni, þegar lit- ið er til svara allra þeirra sem svara, eru á bilinu 2,3 til 3,1 prósent. Stærst eru vikmörkin hjá þeim sem segjast frekar sammála fullyrðingunni en minnst hjá þeim sem segjast hvorki sammála né ósammála. þriðjudagur 23. júní 2009 9 Fréttir 200 9 Skýr greinarmunur Ólafur ísleifsson segir að gera verði greinarmun á einstaka skattahækkunum og þeirri almennu hugmynd að hækka skatta til að auka tekjur ríkissjóðs. Röng nálgun þór Saari telur skatta- hækkanir ákjósanlegri en niðurskurð til að minnka halla ríkissjóðs. Honum finnst ríkissjórnin þó nálgast vandann með röngum hætti. STAKK EINN og SKAR ANNAN Tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuðir skilorðsbundnir, bíða Frans Friðrikssonar, 21 árs Hafn- firðings, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa stungið einn ung- an mann sem hann átti í útistöðum við og skorið annan. Frans var ákærður fyrir tilraun til manndráps og alvarlega líkamsár- ás eftir að hann særði mennina fyr- ir utan Hverfisbarinn 13. desember í fyrra. Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um tilraun til manndráps að ræða. Samskipti mannanna hófust inni á skemmtistaðnum Hverfisbarnum. Frans var þar ásamt systur sinni, vinkonum hennar og kærasta syst- ur sinnar. Kærastinn bað Frans að sættast við menn sem voru inni en Frans sagðist ekki hafa viljað gera það enda hefðu þeir barið hann fyrir utan Hlöllabáta sumarið 2007. Þessi neitun hans leiddi til rifrildis milli Frans og nokkurra ungra manna sem endaði á því að Frans flýtti sér út. Hann sagði einn mannanna hafa beðið dyravörð um að henda sér út svo þeir gætu barið hann en dyra- vörðurinn hafi ekki orðið við því. Eftir að út var komið hélt Frans að bíl sínum en ákvað eftir nokkra umhugsun að fara ekki af vett- vangi líkt og á flótta heldur keyra að skemmtistaðnum. Nokkru síðar komu mennirnir út og segist Frans hafa spurt þá að nafni en þeir að hann hafi hótað þeim. Tveir mann- anna komu þá að bílnum bílstjóra- megin og var annar þeirra kom- inn hálfur inn um gluggann þegar manninum fannst sem hann hefði verið barinn. Á sama tíma gaf Frans í og ók á brott. Það var ekki fyrr en skömmu seinna sem uppgötvaðist að maðurinn sem fór inn um glugga bílsins var blóðugur, hafði verið stunginn, félagi hans var sár eftir skurð með hnífnum. Hvorki þeir né félagi þeirra sem var á glugganum farþegameginn sáu hvað gerðist. Dómari sagði að sökum aðdrag- anda árásarinnar væri ekki hægt að segja að Frans hafi ætlað sér að bana manninum sem hann stakk og sýknaði hann því af ákæru um tilraun til manndráps. Hins vegar væri það sérstaklega hættuleg árás að sveifla hníf að tveimur mönnum og hafi í raun hending ein ráðið því að ekki fór verr. Frans var dæmdur til að greiða öðrum manninum hálfa milljón króna í bætur og hinum 80 þúsund krónur. Loks þarf hann að greiða tæpar tvær milljónir króna í máls- varnar- og sakarkostnað. BRynjólfuR ÞóR GuðmundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Árás við Hverfisbarinn Mönnunum laust saman fyrir utan Hverfisbarinn eftir að hafa rifist þar inni. þriðjudagur 23. júní 20092 Fréttir FLYTUR SNEKKJUNA ÚR LANDI Snekkja útrásárvíkingsins Stein- gríms Wernerssonar var hífð upp úr Sundahöfn í Reykjavík síðasta föstu- dag og sett á fleka í höfninni þar sem hún bíður þess að vera flutt úr landi með gámaflutningaskipi Eimskips á næstu dögum. Snekkjan, sem heit- ir Almira, er af gerðinni Sealine S24 og er talin vera smíðuð árið 2005 eða 2006. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem eru kunnugir slíkum bátum, má ætla að báturinn kosti á fimmta tug milljóna króna. Snekkj- an hefur verið geymd undanfarin ár í Snarfarahöfn í Reykjavík, þar sem samnefndur sportbátaklúbbur hefur aðstöðu. Nafn snekkjunnar, Almira, þýðir jafnan prinsessa. