Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 18
Þeim tilmælum hefur verið beint til leikskóla Kópavogsbæjar að þeir kaupi matinn sem boðið er upp á í leikskólum bæjarins af Krónunni. Þetta staðfestir Björn Hermanns- son, innkaupastjóri Kópavogsbæj- ar. Björn segir að Kópavogsbær hafi gert samning við Krónuna um að fyr- irtækið selji matvöru til leikskólanna en 18 slíkir eru í Kópavogsbæ og eru um 2.000 börn í þeim. Innkaupastjórinn segir að þó að samningurinn hafi verið gerður sé stjórnendum leikskólanna á endan- um í sjálfsvald sett hvort þeir kaupi matinn af Krónunni eða annars stað- ar: „Við erum ekki að pína einn eða neinn til að eiga í viðskiptum við Krónuna. En við höfum beint þeim tilmælum til þeirra að þeir prófi þetta,“ segir Björn en flestir leikskól- ar bæjarins eru byrjaðir að versla við Krónuna að sögn innkaupastjórans. Krónan er í eigu Kaupáss hf. sem aftur er í eigu eignarhaldsfélagsins Norvik. Stærsti hluthafi Norvik er Jón Helgi Guðmundsson, oft kenndur við BYKO, en hann hefur stutt dug- lega við bakið á uppbyggingu í Kópa- vogsbæ í gegnum tíðina. Meðal ann- ars lofaði hann hæsta styrknum fyrir byggingu óperuhúss sem Kópavogs- bær ætlaði að reisa í bænum á sínum tíma og sat hann í stjórn sem skip- uð var í kringum byggingu hússins. Eins vakti það mikla athygli árið 2007 þegar tölublað tímaritsins Ísafoldar var tekið úr sölu í verslunum Kaup- áss en talið var að það tengdist um- fjöllun um Gunnar Birgisson, fráfar- andi bæjarstjóra í Kópavogi, sem var að finna í því. Betra að versla við smásölu- fyrirtæki Ástæðurnar fyrir því að samningur- inn var gerður var sá að innkaupa- deild Kópavogsbæjar sá mikla hag- ræðingu í því að gera samning við einn aðila um kaup á matvöru fyrir leikskólana og að best væri að gera samning við smásöluaðila frekar en heildsöluaðila: „Við töldum að það væri best að fara inn á neytenda- markaðinn því þar værum við ör- uggust um að fá lægsta verðið vegna þess að heildsölufyrirtæki voru að fara að hækka verð um 80 prósent. Fyrirtæki á neytendamarkaði eru alltaf í verðsamkeppni, meðal ann- ars vegna verðkannana ASÍ, og því töldum við betra að versla við þau,“ segir Björn. Samkvæmt upplýsingum frá inn- kaupdeild Reykjavíkurborgar eru all- ir samningar um matarinnkaup fyrir leikskóla borgarinnar við heildsölu- aðila en ekki smásöluaðila. Meðal annars er borgin með samning með Stórkaup. Samkvæmt innkaupa- deildinni hefur það hingað til ver- ið mat þeirra að hagkvæmara sé að versla við heildsöluaðila en smá- söluaðila. Hagræðing ein af ástæðunum Björn segir að ein af ástæðunum fyr- ir því af hverju valið var að ganga til samninga við eitt fyrirtæki um matarkaupin hafi einnig verið að talið hafi verið betra að samræma innkaupastefnu bæjarins af hag- ræðingarástæðum. Meðal annars vegna þess að 15 prósent af öllum reikningum Kópavogsbæjar á síð- asta ári, um 8.000 reikningar, hafi verið vegna matarkaupa leikskóla bæjarins. Björn segir að það að versla við einn aðila sé einnig mik- ill vinnusparnaður fyrir matráðana í leikskólunum sem fái nú eina eða tvær matarsendingar í viku en ekki margar sendingar auk þess sem mikið sparist í pappírskostnaði með að fá reikningana senda frá færri aðilum. Ekkert útboð fór fram Kópavogsbær ákvað því í kjölfarið að leita til þriggja smásölufyrirtækja eftir samningum um matarkaupin: Bónuss, Nettó og Krónunnar. Björn segir að ástæðan fyrir því að geng- ið hafi verið til samninga við Krón- una sé að fyrirtækið hafi boðið upp á heimsendingu á matvörunni sem og rafræn skil á reikningum. Þetta hafi Bónus hins vegar ekki get- að gert og því hafi verið gengið til samninga við Krónuna. Björn segir hins vegar að ekkert eiginlegt útboð hafi farið fram á mat- arkaupunum áður en ákveðið var að ganga til samninga við Krónuna. föstudagur 26. júní 200918 Fréttir Vaxtalaus þjónustulán 0% vextir! í allt að 12 mánuði Þegar nauðsynlegt er að ráðast í viðhald eða viðgerðir á bíl frá HEKLU borgar sig að leita ekki langt yfir skammt. HEKLA býður nú upp á vaxtalaus lán til að standa undir kostnaði á viðgerðum*. Þannig getur þú tryggt endingu og öryggi bílsins án þess að það setji stórt strik í heimilisbókhaldið. Pantaðu tíma hjá þjónustudeildum HEKLU strax í dag í síma 590 5030. Hér tökum við á móti þínum bíl *h ám ar ks up ph æ ð á va xt al au su m g re ið sl uk or ta sa m ni ng i e r 5 00 .0 00 k r. og lá gm ar ks up ph æ ð er k r. 60 .0 00 . L án tö ku gj al d er 3 % . Atvinnubílar LAUGAVEGUR 168 170-172 174 N Ó AT Ú N BRAUTARHOLT SKODA MITSUBISHI AUDI VOLKSWAGEN Laugavegi 168-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur eru opnar frá 8-18 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@thjonusta.is Stjórnendur leikskóla Kópavogs hafa fengið tilmæli um það frá innkaupadeild bæjarins að þeir versli við Krónuna. Samningur um matarkaupin hefur verið gerður við Krónuna án þess að útboð hafi farið fram. Að mati innkaupastjóra Kópavogsbæjar er hagstæðara að eiga viðskipti við smásöluaðila en heildsölur. Reykja- víkurborg verslar hins vegar að mestu við heildsölur. sagt að kaupa í krónunni „Við erum ekki að pína einn né neinn til að eiga í viðskiptum við Krón- una.“ IngI F. VIlHjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is leikskólinn Arnarsmári Innkaupastjóri Kópavogsbæjar segir að ekki sé verið að pína stjórnendur leikskóla Kópavogsbæjar til að versla við Krónuna þó að þeim tilmælum hafi verið beint til þeirra. ATH sAmsETT mYnD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.