Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 12
Föstudagur 3. júlí 200912 Fréttir
Heildarlánveitingar Kaupþings til
starfsmanna bankans námu 23,5
milljörðum króna í lok júní árið 2006,
samkvæmt lánabók bankans sem DV
hefur undir höndum. Lánveitingarn-
ar voru veittar til starfsmannanna til
að fjármagna hlutabréfakaup þeirra í
bankanum. Um var að ræða lánveit-
ingar til 22 af stjórnendum og helstu
starfsmönnum bankans. Við banka-
hrunið í haust námu lánveitingarnar til
130 starfsmanna Kaupþings hins veg-
ar rúmum 47 milljörðum og voru per-
sónulegar ábyrgðir starfsmannanna
felldar niður á stjórnarfundi í bank-
anum þann 25. september. Persónu-
legar ábyrgðir starfsmannanna námu
rúmum 10 milljörðum af þessum 47
og hefur hluthafi í gamla Kaupþingi
kært ákvörðunina um niðurfelling-
una til sérstaks saksóknara sem mun
úrskurða hvort hún hafi verið lög-
mæt.
Enginn af þessum 22 starfsmönn-
um sem eru skráðir fyrir lánum er
ennþá starfandi í bankanum. Sá síð-
asti til að hætta í bankanum, Helgi
Sigurðsson, lét af störfum á þriðju-
daginn að eigin ósk, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Kaupþingi, eftir að DV
hafði greint frá þeim lánveitingum til
hans sem koma fram í lánabókinni.
Helgi fékk tæplega 445 milljóna lán
frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í
bankanum.
DV hefur haft samband við flesta
þá fyrrverandi starfsmenn Kaup-
þings sem fengu lán frá bankanum til
að kaupa hlutabréf í honum en fæstir
þeirra vilja tjá sig um málið.
Of há en lögleg lán, segir Kristján
Kristján Arason, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Kaupþings, segir að lánin sem starfs-
mennirnir fengu hafi verið of há. DV
greindi frá því á þriðjudaginn að Kristj-
án hefði fengið 893 milljóna króna lán
frá Kaupþingi samkvæmt lánabókinni
frá því í lok júní 2006. Leiða má líkur að
því að lánveitingarnar til Kristjáns hafi
hækkað umtalsvert á næstu tveimur
árum þar á eftir. „Að einhverju leyti
voru þetta of háar fjárhæðir eftir á að
hyggja, það er ekki spurning,“ segir
Kristján sem hætti í bankanum í árs-
byrjun 2009 .
Hann segir aðspurður að að ein-
hverju leyti séu slíkar lánveitingar til
hlutabréfakaupa þó góðar. „Að ein-
hverju leyti getur þetta ýtt undir öfl-
ugra atvinnulíf. Það þótti gott fyrir fyr-
irtækið að starfsmenn félagsins ættu
hlutabréf í því. En eftir á að hyggja, eft-
ir að bankinn stækkaði svona mikið,
var kannski ekki gott að starfsmenn-
irnir ættu allt að heilum 9 prósentum í
bankanum. Eftir á að hyggja var bank-
inn orðinn of stór til að starfsmennirn-
ir héldu þessu hlutfalli. Þetta var samt
allt saman gert af fullum heilindum, til
að efla fyrirtækið og menn höfðu trú á
því að þetta væri góð fjárfesting,“ segir
Kristján.
Aðspurður hvort hann telji að ís-
lensk fjármálafyrirtæki eigi að halda
áfram að veita starfsmönnum sínum
slíka lánafyrirgreiðslu segist Kristján
ekki vilja leggja mat sitt á það. Hann
segir að lánveitingarnar hafi verið lög-
legar og samkvæmt reglum og að lán
hans hafi ekki verið felld niður með
stjórnarsamþykktinni í september því
hlutabréfin og lánin hafi verið í eign-
arhaldsfélagi: „Ég hef ekki gert neitt
ólöglegt en mér finnst eins og það sé
verið að gera því skóna.“
Eignarhaldsfélag
Kristjáns heitir 7 hægri
ehf. Kristján segist
aðspurður ekki vera
í neinum persónu-
legum ábyrgð-
um fyrir láninu
sem falli á eign-
arhaldsfélagið ef
svo ber undir. Eign-
arhaldsfélagið verður þá gjaldþrota
en ekki Kristján persónulega. Hand-
boltamaðurinn fyrrverandi virðist því
vera sloppinn fyrir horn með lánið og
mun að öllum líkindum ekki þurfa að
standa skil á því eða tekjuskattgreiðsl-
um af því. Skúli Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri athugar nú hvort skylda
eigi þá starfsmenn bankans sem fengu
lán frá honum til hlutabréfakaupa til
að greiða tekjuskatt af lánveitingunni.