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Steingrímur Wernersson Árland 1 Einbýlishús Steingríms er á besta sta ð í Fossvogi. Málaraverktaki telur Steingrím skulda sér rúmar 2 milljónir krón a vegna málningarvinnu við húsið. „Ég sé ekki að það komi ykkur á nokk- urn hátt við.“ Úr landi Steingrímur Wernersson, sem sést hér ásamt eiginkonu sinni, hefur verið að selja eignir sínar. Á leið til Sundahafnar Snekkj- unni almiru var siglt frá Snarfara- höfn að Sundahöfn fyrir helgi. Á leið úr landi Snekkjan verður flutt úr landi á næstu dögum. þriðjudagur 23. júní 2009 3 Fréttir Steingrímur var ásamt Karli Wern- erssyni, bróður sínum atkvæðamikill í íslensku útrásinni í gegnum félag sitt Milestone. Bræðurnir högnuðust gífurlega og mat Markaðurinn eign- ir hans á 42 milljarða króna í júlí á síðasta ári. Ljóst er að verulega hef- ur hallað undan fæti hjá Steingrími undanfarna mánuði. Selur eignirnar Snekkjan Almira er að öllum líkind- um skráð erlendis, en þegar leitað var í skipaskrá Siglingastofnunar, fannst enginn bátur með nafninu Almira á skrá. Meðal þeirra sem komu að því þegar snekkjunni var siglt úr Snar- farahöfn og yfir í Sundahöfn á föstu- daginn var Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur Steingríms, sem sjálf- ur er búsettur erlendis. Ekki er vitað hvers vegna flytja á bát Steingríms úr landi, en hann hefur verið að selja persónulegar eignir sínar undan- farna mánuði. Þeirra á meðal er Toy- ota Landcruiser 200 jeppi, árgerð 2008 sem Steingrímur seldi í apr- íl. Kaupandinn af bílnum var Stefán Bragi, lögfræðingur hans, og er al- gengt söluverð á slíkum bílum um 12 milljónir króna. Skömmu áður hafði Steingrímur reyndar veðsett bílinn vegna 160 milljóna króna láns sem Ingunn Gyða Wernerssdóttir, syst- ir hans, veitti honum í mars á þessu ári. Auk jeppans hefur hann ný- lega selt sex hjóla torfæruhjól sitt af gerðinni Polaris Sportsman og hjól- hýsi af gerðinni Tabbert Davinci. Kaupandinn að því var eiginkona Tómasar Ottó Hanssonar, sem hef- ur verið framkvæmdastjóri fjárfest- ingafélags Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, Novator. Öll farartækin sem Steingrímur seldi voru veðsett í mars vegna lánsins sem systir hans veitti honum. Við söluna á þeim voru þau hins vegar öll veðbandalaus, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferðar- stofu. Málari í skuldamál Málarafyrirtækið Milli mála, sem sá um málningarvinnu á nýju tæp- lega 600 fermetra einbýlishúsi Steingríms í Árlandi 1 í Fossvogi, er komið í skuldamál við Stein- grím vegna vangoldinna greiðslna upp á rúmar tvær milljónir króna. Málaraverktakinn hóf að vinna við húsið í janúar árið 2008, að mála það bæði að utan og innan. Hann segir að Steingrímur hafi flutt inn í húsið áður en vinnu var lokið, en ekki borgað fyrir þá vinnu sem verktakinn innti af hendi. Hann segir að fulltrúi Steingríms hafi gert honum tilboð um greiðslu sem var talsvert lægri en 2 milljónir. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið það í mál og hafnað tilboðinu. Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður verktakans, staðfestir að skuldin sé komin í innheimtu- meðferð og málið sé á frumstigi. Ágreiningur er um umfang verks- ins. Lögmaðurinn hefur sent Steingrími innheimtubréf og búast má við að næstu skref séu að dóm- kveða matsmenn sem munu taka verkið út til að skera úr um ágrein- inginn. Kemur ykkur ekki við „Ég sé ekki að það komi ykkur á nokkurn hátt við,“ svaraði Stefán Bragi Bjarnason, spurður um áform Steingríms með Almiru. Hann segist aðeins vera að flytja bátinn úr landi fyrir Steingrím, þar sem hann er bú- settur erlendis. Hann segist ekki vita hvort selja eigi bátinn. Stefán Bragi vildi ekki kannast við að málaraverk- takinn væri kominn í skuldamál við Steingrím og sagði að síðast þegar hann vissi hefði hann verið hættur við að stefna Steingrími, enda hefði hann ekki ástæðu til. DV náði ekki tali af Steingrími Wernerssyni við vinnslu fréttarinnar. Hífð upp almira var hífð upp í Sundahöfn. Bjarni Ingimarsson