Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Síða 8
föstudagur 26. júní 20098 Fréttir HINIR RÍKU VERÐA FÁTÆKARI Síðasta ár var auðugasta fólki heims þungt í skauti. Auður þess minnkaði um tuttugu prósent og verulegt skarð var höggvið í raðir þess því auðmönnum fækkaði um tæp fimmtán prósent. Þýskaland getur vel við unað en sömu sögu er ekki að segja um kínverska sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong. Síðan fjármálakreppan skall á heims- byggðinni á síðasta ári hafa hinir rík- ustu í heiminum tapað einum fimmta hluta auðæfa sinna og þeim sem áttu meira en eina milljón bandaríkjadala, 128.520.000 krónur á gengi gærdags- ins, fækkaði um 14,9 prósent þegar fjármálakreppan þurrkaði út gróða tveggja ára. Þetta kemur fram í 13. árlegu Merrill Lynch/Capgemini World Wealth-skýrslunni sem birt var á mið- vikudaginn. Samkvæmt skýrslunni fór heildar- auður ríkasta fólks í heimi, – fólks sem á eignir yfir eina milljón dala nettó, undanskilið er aðalheimili þess og hversdagslegar eigur – undir heildar- auð þess árið 2005 og reiknast nú vera 32,8 trilljónir dala. Merrill Lynch/Capgemini hefur staðið að könnun á sveiflum í auð- söfnun síðan 1996 og hafa síðan þá ekki breytt skilgreiningu sinni á rík- asta fólki heims. Ofurríkum fækkar Samkvæmt skýrslu Merrill Lynch/ Capgemini fengu Bandaríkin einn versta skellinn árið 2008 en þar fækk- aði þeim sem teljast til ríkasta fólks heims um 18,5 prósent, en engu að síður héldu Bandaríkin stöðu sinni sem heimaland flestra ríkustu ein- staklinganna. Þeir telja um 2,5 millj- ónir í Bandaríkjunum og standa fyrir 28,7 prósent af ríkustu einstaklingum heims. Um það bil 35 prósent heildarauðs hinna ríkustu, 32,8 trilljóna dala, til- heyra hinum svokölluðu ofurríku sem eiga eignir yfir 30 milljónir dala hver, um 3.855.600.000 króna. Hinir ofur- ríku eru 0,9 prósent heimsins ríkasta fólks en á síðasta ári fækkaði þeim um nánast fjórðung og auður þeirra dróst saman í sama hlutfalli. Á fréttavef Reuters er haft eftir Dan Sontag, hjá Merrill Lynch/Capgem- ini, að fjárfestar hafi í raun hvergi get- að falið sig árið 2008. „Enginn heims- hluti var óskaddaður í árslok,“ sagði Sontag. Minnst afföll í Þýskalandi Bandaríkin, Japan og Þýskaland eru heimili 54 prósenta ríkasta fólks heims, hlutfallið var 53,3 prósent árið 2007, og í ár þurftu Bretar að bíta í það súra epli að gefa eftir fjórða sætið til Kína. Auk áðurnefndra fimm landa eru Frakkland, Kanada, Sviss, Ítalía og Brasilía á lista yfir þau tíu lönd sem eiga flesta af auðugustu mönnum heims. Sem fyrr segir fækkaði hinum rík- ustu um 18,5 prósent í Bandaríkjun- um. Í Japan nam fækkunin 9,9 pró- sentum, en Þjóðverjar geta vel við unað því fækkun í hópi hinna ríkustu þar nam aðeins 2,7 prósentum. Þess má geta að kínverska sjálf- stjórnarsvæðið Hong Kong fór svo sannarlega ekki varhluta af kreppunni og fækkun í félagsskap hinna ríkustu þar á bæ nam 61,3 prósentum og er Hong Kong nú heimili 37.000 af rík- asta fólki heims. Bjartsýni á bata Dan Sontag sagði að markaðir sýndu merki um bata og að í kjölfar þess að tæknibólan sprakk og árásanna á Tví- buraturnana í New York 2001 hefði auðugu fólki verið kleift að auka við auðævi sín sem nam 9 prósentum á ári frá 2002 til 2007. Sontag sagði að þrátt fyrir að eðli kreppunnar nú og niðursveiflunnar í tæknigeiranum væri af ólíkum toga gætti bjartsýni um að endurheimt auðæfa nú fylgdi svipuðu mynstri og þá. „Engu að síður álítum við að þess sé að vænta að [auðugt fólk] gæti varkárni í ár og á næsta ári,“ sagði Sontag. Bitnar á líknarmálum Í skýrslunni er því spáð að auður hinna auðugustu í heimi muni verða 48,5 trilljónir dala árið 2013 og að Banda- ríkin og Asía/Kyrrahafssvæðið verði þar í fararbroddi. Reiknað er með að Asía/Kyrrahafssvæðið muni árið 2013 velta Bandaríkjunum úr fyrsta sæti listans yfir fjölda ríkustu einstaklinga. Yfir 40 prósent ríkasta fólks heims sögðust hafa skorið niður eyðslu í lúx- usferðalög og –vörur, en 54 prósent sögðust hafa aukið eyðslu í heilsu- tengd mál. Sé horft til líknarmála er því spáð í skýrslunni að þau muni bera skarðan hlut frá borði í ár, en 60 prósent auð- ugra Bandaríkjamanna hyggjast gefa minna til líknar- og mannúðarmála en fyrr. Hins vegar ætla 54 prósent auðugra Japana gefa meira til málefna af þeim toga og var eina landið þar sem spáð var vexti á því sviði . Á fyrri helmingi síðasta árs var ekki að merkja nokkra breytingu á gjaf- mildi auðugra til líknarmála, en mik- il breyting varð þar á á síðasta árs- fjórðunginum þegar auðugt fólk „gaf minna og horfði til færri málstaða“. Fækkun hinna ríkustu Hong Kong – 61,3% rússland – 28,5% Bretland – 26,3% ísrael – 25,5% Kanada – 24,1% írland – 20% Barein – 19,5% Bandaríkin – 18,5% sádi-arabía – 10,9% japan – 9,9% Brasilía – 8,4% Þýskaland – 2,7% kOlBeinn ÞOrsteinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hinir ofurríku eru 0,9 prósent heimsins rík- asta fólks en á síðasta ári fækkaði þeim um nánast fjórðung og auður þeirra dróst sam- an í sama hlutfalli. Peningar og skart fjármálakreppan hefur haft áhrif á eyðslu hinna ríku. Mynd: aFP hong kong fjármála- kreppan hjó stærsta skarðið í raðir ríkra í Hong Kong. Mynd: aFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.