Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 13
föstudagur 26. júní 2009 13Fréttir New York hefði heppnast með af- brigðum vel, voru stærstu trompin ennþá eftir. Um kvöldið hafði verið boðið til gala-kvöldverðar í Lincoln Center, þar sem ekkert var til sparað. Inn í upplýsta menningarmiðstöðina í hjarta New York borgar streymdi prúðbúið fólk, karlmennirnir flestir klæddir í kjólföt og með þverslaufu. Heimildarmenn DV segja að nokkrir hafi brugðið á það ráð að leigja sér kjólföt til að stinga ekki í stúf. Einn karlmaður sem var í kvöld- verðarboðinu íklæddur jakkafötum og bindi segir að sér hafi liðið hálfskringi- lega, því að nær allir hinir hafi verið með þverslaufu í kjólfötum. „Ég hef ekki klæðst svoleiðis síðan ég fermdist og datt ekki í hug að ég þyrfti nokkurn tímann á kjólfötum að halda aftur.“ Til leiks hafði verið boðaður sjálfur Winton Marsalis, nífaldur Grammy- verðlaunahafi og fyrsti djassleikarinn til að fá Pulitzer-verðlaun fyrir upptök- ur á djasstónlist. Enn eitt trompið sem Glitnir hafði á hendi. Fyrir lesendur sem ekki þekkja vel til í djassheimin- um, ættu Grammy-verðlaunin 9 að segja nóg um þá virðingu sem Mars- alis nýtur og hann er óumdeilanlega einn færasti djasstónlistarmaður sam- tímans. Einn viðmælandi sem þekk- ir vel til í tónlistarbransanum orðaði það svo: „Margir myndu gefa af sér aðra höndina fyrir að fá að fara á tón- leika með Winton Marsalis, en ég veit ekki hvort hópurinn sem var í saln- um þarna hafi skilið almennilega hve stórt nafn var að spila. Allavega sner- ust samræðurnar við matarborðið um eitthvað allt annað en tónlist.“ Á með- an ljúfir tónar snillingsins ómuðu um salinn skáru gestir steik sína og með- læti af sérstakri háttvísi, enda viðeig- andi að sýna á sér sparihliðina í sam- kvæmi sem þessu. Eins og femínistar að lofa Geira í Goldfinger Til að gefa kvöldverðinum aukinn þunga var forsetinn aftur mættur til leiks. Hann var þó ekki aðal heiðurs- gesturinn. Þann heiður hlaut enn eitt númerið, sjálfur George Soros, einn þekktasti fjárfestir heims. Ríkari en allir útrásarvíkingarnir til samans. Maður- inn sem tók stöðu gegn breska pund- inu og var á þessum tíma einn af 30 rík- ustu mönnum heims: „Það snobbuðu allir rosalega fyrir að hafa Soros þarna og hann var umsetinn um leið og mat- urinn var búinn. Þetta var svipað og að sjá lítil börn hitta íþróttastjörnu,“ seg- ir einn viðmælenda DV. Forsetinn hélt af þessu tilefni ávarp, þar sem hann mærði Soros mjög og sagði það heið- ur fyrir sig og Dorrit eiginkonu sína að fá að sitja með honum til borðs. Við- mælandi DV segir að einn gestanna hafi ekki staðist mátið og komist svo að orði yfir ræðu Ólafs Ragnars: „Gamli kommúnistinn að ausa lofi yfir þenn- an frjálshyggjuhákarl. Þetta er eins og að fá formann femínistafélagsins til að lýsa því yfir hvílíkt stórmenni Geiri í Goldfinger sé.“ DV hefur því miður ekki getað komist yfir þetta ávarp Ólafs Ragnars. Ekki var hægt að fá það frá forsetaemb- ættinu þar sem líklegt er að um verið um tækifærisræðu hafi verið að ræða sem ekki hafi verið skrifuð upp til birt- ingar. Því er hún ekki inni á vef forseta- embættisins líkt og margar ræður for- setans. „Er hann búinn að spila Nínu?“ Eftir margra rétta kvöldverð og dans- leik var boðað til eftirpartís, þar sem bara Íslendingar áttu að vera. Þar hafði verið kallaður til Jónsi í Í svörtum föt- um, sem átti að spila fram á rauðanótt. Í dimmu herberginu, þar sem partí- ið var haldið var búið að dekka enn eitt hlaðborðið. Þeir víkingar sem enn voru ekki mettir gátu þarna enn og aftur gætt sér á dýrindis veitingum af öllu tagi. Jónsi vakti mikla kátinu sem endranær. Sumir voru þó heldur seinir til leiks og frammi á gangi komu tveir menn hlaupandi og var þeim nokkuð niðri fyrir að sögn eins viðmælanda DV. „Er hann búinn að spila Nínu?