Kristján Arason lét af störfum í
Kaupþingi í ársbyrjun 2009.
Lánveitingarnar óheppilegar
Fyrrverandi framkvæmdastjóri starfs-
mannasviðs Kaupþings, Svali Björg-
vinsson, segir að hægt sé að draga
þann lærdóm af þessum lánveiting-
um til starfsmanna Kaupþings
að þær eigi ekki rétt á sér.
Svali fékk rúmlega 375
milljóna króna kúlu-
lán frá Kaupþingi til
að kaupa hlutabréf
í bankanum og var
persónulega ábyrg-
ur fyrir láninu að
fullu; setti það ekki
inn í eignarhaldsfélag
líkt og Kristján Arason. „Ég kann eigin-
lega ekki nægilega sterk lýsingarorð til
að lýsa því hvað mér finnst um þetta.
Auðvitað var þetta afar óheppilegt,
það er alveg augljóst... Ég vona bara að
svona lagað endurtaki sig aldrei aftur,
það væri best fyrir alla aðila. Það er al-
veg ljóst að þetta fyrirkomulag er ekki
gott. Það bara blasir við. Þetta var sér-
staklega óheppilegt fyrir þennan hóp
sem fékk lánin,“ segir Svali.
„Ég get ekkert gert annað en beð-
ið og séð hvað kemur út úr umfjöllun
allra þessara manna um þessi mál,“
segir Svali og á hann þar við athuganir
sérstaks saksóknara og ríkisskattstjóra
á málinu. „Þessi óvissa er mjög óþægi-
leg,“ segir hann.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað verður
um lánveitinguna til Svala; hvort hann
þarf að greiða lánið til baka eða ekki
eða hvort hann þarft að greiða skatt af
því. Lánið var ennþá skráð á hann við
bankahrunið í haust. Svali hætti hjá
Kaupþingi í lok janúar og segir hann
aðspurður að lánveitingin til hans hafi
ekki verið ástæðan fyrir því að hann
hætti í bankanum; honum hafi ein-
faldlega verið boðið annað starf.
STARFSMENN KAUPÞINGS FENGU 23,5 MILLJARÐA
Í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 kem-
ur fram að 22 af stjórnendum og lykilstarfs-
mönnum bankans fengu samtals um 23,5
milljarða að láni frá bankanum til að kaupa
hlutabréf í honum. Persónulegar ábyrgðir
þessara starfsmanna fyrir lánunum voru
felldar niður á stjórnarfundi hjá Kaupþingi í
lok september í fyrra. Enginn af starfsmönn-
unum er ennþá starfandi í Nýja Kaupþingi.
Þeir starfsmenn sem vilja tjá sig telja sumir
að lánveitingarnar hafi verið of háar.
