Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 14
föstudagur 26. júní 200914 Fréttir Þrálátur orðrómur er um að Íslend- ingar tengist endurreisn Kaupþings í Lúxemborg og tengist með ein- hverjum hætti yfirtöku breska fjár- festingarsjóðsins Blackfish Capital á bankanum. Rowland-fjölskyldan í Bretlandi er helsti eigandi Blackfish en félagið hefur ekki áður fjárfest í fjármálafyrirtækjum. Þeir sem DV hefur haft sam- band við verjast allra frétta eða svara spurningum hvorki játandi né neit- andi. Þeir Íslendingar sem gætu kom- ið til greina sem hugsanlegir eigend- ur eru Bakkavararbræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Robert Tschenguiz, sem var í senn eigandi og stórtækur lántakandi hjá Kaup- þingi. Ekki er víst að fyrrverandi eig- endur eða stjórnendur gamla Kaup- þings geti átt samstarf við Tschenguiz eftir það sem á undan er gengið. Þá stendur skilanefnd Kaupþings í málaferlum við Tschenguiz. Auk þerra eru nefndir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans. Sigurður býr í London og stundar þar fjármálaráðgjöf. Ekki er loku fyrir það skotið að hann og fleiri tengdir gamla Kaupþingi hafi komið að málum hjá Blackfish Capital án þess þó að vera formlegir eigendur að endurreistum bankanum í Lúx- emborg. Þeir gætu verið verktakar, starfsmenn eða ráðgjafar án þess að eiga hlut í bankanum. Lánardrottnar samþykkir Ljóst er að eftir miklu er að slægj- ast en yfirvöld í Lúxemborg hafa lagt talsvert á sig til þess að bjarga bankanum frá gjaldþroti. Fram hef- ur komið að belgísk stjórnvöld sam- þykktu um 28 milljarða króna lán til Lúxemborgar vegna bankans. Yf- irvöld þar verja annarri eins upp- hæð til að greiða fyrir yfirtökunni. Samtals fær endurreistur bank- inn 320 milljónir evra að láni í reiðufé. Nafni hans verður breytt í Banque Havilland S.A. Í byrjun júní samþykktu helstu lánardrottnar Kaupthing bank í Lúxemborg áætlun um endur- skipulagningu bankans , en þeir eiga nær allar útistandandi kröfur í gamla bankann. 23 af 25 bönkum, sem lánað höfðu Kaupþingi sam- þykktu einnig áætlunina um endur- skipulagningu bankans. Í tilkynningu um yfirtökuna segir að með sam- þykki lánardrottna fái allir viðskipta- vinir Kaupthing Bank í Belgíu, Sviss og Lúxemborg, um 23 þúsund við- skiptavinir, innistæður sínar greiddar að fullu. Íslenska ríkið taki auk þess ekki á sig neinar skuldbindingar né leggi til fjármuni vegna endur- skipulagningarinnar. Fram kom að aðgangur íslenskra stjórn- valda að upplýsingum innan úr bankanum um einstaka viðskipta- vini yrði fyrir hendi. Tengsl við Bakkavararbræður Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV, gerði sérstaka grein fyrir Blackfish Capital og Rowland-fjölskyldunni í pistli fyrir um 10 dögum. Þar kom fram að faðir og sonur, David og Jon- athan, stýri Blackfish en hann er rek- inn á Ermarsundseyjunni Guern- sey, sem er þekkt skattaskjól. Í pistli hennar kom fram að til er félag í Lúx- emborg sem tengist bræðrunum Lýði og Ágústi Guðmundssonum. Það er að sínu leyti stofnað af tveim- ur félögum á eyjunni Tortola. Þessu félagi stjórna tveir sjóðir á Guernsey tengdir Blackfish. Þetta bendir til þess að einhver tengsl séu milli Existabræðranna Lýðs og Ágústs annars vegar og Row- lands-fjölskyldunnar hins vegar. Þá rekur Sigrún einnig að sjóður í eigu Roberts Tschenguiz, TDT, tengist einnig Rowland-fjölskydlunni með þeim hætti að hann er að hluta und- ir stjórn félags sem heitir Investec, sem skráð er á Guernsey og tilheyr- ir fjölskyldunni. Því er haldið fram að Tschenguiz hafi notað TDT- sjóð- inn til þess að koma eignum undan skilanefnd Kaupþings sem á í mála- ferlum við hann. Líkur eru því leiddar að því að stórir eigendur gamla Kaupþings