Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2009, Síða 24
Föstudagur 3. júlí 200924 Helgarblað
Vegfarendur sem aka frá Reykjavík til Hafn-
ar í Hornafirði þurfa að fara yfir 23 hættu-
legar einbreiðar brýr á leiðinni. Sigurður
Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan
kafla vera þann versta á landinu. Lítið fé er
þó til hjá Vegagerðinni sem finnur vel fyrir
kreppunni.
brýrnar í skaftafellssýslu
Valur Zophoníasson lenti í um-
ferðaróhappi árið 2007 á ein-
breiðri brú yfir Jökulsárlón.
Hann var á leið til Reykjavíkur
ásamt vinum og var farþegi í aft-
ursæti þegar jeppi fyrir framan
þau snarstoppaði á miðri brú í
grenjandi rigningu og þoku. „Við
sjáum að hann er fyrir framan
okkur og svo stoppar hann mjög
skyndilega. Við erum á sirka 40
til 50 kílómetra hraða og brems-
um að minnsta kosti 10 metr-
um áður en við lendum aftan á
jeppanum.“ Hann segir að sex
útlendingar hafi verið í bílnum
og hafi stoppað í þeim tilgangi
að skoða ísjakana í grenndinni.
„Þeir voru bara að skoða vatn-
ið og gerðu sér ekki grein fyrir
því að hætta gæti skapast af að
stoppa á miðri brú.“
Valur segir að þetta óhapp
hefði ekki gerst ef tvíbreið brú
hefði verið yfir ána. „Það er í
rauninni óhugnanlegt að hugsa
til þess hvað hefði gerst ef við
hefðum verið á meiri hraða. Við
hefðum getað endað úti í ánni
með miklu verri afleiðingum,
hugsanlega. Ef brúin væri tví-
breið hefðum við getað sveigt
frá og jafnvel komið í veg fyrir
aftanákeyrslu.“ Ekki urðu alvar-
leg slys á fólki í þessu óhappi en
þó fundu vinir Vals fyrir örlitlum
eymslum í baki og útlending-
arnir kvörtuðu undan verkjum í
baki. „Við vorum rosalega hepp-
in að ekki fór verr og við slös-
uðumst ekki meira en raun bar
vitni.“
Valur ólst upp á Höfn í Horna-
firði en er nú búsettur í Reykja-
vík og keyrir oft þessa leið til að
heimsækja vini og vandamenn.
Hann hefur komið að þó nokkr-
um árekstrum við einbreiðar
brýr en sem betur engum al-
varlegum. „Það er mjög erfitt,
þá sérstaklega fyrir útlendinga,
að koma á miklum hraða að
svona brúm. Það hefur kom-
ið fyrir að ég hef verið kominn
inn á brú og þurft að stoppa og
bakka vegna þess að ökumenn
sem koma á móti mér eru frek-
ir og vilja fara á undan. En sem
betur fer hefur það verið undir
kringumstæðum þar sem báð-
ir ökumenn keyra hægt.“ Hann
segir að þessi kafli til Hafnar frá
Reykjavík sé sérlega hættulegur
því ökumenn keyra oft á mikl-
um hraða yfir þessar brýr. Val-
ur biðlar til ökumanna að keyra
sérstaklega varlega yfir brýrnar
á þessari leið. „Slysin gera ekki
boð á undan sér,“ segir hann að
lokum.
„við vorum
rosalega heppin“
MOSFELLSBÆR
AKRANES
VESTMANNAEYJAR
KEFLAVÍK
NJARÐVÍK
HAFNARFJÖRÐUR
BORGARNES
STYKKISHÓLMUR
ÓLAFSVÍK
SELFOSS
HVERAGERÐI
SELTJARNARNES
Borðeyri
Búðardalur
Grundarfjörður
Hellissandur Rif
Hella
Hvolsvöllu
Vík
Eyrarbakki
Hafnir
Flateyri
Suðureyri
Skagaströnd
Drangsne
Laugarbakki
Varmahlíð
Hofsós
Grenivík
ÍSAFJÖRÐUR
BLÖNDUÓS
SIGLUFJÖRÐUR
ÓLAFSFJÖRÐUR
AKUREYRI
SEYÐISFJÖRÐUR
HÖFN
Grímsey
Kópaske
Raufarhöfn
Þórshöfn
Bakkafjörður
Vopnafjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörðu
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Kirkjubæjarklaustu
Kjölur
Trölladyngja
Askja
Ásbyrgi
Lakagígar
Hekla Landmannalaugar
Eld
gjá
Heimaey
BREIÐAFJÖRÐUR
FAXAFLÓI
Blanda
Hóp
Mývatn
Lö
gu
rin
n
Papey
Hrísey
Reykjahlí
Öræfajökull
Snæfells-?
