Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 33
föstudagur 26. júní 2009 33Helgarblað „Því fylgir alltaf álag þegar einn úr fjölskyld- unni er í stjórnmálum. Áreitið er stöðugt og það er sjaldnast friður,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, en Ágústa er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþing- ismanns Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi heil- brigðisráðherra. Ágústa stóð þétt við hlið síns manns í gegn- um allan þann ólgusjó sem síðustu mánuðir hafa verið fyrir Guðlaug Þór, íslenska efnahags- kerfið og landið í heild sinni. Þegar bankarnir hrundu var engum hlíft og þegar hið svokall- aða styrkjamál Sjálfstæðisflokksins kom upp beindust öll spjót að Guðlaugi. Vegið að hennar manni Um páskana komst upp um milljónastyrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði þegið og var Guð- laugur Þór harkalega gagnrýndur fyrir aðild sína að málinu. Styrkjamálið vakti mikla reiði og veikti stöðu Guðlaugs sem féll fyrir vikið niður um sæti í alþingiskosningunum vegna útstrikana. Ágústa er allt annað en sátt við gagnrýnina sem Guðlaugur fékk og segir að vegið hafi ver- ið að hennar manni. „Helstu kostir Guðlaugs eru hversu heiðarlegur og pottþéttur hann er. Þarna sá ég hve auðvelt er að koma af stað ósannindum um fólk og afar erfitt að verjast því þegar slík rógsherferð er farin af stað. Það þarf svo lítið til að hefja neikvæða umræðu og eftir að bloggið varð vinsælt er hægt að rústa mannorði fólks með kjaftagangi einum sam- an sem oft á tíðum er á engum rökum reistur. Guðlaugur taldi sig vera að hjálpa flokknum en hann hefur aldrei komið nálægt fjármál- um flokksins og aldrei vitað neitt um þau mál. Flokkurinn stóð illa fjárhagslega og hann hringdi nokkur símtöl til að hvetja menn til að afla fjár fyrir flokkinn. Á þessum tíma lá hann með alvarleg bruna- sár á sjúkrahúsi og átti enga von á að þetta kæmi í bakið á honum eins og raun bar vitni. Mér fannst þetta afskaplega ljótt og ósann- gjarnt. Því miður var oft farið ranglega með staðreyndir í fjölmiðlum og erfitt að leiðrétta slíkt þegar það hefur verið birt,“ segir hún og bætir við að stuðningur innan flokksins hefði mátt vera meiri. „Það var margt mjög rætið sem gekk nafn- laust á blogginu og margir af hans samherj- um hefðu að mínu mati alveg mátt styðja hann betur. Mér fannst þetta styrkjamál blásið mik- ið upp og reynt að búa til eitthvað meira úr því en það í raun var. Það kom vel í ljós síðar þegar upp komst um svipað athæfi Samfylkingarinn- ar. Þá var áhugi fjölmiðla ekki mikill á málinu. Það var að mínu mati mjög áberandi og lýsandi á hversu ólíkan hátt fjölmiðlar nálguðust þessi mál.“ Þrýsti á guðlaug að hætta Ágústa segir að styrkjamálið hafi gengið svo nærri Guðlaugi um tíma að hún hafi viljað að hann hætti í pólitík og myndi snúa sér að öðru. „Ég þrýsti á hann að hætta því mér finnst ekki þess virði að leggja sig fram við hlutina þegar þú færð bara skít og leiðindi að launum. Hann hugsaði sig vel um en pólitíkin er hans líf og yndi og honum fannst ekki koma til greina að hætta. Auðvitað skemmdi þetta fyrir honum að vissu leyti en við höfum fundið fyrir gríð- arlegum stuðningi frá öllum hans góðu liðs- mönnum sem hefur verið ómetanlegur styrkur. Guðlaugur hefur verið afskaplega virkur í sam- skiptum við grasrótina og hann hefur mikla ánægju af því að vera í samskiptum við fólk. Hann verður fljótur að ná sínum fyrri styrk og er nú þegar kominn í góðan gír þótt í stjórnar- andstöðu sé. Það mun svo koma í ljós hve lengi þessi ríkisstjórn hangir, það getur allt gerst í pólitíkinni.“ Spurð um skoðun sína á styrkjum segir Ágústa að styrkir hafi alltaf verið til staðar og þurfi að vera svo stjórnmálaflokkar geti ver- ið starfræktir. „Í flestum tilfellum eru það stuðningsmenn sem leggja, oftast fremur lágar upphæðir, af mörkum og aldrei nokkurn tíma á þeim tíma sem ég hef fylgst með hef ég orðið vör við að þeim fylgi einhverjar skuldbindingar. Eins veit ég að Gulli myndi aldrei láta setja sig í ein- hverja slíka strengi. Hann vinnur ekki þannig enda komast menn ekki langt á þann hátt.“ rækta hjónabandið og fjölskyldulífið Ágústa segir álagið á fjölskylduna hafa verið mikið á þessu tímabili. „Auðvitað reyndi þetta talsvert á okkur. En við ýmsu má búast, það getur allt gerst í pólitík,“ segir hún og bætir við að þau hafi rætt við eldri börnin um það sem var að gerast og sér í lagi þegar umræðan var neikvæð í garð Guðlaugs. „Það hefur ýmislegt gengið á og við vitum ekki alltaf hvað þau heyra í sínu umhverfi og viljum að þau séu vel upplýst. Við getum ekki greint að þetta hafi haft neikvæð áhrif á þau sem betur fer. Við erum samheldin sem fjöl- skylda og leggjum okkur fram um að stilla frí- tíma okkar saman til að gera eitthvað skemmti- legt, það er einfaldlega nauðsynlegt til að rækta hjónabandið og fjölskyldulífið. Við erum dugleg að stunda útivist eins og hjólreiðar og göngu og skreppum í styttri og lengri ferðir út á land. Einn af ókostunum við stjórnmálin er sá að það er sjaldnast hægt að skipuleggja fram í tímann því við vitum yfirleitt ekki hvenær við komumst í frí.“ eignaðist tVíbura 38 ára Ágústa og Guðlaugur Þór kynntust árið 1997 en þá tóku þau þátt í prófköri fyrir borgarstjórnar- kosningar og deildu, ásamt Baltasar Kormáki og Eyþóri Arnalds, kosningaskrifstofu. „Hugmyndin var að fá ungt fólk úr atvinnu- lífinu í borgarpólitíkina og ég endaði sem vara- maður í borgarstjórn. Eftir að hafa rekið fyrir- stolt af honum „Á þessum tíma lÁ Hann með alvarleg brunasÁr Á sjúkraHúsi og Átti enga von Á að þetta kæmi í bak- ið Á Honum eins og raun bar vitni. mér fannst þetta afskaplega ljótt og ósanngjarnt.“ glæsileg Ágústa ber aldurinn vel og er ein af glæsilegri konum landsins. mynd heiða helgadóttir falleg fjölskylda guðlaugur og Ágústa ásamt tvíburunum Þórði Ársæli og sonju dís og önnu Ýr dóttur Ágústu. Á myndina vantar rafn franklín. mynd bragi Þór jósefsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.