og helstu stjórnendur bankans eigi þátt í endurreisn Kaupþings í Lúx- emborg, sem tekur til starfa í næsta mánuði undir nýju nafni. Margt bendir til þess að stórir eigendur gamla Kaupþings og jafnvel fyrrverandi stjórnendur eigi drjúgan hlut að máli við að endurreisa Kaupþing í Lúxemborg. Tengsl eru milli Rowland-fjölskyldufyrirtækisins breska, Roberts Tschenguiz og Bakkavararbræðra. Vísbendingar eru um að Sigurður Einarsson og fleiri fyrrverandi stjórnendur hafi með einhverjum hætti komið að endurreisn Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþingsmenn ganga aftur í Lúx Þetta bendir til þess að tengsl séu á milli Ex- istabræðranna Lýðs og Ágústs annars vegar og Rowland-fjölskyldunn- ar hins vegar. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fundur í Exista Lýður guðmunds- son (t.v.) og Ágúst guðmundsson (fyrir miðju): tengsl eru milli þeirra og rowland-fjölskyldunnar. Fyrrverandi stjórnarformaður sigurður Einarsson veitir fjármálaráðgjöf í London. Hann þekkir innviði bankastarfsemi Kaupþings í Lúxemborg nefndur til sögunnar robert tschenguiz er meðal þeirra sem eru nefndir í tengslum við bankann. Spænski bankinn Aresbank hefur stefnt Nýja Landsbankanum, Fjár- málaeftirlitinu og ríkissjóði. Verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur á miðvikudag í næstu viku. Bank- inn á kröfu á hendur Landsbankanum sem enn er inni í gamla bankanum. Telur bankinn að það standist ekki lög að færa ekki kröfuna yfir í nýja Lands- bankann. Ekki liggur ljóst fyrir hvern- ig skuld Landsbankans við spænska bankann kom til. Eitt af því sem forsvarsmenn spænska bankans setja fyrir sig er að þeim þykir sér mismunað. Þannig hafi innistæða þeirra og annarra fjár- málastofnana ekki verið flutt yfir í nýja bankann. Hins vegar hafi aðrir sem áttu sambærilegar innistæður, en voru ekki fjármálastofnanir, fengið sínar innistæður fluttar yfir í nýja bankann. Í samtali við DV segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmað- ur og verjandi Fjármálaeftirlitsins og ríkissjóðs, að spænski bankinn hafi talið sig eiga hefðbundna innistæðu í Landsbankanum í haust þegar bank- inn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlit- inu. Um sé að ræða fimm millifærslur sem hafi borið umsamda vexti á láns- tímanum. Þetta hafi ekki verið hefð- bundnir samningar heldur skamm- tímasamningar. „Þeir vilja meina að um sé að ræða innistæður og því hafi þær átt að flytj- ast yfir í nýja bankann. Fjármálaeftir- litið segir þetta hins vegar hefðbundna lánveitingu,“ segir Jóhannes. Að sögn hans var málið fyrst tekið fyrir í síðustu viku. Nú sé verið að úrskurða um hvort kalla eigi til matsmann. Jóhannes segir að málflutning- ur fari fram í haust. „Þetta gæti tek- ið 12 til 18 mánuði ef þetta fer fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Hann telur að niðurstaða í málinu muni ekki setja efnahagsreikninga gamla og nýja Landsbankans í uppnám. „For- dæmisgildið snýst um að þarna er verið að skýra ákvarðanir Fjármála- eftirlitsins síðan í október. Þetta mál mun þó ekki kollvarpa neinu,“ segir hann. Annað mál gegn Fjármálaeftir- litinu er að sögn Jóhannesar komið styttra á leið. Er þar um að ræða 26 banka sem ætla í mál við Fjármála- eftirlitið þar sem þeir telja ákvörðun þess að yfirtaka SPRON ólögmæta. Að sögn Jóhannesar er það mál þó komið styttra á veg en mál Ares- bank. annas@dv.is Spænski bankinn Aresbank dregur Nýja Landsbankann, Fjármálaeftirlitið og ríkissjóð fyrir dómstóla: spánverjar í mál vegna Landsbanka Rifist um lánveitingu spænski bank- inn aresbank telur sig eiga hefðbundna innistæðu hjá Landsbankanum. Því er fjármálaeftirlitið ekki sammála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.