Kristjáni Einarssyni Bjarni Ingimarsson var einn þeirra slökkviliðsmanna sem hætti störf- um hjá Brunavörnum Árnes- sýslu fyrir stuttu vegna ósættis við slökkviliðsstjórann Kristján Ein- arsson. Bjarni hefur nú ráðið sig í slökkvilið Þorlákshafnar en ósætt- inu er ekki lokið. Samkvæmt heimildum DV hringdi Kristján í slökkviliðsstjóra Þorlákshafnar, Guðna Þór Ágústs- son, og tjáði óánægju sína með að Bjarni hefði verið ráðinn í vinnu. Þá krafðist Kristján þess að Guðni myndi leysa Bjarna frá störfum. Heimildarmenn DV segja símtalið hafa verið ansi harðort og á Kristján að hafa hótað því að hringja í Mjólk- urbú Flóamanna þar sem Bjarni vinnur sitt aðalstarf og stefna fram- tíð hans hjá fyrirtækinu í hættu. Í lok símtalsins ku Kristján hafa ráð- ist persónulega á unnustu og fjöl- skyldu Bjarna, þá sérstaklega föður hans sem er góðvinur Guðna. Í farvegi í stjórnsýslunni Heimildir DV herma að Bjarni hafi kært Kristján fyrir athæfið til Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna og að málið sé til umfjöllunar hjá sambandinu núna. Bjarni vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi þar sem það er „í ákveðn- um farvegi í stjórnsýslunni“. DV hafði samband við Guðna Þór, slökkviliðsstjóra í Þorlákshöfn, og hann treystir sér ekki til að tjá sig um málið á þessari stundu. „Ég ætla ekki að gefa neitt út á þetta að svo stöddu. Þetta er mjög viðkvæmt mál.“ Heimildarmenn DV sem þekkja til Brunavarna Árnessýslu telja ljóst að Kristján leggi Bjarna beinlínis í einelti. Mikið ósætti DV skrifaði fyrst um ósætti inn- an Brunavarna Árnessýslu í janúar þegar 25 af 63 slökkviliðsmönnum stefndu Brunavörnum. Snerist mál- ið um síma sem slökkviliðsmenn- irnir fengu svo hægt væri að kalla þá út á öllum tímum sólar- hringsins. Símamálið var korn- ið sem fyllti mælinn í sam- skiptum slökkviliðsmanna við Kristján Einarsson slökkviliðsstjóra en deilur þeirra í milli ná mörg á aftur í tímann. Í samtali við DV í janúar sagðist Kristján ekki kannast við ósætti innan Brunavarna Árnes- sýslu. Hann kenndi kreppunni um pirring vegna vangoldinna síma- greiðslna. DV hafði samband við Kristján vegna símtalsins við Guðna. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þar sem hann hefði brennt sig áður á ummælum sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum. ENN KVARTAÐ UNDAN SLÖKKVILIÐSSTJÓRA Tjáir sig ekki Kristján vill ekkert tjá sig við fjölmiðla um símtalið við guðna. Ólga í Árnessýslu Margir lykilmenn Bruna- varna Árnessýslu létu af störfum fyrir stutt u vegna ósættis við slökkviliðsstjórann. MYND GuðMuNDur VIGfúSSoN „Það er búin að vera bullandi sátta- vinna í þessu máli. Strákarnir vilja fá greitt fyrir að fá símana og bera þá þrjú ár aftur í tímann samkvæmt kjarasamningi. Túlkun á því frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er að það verði að gera. Þó svo við hefð- um látið þá fá góða síma og komið til móts við allskyns kröfur mega sveit- arfélög gera vel við sína menn en það kemur kjarasamningum ekki við,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Árnessýslu. 25 af 63 slökkviliðsmönnum hafa stefnt Brunavörnum Árnessýslu og var málið þingfest í fyrradag. Símana fengu slökkviliðsmennirnir svo hægt sé að ná í þá á hvaða tíma sólar- hrings sem er ef eldur kviknar. Sam- kvæmt kjarasamningum eiga þeir að fá greiddar nítján þúsund krón- ur hver á ári. Sú greiðsla hefur aldrei verið reidd af hendi og krefjast þeir nú greiðslu þrjú ár aftur í tímann fyr- ir að hafa gsm-síma frá slökkviliðinu á sér allan sólarhringinn eins og seg- ir til um í kjarasamningum. Er upp- hæðin sem deilt er um komin upp í um 1,8 milljónir án vaxta og lög- fræðikostnaðar. Óánægja í slökkviliðinu Guðni Á. Haraldsson, lögmaður slökkviliðsmanna, segir sáttavið- ræður standa og á hann ekki von á því að málið fari mikið lengra. „Brunavarnir tóku sér frest til að skila greinargerð um málið en við erum í viðræðum um hvort hægt sé að semja um þetta og greiða þessa upphæð. Við vonum að það tak- ist sátt í málinu og ég á frekar von á því.