Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 30
föstudagur 26. júní 200930 Fókus um helgina Grapevine Grasrót #5 Á föstudagskvöld fer fram fimmta kvöldið í tónleika- röðinni Grapevine Grasrót sem tímaritið Grape- vine vinnur í samstarfi við Gogoyoko. Tónleikarnir fara fram í Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda á Laugavegi. Fram koma Pascal Pinon, Adda, Lydía og Elín Ey. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. sumarsýninG asÍ Listasafn ASÍ opnar sumarsýn- ingu sína um helgina. Sumarsýning safnsins samanstendur af verk- um eftir listamennina Jón Stefáns- son, Jóhannes Sveinsson Kjarval og Svavar Guðnason, þrjá stórmeistara íslenskrar myndlistar. Meðal verk- anna á sýningunni eru þekktustu perlur íslenskrar myndlistar, svo sem Fjallamjólk Kjarvals og Einræð- isherra Svavars Guðnasonar. Safnið er opið öllum frá 13 til 17 alla daga vikunnar nema mánudaga. Hafnarstrætið myndskreytt Gluggar gamla Hótel Akur- eyri í Hafnarstræti 98 taka á sig óvanalega mynd í sumar. Búið er að skreyta þá með gömlum ljósmyndum af bæjarlífi Akur- eyrar frá fyrsta til fjórða áratugs 19. aldar. Þetta er samstarfsverk- efni Stíls, KEA, Akureyrarstofu, Saga Capital, Markaðsskrifstofu Norðurlands og Minjasafnsins á Akureyri en framkvæmdir í gamla hótelinu liggja niðri vegna efna- hagsástandsins. afar seGja frá Iðnaðarsafnið á Akureyri stendur fyrir svokölluðum Afadögum 25. til 28. júní. Afadagar ganga út á það að krakkar komi með afa sinn í fræðslu- og skemmtiferð á safnið þar sem þeir segja sögur og upplýsa þá sem yngri eru um fyrri tíma. Á dögunum er verið að skapa umgjörð utan um samskipti eldri og yngri kynslóða til þess að miðla reynslu og þekkingu. Ömmur eru ekki síður velkomnar á Afadögunum. Safnið er opið alla daga frá 13 til 17 en engin aðgangs- eyrir er fyrir börn yngri en 16 ára. Seint á síðasta ári kom út ný útgáfa af hinum klassíska leik Bomber- man. Þessi leikur er aðeins fáanleg- ur í gegnum svokallað Wii Ware en þar geta Wii-notendur keypt ýmsa leiki og forrit í gegnum Wii Shopp- ing Channel. Fyrir þá Wii-notend- ur sem ekki hefur tekist að fara inn á verslunarstöðina, þá komist þið inn í gegnum Bretland. Bomberman Blast er fínasta skemmtun og allt þetta Wii-shop- dæmi er snilld. Þar getur maður keypt alls konar töff stöff svo sem klassíska leiki af NEs og SNES. Búið er að „pimpa“ Bomberman tölu- vert upp og fjölbreytni hans hef- ur verið aukin til muna. Hægt er að spila gegn vinum og fjölskyldu- meðlimum í mörgum mismun- andi tegundum af leikjum og jafn- vel hægt að búa til sín eigin borð og persónur. Einnig geta átta manns spilað í einu í gegnum netið og getur þú þá verið að sprengja upp lið frá öllum heimshornum. Leikurinn er hrað- ur og miskunnarlaus og þarf mað- ur að ná upp töluverðri lagni til þess eins að sigra tölvuna í venju- legu spili. Fyrir okkur nostalgíuplebbana sem viljum helst spila gamla Nin- tendo-leiki er Wii Shopping Chann- el alveg málið. Gengið er reynd- ar fáránlega óhagstætt en hvað er maður ekki tilbúinn að greiða fyrir Castlevania 1 og Punch-Out? Ásgeir Jónsson dúndrandi afþreying BomBerman Blast Útgefandi: Wii Ware Spilast á: nintendo Wii tölvuleikir Bomberman Blast Ágætis skemmtun og sérstaklega