Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 26. júní 200910 Fréttir
Nær öruggt má telja að ákvörðun
Umhverfisstofnunar um að leyfa fyr-
irtækinu ORF Líftækni hf. að rækta
erfðabreytt bygg á allt að 10 hekturum
lands í eigu ríkisins við Gunnarsholt
verður kærð til umhverfisráðherra.
Umhverfisstofnun veitti leyfið 22. júní
síðastliðinn. Þeir sem telja á rétt sinn
hallað vegna ákvörðunarinnar geta
kært hana til umhverfisráðherra inn-
an þriggja mánaða. Eftir framlengdan
frest bárust athugasemdir frá 99 ein-
staklingum og 28 félögum. Umhverf-
isstofnun bárust einnig undirskriftir
905 einstaklinga þar sem leyfinu til
útiræktunar á erfðabreyttu byggi var
mótmælt.
Hverfandi áhætta, segir
meirihluti
Náttúrufræðistofnun telur útilokað
að koma í veg fyrir að lífverur sem fari
um Gunnarsholt komist í snertingu
við erfðabreytta byggið. Stofnunin
telur engu að síður að litlar líkur séu
á að framleidd græðisprótein skaði
villt dýr og menn þar sem um sé að
ræða algeng prótín og að auki ólíklegt
að þau berist í teljandi magni í villtar
lífverur.
Umsögn meirihluta ráðgjafar-
nefndarinnar er á sömu lund; áhætt-
an sé lítil sem engin á einangruð-
um tilraunareitum í Gunnarsholti.
Á grundvelli þessara umsagna veitti
Umhverfisstofnun ORF leyfi til að
rækta erfðabreytt bygg utandyra.
Sérálit
Gunnar Á. Gunnarsson, fulltrúi í ráð-
gjafarnefndinni, og Jón Á. Kalmanns-
son, hjá Siðfræðistofnun Háskóla
Íslands, skiluðu báðir séráliti og lögð-
ust gegn leyfisveitingunni. Jón telur
meðal annars að málið hafi engan
veginn fengið þá umræðu og kynn-
ingu hér á landi sem nauðsynleg sé
fyrir svo mikilsvert mál.
Gunnar tekur í svipaðan streng og
segir athygli vísindamanna erlendis
beinast í auknum mæli að áhrifum
erfðabreytingarferilsins sjálfs á þá
sem neyta erfðabreyttra afurða. Þeir
telji að við erfðabreytingu verði marg-
þætt röskun á genamengi viðkomandi
lífveru með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum. Þetta þurfi að rannsaka bet-
ur. Gunnar telur að yfirlýsingar þeirra
sem fylgjandi séu áformum ORF hafi
verið ógætilegar að þessu leyti.
Leyfi Umhverfisstofnunar var veitt
með níu skilyrðum, meðal annars um
tilkynningaskyldu, varnir á ræktunar-
svæði og fleira.
Titringur í háskólasamfélaginu
Opið bréf Kristínar Völu Ragnars-
dóttur, forseta Verkfræði- og nátt-
úruvísindasviðs Háskóla Íslands, til
Umhverfisstofnunar og umhverfis-
ráðherra olli titringi. Bréfið er dagsett
26. maí, en þar leggst Kristín eindreg-
ið gegn leyfisveitingunni: „Ég tel mig
sem náttúrufræðing bera ábyrgð á
þeirri náttúru sem við skilum til kom-
andi kynslóða og mæli því gegn rækt-
un genbreytts byggs úti í náttúrunni
á Gunnarsholti á meðan umhverf-
isáhættumat hefur ekki verið unnið
á viðunandi máta,“ segir í niðurlagi
bréfsins.