IngI F. VILhjáLmssOn
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
MEÐ ÆÐI
FYRIR
FISKI GRILLBLAÐFYLGIR
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
IcESAvE-
SKjöLIn
FRéttIR
dv.isMIÐvIKudAGuR oG FIMMtudAGuR 1. – 2. júlí 2009 dagblaðið vísir 95. tbl.99. árg. – verð kr. 347
STJÓRARNIR
TÓKU FIMM
MILLJARÐA
ÁN ÁBYRGÐAR
ÚR LÁNABÓK KAUPÞINGS:
nHREIÐAR MÁR oG SIGuRÐuR FELLdunIÐuR ÁBYRGÐIR AF EIGIn KÚLuLÁnuMnKAuPÞInG tÓK „StÆRStu“ ÁHÆttunA MEÐ LÁnuM tIL ÞEIRRA
n MEÐ LÁnunuM vÆRI HÆGt AÐ GREIÐAÁRLEGAn LíFEYRI ALLRA öRYRKjAn EÞíÓPíSKuR SjEIK FéKK 3,5 MILLjARÐA
LÖGMAÐURINN SEM KVITTAÐI UPPÁ NIÐURFELLINGUNA VINNURFYRIR HREIÐAR MÁ SIGURÐSSON
mynd sigtryggur ari jóhannsson
grillblað
Með æðifyrir fiskFriðrika hjördís geirsdóttir
„Mér finnst grillaður fiskur æðislegur,“ segir
matgæðingurinn og sjónvarpskonan Friðrika
Hjördís Geirsdóttir sem stjórnar matreiðslu-
þáttunum Léttir réttir Rikku á Stöð 2. „Það er
hægt að gera svo ótrúlega mikið með fisk og
hann tekur vel við maríneringu.“Friðrika er sannfærð um að Íslendingar
séu sífellt að verða duglegri við að skella fisk
á grillið. „Við mættum þó gera meira af því að
prófa nýjar og meira spennandi tegundir. Það
er svo ótrúlega margt gómsætt til. Ekki bara
lax og þorskur.“
Friðrika telur ástæðulaust fyrir reynslulitla
kokka að óttast það að mistakast með fisk-
inn á grillinu. „Mér finnst best að setja hann
í álpappír og leyfa honum að krauma vel með
maríneringunni. Svo er líka hægt að setja
hann í álbakka eða í grind en það borgar sig
að hafa roðið á ef það á að skella honum beint
á grillið,“ segir Friðrika að lokum og bætir við:
„Svo er um að gera að taka þetta á jákvæðn-
inni og þá tekst þetta allt saman.“
asgeir@dv.is
ÞuRFtI HjÁLPLíFvARÐA
GLAnnI GLÆPuR ÞuRFtI vERndFYRIR AÐdÁEnduM í MExíKÓ
FÓLK
m
yn
d
r
ó
b
er
t
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ár
sinsþriðjuda
gur 4. nóvember 2008 dagblaðið vísi
r 205. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
fréttir
Yfirmaður áhættustýringar vændur um að
hafa fengið tveggja milljarða skuld strikaða ú
t
„Kemur engum
við nema mér“
„Við eigum ÞÓ
allaVega húsið“
Kristján ArAson og þorgerður KAtrín töpuðu á K
aupþingi:
Segir skuldir sínar ekki hafa verið afskrifaða
r
„Ævisparnaðurinn er farinn“
Setti skuldir og eignir í hlutafélag með Þorg
ilsi Óttari
fYrirgef oSS
vorar
SKuldir
milljarðaskuldir
bankamanna
hverfa
almenningur
sleppur ekki við sjö
milljónir á mann fréttir
stal tveimur ferðatölvum og ipod
Braust inn
til eiganda
Securitas
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
þriðjUdagUr 30. júní 2009 dagblaðið ví
sir 94. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
fólk
grétar rafn og ManUela ósk giftU si
g UM helgina
Með lífVerði í
BrúðkaUPinU
nennir ekki
að Vera
í fÁfni
sVeddi tattú snýr sér að traktorUM
DV ER MEÐ LÁNABÓK KAUPÞINGS:
Kúlulán
Kristjáns
var 893
milljónir
leyni-
gögn
n „fÖlsUn Á eigin fé Bankans“
nþorgerðUr katrín segist
ekki Vita hVersU hÁtt lÁnið Var
lÖGFrÆÐinGurinn sEm úrsKurÐaÐi
um niÐurFEllinGu áBYrGÐa var
sjálFur mEÐ 450 milljóna Kúlulán
KúLULáN:
Eingreiðslulán þar sem
lántakandinn borgar ekki af
láninu fyrr en lánstímanum lýk-
ur. Vextirnir geta verið greiddir
reglulega af láninu en þeir
geta líka verið endurlán-
aðir og bætast þá við
höfuðstólinn.
„Ég borgaði þetta allt
saman í ársbyrjun 2007.“
Þrýstingur á Þorgerði Eftir að dV greindi frá
upphæð lánveitingarinnar til Kristjáns arasonar í
vikunni hafa margir, meðal annars Þór saari, byrjað
að efast um að Þorgerði sé sætt á alþingi. Hér sést
Þorgerður ásamt Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi
forstjóra Kaupþings á íslandi.
Fundað fyrir hrun Hreiðar Már sigurðsson og sigurður
Einarsson sjást hér ganga á fund ríkisstjórnarinnar
skömmu fyrir efnahagshrunið. Þeir fengu hæstu lánin af
starfsmönnum Kaupþings samkvæmt lánabókinni.