Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Blaðsíða 16
Föstudagur 3. júlí 200916 Fréttir Langt út yfir öLL skynsemismörk „Það verður að gera greinarmun á kauprétti og láni til hlutabréfakaupa. Ef um kauprétt er að ræða kaupir bankinn hlutabréf á markaði og liggur með þau og geymir. Ef vel gengur verð- ur ávinningur stjórnandans meiri en kostnaður fyrirtækisins,“ segir Ragn- ar Önundarson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzl- unarmanna. „Vaxtakostnaður félagsins er þá ígildi launa hjá starfsmanni. Það að einstakur starfsmaður hafi fengið kauprétt á tæplega fjögurra milljarða samningi, eins og dæmi voru um, þýðir vaxtakostnað upp á 600 milljónir króna á ári. Slík upphæð er með ólíkindum,“ segir Ragnar. „Síðan eru lán til hlutabréfakaupa. Þá á ég við alvörulán þar sem starfs- maður er skuldari og engin niðurfell- ing á við um skuldirnar. Slík lán verða að vera til einstaklingsins en ekki hluta- félags á hans vegum. Ef illa fer verður hann að bera áhættuna sjálfur og getur ekki sett hlutafélag í þrot. Að lána hluta- félagi starfsmanns til hlutabréfakaupa er ekkkert annað en kaupréttur. Hann þarf ekki að bera byrðarnar ef illa fer. Það er órökrétt. Það er miklu alvarlegri og raunhæfari aðgerð til þess að hvetja stjórnanda til að gæta hagsmuna bank- ans eða til að ná árangri í rekstri. Alvöru- lán sem þessi, þar sem ekki er hægt að fella skuldina niður, eru miklu alvarlegri aðferð til hvatningar en að veita þeim einhliða kauprétt sem starfsmenn ráða hvort þeir nýta eða ekki,“ segir hann. Að mati Ragnars eru lán til hlutabréfa- kaupa betra form en kaupréttarsamn- ingar. „Slík lán þurfa að vera í tengslum við fjárhag viðkomandi þannig að fólk standi upprétt þó að illa fari. Það þarf að gæta hófs í lánveitingum. Ég tel að slíks hófs hafi ekki verið gætt,“ segir hann. Ragnar telur auk þess að skattlagn- ingu kaupréttinda hjá starfsmönnum sé ábótavant. „Ef fyrirtæki veitir kaup- rétt þá er eðlilegt að það sé skattlagt hjá viðtakanda réttindanna sem ígildi þess kostnaðar sem fyrirtækið verð- ur fyrir. Ef starfsmaður hefur feng- ið fjögurra milljarða króna kauprétt þá ættu skattskyldar tekjur að vera um 600 milljónir króna. Af hverju var það ekki þannig?“ spyr hann. „Það má ekki veita hærri fjár- hæðir í hluthafalán en svo að starfsmennirnir þoli að greiða lánið ef hlutabréfin falla í verði. Við verð- um að líta svo á að það séu einung- is hóflegar fjárhæðir sem lánaðar séu. Fyrir venjulegan einstakling eru sem dæmi tíu milljónir króna heilmikil byrði ef hlutabréf falla í verði. Við sjáum því að menn eru komnir langt út yfir öll skynsem- ismörk og út fyrir það sem rökrétt getur talist,“ segir Ragnar. Ragnar segist óttast að einn til- gangur þess að veita svona há lán til starfsmannna hafi verið til að halda uppi hlutabréfaverði bankanna. „Ef það er gert þá er það vegna þess að bankarnir hafa áður þanið sig um of í lánastarfsemi og eiginfjár- hlutfallið er of lágt. Þá finna menn sig knúna til að styrkja stöðuna og halda uppi hlutabréfaverði og reyna jafnvel að afla nýs hlutafjár á þeim forsendum. Þá eru menn hins vegar komnir út fyrir hið löglega. Það eru ekki mistök heldur brot á lögum og reglum.“ Ragnar var framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 1990 til ársins 1998. Hann var banka- stjóri Iðnaðarbankans á sínum tíma. Árið 1998 tók hann við sem forstjóri Kreditkorta. Að sögn Ragnars þekkt- ust kaupréttarsamningar ekki þeg- ar hann hætti hjá Íslandsbanka árið 1998. „Fyrsta dæmið um þetta er þegar Bjarni Ármannsson var ráð- inn forstjóri Fjárfestingabanka at- vinnulífsins árið 1998,“ segir hann. annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is Ragnar Önundarson Óttast að einn tilgangur þess að veita svona há lán til starfsmannna hafi verið til að halda uppi hlutabréfaverði bankanna. mYnd HEiÐa HELgadÓTTiR BjaRni ÁRmannsson ÁTTi fRumkvæÐiÐ Árið 1997 var Bjarni Ármannsson ráðinn sem forstjóri Fjárfestinga- banka atvinnulífsins (FBA). Árið 1999 kom hann á svokölluðu EVA- kerfi sem er skammstöfun á Econ- omic Value Added. Í því felst að starfsmenn fá borgað eftir arðsemi fyrirtækisins. Sífellt vaxandi arð- semi er því forsenda fyrir hækk- andi árangurstengingu í launum. „Umbreyting úr framleiðsluþjóð- félagi í þekkingarþjóðfélag kallar á að mannauðnum sé veitt athygli og starfsfólk fái greitt í samræmi við árangur,“ sagði Bjarni í við- tali við Morgunblaðið árið 2007 aðspurður um gagnrýnisradd- ir á óhóflega háan launakostnað stjórnenda FBA. þingmenn bregðast við kúLuLáni kristjáns arasonar kom að ákvörðunum um afdrif bankanna „Þorgerður Katrín hefur ekki gef- ið fullnægjandi upplýsingar, hvorki þinginu né þjóðinni, hvernig fyrir- komulagið á þessari lánafyrgreiðslu var. Hvað varð um þessar skuld- ir, fóru þær inn í eignarhaldsfé- lagið að hluta til eða að öllu leyti, hver árbyrgðin var, var hluti af lán- inu afskrifaður eða allt lánið?