þegar maður sprengir upp vini eða vandamenn. Mér hefur fundist íslensk-ar fjölskyldur þurfa góða ástæðu til að hlæja svo-lítið og skemmta sér. Í allri þessari ömurlegu kreppuum- ræðu hefur mér fundist það svolítið gleymast hvað fjölskyldan og börnin skipta miklu máli. Börnin eru fram- tíðin. Ég á ekki milljarða til að senda heim en ég á smá grín og ég vona að það hjálpi einhverjum,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem búsettur hefur verið á vesturströnd Bandaríkj- anna síðastliðin fimm ár ásamt Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og fjórum börnum. Stefán gaf nýlega út fjölskylduplöt- una Túrett og moll og verður hér á landi í sumar til þess að kynna hana ásamt því að leika í tveimur íslensk- um kvikmyndum. Aðspurður segist Stefán hafa geng- ið lengi með hugmyndina í magan- um að búa til þessa plötu og í fyrra er hann var í smá pásu frá leiklistinni tók hann upp símann og hafði samband við Senu með hugmynd sína sem tók vel í verkefnið. Laddi fyrirmyndin „Pabbi minn og Laddi voru æskuvin- ir og hann bauð mér eitt sinn að fylgj- ast með sér í stúdíóinu og frá þeirri stundu varð ég alveg heillaður. Ég elskaði allar þessar plötur sem barn og hlustaði á þær í kaf. Síðan upp úr þessu leiklistarbrölti á manni varð þetta fljótlega það sem mig langaði að gera – grín og glens fyrir börn og fjöl- skyldur. Þakkláta áhorfendur,“ segir Stefán sem vann plötuna ásamt Gísla Rúnari Jónssyni, Veigari Margeirssyni og eiginkonu sinni. Gísli samdi alla texta á plötunni og Veigar útsetti tón- listina. „Þetta átti upprunalega bara að vera grín og glens, frekar einföld plata en endaði í big band-fíling og þannig útsetningum að við snerumst í kring- um sjálfa okkur á köflum. Þetta var orðið svo flókið,“ segir hann hlæjandi. Mikil vinna fór í plötuna sem tók um 60 daga af hundrað prósent vinnu. „Það er mjög óvenjulegt en við vildum skila af okkur hundrað pró- sent verkefni heim. Ég sé ekki ástæðu til að draga úr gæðum þegar verið er að vinna barna- og fjölskylduefni.“ Stefán valdi 30 fræg lög, 14 þeirra enduðu á plötunni með íslenskum textum. Þar á meðal eru þrjú lög úr teiknimyndinni Jungle Book sem var í miklu uppáhaldi hjá Stefáni sem barni. „Við vorum ekki með neinn rauð- an þráð sem við unnum eftir. Það eina sem við höfðum í huga við gerð plöt- unnar var að hún myndi renna ljúf- lega í gegn, sama hvort þú ert fjögurra ára eða 94 ára. Það eiga allir að geta notið hennar.“ Hann segir marga karaktera koma fram á þessari skemmtiplötu og mikið af mismunandi sönglögum og tempói en öll lögin koma frá einum barka og því þurfti að fara vandlega í verkið. „Þessi konsept-vinna sem Gísli Rúnar lagði í þessa plötu er algjört meistaraverk. Hann raðaði þessu öllu saman. Allt er þetta hans hugarsmíð og Gísli í sínu besta formi,“ segir Stef- án sem ber Veigari einnig góða sög- una. „Hann tók við boltanum við út- setningu og fékk til liðs við sig brilljant tónlistarmenn og á endanum varð þessi plata, Túrett og moll, að því sem hún er,“ segir Stefán og útskýrir titil plötunnar. „Platan er svo svolítið eins og túrett, full af dyntum og duttlung- um,“ segir hann hlæjandi. Íslendingar þurfa að hlæja Íslendingar voru ofarlega í huga þeirra við gerð plötunnar. „Við hugs- uðum hlýlega til okkar heimahaga og ég vona að það skili sér – að fólk geti hlegið, haft gaman af og dillað sér um leið.