jökull
Eyjafjalla-
jökull
Þórsmörk
Skaftafell
Hvannadalshnúkur
Snæfell
Herðubreið
Hallormsstaður
Melrakkaslétta
Tjörnes
Flatey
Hólar
Kerlingarfjöll
Hveravellir
Arnarvatnsheiði
Húsafell
Reykholt
Ka
ldi
da
lur
Reykjanes
Eldey
E ja
Hornstrandir
Dranga-?
jökull
Borgarfjörður
Hvalfjörður
Kleifarvatn
Ölfus
á
Þjór
sá
Þórisvatn Hornafjörður
EYJAFJÖRÐUR
Goðafoss
SKAGAFJÖRÐURHÚNAFLÓI
Þjó
rsá
HOFS-?J
Hvítárvatn
Gullfoss
Eiríks-?j
ökull
Geysir
Hv
ítá
Skálhol
MÝRDALS-J
ÖKULL
Skógafoss
Skeiðarársandur
Ingólfshöfði
Jöku
lsá á
Brú
La
ga
rfl
jó
t
EGILSSTAÐIR
NESKAUPSTAÐUR
Gerpir
Stöðvarfjörðu
Eystrahorn
Dyngjufjöll
Ódáðahraun
Skjálfandafljót
HÚSAVÍK
Dettifoss
DALVÍK
SvalbarðseyriSAUÐÁRKRÓKUR
Eyvindarstaðaheiði
Hvammstangi
Hornbjarg
BOLUNGARVÍK
Arnarstapi
Hvammsfjörður
Sp
ren
gis
an
du
r
StokkseyriGRINDAVÍK
Þingvallavatn
Þin vellir
Laugarvatn
DyrhólaeySurtsey
REYKJAVÍK
Gjögur
Borgarfjörðu
ÁlftanesGarður
Þorlákshöfn
Súðavík
Litli-
Árskógssandur
Grímsstaðir
Möðrudalur
Hraunhafnartangi
LA
NG
JÖ
KU
LL
SANDGERÐI
Voga
GARÐABÆR
Vesturhorn
Fontur
Hauganes
SKJÁLFANDI
ÖXARFJÖRÐUR
ÞISTILFJÖRÐUR
BAKKAFLÓI
VOPNAFJÖRÐUR
HÉRAÐSFLÓI
ÍSAFJARÐARDJÚP
VATNAJÖKULL
Tungnafells-
jökull
KÓPAVOGUR
Laugarás Flúðir
Búrfell
Hlíðarendi
Skaga-h
eiði
Ok
Hvanneyri
Fellabær
Jökulsá
á
Fjöllum
Útgáfu- og höfundarréttur
© LANDMÆLINGAR ÍSLANDS
f.h.íslenska ríkisins. Eftirgerð bönnuð
BREIÐABALAKVÍSL
FOSSÁLAR
HVERFISFLJÓT
BRUNNÁ
LEIRUR
NÚPSVÖTN
SVÍNAFELLSÁ
GLJÚFURSÁ
STEINAVÖTN
HORNAFJARÐARFLJÓT
KOLGRÍMA
HOFFELLSÁ
HOLTAKÍLL
FELLSÁ
JÖKULSÁRLÓN
HÓLÁSTIGÁ
KOTÁ
SKAFTAFELLSÁ
SKEIÐARÁ
VIRKISÁ
KVÍÁ
JÖKULSÁ - SÓLHEIMASANDI
Lítil meiðsl:1
Mikil meiðsl:1
Eignatjón:1
Eignatjón:1
Eignatjón:5
Lítil meiðsl:1
Eignatjón: 3
Eignatjón:2
Eignatjón 1
Eignatjón: 2
Eignatjón:1
Lítil meiðsl:2
Eignatjón:1
Brunná: Eignatjón: 1
BOÐI LOGASON
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
Ferðamenn snarstoppuðu
Valur Zophoníasson var farþegi í
bifreið sem ekið var aftan á jeppa
ferðamanna sem höfðu stoppað á
einbreiðri brú til að skoða ísjaka.
„Þetta er sá kafli landsins sem er
hvað verstur, það liggur alveg ljóst
fyrir,“ segir Sigurður Helgason, verk-
efnastjóri hjá Umferðarstofu Ís-
lands. Kaflinn frá Reykjavík að Höfn
í Hornafirði er sérlega hættulegur
fyrir þær sakir að á þessum kafla eru
mjög margar einbreiðar brýr. Mik-
il slysahætta getur skapast þar sem
einbreiðar brýr liggja yfir ár og hafa
mörg alvarlega bílslys orðið á þessum
kafla í gegnum tíðina. Vegalengdin á
milli Reykjavíkur og Hafnar í Horna-
firði er 452 kílómetrar og eru 23 ein-
breiðar brýr á þeim kafla.