“ sagði annar þeirra og ekki laust við að á honum hvíldu nokkrar áhyggjur yfir því að hafa misst af einhverju stóru. Sömu menn virtust ekki leggja mjög við hlustir þegar Marsalis hafði leikið list- ir sínar fyrr um kvöldið, enda var hug- ur þeirra þá allur við sósuna og kart- öflurnar. Þeir sem höfðu ekki hlustað alveg nógu vel á Marsalis yfir matnum þurftu samt ekkert að örvænta, því að á hótelherberginu að kvöldi dags beið nýjasti geisladiskurinn hans í körfu með úrvali af Blue Lagoon-snyrtivör- um, sem eru jú táknrænar fyrir hina hreinu orku landsins bláa. Þó að ferðin glæsilega til New York hafi kannski ekki skilað tilætluðum ár- angri og öll áform um orkuútrás séu töluvert smærri í sniðum nú en þarna var, verður Glitnir seint sakaður um að hafa ekki barist til síðasta blóðdropa. „Inside my heart is breaking, my mak- eup might be fading, but my mind still stays strong. The show must go on,“ söng Freddy Mercury um árið. Hvort þetta hafi verið haft að leiðarljósi skal ósagt látið, en óneitanlega sýndi Glitn- ir mikla þrautseigju og þolgæði í að halda góðærinu gangandi. Þar á bæ börðust menn gegn kreppunni lengur en flestir aðrir og létu ekki bölmóðinn sigra sig. Greinin er byggð á viðtölum við gesti Glitnis í ferðinni til New York í sept- ember 2007. NOKKRIR FERÐALANGANNA Í BOÐSFERÐINNI n BjarNi BENEdiktssoN, þáverandi þingmaður og stjórnarfor- maður olíufélagsins n1 og núverandi formaður sjálfstæðisflokksins. segist ekki hafa flogið með ferðalöngunum út til new York heldur hafi hann flogið með annarri vél Icelandair. Var í ferðinni vegna starfs síns hjá n1 þar sem hann var stjórnarformaður þar til í desember 2008. „Þetta var fyrst og fremst ráðstefna um orkumál þar sem forseti íslands var mættur og starfsmenn úr iðnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Ég mætti til að taka þátt í því og svo var kvöldverður þar á eftir. Mér var boðið sem viðskipta- manni bankans,“ segir Bjarni. Hann segir að það eftirminnilegasta við ferðina hafi verið fyrirlestur starfsmanns iðnaðarráðuneytisins um orkumál og einnig ræða Ólafs ragnars grímssonar um orkumál. n ÁrNi siGfússoN, bæjarstjóri í reykjanesbæ og stjórnarformaður Hitaveitu suðurnesja. Var boðið í ferðina sem stjórnarformanni Hitaveitu suðurnesja. „já, þetta var góð ferð. Ég er alltaf edrú þannig að ég man þessar ferðir vel. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Menn voru stoltir af forseta sínum á þessum tíma; fyrir það hvað hann flutti mál sitt vel um tækifæri íslands á sviði orkumála,“ segir Árni. n Þór siGfússoN, fyrrverandi forstjóri sjóvár og formaður samtaka atvinnulífsins. Ekki náðist í Þór við vinnslu fréttarinnar. Leiða má líkur að því að Þór hafi verið í boðsferðinni vegna starfs síns hjá samtökum atvinnulífsins. n MaGNús kristiNssoN, straumi- Burðarási. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar. n Þórður MÁr jóhaNNEssoN hjá straumi-Burðarási Vildi hvorki staðfesta né neita að hann hefði verið í ferðinni. „Ég hef ekkert um þetta að segja.“ n ÁrNi MaGNússoN, fyrrverandi félagsmálaráðherra og starfsmaður glitnis. Var starfsmaður glitnis á þessum tíma og stýrði orkuútrás bankans. n jóN jósEp sNæBjörNssoN. (jónsi í í svörtum fötum). jón sá um að skipuleggja viðburði og boðsferðir fyrir glitni á þessum tíma. Þetta var eitt af hans fyrstu verkum fyrir bankann. jón jósep segist ekki geta tjáð sig um ferðina. „samkvæmt samningi mínum er ég bundinn trúnaði gagnvart bankanum líkt og aðrir bankastarfsmenn. Ég má ekki ræða um þetta.“ n ólafur raGNar GríMssoN forseti íslands. Hélt ræðu á ráðstefnu um orkumál sem haldin var í new York. dV gat ekki fengið ræðu forsetans úr ferðinni og hún er ekki aðgengileg á vefsvæði forsetaemb- ættisins. n lÁrus WEldiNG bankastjóri. Var forstjóri glitnis á þessum tíma. „Ég er alltaf edrú þannig að ég man alltaf þessar ferðir... Menn voru stoltir af forseta sínum á þess- um tíma; fyrir það hvað hann flutti mál sitt vel um tækifæri Íslands á sviði orkumála.“ „HOW BIG IS THIS GLITNIR?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.