Gegn bréfi Kristínar risu Eiríkur
Steingrímsson, prófessor við lækna-
deild HÍ, Zophonías Jónsson, dós-
ent við líf- og umhverfisvísindadeild
HÍ, og Ólafur Andrésson, prófessor í
sömu deild. Í opnu bréfi nokkru síðar
tala þeir um ónákvæmni og misskiln-
ing Kristínar: „Niðurstaða meirihluta
ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar líf-
verur er vönduð og vísindalega unn-
in enda allt sem bendir til að tilraunin
sem ORF Líftækni stefnir að sé hættu-
laus fyrir menn, skepnur og umhverf-
ið. Það er mjög miður að forseti Verk-
fræði- og náttúruvísindasviðs HÍ taki
þátt í því að dreifa rangfærslum og
misskilningi sem kynda undir van-
þekkingu og hindurvitnum.“
Sigurður Guðmundsson, forseti
Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, sá einn-
ig ástæðu til að senda umhverfisráð-
herra og Umhverfisstofnun bréf þar
sem hann lýsti eindregnum stuðningi
við umsókn ORF Líftækni. „Rann-
sóknir af þessu tagi eru til þess falln-
ar að auka þekkingu okkar verulega,
án þess að marktæk áhætta sé tekin.
Niðurstöður munu geta nýst við lyfja-
þróun og þannig stuðlað að bættri
meðferð sjúkdóma,“ segir Sigurður
meðal annars.
Samkvæmt heimildum DV gekk
málið svo langt að Kristín Vala, forseti
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs,
var kölluð á fund Kristínar Ingólfs-
dóttur rektors.
Rík starfs- og hagsmunatengsl
Athygli vekja rík starfs- og hagsmuna-
tengsl milli ORF Líftækni annars veg-
ar og hins vegar háskóla, stofnana,
nefnda og annarra umsagnaraðila
sem komu að leyfisveitingunni. Land-
búnaðarháskóli Íslands á 12 prósenta
hlut í ORF. Þorvaldur T. Jónsson, fjár-
málastjóri Landbúnaðarháskólans,
situr í stjórn ORF og fyrirtækið gerði
jafnframt samstarfssamning við há-
skólann árið 2005. Því kunna að
vakna efasemdir um vísindaráðgjöf
frá Landbúnaðarháskólanum sem
notuð hefur verið sem rökstuðningur
með umsókn ORF. „Er mark takandi
á vísindaráðgjöf hluthafa í sjálfu fyr-
irtækinu?“ eins og spurt var í frétta-
skýringu mbl.is 8. júní síðastliðinn.
Þetta er ekki eina álitamálið um
vanhæfi í tengslum við umsókn ORF
því samkvæmt heimildum DV hafa
forsvarsmenn fyrirtækisins véfengt
hæfi Gunnars Á. Gunnarssonar til
setu í ráðgjafarnefndinni. Hann var
annar tveggja af níu fulltrúum sem
lýstu andstöðu við leyfisveitinguna.
Forsvarsmenn ORF telja hann vinna
gegn félaginu, taka afstöðu á ómál-
efnalegum grunni og vera því van-
hæfan.
Vísindi og hagsmunir
Tengsl ORF við HÍ eru einnig mikil,
en skólinn gerði samstarfssamning
við fyrirtækið í febrúar síðastliðnum.
Í fréttatilkynningu frá HÍ um mál-
ið segir að með samstarfinu verði
stuðlað að gagnkvæmri nýtingu á
rannsóknaraðstöðu og jafnvel sam-
eiginlegum kaupum og rekstri á dýr-
um tækjabúnaði. „Samningurinn
tryggir einnig samstarf í markaðs-
og viðskiptamálum sem tengjast
viðskiptaþróun, markaðssetningu
og sölu á lífvirkum próteinum.“
Í rauninni felur samstarfið í sér
að vísindamenn HÍ vinna fyrir ORF
og sérfræðingar ORF vinna fyrir HÍ á
afmörkuðum sviðum.
Í ljósi þessa má skoða val á vís-
indamönnum í ráðgjafarnefndina
sem nýlega mælti með leyfi fyrir
ORF til útiræktunar á erfðabreyttu
byggi.
Eva Benediktsdóttir örveirufræð-
ingur er formaður nefndarinnar.