Kostar peninga
„Það hefur heilmikið verið gert í því
að breikka brýrnar og gera nýjar brýr.
Það hefur náðst mikill árangur, leyfi
ég mér að fullyrða, á vissum hlutum
landsins,“ segir Sigurður. Þó svo að
ekki hafi verið hrundið í framkvæmd
að breikka allar brýrnar undanfarin
ár hefur markvist verið unnið að því
að breikka sem flestar brýr. Þá hefur
verið reynt að koma í veg fyrir slys
með ýmsum aðferðum. „Það sem
gert hefur verið meðal annars til að
vekja athygli þar sem flest slys hafa
orðið er að setja upp viðvörunarljós
til að fólk sýni aukna aðgæslu þegar
það kemur að brúnni.“ Sigurður seg-
ist ekki geta svarað því af hverju ekki
er búið að ráðast í framkvæmdirnar
á þessum kafla þar sem umferðar-
þunginn er mikill. „Ég hef ekki svör-
in við því en ég veit að Vegagerðin
hefur á undanförnum árum verið að
vinna markvisst að því að uppræta
þessar brýr eins og hægt er. En þetta
kostar peninga og það sem ræð-
ur kannski mestu um ákvarðanir
varðandi framkvæmdir er umferð-
in, hversu margir bílar fara um við-
komandi veg. Það er mælt reglulega
og eftir því sem umferðin er meiri
eru meiri líkur á því að brýrnar verði
tvöfaldaðar.“
Hættulegar brýr þar sem
umferðin er mikil
Sigurður segir að vissulega stafi mik-
il hætta af þessum brúm en þó hafi
slysum fækkað mikið síðustu ár.
„Þær eru hættulegar einkum og sér í
lagi þar sem umferðin er mjög mikil
en hættan minnkar þar sem umferð-
in minnkar, það er mín tilfinning að
þessum slysum hafi fækkað á und-
anförnum árum. En mitt mat er að
ástandið hefur batnað, en betur má
ef duga skal.“ Eins og fyrr segir eru
margar einbreiðar brýr á kaflanum
til Hafnar en stór hluti þeirra er aust-
an við Hvolsvöll þegar heldur fer að
draga úr bílafjöldanum að sögn Sig-
urðar. „En þetta er hlutur sem hefur
verið mönnum mikill þyrnir í augum
og ég veit að norður í Skagafirði á leið
til Akureyrar var tekið mjög myndar-
lega á þessu og búið að leysa málið
til frambúðar,“ segir Sigurður en að
minnsta kosti þrjár einbreiðar brýr
voru breikkaðar fyrir ekki löngu.
Skipta gömlum brúm út
Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðu-
maður framkvæmdadeildar Vega-
gerðarinnar, segir að engar fram-
kvæmdir séu í bígerð á þessum kafla
á þessu ári. „En það sem er í undir-
búningi er nýr vegur um Hornafjarð-
arfljót þar sem munu detta út þrjár
einbreiðar brýr þegar hann verður
byggður,“ segir Rögnvaldur og tekur
fram að þær framkvæmdir séu enn í
undirbúningi. Einnig er í undirbún-
ingi ný brú yfir Jökulsá á Sólheima-
sandi, en það er verið að vinna að því
að fækka þessum brúm. Rögnvald-
ur segir til að mynda að breyting frá
Skeiðará og austur að Hofi sé mjög
skammt á veg komin en við þá breyt-
ingu myndu detta út fjórar brýr. „Það
eru tvö sjónarmið sem eru ráðandi
í styttingu á vegakerfinu, það er að
taka stakar einbreiðar brýr þar sem
umferðin er mest án þess að þurfa
að breyta vegi. Og hitt að taka út þær
brýr sem hafa minnst burðarþol,
elstu brýrnar.“
Vegagerðin finnur fyrir
kreppunni
Hann segir mikla óvissu vera um
næstu ár í framkvæmdum á vegum og
brúm landsins en Vegagerðin finnur
vel fyrir kreppunni. „Það er óvissa um
næstu ár. Framkvæmdaféð á þessu ári
er verulega mikið af því að árið í fyrra
var það mesta í framkvæmdum í sögu
Vegagerðarinnar. Þá var fjöldi verk-
efna boðinn út sem er ekki enn lokið
og það er verið að greiða það að hluta
til á þessu ári, en ný verkefni eru að
hluta til minni en til stóð,“ segir Rögn-
valdur og bendir á að árið í ár sé það
næststærsta í framkvæmdum.
„Þetta er sá hluti landsins sem er hvað
verstur, það liggur alveg ljóst fyrir.“
Sigurður Helgason Kaflinn til Hafnar
er sérlega hættulegur fyrir þær sakir að
23 einbreiðar brýr eru á leiðinni.