“ seg- ir Ólína Þorvarðardóttir, alþingis- maður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum um lánveitingar Kaup- þings til Kristjáns Arasonar, eigin- manns Þorgerðar Katrínar. Ólína telur eðlilegt að Þorgerð- ur, bæði sem fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður, geri hreint fyrir sínum dyrum. „Allar þessar upplýsingar þurfa að koma upp á yf- irborðið og þá fyrst getum við dæmt um hennar hæfi í raun og veru. Ég held að það væri farsælast fyrir hana sem stjórnmálamann að upplýsa um hvernig málum er háttað. Þau hafa aldrei svarað þessu, en farið undan í flæmingi. Hún sagði sjálf að allt yrði að vera uppi á borði, gagnvart öllum og nú er hennar tækifæri.“ Ólína bendir á að sú staða hafi komið upp á tímabili, að mögulega yrðu tveir bankar látnir falla og einn færi ekki í þrot, sá banki var Kaup- þing. „Hún sat í ríkisstjórn og kom þar að ákvörðunum um afdrif bank- anna, því vakna áleitnar siðferileg- ar spurningar um hennar hæfi sem stjórnmálamanns. Hún og hennar maður áttu mjög mikilla hagsmuna að gæta. Öll ákvarðanataka í stjórn- sýslunni þarf að vera hafin yfir allan vafa um vanhæfi,“ segir Ólína. Pólitískt vanhæfi „Í ljósi þeirra hagsmuna sem Þor- gerður Katrín hefur í þessu máli, ef við gerum ráð fyrir því að þau séu með sameiginlegan fjárhag eins og flest önnur hjón hér á landi, hefði hún átt að greina frá þessum hags- munum strax í upphafi, ekki síst í ljósi þess að Kaupþing fékk mikla fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar. Í umræðunni um hugsanlegt van- hæfi bendir Sigríður á að munur sé á stjórnsýslulegu vanhæfi og pól- itísku vanhæfi. „Ég tel að um pólit- ískt vanhæfi sé að ræða. Það er gjá á milli þeirra sem fengu þessar niður- fellingar á skuldum sínum og þjóð- arinnar, því aðrir sitja uppi með sínar skuldbindingar. Það er ekki forsvaranlegt að fólk sem á hags- muna að gæta, sé að taka ákvarðan- ir sem varða hagsmuni skattgreið- enda,“ segir hún. Aðspurð hvort hún taki undir með Þór Saari, sem tel- ur að Þorgerði Katrínu, sé ekki sætt áfram á Alþingi, segir Sigríður: „Það hlýtur að vera spurning fyrir flokks- menn í Sjálfstæðisflokknum og kjós- endur flokksins. Þeir þurfa að svara því hvort þeir séu sáttir við hana sem fulltrúa sinn á alþingi, það má vel vera að þeir séu sáttir við það.“ Sigríður segir kúlulánin, sem æðstu stjórnendur bankans fengu, hafa kristallast í tíðarandanum og það sjúka ástand sem kom þjóð- inni á hliðina. „Þetta var leið inn- herja, án þess að taka áhættu, til að græða óhemju fjármuni,“ segir hún. „Ef við setjum þessar lánveitingar í samhengi við þann niðurskurð sem er fram undan er ljóst að félags- og tryggingamálaráðuneytið þarf að skera niður um 900 milljónir króna á næsta ári og það mun skerða veru- lega þjónustu þess ráðuneytis. Það er ágætt að skoða fjárhæðir lánanna í því ljósi.“ „Ef ég hefði lent í þessari stöðu sjálf hefði ég kallað inn varamann og ígrundað vel hver næstu skref væru hjá mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar. „Að sama skapi má segja að Svandís Svavarsdóttir eigi ekkert að vera að sýna sig inni í þingsölum á meðan verið er að fjalla um IceSave. Það er kominn tími til að þingmenn átti sig á því að það er ekki liðið að horft sé fram hjá hagsmunatengslum,“ segir Birgitta. „Þorgerður hafði upplýsing- ar um hvað var að gerast með bank- ana og hún hefði getað nýtt sér þær. Þessar afskriftir eru gjörsamlega sið- lausar og það er skrítið að halda því fram að hún hafi ekkert vitað,“ segir hún. Birgitta segir að nú sé kominn tími til að rjúfa tengsl á milli við- skiptaheims og þingheims. „Það átti sér stað siðrof hérna og það er ótrú- leg þöggun í kringum þetta mál með Þorgerði í Sjónvarpinu. Þetta er ekki lítil frétt, þetta er stórfrétt. Það verð- ur að gera kröfu til okkar sem sitjum á Alþingi að við séum fyrst til að taka á þessu siðrofi og ganga fram með góðu fordæmi. Þegar maður kemur inn í þessi björg hérna á Alþingi, er auðvelt að verða meðvirkur. Þetta er óþægileg staða, fólk má ekki taka því persónulega sem fram fer. En samt sem áður er það eitt af stóru vanda- málunum að persónugera ekki vandann. Það á einmitt að persónu- gera vandann. Maður verður alltaf að muna hvað fólk hefur gert í verk- um sínum hér og hvernig það hefur misnotað aðstöðu sína.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.