Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 26
Vitlaus slagorð!
Svarthöfði hefur lengi rann-sakað þann gerviveruleika sem fyrirtæki reisa í kringum ímynd sína til að tæla al-
menning til fylgis við sig. Sum slag-
orðin reynast nefnilega vera hrein
andstæða við raunveruleikann.
V irðing, réttlæti“ eru til dæmis einkennisorð verkalýðsfélagsins sem hefur sýnt mesta virðing-
arleysi og óréttlæti allra verkalýðsfé-
laga. Gunnar Páll Pálsson, formaður
Virðingar/réttlætis, ákvað að fella
niður persónulegar ábyrgð-
ir starfsmanna Kaupþings
á sjálfkúlulánum sem
ætlað var að blekkja
upp hlutabréfaverð.
Sjálfur sýndi hann
umbjóðendum
sínum, búðar-
starfsmönn-
um, þá
fádæma virðingu að taka sér banka-
stjóralaun sem eru margföld á við
laun búðarstarfsfólks. Hans laun
hækkuðu um 63% á meðan fólkið
sem hann sýndi virðingu og réttlæti
fékk bara 14% hækkun. Ef slagorð-
ið hefði verið satt hefði það verið
óvirðing og óréttlæti.
K B banki skreytti sig með fullyrðingunni „traustur banki“. Eftir að hann fór á hausinn í haust lærðu allir
að þetta var í reynd ótraustur banki.
Og kannski meira eins og vogunar-
sjóður en banki.
Landsbankinn var einna snjallastur í sínum áróðri þegar hann full-yrti að viðskiptavinir
fengju „aukakrónur, þær koma
bara“. Í sjónvarpsauglýs-
ingunum mátti sjá að
taumlausar
aukakrón-
urnar
hundelta
saklaust
fólk á
götum úti og sitja um það á vinnu-
stöðum. Nú er ljóst að þessar sturl-
uðu aukakrónur komu frá Hollandi,
Bretlandi og jafnvel Finnlandi, í 650
milljarða króna heimsyfirráðaplotti
sem heitir Icesave.
Sparisjóðurinn Byr er einna kræfastur. Á sama tíma og hann auglýsti að takmark hans væri „fjárhagsleg
heilsa“ viðskiptavina sinna stund-
aði hann fjárhagslegt fjöldamorð á
þeim. Hann hækkaði húsnæðislán
fólks um 20% á einu ári.
Glitnir hafði álíka ósvífna nálgun þegar hann full-yrti: „Fjárhagsleg vel-gengni þín er okkar verk-
efni.“ Hvers vegna er Glitnir þá að
hirða íbúðir og bíla af fjölda við-
skiptavina, þegar þeir gátu ekki
lengur borgað lánin sem hann
hækkaði? Það mætti halda að
verkefni bankans hafi þvert á
móti verið að svipta fólk eign-
um sínum. Enda er sann-
leikurinn um banka sá
að þeir græða á að taka
eignir af fólki. Glitnir
má eiga það að hann
sagði sannleikann
af gáleysi árið 2006,
þegar hann fór í
samstarf við Krabba-
meinsfélagið undir
slagorðinu: „Hættan
er ljós.“
föstudagur 26. júní 200926 Umræða
Sandkorn
n Þrátt fyrir að LÍÚ-forkólfum
og mörgum útgerðarmönnum
lítist bölvanlega á fyrningar-
leiðina sem stjórnvöld hafa
boðað geta þau huggað sig við
að eiga skoðanabróður í sum-
um málum
í hlutverki
sjávarút-
vegs- og
landbúnað-
arráðherra.
Jón Bjarna-
son hefur
lýst sig and-
vígan aðild-
arumsókn að ESB, sem hefur
verið eitur í beinum LÍÚ, auk
þess sem hann hefur sagt að
ekki verði ráðist í breytingar á
fiskveiðistjórnuninni nema í
sátt við þá sem eiga hagsmuna
að gæta í greininni. Eins og sjá
má í DV í dag eru skiptar skoð-
anir um ágæti fyrningarleiðar
en heldur fleiri fylgjandi henni
en andvígir.
n Þrátt fyrir þá hörðu gagnrýni
sem Útlendingastofnun og
starfsmenn hennar hafa mátt
þola finnast þeir sem vilja
gegna starfi forstjóra stofn-
unarinnar í fjarveru Hildar
Dungal, sem er í leyfi frá störf-
um. Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið auglýsti forstjóra-
stöðuna
lausa til
umsóknar
í hálfs árs
afleysinga-
vinnu og
urðu fjórir
lögfræð-
ingar til að
sækja um
starfið. Þau eru Elín Jónsdótt-
ir, Hreiðar Eiríksson, Jóhann
Baldursson og Rósa Dögg
Flosadóttir. Hreiðar er sá
eini af umsækjendunum sem
vinnur á Útlendingastofnun
en hin eru áhugasöm um að
ganga til liðs við þessa einna
umdeildustu stofnun landsins,
þó tímabundið sé.
n Þeir sem starfa að góðgerð-
armálum þekkja að það getur
reynst þrautin þyngri að fá
fé til starfseminnar, sérstak-
lega þegar þjóðfélög ganga í
gegnum samdrátt í efnahags-
lífinu og hvað þá hreinræktaða
kreppu eins og þá sem Íslend-
ingar upp-
lifa núna.