Hún er dósent við Líf- og umhverf-
isvísindadeild HÍ.
Sigríður Þorbjarnardóttir sam-
eindaerfðafræðingur situr í nefnd-
inni. Hún starfar hjá Líffræðistofn-
un HÍ.
Guðrún Skúladóttir vísindamað-
ur situr í nefndinni. Hún starfar við
læknadeild HÍ.
Í nefndinni situr einnig Magnús
Guðmundsson verkfræðingur, til-
nefndur af Iðntæknistofnun. Iðn-
tæknistofnun og Nýsköpunarmið-
stöð tengjast rekstri Líftæknihúss
þar sem ORF hefur aðstöðu.
Háskóli Íslands rekur Rann-
sóknaþjónustu Háskólans. Í stjórn
Rannsóknaþjónustunnar á sæti Júlí-
us B. Kristinsson, fjármálastjóri ORF
Líftækni. ORF er þar að auki í sam-
starfi við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.
Þá hefur Einar Mäntylä, yfirmaður
framleiðslusviðs og þróunar ORF
Líftækni, verið kennari og leiðbein-
andi í lyfjafræðideild Heilbrigðisvís-
indasviðs HÍ.
Var hægt að segja nei?
Þannig er ljóst að ráðgjafarnefnd sú,
sem mælti með leyfi ORF Líftækni
til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í
Gunnarsholti, var fyrir fram í marg-
víslegum tengslum við fyrirtækið
sem hafði hagsmuna að gæta. Jafn-
vel er að sjá sem hagsmunir HÍ og
ORF Líftækni fari saman að umtals-
verðu leyti ef litið er til samstarfs-
samnings ORF og HÍ frá því í febrú-
ar og fréttatilkynningar um málið.
Loks má nefna að Landgræðslan
heyrir nú undir umhverfisráðuneyt-
ið sem þarf að skera úr um leyfis-
veitinguna verði hún kærð. Land-
græðslan leggur ORF Líftækni til
land í Gunnarsholti og tekur að sér
verkefni fyrir líftæknifyrirtækið eftir
því sem næst verður komist.
Af gögnum málsins má því álykta
að ákvörðunin um leyfi ORF til úti-
ræktunar á erfðabreyttu byggi var fyr-
ir fram vel völduð með hagsmuna-
tengslum jafnvel þótt hlutaðeigandi
hefðu viljað láta ómenguð vísindaleg
sjónarmið ráða því hvort leyfið yrði
veitt.
Öruggt má telja að sú ákvörðun Umhverfisstofnunar að leyfa ORF Líftækni að rækta erfðabreytt bygg í
Gunnarsholti verður kærð. Mjög rík tengls eru á milli ORF Líftækni og Háskóla Íslands. Sérfræðingar innan
skólans hafa risið upp til varnar tilraunum ORF með erfðabreytt bygg og enn aðrir starfsmenn skólans sitja
í ráðgjafarnefnd sem hafði úrslitaáhrif á að leyfið var veitt.
Átök magnast um
erfðabreytt bygg
Samkvæmt heimildum
DV gekk málið svo langt
að Kristín Vala, forseti
Verkfræði- og náttúru-
vísindasviðs, var kölluð
á fund Kristínar Ingólfs-
dóttur, rektors HÍ.
JóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Bygg Með erfðatækni ætlar Orf að
láta byggplöntur framleiða prótín til
lyfjaframleiðslu á allt að 10 hekturum
lands við gunnarsholt. staðurinn
heyrir undir umhverfisráðherra.
oRF Líftækni Eigendur og starfs-
menn Orf hafa mikil tengsl inn í lítið
háskóla- og vísindasamfélag á íslandi.
svo mjög að vandséð er hvort unnt er
að veita því leyfi af óháðum aðila.
Háskóli Íslands tengsl Hí
við Orf Líftækni eru marg-
vísleg og starfsmenn skólans
koma nærri örlagaríkri
leyfisveitingu fyrir fyrirtækið.