“ Samkvæmt heimildum DV hefur verið mikil óánægja meðal slökkvi- liðsmanna í Árnessýslu og skilja þeir ekki af hverju málið hefur þurft að ganga svona langt. Heimilidir DV herma enn fremur að Kristján Ein- arsson slökkviliðsstjóri hafi neitað að borga þetta gjald og telja slökkvi- liðsmenn að með því hafi hann vís- vitandi verið að brjóta kjarasamn- inga. Því hafi málið undið upp á sig og slökkviliðsmenn séð sig knúna til að leita til lögfræðings. Kristján kannast ekki við ósætti hjá Brunavörnum og botnar ekki í því af hverju málið fór svona langt. „Þetta mál fór miklu lengra en allir aðilar ætluðu sér. Það hafa hin- ir og þessir slökkviliðsmenn sem standa í þessu komið til mín og þeir ætluðust ekki til þess að þetta mál færi svona. Það eru engir að skella hurðum. Þetta eru fínir strákar sem vilja þessu apparati vel. Vegna and- rúmsloftsins í þjóðfélaginu eru sum- ir hverjir með erfiðar skuldir og því pirraðir inni í sér en það er ekkert ósætti,“ segir Kristján. Einn stór misskilningur „Við höfum engar áhyggjur. Málið verður ekki tekið fyrir fyrr en eftir tvær til þrjár vikur og ég vona að við verðum búnir að ná lendingu fyr- ir það. Þetta er hundleiðinlegt mál,“ segir Kristján og telur það byggt á einum stórum misskilningi. „Við vorum í góðri trú að við vær- um að gera gott og það ætti að ganga frá þessum greiðslum í launaum- ræðunni í desember. Þá hefði þetta leiðrést gagnvart launanefnd sveit- arfélaganna og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. En síðan voru samningarn- ir framlengdir og þetta atriði var ekki með. Ég kenni samt engum um.“ Svipað mál kom upp hjá slökkvi- liðinu í Þorlákshöfn en það gekk frá málinu í fyrra og bað slökkviliðs- menn sína afsökunar. Árnessýsla er nú eina sveitarfélagið sem hefur ekki borgað slökkviliðsmönnum þessar greiðslur. Margrét Katrín Erlingsdóttir, for- maður Brunavarna Árnessýslu, ber ábyrgð á málinu en hún vildi ekkert tjá sig um það af hverju málið hefði gengið svona langt. „Ég er búin að vera að vinna í þessu máli síðan það kom upp og ég vil ekkert tjá mig um það. Þetta er launamál starfsmanna sem ég vil ekki ræða í fjölmiðlum. Það er búið að stefna okkur fyrir dóm og þá þarf ég að passa mig. Við erum búin að vinna að lausn málsins á síðustu mánuðum og ég vona að það leysist sem fyrst.“ Kristján Einarsson föstudagur 23. janúar 20098 Fréttir „Vegna andrúmsloftsins í þjóðfélaginu eru sumir hverjir með erfiðar skuldir og því pirraðir inni í sér en það er ekkert ósætti.“ lilja Katrín gunnarsdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Óánægðir slökkviliðsmenn samkvæmt heimildum dV eru slökkviliðsmenn í Árnessýslu ekki ánægðir með framgöngu slökkviliðsstjóra í málinu. mynd guðmundur Vigfússon Á bakvakt allan sólarhringinn slökkviliðsmönnum hafa ekki verið greiddar nítján þúsund krónur á mann síðustu þrjú árin. mynd stEfÁn Karlsson Ekkert ósætti Kristján Einarsson harmar að lögfræðinga hafi þurft til að útkljá málið og segir ekkert ósætti vera milli sín og slökkviliðsmanna. SLÖKKVILIÐSMENN STEFNA YFIRMANNI „Þetta er mjög viðkvæmt mál.“ lIlja GuðMuNDSDÓTTIr blaðamaður skrifar lilja@dv.is Kornið sem fyllti mælinn dV fjallaði um ósætti i nan Brunavarna Árnessýslu fyrst í janúar. LÆTUR RÍFA ALLT ÚT ÚR HÚSINU SÍNU IngI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Á glitnisrúntinum Hópur mótorhjólamanna veifaði glitnisfána við hús Bjarna. Mótorhjólamennirnir hafa boðað að taka fleiri slíka rúnta heim til bankamanna. „Mér finnst stórfurðu- legt hvernig hann þorir að gera þetta á þessum tíma.“ Allt rifið út allt hefur verið rifið út úr húsi Bjarna Ármannssonar á seltjarnarnesi og nýtt sett inn. Á heimleið Bjarni flyst heim frá noregi ásamt fjölskyldu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.