Þeir eru þó
enn til sem
vilja leggja
sitt af mörk-
um eins og
sést á því
að Emil
Hallfreðs-
son er nú búinn að ákveða að
bjóða upp treyju brasilíska
knattspyrnusnillingsins Kaká,
sem hann fékk eftir viður-
eign þeirra í ítölsku deildinni
í fyrra. Emil og Kaká léku þá
með Reggina og AC Milan
en Kaká hefur síðan þá verið
seldur til Real Madrid fyrir
metfé. Treyja Kaká, sem hann
gaf Emil, er nú til uppboðs á
fótboltavefnum Fotbolti.net og
er lægsta boð hundrað þúsund
krónur en áskilið að fjárhæðin
fer öll til góðgerðarmála.
LyngháLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Við ákváðum
að taka þetta
nafn upp
þessum gömlu kempum
til minningar og heiðurs.“
n Magnús Ver Magnússon sem var að opna
kraftaklúbbinn Jakaból en í þeim fyrri stigu menn
eins og Jón Páll sín fyrstu skref. – DV.
„Tveir menn að ræða
alteregóin saman.“
n Gunnar Hansson um samtal sitt við Frank
Hvam þar sem þeir ræddu um persónur sínar úr
þáttunum Sigtið og Klovn. Gunnar undirbýr þátt
um grín á Norðurlöndunum. – Fréttablaðið
„Við getum alls
ekki kvartað yfir
þessu.“
n Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland
dróst í á EM í handbolta. Á pappírunum
auðveldasti riðillinn. – Morgunblaðið.
„Þetta er ein
veisla.“
n Árni Johnsen um kalkúnana
sjö sem hann er að rækta ásamt
félögum sínum í Bjarnarey. –
Fréttablaðið.
„Hollywood-þema með
indverskum mat.“
n Logi Geirsson um partí ársins sem hann
heldur ásamt Björgvini Gústavssyni
landsliðsmarkmanni vegna hárgelsins The Silver.
– Fréttablaðið.
Stétt strútanna
Leiðari
Góðu áhrifin af hruninu áttu að verða þau að við myndum, sem einstakl-ingar og þjóð, endurskoða hug okkar til margra mála og hugðarefna okk-
ar. Þannig sáu margir fyrir sér að fram færi mik-
il hugarfarsleg endurnýjun þar sem við lærð-
um af mistökum okkar og byggjum í haginn
fyrir framtíðina. Já, þrátt fyrir allar hörmungar
hrunsins fór ekki svo að við kæmum ekki auga
á björtu hliðarnar.
Og vissulega höfum við orðið vör við marg-
víslega hugarfarsbreytingu, einkum og sér í lagi
hjá almenningi sem á kannski ekki annarra
kosta völ. Þetta birtist meðal annars í breyttum
neysluvenjum en ekki síður í vaxandi áhuga
fólks á þjóðfélagsmálum og þátttöku í mótmæl-
um svo dæmi séu tekin. Við getum ekki fullyrt
hversu víðtæk þessi hugarfarsbreyting almenn-
ings er eða hvert hún skilar okkur en við verð-
um þess vör að hún á sér stað.
En þá kemur að þeim sem ráða ferðinni.
Fólkinu sem stendur ekki á Austurvelli og bein-
ir kröfum sínum að fólkinu á Alþingi heldur
þingmönnunum á bak við múrsteina og gler-
rúður. Ein spurning vaknar furðu oft þegar ég
fylgist með umræðum á Alþingi, hlusta á orð
þingmanna og horfi á látbragð þeirra: Lærðu
stjórnmálamennirnir virkilega ekkert af hrun-
inu? Við horfum upp á sömu leiksýningarnar í
ræðustól Alþingis eftir hrun og við horfðum upp
á fyrir hrun. Við hlýðum á málflutning sem gef-
ur okkur á köflum ekki ástæðu til að ætla ann-
að en að enn séu flokkshagsmunir eða skipting
í stjórn og stjórnarandstöðu of oft ráðandi þátt-
ur í ákvarðanatöku manna. Enn og aftur verð-
um við vitni að því að stjórnmálamenn eru upp
til hópa ófærir um að taka þátt í málefnalegri
umræðu og reyna um of að slá keilur, tala í fyr-
irsögnum og koma höggi á andstæðinginn frek-
ar en að rökræða málin skynsamlega. Hver get-
ur borið virðingu fyrir mönnum og konum sem
bera sig svona að? Enda glatar Alþingi virðingu
sinni jafnt og þétt. Virðingu sem fæst ekki eða
glatast eftir því hvort þingmenn beri bindi eður
ei. Virðingu sem hefur ekkert með það að gera
hvort talað er um háttvirta þingmenn og hæst-
virta ráðherra eða Bjarna og Jóhönnu og Stein-
grím J. Virðingu sem fæst aðeins með vitsmuna-
legri stjórnmálaumræðu en við verðum því
miður svo oft vitni að á Alþingi. Því þar til stjórn-
málastéttin hættir að stinga höfðinu í sandinn
og viðurkennir að hún þurfi að taka upp betri
siði, málefnalegri umræður og afstöðu byggða á
einhverju haldbærara en metnaði og skotgrafa-
hernaði eykst virðingin ekki.
