Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 8
föstudagur 26. júní 20098 Fréttir HINIR RÍKU VERÐA FÁTÆKARI Síðasta ár var auðugasta fólki heims þungt í skauti. Auður þess minnkaði um tuttugu prósent og verulegt skarð var höggvið í raðir þess því auðmönnum fækkaði um tæp fimmtán prósent. Þýskaland getur vel við unað en sömu sögu er ekki að segja um kínverska sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong. Síðan fjármálakreppan skall á heims- byggðinni á síðasta ári hafa hinir rík- ustu í heiminum tapað einum fimmta hluta auðæfa sinna og þeim sem áttu meira en eina milljón bandaríkjadala, 128.520.000 krónur á gengi gærdags- ins, fækkaði um 14,9 prósent þegar fjármálakreppan þurrkaði út gróða tveggja ára. Þetta kemur fram í 13. árlegu Merrill Lynch/Capgemini World Wealth-skýrslunni sem birt var á mið- vikudaginn. Samkvæmt skýrslunni fór heildar- auður ríkasta fólks í heimi, – fólks sem á eignir yfir eina milljón dala nettó, undanskilið er aðalheimili þess og hversdagslegar eigur – undir heildar- auð þess árið 2005 og reiknast nú vera 32,8 trilljónir dala. Merrill Lynch/Capgemini hefur staðið að könnun á sveiflum í auð- söfnun síðan 1996 og hafa síðan þá ekki breytt skilgreiningu sinni á rík- asta fólki heims. Ofurríkum fækkar Samkvæmt skýrslu Merrill Lynch/ Capgemini fengu Bandaríkin einn versta skellinn árið 2008 en þar fækk- aði þeim sem teljast til ríkasta fólks heims um 18,5 prósent, en engu að síður héldu Bandaríkin stöðu sinni sem heimaland flestra ríkustu ein- staklinganna. Þeir telja um 2,5 millj- ónir í Bandaríkjunum og standa fyrir 28,7 prósent af ríkustu einstaklingum heims. Um það bil 35 prósent heildarauðs hinna ríkustu, 32,8 trilljóna dala, til- heyra hinum svokölluðu ofurríku sem eiga eignir yfir 30 milljónir dala hver, um 3.855.600.000 króna. Hinir ofur- ríku eru 0,9 prósent heimsins ríkasta fólks en á síðasta ári fækkaði þeim um nánast fjórðung og auður þeirra dróst saman í sama hlutfalli. Á fréttavef Reuters er haft eftir Dan Sontag, hjá Merrill Lynch/Capgem- ini, að fjárfestar hafi í raun hvergi get- að falið sig árið 2008. „Enginn heims- hluti var óskaddaður í árslok,“ sagði Sontag. Minnst afföll í Þýskalandi Bandaríkin, Japan og Þýskaland eru heimili 54 prósenta ríkasta fólks heims, hlutfallið var 53,3 prósent árið 2007, og í ár þurftu Bretar að bíta í það súra epli að gefa eftir fjórða sætið til Kína. Auk áðurnefndra fimm landa eru Frakkland, Kanada, Sviss, Ítalía og Brasilía á lista yfir þau tíu lönd sem eiga flesta af auðugustu mönnum heims. Sem fyrr segir fækkaði hinum rík- ustu um 18,5 prósent í Bandaríkjun- um. Í Japan nam fækkunin 9,9 pró- sentum, en Þjóðverjar geta vel við unað því fækkun í hópi hinna ríkustu þar nam aðeins 2,7 prósentum. Þess má geta að kínverska sjálf- stjórnarsvæðið Hong Kong fór svo sannarlega ekki varhluta af kreppunni og fækkun í félagsskap hinna ríkustu þar á bæ nam 61,3 prósentum og er Hong Kong nú heimili 37.000 af rík- asta fólki heims. Bjartsýni á bata Dan Sontag sagði að markaðir sýndu merki um bata og að í kjölfar þess að tæknibólan sprakk og árásanna á Tví- buraturnana í New York 2001 hefði auðugu fólki verið kleift að auka við auðævi sín sem nam 9 prósentum á ári frá 2002 til 2007. Sontag sagði að þrátt fyrir að eðli kreppunnar nú og niðursveiflunnar í tæknigeiranum væri af ólíkum toga gætti bjartsýni um að endurheimt auðæfa nú fylgdi svipuðu mynstri og þá. „Engu að síður álítum við að þess sé að vænta að [auðugt fólk] gæti varkárni í ár og á næsta ári,“ sagði Sontag. Bitnar á líknarmálum Í skýrslunni er því spáð að auður hinna auðugustu í heimi muni verða 48,5 trilljónir dala árið 2013 og að Banda- ríkin og Asía/Kyrrahafssvæðið verði þar í fararbroddi. Reiknað er með að Asía/Kyrrahafssvæðið muni árið 2013 velta Bandaríkjunum úr fyrsta sæti listans yfir fjölda ríkustu einstaklinga. Yfir 40 prósent ríkasta fólks heims sögðust hafa skorið niður eyðslu í lúx- usferðalög og –vörur, en 54 prósent sögðust hafa aukið eyðslu í heilsu- tengd mál. Sé horft til líknarmála er því spáð í skýrslunni að þau muni bera skarðan hlut frá borði í ár, en 60 prósent auð- ugra Bandaríkjamanna hyggjast gefa minna til líknar- og mannúðarmála en fyrr. Hins vegar ætla 54 prósent auðugra Japana gefa meira til málefna af þeim toga og var eina landið þar sem spáð var vexti á því sviði . Á fyrri helmingi síðasta árs var ekki að merkja nokkra breytingu á gjaf- mildi auðugra til líknarmála, en mik- il breyting varð þar á á síðasta árs- fjórðunginum þegar auðugt fólk „gaf minna og horfði til færri málstaða“. Fækkun hinna ríkustu Hong Kong – 61,3% rússland – 28,5% Bretland – 26,3% ísrael – 25,5% Kanada – 24,1% írland – 20% Barein – 19,5% Bandaríkin – 18,5% sádi-arabía – 10,9% japan – 9,9% Brasilía – 8,4% Þýskaland – 2,7% kOlBeinn ÞOrsteinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hinir ofurríku eru 0,9 prósent heimsins rík- asta fólks en á síðasta ári fækkaði þeim um nánast fjórðung og auður þeirra dróst sam- an í sama hlutfalli. Peningar og skart fjármálakreppan hefur haft áhrif á eyðslu hinna ríku. Mynd: aFP hong kong fjármála- kreppan hjó stærsta skarðið í raðir ríkra í Hong Kong. Mynd: aFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.