“ Aðspurður segir Stefán það hafa verið virkilega erfitt að horfa á íslenska hagkerfið hrynja úr fjarska. „Maður er eins og allir hér heima, bjargarlaus og ráðalaus en einnig fjarri sínum. Ekki gat ég mótmælt á Austurvelli þannig að manni leið svolítið eins og að vera lokaður í stofufangelsi á meðan það var verið að rífa heimili manns,“ út- skýrir Stefán en bætir við að á sama tíma hafi þjóðerniskenndin styrkst gífurlega. „Í flugvélinni á leiðinni heim um daginn byrjuðu tveir menn að öskra á hvor annan. Annar var Íslendingur og hinn Breti. Þeir æptu þarna hvor á annan út af einhverju sem ég veit ekki alveg hvernig hófst og á endan- um öskraði Bretinn: „Hvern djöful- inn eruð þið að rífa kjaft! Þið ættuð að skammast ykkar. Landið ykkar er gjaldþrota!“ Ég leyni því ekki að það fauk í mig. Við Íslendingar erum með helvíti sterk bein. Við getum tekið öllum andskotanum og höfum lifað margan harðan veturinn þó að það hafi farið um okkur silkihanskinn síð- astliðin 10 ár en við látum ekki koma svona fram við okkur. En að sama skapi verðum við að vera kurteis á móti og sýna virðingu.“ Stefán tekur það þó fram að það sé ekki langt í rétta hugarfarið. „Mað- ur fylltist svo fljótt af þessu „hey, við reddum þessu“. Ég get beitt mér á þessum vettvangi og ég óskaði sér- staklega eftir því að hafa diskinn sem ódýrastan svo sem flestir gætu keypt hann. Ég fæ ekkert út úr þessum diski en ég vona að sem flestir aðrir geri það – að hann gleðji aðra.“ Aftur í íslenskar kvikmyndir Það er langt síðan Stefán Karl hefur leikið í íslenskri kvikmynd en í sum- ar verður breyting þar á því hann hef- ur tekið að sér tvö hlutverk í tveimur afar ólíkum myndum. Tökur á mynd- inni Jóhannes eftir Þorstein Gunnar Bjarnason hefjast í byrjun júlímán- aðar. Með aðalhlutverk fer maður- inn sem kveikti áhuga Stefáns, Þór- hallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi. Hann fer með hlutverk grunn- skólakennara sem á ekki sjö dagana sæla. „Myndin gerist á einum degi þannig að það er nokkurs konar „road movie“-fílingur yfir henni. Líf þessa grunnskólakennara leggst algjörlega í rúst á einum degi,“ útskýrir Stefán. „Þegar allt sýnist nú vera komið á slétt- an flöt hittir Laddi mig þar sem ég tek hann upp í Hvalfirðinum og myndin tekur enn eitt tvistið, en ég leik eitur- lyfjasala í þessari mynd.“ Stefán segir það skemmtilegt að taka að sér nýtt hlutverk en í senn erfitt. „Maður þarf að nálgast hlutverkið með nýjum fíl- „Ég á ekki milljarða en ég á smá grín“ Stefán Karl Stefánsson leikari dvelur á Íslandi í sumar en síðastliðin fimm ár hefur hann verið búsettur á vesturströnd Bandaríkjanna. Stefán hefur gefið út barna- og fjölskyldudisk sem hlotið hefur heitið Túrett og moll og vonast hann til þess að platan fái Íslendinga til að hlæja og dilla sér á erfiðum tímum. Mikil vinna í sumar stefán dvelur á íslandi þangað til í ágúst. fjölskylda hans varð eftir í san diego þar sem stefán segir það nánast ómögulegt að fljúga með eiginkonuna og fjögur börn til landsins – það sé svo dýrt. Mynd HeiðA HeLgAdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.