Eða hvað varð um loforðið um opnari stjórn-
sýslu og minni leynd? Hvað varð um fyrirheitin
um að færa almenningi aftur völdin? Hvað varð
um öll fögru orðin um að líta í eigin barm og
endurmeta stefnu og starfsaðferðir? Af hverju
gleymdist þetta allt 26. apríl, daginn eftir kosn-
ingar?
brynjólfur þór guðmundsson fréttastjóri skrifar. Lærðu stjórnmálamennirnir virkilega ekkert af hruninu?
bókStafLega
Ég vil ekki vera lúser
Tveir menn, sem voru nokkuð áber-
andi í Austurstrætinu núna síðustu
árin, höfðu þann háttinn á að heilsa
mér alltaf af einlægri kurteisi. Ann-
ar var klæddur einsog melludólgur
í suðuramerískri bíómynd og hinn
var klæddur einsog leðurjakkatöff-
ari frá bresku fiskiplássi eða kola-
námu. Og nú eru þeir horfnir úr
strætinu báðir tveir, Björgólfur Guð-
munds og Lalli Johns. Annar er á
bak við lás og slá en hinn lætur ekki
sjá sig í strætinu.
Ég nefni þá félaga hérna vegna
þess að þeir tilheyra tíma sem ég
sakna. Þeir eru eðalmenni. Ég vil
ekki vera lúser og ég sakna þess þeg-
ar allir Íslendingar voru sigurvegar-
ar, jafnvel þótt þetta hefði allt verið
plat. Já, jafnvel þótt útrásarvíkingar
flýi nú land og jafnvel þótt „Aum-
ingja Siggi hann þorir ekki heim“
hafi öðlast alveg nýja merkingu.
Ég gef eiginlega skít í allar fjand-
ans skýringarnar sem menn eru að
flíka þessa dagana. Og þá er mér ná-
kvæmlega sama hvort menn eru að
tala um Icesave, rannsókn sérstaks
saksóknara eða hvað allt þetta kjaft-
æði nú kallast. Það má setja mann
sem stelur poka af kartöfluflögum í
gæsluvarðhald og loka hann inni í
langan tíma fyrir það eitt að hafa sýnt
maga sínum örlitla virðingu á kostn-
að heiðarleikans. En svo eru alvöru
glæpamenn stikkfrí og hvarflar varla
að nokkrum manni að nefna það að
koma þeim bakvið lás og slá.
Hérna þarf að fara að svipta dul-
unni af réttlætinu – opinbera, þótt
ekki væri nema ögn af mannlegri
einlægni, sanngirni, heiðarleika og
reisn. En slíkt verður einungis gert
með því að leyfa okkur öllum að
taka þátt í samfélaginu á nákvæm-
lega sömu forsendunum.
Og hvað er með allt þetta sem er
velt yfir á okkur sem höfum akkúr-
at ekkert til saka unnið? Ég er bara
venjulegur maður, ég hef séð af nán-
ast öllum verkefnum sem til stóð að
framkvæma á því ári sem núna er
hálfnað. Ég er samt sem áður tilbú-
inn til að axla ábyrgð og taka þátt í
því að byggja hérna upp. En ég hlýt
að gera þá kröfu að breiðu bökin og
miklu magarnir fáu einhverja betri
útreið en niðurgreidda stólpípu og
endalausar krásir af nægtaborði for-
tíðar. Já, hvað með þennan bévítans
hátekjuskatt. Hversvegna í andskot-
anum er ekki hægt að hafa hann
20% eða allavega öllu hærri en hann
er áætlaður í dag?
Hvern er eiginlega verið að
vernda?
Núna hljóta ragn og raus
úr reiðikistu minni
hann sem gengur hérna laus
og hinn sem situr inni.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Ég gef eiginlega
skít í allar fjandans
skýringarnar sem
menn eru að flíka
þessa dagana.“
SkáLdið Skrifar